Morgunblaðið - 12.01.1994, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 1994
Bush gagn-
rýnir stefnu
í málum
Sómalíu
GEORGE Bush, fyrrverandi
forseti Bandaríkjanna, gagn-
rýndi á mánudag stefnu Banda-
ríkjastjórnar í málefnum Sóm-
alíu og sagði Bandaríkjamenn
hafa fengið á baukinn um heim
allan, vegna stefnunnar í land-
inu þar sem ýmist væri verið
að hefja eða stöðva aðgerðir. Á
fimmtudag heldur Bush til Kína
í sex daga heimsókn í boði
þarlendra stjórnvalda.
Óeirðir skipu-
lagðar?
KOMIÐ hefur í ljós að óspektir
sem urðu á Norðurbrú í Kaup-
mannahöfn í fyrra eftir at-
kvæðagreiðsluna um Maastric-
ht-samninginn voru skipulagð-
ar, segir í nýrri skýrslu danskra
yfirvalda. Lögreglumenn skutu
alls 113 skotum í átökunum
þegar ráðist var á þá með
gijótkasti. Vitni segja nú að
nokkrir menn hafi stjórnað að-
gerðum og samræmt þær.
Kanada ræðst
gegn ólögleg-
um veiðum
KANADÍSK yfirvöld lýstu því
yfir á mánudag, að þau hyggðu
á aðgerðir gegn þeim skipum
sem stunduðu ólöglegar veiðar,
rétt utan fiskveiðilögsögu
Kanada. Um er að ræða skip
frá Panama, Hondúras, Belize
og fleiri löndum, sem moka upp
fiski úr stofnum sem halda sig
á mörkum kanadískrar lögsögu
og alþjóðlegra hafsvæða. Segja
Kanadamenn skipin ekki eiga
kvóta til að veiða á svæðinu.
Abkhasar og
Georgíumenn
til viðræðna
FULLTRÚAR georgískra
stjómvalda og fulltrúar Abk-
hasa hófu friðarviðræður í gær
í Genf fyrir milligöngu Samein-
uðu þjóðanna, en auk fulltrúa
þeirra er aðstoðarforsætisráð-
herra Rússlands, Boris Pastuk-
hov, viðstaddur til að greiða
fyrir viðræðunum. Þjóðimar
undirrituðu vopnahléssáttmála
1. desember sl. í Genf. Embætt-
ismenn SÞ sögðu viðræðurnar
fyrst og fremst snúast um
möguleika þess að Abkhasía
yrði sjálfstjómarríki í Georgíu
og með hvaða hætti það gæti
orðið.
Spá vaxandi
verðbólgu
BRESKT fyrirtæki, Dun &
Bradstreet, sem sérhæfir sig í
viðskiptaupplýsingum, spáði
því á mánudag að verðbólga
myndi vaxa á næstunni vegna
þess að fyrirtæki myndu hækka
verð til að vega upp minni
hagnað en búist hafi verið við.
Að öðru leyti væru horfur í
efnahag Breta góðar.
Fleiri bílar til
Japans
SALA bandarísku bílaverk-
smiðjanna Fords og Chryslers
i Japan eykst hratt þrátt fyrir
kreppu í japönsku efnahagslífí
en hlutfall þeirra af markaðn-
um er þó enn mjög lágt. Chrysl-
er seldi Japönum um 5,700 bíla
í fyrra, Ford um 5.000. Alls
seldust um 200.000 erlendir
bflar í landinu.
Reuter
Zhírínovskíj á þingi
ZHÍRÍNOVSKÍJ, leiðtogi þjóðernissinna, lét nokkuð til sín taka á fyrsta
degi rússneska þingsins í gær þegar samflokksmaður hans og forseti
þingsins, Georgíj Lúkava, missti alla stjórn á þinghaldinu. „Slökktu á
hljóðnemunum, rektu þingmenn í sæti sitt og láttu lögregluna hirða
þá, sem ekki gegna,“ hrópaði hann til Lúkava, sem reyndi strax að
hlýða skipun leiðtoga síns.
Rúmenskt verðbréfafyrirtæki ríðar til falls
Bálreiðir sígaun-
ar hóta að leggja
skrifstofuna í rúst
Cluj í Rúmeníu. Reuter.
ANDRÚMSLOFT yfirvofandi ofbeldis var ríkjandi í rúmensku borg-
inni Cluj i gær er hundruð manna hótuðu að gera árás á skrifstofu
verðbréfafyrirtækisins Caritas. Ottast er að fyrirtækið sé að komast
í greiðsluþrot en fólk sem skaut fé í sjóðinn fékk í fyrstu fjárhæð-
ina áttfalda til baka.
„Ég skal lúbeija þessa náunga
og rústa skrifstofurnar þeirra ef
þeir borga mér ekki aftur peningana
mína“, sagði Ion Gane, þreklega
vaxinn sígauni, og reyndi að fela
járnstöng undir frakkanum. Hann
sagðist hafa komið alla leið frá
Moldovu, sem er í um 400 km ijar-
lægð, ásamt 200 félögum sínum sem
einnig hefðu verið sviknir og þeir
ætluðu að ná aftur fé sínu. Síðustu
tvo mánuðina hefur Caritas ekki
getað greitt skuldunautum sínum
en alls áttu fjórar milljónir Rúmena
um 70 milljarða króna hjá fyrirtæk-
inu.
Á mánudag kom til átaka er Gane
og félagar hans reyndu að ráðast á
skrifstofurnar, sem eru í ráðhúsinu.
Þeir voru vopnaðir hnífum og kylfum
og kröfðust þess að Ion Stoica, for-
stjóri Caritas, léti sjá sig en hann
mun ávallt hafa forðast sviðsljós fjöl-
miðla. Eiginkona hans hét því að
öllum yrði greitt það sem þeir aettu
inni. Lögregla rak loks árásarmenn-
ina út úr húsinu en enginn var hand-
tekinn.
Mikil fátækt er í Rúmeníu og
stjórninni, þar sem fyrrverandi
kommúnistar ráða ferðinni, gengur
illa að koma á umbótum.
Umbótasinnar í Rússlandi sjá fram á erfitt og óróasamt þinghald
Studmngsmenn Jeltsíns
í minnihluta á þinginu
Moskvu. Reuter.
„ÉG fer ekki fram á, að þingmenn leggi til hliðar skoðanaágreining,
heldur að þeir standi saman um grundvallargildi samfélagsins, frið,
stöðugleika, þjóðareiningu og endurnýjun," sagði í ávarpi Borís Jelts-
íns, forseta Rússlands, við setningu rússneska þingsins í gær. Fund-
uðu sambandsráðið og dúman, neðri deildin eða löggjafarsamkundan,
hvort í sínu lagi en fyrsta atkvæðagreiðslan í dúmunni virðist ekki
boða neitt gott fyrir Jeltsín. Þá sameinuðust þjóðernissinnar, kommún-
istar og bændaflokksmenn gegn umbótasinnum og stuðningsmönnum
forsetans.
Nýja þingið var kjörið í kosning-
unum 12. desember sl. en þá var
einnig samþykkt ný stjórnarskrá
fyrir Rússland. Samkvæmt henni er
forsetinn óumdeilanlega vaidamesti
maður í landinu og vegur þingsins
hefur að sama skapi minnkað. Sýndi
það sig meðal annars í því, að ekki
var sjónvarpað frá þingsetningunni
og aðeins örfáir mættu á mótmæla-
fundi, sem boðaðir höfðu verið í til-
efni af henni.
„Ég er fullkomlega eðlilegur"
Vladímír Wolfovítsj Zhírínovskíj,
leiðtogi þjóðernissinna eða fijálsra
demókrata eins og flokkurinn heitir,
fór ekkert með veggjum á fyrsta
Bill Clinton, forseti Bandaríkj-
anna, tilkynnti á leiðtogafundi
NATO í Brussel á mánudag að
stjórn Úkraínu hefði samþykkt að
afsala sér kjamavopnunum. Tals-
maður utanríkisráðuneytisins í
Úkraínu, Júrí Sergejev, sagði hins
vegar að enn lægi aðeins fyrir upp-
kast að samkomulagi og það væri
ekki enn fullfrágengið. „Ef okkur
tekst að ná samkomulagi og skjal
liggur fyrir verður það undirritað.
Formið er þó ekki alveg á hreinu
ennþá, úr þessu gæti orðið sátt-
degi þingsins og byrjaði á því að
lýsa yfir, að hann yrði ekkert kveð-
inn í kútinn.
„Ég hef aldrei verið kommúnisti,
aldrei setið í fangelsi, aldrei verið á
geðveikrahæli og aldrei verið áfeng-
issjúklingur. Ég er fullkomlega eðli-
legur. Ég er vel máli farinn og vel
menntaður," sagði hann við frétta-
mennina, sem þyrptust um hann.
Kona hans, Ljúdmíla, svartklædd
eins og hann, virtist kunna vel við
sig i sviðsljósinu og lét brosið aldrei
niður falla.
Andstæðingar Jeltsíns og umbóta-
sinna eru í meirihluta á þingi og
þótt Gennadíj Zjúganov, leiðtogi
kommúnista, héti því að reyna að
máli, samningur, yfirlýsing eða op-
inber tilkynning." Leoníd Kravt-
sjúk, forseti Ukraínu, og stjóm
hans tjáðu sig ekki um samkomu-
lagið opinberlega.
Clinton breytti ferðaáætlun sinni
á síðustu stundu til að geta hitt
Kravtsjúk að máli á flugvellinum í
Kíev áður en hann heldur til Moskvu
frá Brussel í dag. Kravtsjúk fer
einnig á fund við Clinton og Borís
Jeltsín Rússlandsforseta í Kreml á
föstudag og ráðgert er að sam-
komulagið verði þá undirritað.
vinna með ríkisstjórninni, var annað
uppi á teningnum í fyrstu atkvæða-
greiðslu í dúmunni. Þá stóðu komm-
únistar, þjóðernissinnar Zhír-
ínovskíjs og bændaflokksmenn sam-
an að tillögu um lágmarksfjölda
þingmanna í þingflokki. Voru at-
kvæði þeirra 220 gegn 189 atkvæð-
um umbótasinna. Gennadíj Búrbúlís,
einn af leiðtogum Valkosts Rúss-
lands og fyrrum ráðgjafi Jeltsíns,
spáði því í gær, að Vladímír Zhír-
ínovskíj myndi haga störfum sínum
eingöngu með tilliti til næstu for-
setakosninga og því mætti búast við
erfíðu og óróasömu þinghaldi.
Slakað á umbótunum
Víktor Tsjernomyrdín, forsætis-
ráðherra Rússlands, sagði í gær, að
ríkisstjórnin myndi fara sér nokkru
hægar í róttækum efnahagsumbót-
um og forðast illa grundaðar ákvarð-
anir. Hann varaði hins vegar við
lýðskrumi og gervilausnum og sagði,
að engin auðveld leið væri út úr
erfíðleikunum.
Clinton sagði eftir að leiðtoga-
fundi NATO lauk í gær að hann
væri bjartsýnn á að Kravtsjúk tæk-
ist að fá þing Úkraínu til að fallast
á samkomulagið. „Ég tel að Kravt-
sjúk virði samkomulagið. Forsetar
verða oft að fá löggjafarþingin til
fylgis við hluti sem þeir vita að
þjóna hagsmunum ríkisins.“
Þjóðernissinnar á úkraínska
þinginu sögðust andvígir samkomu-
laginu en frjálslyndir þingmenn
sögðu að þingið myndi að öllum lík-
indum fallast á að láta kjarnavopn-
in af hendi ef Úkraínumenn fengju
loforð um meira en milljarð dala,
rúmlega 70 milljarða króna, í að-
stoð.
í dúmunni sitja 450 þingmenn og
er skiptingin milli flokka þessi:
Fijálsir demókratar (Zhírínovskíj)
64; Valkostur Rússlands 58; Komm-
únistar 48; Bændaflokkurinn 33;
Kvennaflokkurinn 23; Jablonko 22;
Pres 19; Lýðræðisflokkurinn 15;
Lýðræðisl. umbótafl. 4; Óháðir 154;.
Flokkur virðingar og umhyggju 2
og Borgarabandaiagið 2.
-----» ♦ ♦
EES-samningur
Reyiia á vín-
innflutning
vegna EES
Helsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara
Morgunbladsins.
FYRSTI vínfarmurinn, sem reynt
verður að flytja inn án milligöngu
áfengisverslunar finnska ríkisins,
er væntanlegur til Finnlands inn-
an fárra daga. Finnsk áfengisiög
banna einkainnflutning en hópur
veitingahúsa- og hóteleigenda
hyggst nú láta reyna á hvort regl-
an um frjáls viðskipti í Evrópu
vegna EES-samningsins nái einnig
til víns.
Samtök finnskra veitingahúsa
hyggjast áfrýja væntanlegu banni á
þennan innflutning til hæstaréttar
og knýja þar með fram úrskurð um
hvort fínnska áfengislöggjöfín bijóti
í bága við EES-sáttmálann, sem á
að vera gildandi lög.
Veitingahúsaeigendur segja að
ríkiseinkasalan Alko hafí allt of dýr-
ar vörur á boðstólum og lélegt úr-
val. Nú gefíst veitingahúsum tæki-
færi til að koma sér upp eigin vín-
kjallara og hafa sjaldgæfar tegundir
á boðstólum.
Finnsk yfirvöld eru hins vegar
uggandi. Félagsmálaráðuneytið, sem
sér um áfengismál, er þeirrar skoð-
unar að EES-samningurinn breyti
engu varðandi innflutning áfengis til
Finnlands. Tollurinn er furðu lostinn
og hefur sent út fyrirmæli til allra
tollstöðva um að fylgja gömlu reglun-
um þar til og ef lögum verður breytt.
Úkrainumenn semja við Rússa og Bandaríkjamenn um kjamavopn
Sanikomulagið er samt
ekki fullfrágengið enn
Kíev. Reuter.
TALSMAÐUR utanríkisráðuneytisins í Úkraínu sagði í gær að eftir
væri að ganga frá samkomulaginu við Rússa og Bandaríkjamenn
um að Úkraínumenn létu kjarnavopn sín af hendi.