Morgunblaðið - 12.01.1994, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 1994
43
Hólmurum fjölgaði um
2,5 af hundraði í fyrra
Stykkishólmi.
ÞAÐ má fullyrða að margt hafi
gengið Stykkishólmi og íbúum
þess í vil á sl. ári og gefið ástæðu
til aukinnar bjartsýni.
Fréttaritari átti um þessi áramót
tal af bæjarstjóranum, Ólafi Hiimari
Sverrissyni, og spurði hann ýmissa
spurninga þessu viðvikjandi. Ólafur
sagði m.a.:
„Það hefur orðið hér fólksfjölgun.
Nú er Hólmarar 1.266 og hefur á
| árinu fjölgað um 30 sem þýðir 2,5%
' fjölgun og mun það vera með mestri
fjölgun á landinu. Þetta eru viss teikn
um að við verðum að búa okkur
undir að mæta þessari fjölgun með
átökum í meiri uppbygginu því þetta
sýnir að fólkið vill vera hér og vant-
| ar húsnæði. Þá má geta þess að hér
hafa á árinu verið stofnuð fyrirtæki,
s.s. til vinnslu ígulkera, verslunar,
iðnaðar og þá má nefna stofnun
hlutafélags um rekstur prentsmiðju
o.fl. Þá má ekki gleyma rótgrónum
fyrirtækjum hér sem rekin hafa ver-
ið af mikilli forsjá og áhuga og þau
hafa gefið Hólminum svo margt sem
hann býr að nú.
Atvinnuleysi hefur ekki þjáð okkur
hingað til, hvað sem þessi sjómanns-
deila og afleiðingar hennar skapa
sem óséð er. Ef lausn hennar dregst
kemur það við okkur eins og aðra.
A seinustu tveimur árum hefur
bæjarstjórn tekist að lækka skuldir
bæjarins án þess að draga úr þjón-
ustu við bæjarbúa. Frekar hefur
þjónustan verið aukin enda hefur
Morgunblaðið/Árni Helgason
Olafur Hilmar Sverrisson bæjar-
stjóri.
bærinn ekki ráðist í neinar stórfram-
kvæmdir enda búinn að gera þar
stórátak eins og verkin sýna. Heild-
arskuldir bæjarins um þessi áramót
eru nú rúmlega 200 milljónir króna
og hafa á þessu tveggja ára tímabili
lækkað um 100 milljónir. Þá má
geta þess að bæjarstjórnin hefur
gert sitt til að stuðla að fjölbreyttri
atvinnustarfsemi og þeim einstakl-
ingum fjölgar hér sem takast á við
ýmis verkefni í atvinnurekstri og
vekja upp ýmsar hugmyndir. Þessi
áhugi virðist vera í sókn og er það
gleðilegt og reynir bæjarstjórn eftir
bestu getu að ýta þar undir bagga.
Við hér í Hólminum höfum því
ástæðu til að taka nýju ári með
meiri bjartsýni en oft áður,“ sagði
Ólafur. Bæjarstjóri vildi að lokum,
um leið og hann óskaði landsmönnum
og þá ekki síst Hólmurum árs og
friðar, þakka öllum þeim sem ynnu
hver á sinn hátt að uppbyggingu
bæjarsins.
— Arni