Morgunblaðið - 12.01.1994, Page 38
HVlTA HÚSIO / SÍA
38
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANUAR 1994
EGLA bréfabtndi
KJÖLFESTA
ÍGÓÐU
SKIPULAGI
Við sendum þér bækling óskir þú þess
með myndum af fjölbreyttu úrvali okkar af
þessum vinsælu bréfabindum okkar. Síðan
getur þú pantað það sem hentar fyrirtæki þínu
og færð sendinguna.
Hafðu samband við sölumenn okkar
í síma 68 84 76 eða 68 84 59.
fólk i
fréttum
AFMÆLI
Valfríður
Guðmunds-
dóttir
100 ára
Valfríður Guðmundsdóttir frá
Heimaskaga á Akranesi varð
100 ára laugardaginn 8. janúar.
Hún býr á Droplaugarstöðum við
góða heilsu og safnaðist fjölskyldan
þar saman til að halda upp á dag-
inn með henni. Var meðfylgjandi
mynd tekin við það tilefni.
Þó svo að Valfríður hafi náð
hundrað ára aldri eru afkomendur
hennar einungis sjö. Valfríður var
gift Jóni Guðmundssyni útgerðar-
manni frá Eyri í Ingólfsfirði, en
hann lést árið 1983. Dóttir þeirra
er Guðrún Möller og á hún tvö börn,
Valfríði sem á þijár dætur og Jón
sem á tvo syni.
Valfríður starfaði mikið á árum
áður með Sjálfstæðiskvennafélag-
inu Hvöt svo og kvennadeild Slysa-
varnafélags íslands.
Afmælisbarnið Valfríður Guðmundsdóttir ásamt dóttur sinni Guð-1
rúnu Möller (önnur f.h.). Við hlið hennar er Jón S. Möller sem bú-
settur er í Svíþjóð ásamt fjölskyldu sinni, en kom í sólarhringsheim-
sókn til að halda upp á afmæii ömmu sinnar. F.v.: Jón Karl Olafsson
sem kvæntur er Valfríði Möller. Börn þeirra eru, f.v.: Guðrún, Edda
Björg og Anna Sigrún.
HAMINGJA
Lothar Matthaeus í það heilaga
Knattspyrnusnillingurinn Lothar
Matthaeus, sem spilar með Bayem
Munchen og er fyrirliði þýska landsliðsins,
gekk í það heilaga laugardaginn 8. janúar
í Sviss. Sú heittelskaða heitir Lolita Mor-
ena og er fyrrverandi Ungfrú Sviss.
Margir fylgdust með brúðkaupinu. Hér kemur brúðurin,
Lolita Morena, til kirkjunnar.
Lothar Matthaeus á leið inn i bílinn eftir athöfnina.
I TIZKAN
LAUGAVEGI 71 2. HÆÐ
SÍMI 10770