Morgunblaðið - 12.01.1994, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANUAR 1994
25
Davíð Oddsson um NATO-fundinn
Sterkur fundur
fyrir baudalagið
„MENN voru sammála um að þetta hafi verið sterkur fundur
fyrir bandalagið. Það var mikill einhugur og vilji til samvinnu
á fundinu og þar átti sér stað mikil árétting á stöðu bandalags-
ins. Þrátt fyrir breytt viðhorf í veröldinni þá eru menn á einu
máli um að bandalagsins sé ekki síður þörf nú en áður miðað
við óvissuna sem menn horfa á,“ sagði Davíð Oddsson forsætis-
ráðherra um niðurstöður leiðtogafundar Atlantshafsbandalags-
ins (NATO sem lauk í Brussel í gær.
„í annan stað gengu menn
fram í því með mjög ákveðnum
hætti að styrkja ákvarðanirnar
varðandi Bosníu þar sem tekið
var á tilteknum atriðum til viðbót-
ar þeim sem áður hafði verið tek-
ið á. Þessi mál voru rædd mjög
ákveðið á einkafundi leiðtoga
þjóðanna í gærkvöldi [mánudag]
þar sem þeir voru einir saman
ásamt með framkvæmdastjóra
bandalagsins. Það er ekki vafi á
því að sá fundur getur haft heil-
mikla þýðingu um framhald mála
í Bosníu. Það er alveg ljóst að
það er meiri alvara á bakvið
ályktanir bandalagsins um þessi
efni nú en áður hefur verið.
Bregðist stríðsaðilar ekki við með
réttum hætti má búast við að
þessum ályktunum verði fylgt
eftir. Það er tekið fram að það
er alls ekki verið að útiloka her-
vald og þá sérstaklega að loftá-
rásum verði beitt,“ sagði forsæt-
isráðherra.
Er Davíð Oddsson var spurður
að því hvað hgeft væri í frétta-
stofufregnum að snörp rimma
hefði orðið um hugsanlega íhlut-
un í málefnum Bosníu á kvöld-
verðarfundi Ieiðtoganna svaraði
hann:
„Það er ekki venja að skýra
frá því hvað fer fram á þessum
fundum, enginn embættismaður
er þar viðstaddur og engin fund-
argerð rituð. En það urðu mjög
málefnalegar umræður milli leið-
toganna í kvöldverðarboðinu.
Þetta var mjög alvöruþrunginn
fundur þar sem Clinton gerði
annars vegar grein fyrir ferðum
sínum um fyrrum ríki Sovétríkj-
anna og hvað fyrir honum vakir
í þeim efnum. Fékk hann afstöðu
manna um áhersluatriði í þeim
efnum. Hins vegar fór lengstur
tíminn í að ræða Bosníumálin."
-Okkur skilst að þið Bill Clint-
on Bandaríkjaforseti hafið tekið
nokkrum sinnum spjall saman.
Viltu segja hvað ykkur fór á milli?
Clinton styrkti stöðu sína
„Já við náðum því að spjalla
nokkrum sinnum saman en mér
finnst ekki efni til að skýra frá
því þar sem þetta voru almenn
samtöl á þessum fundum þar sem
menn eru að talá saman í trún-
aði. En mér fannst Clinton
styrkja stöðu sína hér gagnvart
Evrópuríkjunum. Hann kom fram
sem öflugur forystumaður vest-
rænna ríkja, það er ekki vafi á
þvíT' Og vigt hans, ekki bara
vegna embættisins heldur per-
sónu hans í augum forystumanna
Evrópuríkjanna óx á þessum
fundi, það er ekki vafi í mínum
huga. Hann styrkti stöðu sína
gagnvart þeim og það er ljóst að
það er mjög sterk hlið hjá honum
að vera í tiltölulega fámennum
hópi og ræða málin og fylgja sín-
um sjónarmiðum eftir. Það gerði
h*mn mjög vel að mínu mati,“
sagv' Davíð Oddsson.
\
Reuter
Slegið á létta strengi
BILL Clinton Bandaríkjaforseti fer með gamanmál er hann hittir Helmut Kohl, kanslara Þýskalands,
á leiðtogafundi NATO á mánudag. Á milli leiðtoganna standa utanríkisráðherrar landanna, Warren
Christopher og Klaus Kinkel.
Bill Clinton hendir gaman
að ummáli Helmuts Kohls
Brussel. The Daily Telegraph.
HELMUT Kohl, kanslara Þýskalands, þótti lítið til kímnigáfu Bill Cint-
ons, Bandaríkjaforseta, koma við upphaf leiðtogafundar NATO er
forsetinn henti gaman að mittismáli kanslarans. „Mér varð hugsað til
þín í gær, Helmut, þegar ég horfði á þátt um súmó-glímu,“ gall í
Clinton þegar hann greip í handlegg Kohls. Lagði hann enn frekari
áherslu á orð sín með því að líkja- eftir apa til að sýna hvert ummál
súmóglímukappa er.
Kohl, sem er 193 sm á hæð og
111 kíló á þyngd, brosti kurteis-
lega en viðstöddum virtist sem
hann hefði lítið gaman af athuga-
semdinni. Hann á enda í baráttu
við aukakílóin, fer á hveiju ári í
strangan megrunarkúr á heilsu-
hæli í Austurríki án teljandi árang-
urs.
Ummæli Clintons geta vart tal-
ist háttvísleg, hann hefur aðeins
hitt Kohl tvisvar sinnum. Clinton,
sem er 187 sm á hæð og 95 kíló,
reyndi þó að draga úr ummælum
sínum, er hann bætti því við að
þeir tveir væru stærstir manna á
fundinum.
Clinton er þó langt í frá þyngsti
forseti Bandaríkjanna. Þann heið-
ur á William Howard Taft, sem
var forseti 1909-1913. Hann var
jafnhár Clinton en vó um 150 kíló.
DREGIÐ í DAG
— __
6 MILLJONIR ÓSKIPTAR Á EINNMIÐA
Heppnin
biður þín hér
Hæsti vinningurinn í hverjum mánuði leggst við
Ipann hæsta í næsta mánuði ef hann gengur ekki út.
Þannig hleðst spennan upp koll afkolli par til
sá heppni hreppir þann stóra... þú? i
Tryggðu þér möguleika
... fyrir lífið sjálft
UMBOÐ I REYKJAVIK 0G NAGRENNI:
AÐALUMBOÐ
Suðurgötu 10, sími 23130
ÚLFARSFELL
Hagamel 67, sími 24960
VERSLUNIN
GRETTISGÖTU 26
sími 13665
BÓKABÚÐIN
HVERAFOLD 1-3
Grafarvogi, sími 677757
HAPPAHÚSIÐ
Kringlunni, sími 689780
VERSLUNIN
EITT OG ANNAÐ
Hrísateigi 47, sími 30331
ERLENDUR HALLDÓRSSON,
MYNDBANDALEIGA,
Arnarbakka 2,
sími 76611
VERSLUNIN SNOTRA
Álfheimum 4, sími 35920
BENSÍNSALA HREYFILS
Fellsmúla 24, sími 685632
BÓKABÚÐIN HUGBORG
Grímsbæ, sími 686145
BÓKABÚÐ ÁRBÆJAR
Hraunbæ 102, sími 813355
VERSLUNIN STRAUMNES
Vesturbergi 76, sími 72800
MOSFELLSBÆR:
SÍBS-DEILDIN,
REYKJALUNDI
sími666200
BÓKABÚÐIN ÁSFELL
Háholti 14,
sími 666620
BORGARBÚÐIN
Hófgerði 30,
sími 42630
VÍDEÓMARKAÐURINN
Hamraborg 20A,
sími46777
GARÐABÆR:
EINA
ÞAR SEM
GENG
SÍBS-DEILDIN, VÍFILSSTÖÐUM
sími 602800
BÓKABÚÐIN GRÍMA
Garðatorgi 3,
sími656020 s
riúh M 1
BÓKABÚÐ OLIVERS STEINS j
Vilborg Sigurjónsdóttir,
sími 50045 i
SIÓRHAPPORÆTTIÐ
HÆSTI VINNINGURINN
UR ÖRUGGLEGA ÚT.
Verð miða er aðeins 600 kr.
Upplýsingar um næsta umboðsmann i stina 91-22150 og 23130