Morgunblaðið - 12.01.1994, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 1994
35
Minning
Ágúst Pálsson
Fæddur 25. ágúst 1911
Dáinn 21. desember 1993
Ég ætla í fáum orðum að minnast
látins vinar, Ágústs Pálssonar. Hann
fæddist árið 1911 á Snotru í A-Lan-
deyjum og kenndi sig gjarnan við
Landeyjar. Snotra er löngu farin í
eyði, en Gústi vildi helst árlega kom-
ast austur og vitja átthaganna.
Nauðsynlegt er að fara töluvert
langt aftur í tímann til að rifja upp
kynni mín af Gústa frænda eins og
ég alltaf kallaði hann. Snemma á
sjöunda áratugnum var ég heima-
gangur á Brekkustíg 7 í Reykjavík.
Heimilisfólk þar var Gunna frænka
(afasystir mín), Sollý dóttir Gunnu,
Siggi sonur Sollýjar og Gústi. Heim-
ili þeirra var umvafið ævintýraljóma.
Þó ekki væru komnar leikjatölvur
eða hávær hljómflutningstæki þá
hafði heimilið aðdráttarafl fyrir gesti
og gangandi, ekki síst börn. Gunna
frænka var einstök kona, lærði m
.a. hattasaum í kóngsins Kaup-
mannahöfn, hún var ævinlega
spaugsöm og sérstaklega skemmti-
leg. Hún átti til svo mikla hlýju og
hafði einstakt lag á börnum og leit
á þau sem jafningja sína. Hjá henni
vildi ég vera öllum stundum.
Gústi var aldrei langt undan.
Hann vann mestan sinn starfsaldur
hjá vélsmiðjunni Héðni. Hann gekk
til vinnu sinnar enda ók hann ekki
bíl. Þegar Gústi kom heim úr vinnu
fór hann úr stóra samfestingnum
og í hversdagsföt. Það brást aldrei
að hann spyrði mig sömu spurning-
arinnar í gegnum æskuár mín:
Helga, hvernig gengur nú lífsbarátt-
an? Hveiju ég svaraði veit ég ekki,
átta ára stelpuhnokkinn, en hitt veit
ég að Gústi hætti að spyija mig
þessarar spurningar eftir að ég gifti
mig og hin raunverulega lífsbarátta
hófst.
Mig langar að reyna að lýsa heim-
sókn minni vestur í Garðbæ. Alltaf
var tekið vel á móti manni, Gunna
færði mér sinalkó eða annan kóla-
drykk og með þessu fékk maður
dýrindis prinspóló. í loftinu var reyk-
ur úr filterslausum chesterfield,
vindlingum sem Gunna frænka
reykti. Oftast var köttur á heimilinu,
enda fólkið mjög miklir dýravinir.
Margir aðrir fastagestir voru hjá
Gunnu í fæði, bæði menn og málleys-
ingjar. Siggi frændi átti mörg
myndablöð sem gaman var að skoða.
Einnig vorum við góðir leikfélagar.
Kamissan (litið herbergi) inn af eld-
húsinu geymdi mörg skemmtileg
leikföng. Oftar en ekki fórum við í
gönguferðir með Sollý og Gunnu, í
fjöruathugun eða í sundlaugina.
Gunna hvatti mig til að ganga meira
og hló að mér ef ég freistaðist til
að taka ieið 3 heim frá henni.
Gústi var mjög víðlesinn og fróð-
ur, sérstaklega hafði hann gaman
af að ættfæra menn. í aðstöðu sinni
í kjallaranum klæddi hann alla veggi
með bókum. Átti hann mjög gott
bókasafn með mörgum sjaldgæfum
titlum. Hann var fastagestur á forn-
bókasölum.
Gústi var mikill gleðimaður og
hafði gaman að koma fólki á óvart.
Við minnumst sérstaklega jólaboð-
anna vestur í Garðbæ, en þessi jóla-
boð voru einstök. Gunna sá um góð-
gjörðir, en Gústi sá um skemmtanir.
Alltaf var spilað bingó eða dregið í
happdrætti. Allir hrepptu vinning
því engin fundust núllin. Eftir dauðs-
fall Gunnu frænku kom Gústi til fjöl-
skyldu minnar hver jól, hlaðinn vinn-
ingum og hélt áfram að skemmta
okkur hinum og ekki síst bömunum
í fjölskyldunni.
Á síðari hluta ævi sinnar tók
Gústi upp á því að leggjast í löng
ferðalög. Hann heimsótti framandi
þjóðir bæði í Asíu og í Afríku. Til
Kína hafði hann komið. Gústi kynnt-
ist mörgum góðum ferðafélögum
sem hann hélt tryggð við til dauða-
dags. Við vinir hans á íslandi feng-
um kort af Gústa með gullfallegum
þarlendum stúlkum á framandi
ströndum. Svona var Gústi, engum
líkur.
Ég get ekki látið hjá líða að minn-
ast á skemmtilega endurfundi hjá
okkur Gústa. Ég hafði dvalið nokkur
ár í Noregi, en kom síðan heim 1981
og hitti fyrir tilviljun Gústa á spila-
kvöldi Rangæinga. Eftir spilin var
stiginn dans. Við Gústi stálum sen-
unni í rokki og gömlu dönsunum,
enda maðurinn frábær dansari. Til
gamans má geta að aldursmunur á
okkur Gústa var rúm 40 ár.
Gústi var sannur sósíalisti og lét
sig sjaldan vanta í kröfugöngu né á
jafnréttisfundi.
Við hjónin erum þakklát fyrir að
hafa fengið Gústa í heimsókn til
okkar vestur á ísafjörð, fyrir tveim-
ur árum. Hann hafði komið hingað
fýrir hálfri öld og vildi sjá bæinn
aftur. Gústi hafði góða samfylgd í
þessari ferð, því Pjóla Bender var
ökumaður hans. Fjóla er dóttir Krist-
jáns Benders sem var mikill vinur
Gústa. Gústi hélt sömu tryggð við
Bendersfólkið og við mitt fólk.
Mjög kært var á milli Sigga
frænda míns og Gústa og er gott
til þess að vita að Siggi skuli búa á
Brekkustíg 7. Siggi er smiður að
mennt og vinnur að lagfæringu
hússins með það að leiðarljósi að
koma því í upprunalegt horf.
Að leiðarlokum vil ég þakka
skemmtilegar stundir.
Útför Ágústs Pálssonar hefur far-
ið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Blessuð sé minning Ágústs Páls-
sonar.
Helga Friðriksdóttir.
Minning
Helga Bergþórsdóttir
Hún Helga okkar með fallega
rauða hárið og svipmótið hreina
hefur kvatt þennan heim aðeins 19
ára að aldri. Hún hélt til annarra
heimkynna um jólahátíðina sem er
á vissan hátt táknrænt því minning
okkar um Helgu tengist einmitt
jólunum öðrum árstíma fremur.
Það virðist svo skammt um liðið
frá fyrstu jólum Helgu, þegar alvar-
leg veikindi hennar höfðu ekki gert
vart við sig og foreldrar horfðu eft-
irvæntningarfull og áhyggjulaus
fram á þraskaskeið og bjarta fram-
tíð myndarlegrar dóttur. Það liðu
hins vegar aðeins örfáir mánuðir
þar til alvarleg veikindi greindust
og erfitt og langvarandi ferli athug-
ana, sjúkrahúsvistar, vonar og
sorgar varð samofið daglegu lífi
fjölskyldunnar.
Afmælisdagur Helgu var á jóla-
aðventu og oftar en ekki var haldið
fjölmennt afmælisboð í tilefni dags--
ins. Heimilið var þá komið í jólabún-
ing og góðgæti í boði sem gaf gest-
um forsmekk af hátíðleik og kræs-
ingum jólanna. Þetta boð markaði
óumdeilanlega upptakt jólanna og
afmælisdagur Helgu því tilhlökkun-
arefni barna §em fullorðinna.
Meðal minningarbrotanna sem
leita á hugann núna er minningin
um ferð foreldranna, Ingibjargar
og Bergþórs, með Helgu til ítarlegr-
ar rannsóknar á Ríkisspítalanum í
Kaupmannahöfn síðsumars 1980.
Helga var þá tæpra 6 ára. Við vor-
um þá búsett i Danmörku og tókum
á móti þeim og vorum þeim innan-
handar við að túlka viðtöl við lækna
um niðurstöður rannsóknarinnar.
Var þá ekki um villst að varanleg
veikindi og alvarleg fötlun yrði hlut-
skipti Helgu og ekkert fengi því
breytt.
Veikindi Helgu voru þess eðlis
að stöðugrar aðgæslu og umönnun-
ar var þörf, að nóttu sem degi, og
þrátt fyrir þá miklu umönnun og
ströngu vakt sem foreldrar öxluðu
af mikilli ósérhlífni kom að því að
sú erfiða ákvörðun um að ástkær
dóttir vistaðist í Skálatúni varð
ekki umflúin. Vart er hægt að
hugsa sér þungbærari reynslu fyrir
foreldra, reynslu sem öðrum en
þeim sem reynt hafa er fyrirmunað
að skynja. Gerðu Ingibjörg og Berg-
þór sér far um að sækja Helgu
reglulega til að eiga með henni
dagstund heima eða heimsækja fjöl-
skyldu og vini. Þeim var annt um
að halda eins nánum tengslum við
dóttur sína og við varð komið. Hér
má ekki gleyma að nefna systurina
Binnu og bróðurinn Guðmund Orra
sem sjá nú á bak systur sinni.
Helga naut mikils ástríkis í
Skálatúni og góðrar, faglegrar
umönnunar og er þakklæti foreldra
og annarra ástvina Helgu í garð
starfsfólks mikið. Helga var nem-
andi í Safamýrarskóla alla sína
skólagöngu, sem lauk sl. ár, þar
sem hún fékk notið vandaðrar og
hvetjandi kennslu.
í minningunni mun Helga skipa
sérstakan sess sem ljósið sem vitjar
okkar þegar jólahátíðin nálgast.
Sorgin er vissulega mikil en vitund-
in um að hún Helga okkar er nú
laus úr viðjum veikinda og fötlunar
færir okkur birtu og kraft til að
líta mót hækkandi sól nú þegar
Helga flýgur á vit nýrra heimkynna.
Ég heyri í Qarska villtan vængjaþyt.
Um varpann leikur draumsins perluglit.
Snert hörpu mína, himinboma dís,
og hlustið englar guðs í Paradís.
(Davíð Stefánsson)
Elsku Ingibjörg, Beggi, Binna og
Guðmundur Orri. Við sendum okkar
innilegustu samúðarkveðjur og biðj-
um góðan guð að varðveita ykkur.
Eyrún og Sturla.
Ágúst fæddist í Austur-Landeyj-
um og ólst upp á bænum Snotru.
Hann hleypti heimdraganum ungur
og lagði stund á ýmis störf tii sjós
og lands. Meðal annars vann hann
um skeið við múrverk en varð að
hætta því vegna astma. Að öðru leyti
var hann heilsuhraustur alla tíð.
Meira en helming ævi sinnar bjó
Gústi, eins og hann var jafnan kall-
aður, í húsi fjölskyldu minnar á
Brekkustíg 7 í Reykjavík og vann í
vélsmiðjunni Héðni.
Gústi var um margt óvenjulegur
maður. Hann lifði svo fábrotnu lífi
á okkar nútíma mælikvarða að inn
í það kom hvorki sími, bíll, sjónvarp
né eiginkona. Þó verður ekki annað
sagt en að hann hafi notið iífsins
betur en margur annar. Hann var
ekki aðeins dagfarsprúður heldur
jafnan léttur í lund og góður húmor-
isti. Auk þess var hann ágætur hag-
yrðingur og lét stundum fjúka í
gamansömum kviðlingum.
Sem persónuleiki má segja að
Gústi hafi verið tvískiptur. Annars
vegar var hann einfari sem lét lítið
fyrir sér fara langtímum saman og
lá í bókum. Hins vegar var hann,
þegar hann vildi það við hafa, hrók-
ur alls fagnaðar og ferðaglaður.
Aðaláhugamál hans alla.tíð var
bóklestur. Hann las mikið sagn-
fræði, þjóðlegan fróðleik ýmiss kon-
ar, ævisögur, þýddar heimsbók-
menntir, Ijóð og sögur með róman-
tísku ívafi. Hann var mjög minnugur
á það sem hann las og fór stundum
með heilu ljóðabálkana. Sögulegar
staðreyndir hafði hann líka á hrað-
bergi. Ég og fleiri gátum alltaf leit-
að til hans, og hafði hann gaman
af að fræða aðra.
Ég fór mína fyrstu utanlandsferð
með Gústa í einni af síðustu ferðum
Gullfoss. Þar sá ég þennan hægláta
bókaorm breytast í fjörugasta mann-
inn um borð. Hann dansaði ekki
aðeins gömlu dansana af list og liþ-
urð, hann rokkaði líka og tjúttaði
út um allan sal. Þarna var einnig
haldinn grímudansleikur og veitt
verðlaun fyrir besta gervið. Þau
fyrstu fékk Gústi fyrir indjánabún-
ing sem hann átti lengi og notaði
oft eftir það.
Þessi hliðin var lika upp á teningn-
um um jól og áramót þegar Gústi
stóð fyrir bingói eða happdrætti með
mörgum vinningum fyrir vini og
vandamenn, þá yfírleitt mjög skraut-
legur, í búningum úr fjarlægum
löndum. Vinningunum hafði hann
verið að viða að sér allt árið, bæði
hér heima og erlendis. Inn í þetta
hlutverk lifði hann sig af svo mikilli
einlægni og barnslegu fjöri að allir
höfðu gaman af, jafnt ungir sem
aldnir. Þetta gerði Gústi í að minnsta
kosti þijátíu ár.
Og til útlanda fór hann að minnsta
kosti einu sinni á ári í aldarfjórðung
og naut þess ríkulega, enda oftar
en ekki feikna vel að sér um þau
lönd sem hann var að sækja heim.
Gústi þjáðist af beinkrabba síð-
ustu tvö árin og horfðist í augu við
dauðann af miklu æðruleysi. Hann
var ekki trúaður í venjulegum skiln-
ingi þess orðs, og svo lítill kirkjunn-
ar maður var hann að hann vildi
ekki láta prest lesa yfir sér látnum.
En með sitt góða jafnaðargeð og
sjálfum sér nægur kvaddi hann lífið
rétt eins og hann hafði lifað því.
Það er með þakklæti sem ég kveð
þennan sérkennilega og trausta vin
minn. Líf mitt og margra annarra
hefði orðið mun fátæklegra ef hann
hefði ekki orðið á vegi okkar.
Sigurður Gunnarsson.
SKOUTSALA
heíst á rnorgun kl. 9
Skóverslun Þóröar
Laugavegi 41
Sími13570
Kirkjustræti 8
Sími 14181
HREINLÆTISTÆKI
Baðkör
Formað með arm-
hvílum, króm-
handföngum og
hljóðeinangrun
170x75
Kr. 10.900
160x75
Kr. 9.950
170x70
Kr. 6.940
160x70
Kr. 6.520
140x70
Kr. 5.790
WC
sett
með stút í vegg
eða yfirbyggt í
gólf m/harðri
setu Kr.
Sturtubotnar
70x70 80x80
Kr. 2.650 Kr. 2.950
Handlaugar
Ávegg: A ...
45x55 cm Kr. 2.490
35x45 cm Kr. 2.290
I borð: 60x49 cm
Kr! 6.420 * l0-790
64x52 cm Kr. 6.990
Sturtuklefar
Heill sturtuklefi m/horn-
opnun eða framopnun.
Með 80x80 cm. sturtu-
botni, blöndunartæki,
sturtustangarsetti,
vatnslás o.fl.
Kr.
29.693
Sturtuklefi i horn.
PVC og Akryl-gler.
Hvítir prófílar.
Stærð: •#..
70x70 cm. rvl'
80x80 cm. 9.734
Sturtuklefi (horn
m/öryggisgleri og hvít-
um prófílum. Vandaðar
rennihurðir m/segul-
lokun. Stærðir:
70x70 cm. u*
80x80 cm. .T'qQ
90x90 cm. \1
Öll verð eru stgr.verð nWSK.
Opið mánudaga
til föstudaga 9-18.
Opið laugardaga 10-16.
- tryggtng
FAXAFEN9
SÍMI 91-677332