Morgunblaðið - 12.01.1994, Side 42
42
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 1994
Frábær grínmynd þar sem uppá-
tækin eiga sér engin takmörk.
Sýndkl.5, 7,9og11.
Stórskemmtileg gamanmynd með
islensku tali fyrir alla fjölskylduna.
Sýndkl.5og7.
UNGU
A ME RÍKA NA RNIR
Nýjasta stórmynd leikstjórans Kenneths Branaghs, sem m.a. gerði
myndirnar „HENRY V“ og „PETER’S FRIENDS". Myndin hefur
fengið frábæra dóma bæði erlendis og hérlendis.
„Ys og þys Branaghs er fyrirtaks skemmtun, ærslafullt og hressi-
legt bíó sem svíkur engan." ★ ★ ★ A.l. Mbl.
Sýnd kl. 5, 7.05, 9.05 og 11.15.
Ný hörkugóð spennumynd frá Tony Scott sem leikstýrði „Top Gun“.
„...skondið sambland af „The Getaway" og ,,Wild at Heart", mergjuð
ogeldheitástarsaga...söbriásteródrepandi.11 ★ ★ ★ A.l. Mbl.
Sýnd kl. 5, 7.05, 9 og 11.15. B.i. 16 ára.
Allra síðustu sýningar.
Sýnd kl. 9 og 11.05.
B.i. 16ára.
KENNETH BRANAGH
ROBERT SEAN LEONARD
EMMA THOMPSON
MICHAEL KEATON
KEANU REEVES
DENZEL WASHINGTON
★
POST
★ ★ ★ ★
EMPIRE
★★★:★★★
Rás 2 MBL.
CHRISTiAN
PATRÍCIA AROUiTTl
Dennis HOPPER
Val KHMER
Gory OLDMAN
Brod PITT
Chrisfopher WALKEN
Mtl.
riEYIEM
■IIUE
romonce
HASKOLABIO
SÍMI 22140
Háskólabíó
STÆRSTA BÍÓIÐ.
ALLIR SALIR ERU
FYRSTA FLOKKS.
SÖNN AST
YS OC ÞYS UT AF ENGU
KRUMMA RNIR
Athugasemd við yfir-
lýsingar um undirbún
ing lækkunar á vsk.
Benendikt Ragnarsson sparisjóðsstjóri afhendir Amar Signrmundsson, formaður sljórnar spari-
Eðvarð Matthíassyni styrkinn. sjóðsins, afhendir Þorsteini Sigurðssyni og Guðjóni
Olafssyni styrkinn.
V estmannaeyjar
Sparisjóðurinn veitir styrki
Vestmannaeyjum.
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja ásamt þeim er tóku við styrkjum
úr styrktarsjóðnum.
EFTIRFARANDI athugasemd
hefur borist Morgunblaðinu frá
fjármálaráðuneytinu:
„í viðtali við Morgunblaðið 30.
desember sl. vitna forystumenn ASÍ
um trú sína á ágæti þess að lækka
virðisaukaskatt á matvæli. Sá vitn-
isburður verður þó ekki gerður að
umfjöllunarefni hér. Tilefni til at-
hugasemda eru hins vegar tilhæfu-
lausar ásakanir þessara forystu-
manna í sama viðtali í garð þeirra
sem unnið hafa að undirbúningi
þessara breytinga. Fullyrða þeir að
ekkert hafi verið gert til að und-
irbúa þær og láta að því liggja að
embættismenn, sem leyfi sér að
hafa önnur sjónarmið en forystu
ASÍ eru þóknanleg, muni spilla fyr-
ir framkvæmdinni og sjá til þess
að illa takist til.
Staðreyndir málsins eru allt aðr-
ar en þeir láta í veðri vaka. Strax
eftir að samningar höfðu verið gerð-
ir í maí á síðasta ári hófst undirbún-
ingur að breytingu á löggjöf og
framkvæmd í fjármálaráðuneytinu
og hjá embætti Ríkisskattstjóra.
Fyrir samningi lagafrumvarps var
tekin saman ítarleg greinargerð þar
sem gerð var grein fyrir hinum fjöl-
breytilegu efnum og vandamálum
sem taka þurfti á í löggjöfinni og
við framkvæmdina. Tillögur frum-
varpsins um hvernig breytingin
skyldi útfærð eru byggðar á þess-
ari skýrslu, sem afhent var fjár-
málaráðherra um leið og lagafrum-
varpið.
Samhliða þessu var unnið að
undirbúningi reglugerðar og ann-
arra gagna. Skattyfirvöld fóru
ásamt tollayfirvöldum yfir allar
vörutegundir tollskrár með tilliti til
nýrra skattþrepa. Þurfti m.a. að
kljúfa upp og búa til ný tollnúmer
og breyta tollskrá í því skyni.
Þá var og unnið að upplýs-
ingabæklingi, sem ætlaður er þeim
sem framkvæma breytingarnar,
þ.e. verslunum og starfsmönnum
skattsins. Ennfremur var í gangi
samvinna við samtök kaupmanna.
Vörulisti frá þeim með um 10.000
vöruheitum var yfirfarinn og rétt
skattþrep sett við vörumar. Er sá
listi í tölvutæku formi til staðar hjá
þeim samtökum og á skattstofum
landsins. Upplýsingabæklingurinn
var afhentur í handriti um sama
leyti.
Vinnu þessari var að mestu lokið
um svipað leyti og Alþingi afgreiddi
lagabreytingarnar. Reglugerðin var
birt sama dag og lögin. Þeir sem
gera sér grein fyrir þeim kvöðum
og kostnaði, sem reglugerðin leggur
á herðar þeim sem eftir henni þurfa
að fara er ljóst að ekki var unnt
að gefa hana út fyrr en lagaheimild-
ir væm til staðar.
Sérstökum starfshópi, skipuðum
starfsmönnum ráðuneytisins, emb-
ættis ríkisskattstjóra, skattstofa og
embættis ríkistollstjóra, var falið
að hafa yfirumsjón með breytingun-
um, móta nánari framkvæmdaregl-
ur eftir því sem þörf er á, gera til-
lögur um lausn vandamála sem upp
koma og vera vettvangur upplýs-
ingamiðlunar til starfsmanna skatt-
kerfisins, hagsmunasamtaka og
einstakra viðskiptaaðila.
Af framangreindu má sjá að
unnið hefur verið að undirbúningn-
um með eðlilegum hætti og í hann
lögð öll sú vinna sem tök var á.
Með það í huga að á sama tíma
var og unnið að öðrum tímafrekum
breytingum á VSK-kerfinu, sem
koma áttu til framkvæmda um þessi
áramót en fallið var frá á síðustu
stundu svo og að samningu laga-
frumvarpa um fjölmargar aðrar
breytingar á skattalögum, er ljóst
að fullyrðingar forystumanna ASI
um að slegið hafi verið slöku við
eru bæði rangar og tilhæfulausar.
Til að koma breytingunum í
framkvæmd hefur verið lögð fram
mikil og flókin vinna á skömmum
tíma af skattyfirvöldum, verslunar-
eigendum og starfsfólki þeirra.
Snurðulítil framkvæmd hingað til
bendir til þess að góður undirbún-
ingur og gott samstarf þessara að-
ila hafi skilað sér. Það þarf ekki
að efa að starfsfólk skattkerfisins
mun leggja sitt af mörkum til að
framkvæmdin verði með sem best-
um hætti og verður því ekki kennt
um þó ekki náist sá árangur af
breytingunum sem sumir kunna að
vænta. Allar aðdróttanir í þess garð
er talsmönnum ábyrgra samtaka
sem ASÍ ekki sæmandi."
STYRKIR úr Styrktar- og menn-
ingarsjóði Sparisjóðs Vestmanna-
eyja, til minningar um Þorstein
Þ. Víglundsson, voru veittir fyrir
skömmu. Að þessu sinni voru
veittar 270 þúsundir króna úr
sjóðnum og skiptist upphæðin á
milli þriggja aðila.
Sjóðurinn sem nú var veitt úr var
stofnaður til minningar um Þorstein
Þ. Víglundsson, einn af frumkvöðl-
um stofnunar Sparisjóðsins og spari-
sjóðsstjóra frá stofnun til ársins
1974. Veitt er úr sjóðnum árlega
og var veitingin nú sú sjötta frá
stofnun sjóðsins. Þrír aðilar hlutu
nú styrk úr sjóðnum og hlaut hver
um sig 90 þúsund krónur.
Nokkrir áhugamenn í Eyjum und-
ir forystu Þorsteins Sigurðssonar frá
Blátindi, sem hafa haft forgöngu
um að merkja örnefni og sögufræga
staði í Eyjum, fengu styrk til að
gera þeim kleift að halda sínu merka
Á ráðstefnunni flytur Halldór
Blöndal samgönguráðherra ávarp,
en að því loknu fjallar Jón Rögn-
valdsson aðstoðarvegamálastjóri um
umferð, forsögu og framtíð. Þá ræð-
ir Trausti Valsson arkitekt um líkleg
áhrif á byggðaþróun, Pétur Stefáns-
son formaður Rannsóknarráðs ríkis-
ins fjallar um mismunandi kosti veg-
starfi áfram. Eðvarð Matthíasson,
íslandsmeistari karla í snóker 1993,
hlaut styrk til að geta sem best
stundað íþrótt sína og Þorsteinn
tengingar, Hreinn Haraldsson yfir-
jarðfræðingur Vegagerðarinnar
fjallar um jarðfræðirannsóknir og
Hjörtur Torfason hæstaréttarlög-
maður ræðir um samninga og
áhættuþætti. Erlendur Magnússon
framkvæmdastjóri Nomura Bank
Int. ræðir um fjármögnun fram-
kvæmda, Björn Kielland verkefna-
Hallgrímsson, íslandsmeistari karla
í golfi 1993, fékk styrk til að geta
sem best stundað íþrótt sína.
Grímur
stjóri Selmer Anlegg greinir frá
reynslu frá gangagerð, Guðlaugur
Hjörleifsson verkefnisstjóri Spalar
hf. ræðir um undirbúning jarðganga
og Sigursteinn Hjartarson umdæm-
isverkfræðingur Vegagerðarinnar
flytur samantekt efnis ráðstefnunn-
ar. Að loknum flutningi erindanna
verða umræður.
Þátttöku í ráðstefnunni ber að til-
kynna fyrir 15. janúar á skrifstofu
Verkfræðingafélags íslands og
Tæknifræðingafélags Islands,
Engjategi 9, Reykjavík, en skráning-
argjald er 5.000 krónur. Þátttaka
er öllum heimil.
Ráðstefna um Hvalfjarðargöng
RÁÐSTEFNA um Hvalfjarðargöng verður haldin á vegum Verkfræð-
ingafélags íslands og Tæknifræðingafélags íslands 21. janúar næst-
komandi í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, og verður þar rætt um
fyrirhugaða vegtengingu yfir Hvalfjörð. Fjallað verður um áhrif henn-
ar á byggðaþróun, hvaða kostir eru fyrir hendi, stöðu undirbúnings
jarðganga, reynslu frá gangagerð og áhættu.