Morgunblaðið - 12.01.1994, Page 34
34
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 1994
Anna Krisljmm Karls-
dóttir - Minning
Fædd 2. janúar 1932
Dáin 5. janúar 1994
Hinn 5. janúar sl. lést á heimili
sínu á Birkigrund 53, Kópavogi,
kær nágrannakona og Soroptim-
istasystir, Anna Kristjana Karls-
dóttir, langt um aldur fram.
Elsku Anna mín, ég kveð þig
með söknuði og trega og þakklæti
fyrir samfylgdina, vináttuna og
trúnaðinn í hartnær 18 ár, fyrst sem
nágranna, síðar sem Soroptimista.
Það var lærdómsríkt að vera í
návist þinni, aldrei var sagt styggð-
aryrði um nokkurn mann, enda
varst þú snillingur í því að grafa
upp jákvæðu hliðarnar á mönnum
og málefnum og veija þá, sem lágu
fyrir höggi. Þú varst gædd einstök-
um viljastyrk, sem sýndi sig best í
veikindum þínum, ekki síst síðustu
vikurnar. Alltaf var stutt í brosið,
þó þú værir sárþjáð.
Þér féll sjaldan verk úr hendi,
enda stórt heimili að sjá um. Þegar
þú gekkst í Soroptimistaklúbb
Kópavogs árið 1986 og við fórum
að starfa saman á þeim vettvangi,
kynntist ég því hvílík hamhleypa
þú varst. Það sem meira er, já-
kvæðni þín, vilji og glaðlyndi hlaut
að hafa áhrif á okkur hinar. Það
má með sanni segja, að það fylgdi
hugur máli i öllu sem þú tókst þér
fyrir hendur. Áður en við vissum
af varst þú orðin forystumanneskja
í uppbyggingu verslunarinnar
Sunnukots, sem klúbburinn okkar
í Kópavogi rekur í Sunnuhlíð, hjúkr-
unarheimili aldraðra í Kópavogi.
Ótaldir voru snúningarnir hjá þér
vegna þessa verslunarreksturs, sem
er einn liður af mörgum í þjónustu
við aldraða á vegum Sunnuhlíðar-
samtakanna. Þetta er ógleymanleg-
ur tími fyrir okkur, sem störfuðum
með þér við að koma versluninni á
réttan kjöl. Bókhald Sunnukots var
einnig í þínum höndum, þangað tii
þú varst orðin það veik, að þú gast
ekki meira.
Við systurnar í Soroptimista-
klúbbi Kópavogs munum sakna þín
sárt úr starfí og leik. Það var
kraftaverk að þú skyldir geta setið
jólafundinn með okkur 13. desem-
ber sl. og verður það okkur öllum
ógleymanlegt. Minningarnar
streyma fram hver af annarri, al-
vörustundirnar, hlátur þinn,
græskulaust grín og gaman. Við
þökkum þér fyrir allar góðu sam-
verustundirnar, sem við áttum sam-
an.
Margs er að minriast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem)
Þú kvaddir þessa tilvist í faðmi
ijölskyldu þinnar, sem var þér allt,
og þú varst svo hreykin af, enda
máttu vera það. Þú hefur svo sann-
arlega skilað miklu lífsverki.
Við systurnar í Soroptimista-
klúbbi Kópavogs sendum Wemer,
börnum, tengdabörnum og barna-
bömum innilegustu samúðarkveðj-
Erfidrykkjur
Glæsileg kaffi-
hlaðborð íiillegir
síilir og mjög
gpð þjóniista.
lipplýsingar
ísíma22322
FLUOLEIDIR
EOm LIFTLEIIIR
ur. Missir ykkar er mikill, en minn-
ingarnar munu lifa.
Blessuð sé minning Önnu.
Anna Dýrfjörð.
Nú sit ég í rökkrinu og rísla mér við
að raða brotunum saman.
Ég særi mig á þeim
en samt er það gaman.
(Fr. G.)
Vinkona mín Anna Karlsdóttir
er látin. Hún lést á heimili sínu
hinn 5. janúar sl. Þó ég og við öll
höfum vitað í nokkuð langan tíma
að hverju stefndi er maður samt
aldrei tilbúinn að taka við því óhjá-
kvæmilega — ekki tilbúinn til þess
að horfast í augu við að vinur manns
er horfínn af sjónarsviðinu og eftir
lifír aðeins minningin ein um það
sem var.
Hún var fædd og uppalin í
Reykjavík. Fjórða í röð níu barna
foreldra sinna, þeirra Margrétar
Tómasdóttur og Karls Guðmunds-
sonar frá Rauðasandi. Hún giftist
17. október 1953 eftirlifandi eigin-
manni sínum, Wemer Rasmussyni,
þá lyfjafræðinema og síðar lyfsala
í Ingólfsapóteki. Anna og Werner
eignuðust fimm börn sem öll_ eru
komin vel til manns. Þau eru Ólaf-
ur, tæknifræðingur, Anna Margrét,
kennari, Karl, viðskiptafræðingur,
Ingunn, hjúkrunarfræðingur, og
Steingrímur, lyfjafræðingur.
Barnabörnin eru fimm.
Leiðir okkar Önnu lágu saman
fyrir rúmum aldarfjórðungi, þegar
við urðum nágrannar í Kópavogin-
um. Ungar dætur okkar urðu strax
óaðskiljanlegar vinkonur og til þess
að bæta aðgengi þeirra að heimilum
hvorrar annarrar var rofíð skarð í
limgerði milli húsanna. En það urðu
fleiri sem notfærðu sér þetta skarð
á milli húsanna, þar á meðal undir-
rituð, sem hljóp þarna yfir daglega
og kunningsskapur okkar Önnu
varð brátt að traustri vináttu.
Ég dáðist oft að dugnaði og elju-
semi þessarar nýju og glæsilegu
vinkonu minnar, sem aldrei féll verk
úr hendi og allt lék í höndunum á
enda í mörgu að snúast á stóru
heimili með fimm ung börn. En til
hennar var alltaf hægt að leita ráða
og tilsagnar og hún gaf sér alltaf
tíma til að leiðbeina og hjálpa með
hin margvíslegustu verk.
í þá daga unnu ekki allar konur
utan heimilis og Anna átti svo sann-
arlega ekki heimangengt og var
meira en fús til að líta eftir börnum
mínum, ef ég þurfti á því að halda.
Sem betur fer gat ég stundum end-
urgoldið það þá sjaldan hún fór að
heiman. Við töluðum oft í gamni
um stórfjölskylduna og það, að sum
börnin vissu varla í hvoru húsinu
þau byggju.
En mikið voru þetta ánægjulegir
dagar. Það var oft ærin ástæða til
þess að koma saman og gleðjast
saman yfir áföngum og árangri
barna okkar — afmælum, ferming-
um, skólaútskriftum og loks gift-
ingum. Og mikil var gleði okkar,
þegar „litlu stelpurnar" okkar gáfu
okkar fyrstu barnabörnin í sömu
vikunni. Þá má segja að „stórfjöl-
skyldan“ hafi lagt undir sig fæðing-
ardeildina í heila viku.
Við þessi tvenn hjón höfðum
þann sið, þegar börnin okkar voru
Iítil, að hittast á nýársnótt og héld-
um þeim sið lengi þó börnin stækk-
uðu og við byggjum ekki lengur í
nágrenni hvert við annað. Þá fórum
við einnig á þriðja áratug saman í
leikhúsin og þeim ferðum vildi ekk-
ert okkar missa af og héldust þær
fram á þennan vetur. Á hið hlýja
og glæsilega heimili Önnu og Wern-
ers var alltaf jafn gaman að koma
og þau hjónin samtaka í því að láta
gestum líða vel.
Samheldni þeirra Önnu og Wern-
ers var einstök. Hún studdi hann
með ráðum og dáð í öllu sem hann
tók sér fyrir hendur. Og til þess
að geta orðið að enn meira liði fór
hún í tölvuskóla og lærði þar bók-
hald og fleira. Þarna kom glöggt
fram það óbilandi viljaþrek, sem
vinkona mín bjó yfir. Ef hún ekki
kunni hlutinn þá var nokkuð sem
hét að læra hann. Hún þorði, gat
og vildi. Og árangurinn lét aldrei á
sér standa.
Fyrir rúmum tveimur árum dró
ský fyrir sólu þegar Anna veiktist
af krabbameini. En þá kom fram
sami dugnaðurinn og baráttuviljinn
sem ávallt áður. Hún sýndi þá
undraverðan styrk og æðruleysi og
veitti okkur hinum kjark til þess
að horfast í augu við hið óhjá-
kvæmilega. Werner hefur staðið við
hlið hennar eins og sá klettur, sem
hann hefur verið alla þeirra tíð, og
gert allt sem í hans valdi hefur stað-
ið til þess að gera henni lífið léttara.
Lengi vel vonuðum við og trúðum
að hún myndi sigra í þessari bar-
áttu en á nýliðnu hausti kom í ljós
að svo myndi ekki verða. Hún sagði
við mig að hún væri ákveðin í að
lifa jólin og það gerði hún og naut
helgihaldsins með sínum nánustu.
Hún naut einstakrar umönnunar
heimahlynningar Krabbameinsfé-
lagsins og það gerði Werner og
bömum hennar kleift að annast
hana heima og hún var vafin um-
hyggju þeirra og kærleika þar til
yfir lauk.
Og nú er komið að leiðarlokum
og aðeins eftir að þakka áratuga
vináttu, sem aldrei bar skugga á.
Við Torfi, Sigga Maja, Tommi og
Sigríður amma söknum Önnu okkar
og þökkum henni allar góðu stund-
imar.
Werner vini okkar, börnunum
öllum og þeirra skylduliði sendum
við okkar dýpstu og innilegustu
samúðarkveðjur. Þeirra er söknuð-
urinn mestur. En bjartar og góðar
minningar lifa í hjörtum þeirra og
munu létta þeim söknuðinn.
Guð blessi minningu Önnu Karls-
dóttur.
Anna Ingvarsdóttir.
Kveðja frá Inner
Wheel klúbbi Kópavogs
Látin er ein af stofnendum Inner
Wheel klúbbsins í Kópavogi, Anna
Kristjana Karlsdóttir. í ekki fjöl-
mennari klúbbi en okkar munar um
hveija og eina og það munaði svo
sannarlega um Önnu. Hún var alla
tíð virk í félagsstarfinu og ræktar-
leg í garð félagsins okkar. Hún var
mikil ágætis manneskja og
skemmtileg í allri viðkynningu. Hún
kunni að segja skemmtilega frá og
fengum við félagskonur að njóta
þess þegar hún sagði frá ferðalög-
um sínum erlendis. Inner Wheel
klúbburinn kveður nú eina af sínum
bestu félögum og sendir eiginmanni
hennar og bömum innilegustu sam-
úðarkveðjur. Blessuð sé minning
Önnu Kristjönu Karlsdóttur.
Guðrún Ragnarsdóttir.
Um það bil er hversdagslífið var
að færast í venjulegt horf eftir jól
og áramót lauk glímu tengdamóður
minnar, Önnu Kristjönu Karlsdótt-
ur, við erfið veikindi. Nýliðin jólahá-
tíð verður fjölskyldu hennar trúlega
minnisstæðust sem síðustu jólin
hennar. „Það vinnur aldrei neinn
sitt dauðastríð", sagði skáldið
Steinn Steinarr einhvern tíma.
Þetta vissi Anna mætavel og háði
sína lokabaráttu af æðruleysi, naut
þeirra stunda sem hún átti í sam-
vistum við elskandi eiginmann, börn
og barnabörn. Hennar verður sárt
saknað, en jafnframt minnst með
hlýhug og þakklæti fyrir allt það
sem hún gaf. Þó lífdagar Önnu séu
taldir lifir hún áfram í hugum þeirra
sem eftir lifa, eða eins og Hannes
Pétursson sagði:
Sá sem eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn látni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Ég man að þegar ég og Anna
Margrét giftum okkur sagðist ég
hafa fundið góða tengdamóður.
Árin sem síðan eru liðin staðfestu
það.
Haukur Svavars.
Hún „Kútta“ systir er dáin. Þessi
orð komu í hugann þegar systur-
dóttir mín Ingunn Gyða tilkynnti
mér lát móður sinnar Önnu Krist-
jönu Karlsdóttur. Þó að vitað væri
að hveiju stefndi kom fregnin sem
reiðarslag yfir mig. Þó við vitum
að þetta er gangur lífsins og dauð-
inn eini fasti punkturinn i tilver-
unni, þá viljum við ekki sætta okk-
ur við hann. En dauðinn er vís og
kemur þó alltaf að óvörum.
í æsku var gælunafn Önnu
„Kútta“ en það hefur ekki verið
notað síðan hún var unglingur. En
nafnið hefur alltaf lifað í minning-
um mínum og það kom ósjálfrátt
upp í huga minn við þessa harma-
fregn.
Anna var fjórða í röð níu systk-
ina og þriðja fjögurra systra, barna
Karls Guðmundssonar rafvélavirkja
og sýningarstjóra í kvikmyndahús-
um og konu hans Margrétar Tómas-
dóttur ljósmóður sem lengst af
bjuggu á Nönnugötu 1 og síðan
Grettisgötu 58b í Reykjavík.
Æskuár okkar voru kreppu- og
stríðsárin, tímabil hafta og
skömmtunar. Fram að stríði var
mikið atvinnuleysi í landinu og af-
koma margra bágborin. Þó fátækt
og jafnvel örbirgð væri landlæg á
þeim tímum og þröngt í búi hjá
mörgum, ekki síst barnmörgum
fjölskyldum, liðum við aldrei skort
miðað við marga aðra. Hjá foreldr-
um okkar hafði það forgang að
börnin fengju nóg að borða og hlý
föt. Efni stóðu ekki til arinars, enda
ekki gerðar aðrar kröfur í þá daga
en að hafa í sig og á.
Þessar aðstæður voru eðlilegar í
hugum okkar barnanna, enda
þekktum við ekki annað og höfðum
enga aðra viðmiðun. Þrátt fyrir
aðstæður voru þetta skemmtilegir
tímar hjá okkur systkinunum, enda
nóg að gera og við að vera í svo
stórum barnahópi. Oft var glatt á
hjalla á Nönnugötunni, ekki síst
þegar frænkur okkar af Bergstaða-
strætinu, níu hláturmildar dætur
Einars Tómassonar kolakaup-
manns, móðurbróður okkar, komu
í heimsókn, en milli heimila okkar
var mikill kærleikur.
Margar þulur og kvæði lærðum
við af mömmu og pabbi sá um að
allir væru læsir áður en skólaganga
hófst. Ég minnist æsku okkar með
gleði, allra þeirra ánægjustunda
sem við áttum saman og samheldni
hópsins í bliðu og stríðu. Þó að
Anna væri ekki nema þremur árum
eldri en ég var hún alltaf stóra syst-
ir. Anna var góðum gáfum gædd
og mjög verklagin. Hún var ekki
há í loftinu þegar hún lærði að
pijóna, aðeins nokkurra ára gömul.
Svo áköf var hún við pijónaskapinn
að það þurfti að fela pijónana svo
hún væri ekki sípijónandi og svo
voru odd- og eggjárn bönnuð barns-
höndum án eftirlits.
Önnu gekk vel að læra og lauk
gagnfræðaprófi með ágætum. Hún
fór snemma að vinna, passaði börn,
fór í sveit og passaði yngri bræður
sína. Svo gerðist hún afgreiðslu-
stúlka í vefnaðarvörudeild Kron á
Skólavörðustíg 12 og vann þar í
mörg ár.
Svo gripu örlögin í taumana.
Anna kynntist ungum glæsilegum
manni, Werner Rasmussyni verð-
andi lyfjafræðingi, og þau felldu
hugi saman og urðu lífsförunautar
upp frá því.
Anna og Werner gengu í hjóna-
band hinn 17. október 1953. Fyrstu
hjúskaparárin bjuggu þau í Kaup-
mannahöfn þar sem Werner stund-
aði sitt lyfjafræðinám. Við heim-
komuna að loknu námi stofnuðu
þau heimili sitt við Laufásveginn.
Þaðan fluttu þau í eigin íbúð við
Kleppsveginn. Næst fluttu þau í
einbýlishús við Hrauntungu í Kópa-
vogi. Að lokum byggðu þau veglegt
einbýlishús við Birkigrund í Kópa-
vogi.
Ónnu og Venna varð fímm barna
auðið. Þau eru: Ólafur Ivan, vél-
tæknifræðingur; Anna Margrét,
kennari; Karl Emil, viðskiptafræð-
ingur, Ingunn Gyða, skurðstofu-
hjúkrunarfræðingur, og Steingrím-
ur, lyijafræðingur. Barnabörnin eru
fimm.
Anna og Werner hafa alla tíð
verið mjög samhent, hagsýn og
reglusöm. Milli þeirra ríkti gagn-
kvæm virðing og kærleikur. Anna
var mjög sterk kona, skaprík og
sjálfstæð. Hún var tryggur vinur
vina sinna og mjög umhugað um
framtíð barna sinna. Við Anna vor-
um tengd sterkum böndum sem
aldrei rofnuðu. Ég gleymi aldrei
umhyggju hennar, þá á bjátaði hjá
mér og aðrir sáu ekki ástæðu til
afskipta. Þó að Anna systir sé nú
horfin okkur mun hún lifa í börnum
sínum og barnabörnum. Kæri mág-
ur, sorg þín er stór, en huggun og
styrkur býr í minningunni um ást-
kæra eiginkonu og góðan vin. Guð
styrki þig og börn þín í sorginni.
Anna barðist hetjulegri baráttu við
ofureflið, hinn illvíga sjúkdóm
krabbameinið. Nú eru þijár af tjór-
um glæsilegum systrum farnar úr
sama sjúkdómi, langt um aldur
fram.
Kæra systir, nú þegar ég kveð
þig vil ég þakka hlýju þína í minn
garð og minna. Ég veit að nú líður
þér vel, laus við þreytu og þjáning-
ar. Ég er þess fullviss að við hitt-
umst aftur. Þegar þar að kemur
taktu þá á móti mér og leiddu mig
og passaðu eins og þú gerðir í æsku.
Stína, Elfa og Kalli biðja að
heilsa.
Guð geymi þig. Þinn bróðir,
Kristinn Karlsson.
Miðvikudaginn 5. janúar sl. lést
á heimili sínu Anna K. Karlsdóttir
eftir langa og hetjulega baráttu við
alvarlegan sjúkdóm.
Þótt hún gerði sér grein fyrir
hvert stefndi gafst hún aldrei upp,
enda sjálfsmeðaumkun og uppgjöf
ætíð fjarri hennar huga og allt fram
á hið síðasta töluðum við ekki svo
við hana, að hún gleymdi að spyrja
um líðan annarra sameiginlegra
vina okkar, sem eiga við veikindi
að stríða, í stað þess að tíunda sín
eigin.
Anna fékk þá ósk sína uppfyllta
að fá að dveljast með fjölskyldu
sinni um jólin, en sú ósk lýsir vel
raunsæi hennar og skynsemi.
Kynni okkar Önnu hófust þegar
hún og Werner, bekkjarbróðir minn
úr Menntaskólanum í Reykjavík,
fóru að vera saman og við fráfall
Önnu hefur myndast stórt skarð í
þann vinahóp, sem haldið hefur
saman að loknu stúdentsprófi árið
1950.
Anna var ákaflega traust og
trygg. Hún var opinská, hreinskilin
og heiðarleg, enda lék aldrei neinn
vafi á skoðunum hennar. Skapstór
var hún og hvessti oft kringum
hana, en frá henni blésu ávallt
hreinir vindar.
Anna var úrræðagóð og myndar-
leg í höndunum, ekki síst við að
sauma og pijóna á börnin, sem
nýttist vel á fyrstu búskaparárun-
um þegar ná þurfti endum saman
með litlum tekjum. Þegar börnin
voru farin að heiman hóf hún rekst-
ur eigin fyrirtækis, auk þess að
aðstoða eiginmanninn við um-
fangsmikinn rekstur fyrirtækis
hans.
Auðvitað fór Anna fyrir aldur
fram, en sé litið yfir farinn veg
kemur í ljós að hún hefur skilað
miklu og góðu dagsverki, sem end-
urspeglast í hlýlegu og myndarlegu
heimili þeirra hjóna, þar sem fímm
mannvænleg börn þeirra hafa alist
upp.
Vissulega er missirinn mikill við
fráfall Önnu, aðallega fyrir Werner
og börnin, en hún skilur einnig
mikið eftir ekki síst minninguna um
heilsteypta persónu, sem þroskandi
var fyrir okkur Dóru að kynnast.
Magnús R. Gíslason.