Morgunblaðið - 12.01.1994, Qupperneq 48
48
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANUAR 1994
ANNA MJÖLL ÓLAFSDÓTTIR
Ferillinn ekki
enn hafinn
Ekkert töff
Ég var ekki í neinum gagn-
fræðaskólaklíkum, var aldrei
tekin inn í þær, reykti ekki
og drakk ekki og var ekki
með í sjoppunum. Ég var nátt-
úrlega með komplexa yfir því
að komast ekki inn í neina
klíku. í gagnfræðaskóla fær maður að finna
fyrir því ef maður er ekki „inn“. Og ég var
bara ekkert töff eða neitt
svoleiðis. Að vissu leyti held
ég að einmitt það hafi hjálp-
að mér seinna meir. Það að
vera ekki „inn“, ekki töff og
ekki í klíku hjálpar manni til
að standa á
eigin fótum,
.naður verður
pá að treysta á
sjálfan sig því
það er ekki hægt
að treysta á hóp-
inn. Og um leið fer maður líka að sanna
sig fyrir krökkunum sem eru í klíkun-
um. Ég held að ég sé ennþá svolítið að
sanna mig fyrir þessum krökkum og ég
kem líklega alltaf til með að gera það.
Á rúntinum um helgar
Eftir að ég byijaði í MR var eins og ýtt
væri á „on takkann" og hjólin byijuðu að
snúast. Þá fór maður á kaf í félagslífið,
kynntist nýju fólki og fékk bílpróf. En ég
byijaði aldrei að reykja -og drekka og það
er ekki vegna þess að ég hafi verið svona
mikill engill, heldur einfaldlega vegna þess
að mér fínnst vín bara svo vont á bragðið.
Aðal sportið hjá okkur stelpunum var að
fara á rúntinn á föstudags- og laugardags-
kvöldum. Yfirleitt lögðum við þá bílnum ein-
hvers staðar á miðjum Laugaveginum þar
sem við höfðum gott útsýni yfir alla bílana
og biðum eftir að það kæmi bíll fullur af
sætum strákum. Og urn leið og hann kom
þutum við af stað, beint fyrir aftan og byijuð-
um að flauta, gefa ljósmerki og vinka allt
þangað til við æstum þá svo mikið upp að
það byijaði eltingaleikur. Það voru margir
þrusu eltingaleikir út um allan bæ sem voru
sko upp Laugaveginn og niður Hverfisgöt-
una; þetta voru svoleiðis eltingaleikir. Og við
gáfumst aldrei upp og urðum alltaf að hafa
yfirhöndina. Svo einu sinni þegar við biðum
æðislega spenntar sáum við þessa tvo sætu
stráka koma keyrandi niður Laugaveginn.
Og við brunuðum af stað, byrjuðum að gefa
ljósmerki og allt það, en það var eins og
þetta hefði bara engin áhrif á þá, þeir bara
keyrðu áfram sallaróleg-
ir. Þetta hafði aldrei
gerst áður og við skildum
ekki hvað var að gerast
og lögðum okkur enn
meira fram við að vinka
og flauta. Þegar við vor-
um búnar að elta þá út um allan bæ án árang-
urs í svona tuttugu mínútur ákváðum við
að gera eitthvað í þessu og keyrðum upp
að hliðinni á þeim. Þá öskraði ein stelpan
aftur í: „Þetta er löggan!" Þetta var þá
ómerktur lögreglubíll með lítilli stjörnu á
hliðinni. Þeir brostu bara sínu blíðasta brosi,
en við vinkuðum, gáfum í og vorum horfnar
á methraða.
Ferillinn
í rauninni finnst mér ferill minn ekki enn
vera hafinn. Ég er eiginlega enn í startholun-
um. En opinberlega söng ég fyrst á barna-
balli hjá mömmu og pabba. Þá fengu allir
krakkarnir að syngja og ég var svo móðguð
yfir því að fá ekki að syngja ein að ég var
borin burtu hágrenjandi. Svo tók ég þátt í
Látúnsbarkakeppninni í Atlavík 1988 og eft-
ir það byijuðu hjólin að snúast.
Að lokum
Ég held að allir þurfi að eiga sér draum.
En til þess að draumurinn rætist þurfum við
að hjálpa svolítið til. Það eru ekki miklar lík-
ur á því að draumurinn rætist ef maður sit-
ur bara heima í stofu, nema náttúrlega ef
draumurinn er, að skjóta rótum í sófanum ...
STÖRFISKAR
Nýtísku
hárgreiðsl
Eg var nú ekkert sér-
staklega spennandi
unglingur. Allavega
ekki til að byija
með. Ég var bara í mínum
gallabuxum og strigaskóm á
meðan bekkjarsystur mínar
mættu uppstrílaðar í skólann.
Og þegar krakkarnir voru á
Hallærisplaninu eða einhvers
staðar niðri í bæ var ég bara
úti í fótbolta með krökkunum
í hverfinu. Ég var bara á ann-
arri bylgjulengd en flestir á
mínum aldri og kannski var
ég svolítið sein af stað.
Reyndar er ég ekki viss um
að ég sé ennþá orðin ungling-
ur, ætli ég hafi ekki stöðvað
einhvers staðar um fímm ára
aldurinn. Ég var alltaf svolít-
ill strákur í mér og til dæmis
var það eitt aðalmarkmiðið
hjá mér að hlaupa hraðar en
einn strákurinn sem hljóp
hraðast. Mér tókst það einu
sinni og ég gleymi því aldrei.
Hér koma nokkrar hugmýndir fyrir
þá sem vilja breyta um hár-
greiðslu og fá sér afgerandi og
persónulegri greiðslu. Hár-
greiðslumaðurinn Michael Barnes er höfundur
þessara listaverka, en hann segist ekki eiga
von á að almenningur hópist á hárgreiðslu-
stofur til að fá sér svona greiðslur, það sé
bæði dýrt og taki óratíma. Og ekki má gleyma
þeirri einföldu staðreynd að mjög
óþægilegt er að vera með flókna
og fýrirferðarmikla hár-
greiðslu á almannafæri,
ekki síst hér á landi þar
'3 *oS
KO
Sh áfe wmmá cö
*o
<U g
o 0>
fl; Sh
cc “43
• pH Cm
U 0)
'3 KO
03
XO ^
Bjössi 13 ára
Nei, ekkert sem ég man í fljótu
bragði.
Arnheiður 14 ára
Ég man ekki eftir neinu sérstöku.
Arnhildur 14 ára
Nei... ja, ég var kannski stundum
svolítið leiðinleg við mömmu og
pabba.
Margrét 17 ára
Það getur verið, en ég ætla ekki
að fara að segja frá því.