Morgunblaðið - 12.01.1994, Síða 51
■ TERRY Butcher, fyrrum fyrir-
liði enska landsliðsins í knatt-
spymu, hefur kært Coventry og
farið fram á meira en 400.000 pund
(um 43,5 millj. kr.) í skaðabætur
fyrir að hafa verið látinn fara sem
stjóri áður en samningurinn var úti.
■ COVENTRY viðurkennir að
ekki hafi verið rétt staðið að málum,
en segir að Butcher hafi ekki tapað
neinu og eigi ekki samkvæmt samn-
ingnum rétt á meiri greiðslum.
■ BUTCHER gerði samning til
þriggja og hálfs árs, sem gerði ráð
fyrir 200.000 punda árslaunum, en
hann var látinn fara fyrir tveimur
árum eftir 14 mánuði í starfi. Butc-
her gekk til liðs við Sunderland
og lék með og stjórnaði liðinu, en
var rekinn í nóvember sem leið.
■ TORINO er undir smásjá
Knattspyrnusambands Evrópu,
UEFA, vegna meints fjármála-
svindls í tengslum við leikmanna-
skipti og ásakanna um að hafa reynt
að „kaupa“ dómara fyrir Evrópuleik
gegn AEK Aþenu fyrir tveimur
árum. Reynist grunur á rökum reist-
ur getur UEFA vikið félaginu úr
EM bikarhafa.
I UEFA hefur hugleitt að hleypa
Júgóslavíu aftur inní Evrópukeppni
landsliða, en Alþjóða Knattspymu-
sambandið, FIFA, segir það ekki
tímabært fyrr en samskiptabanni
Sameinuðu þjóðanna verði aflétt.
Knattspymusamband Júgóslavíu
sótti um aðild og verður málið tekið
fyrir á föstudag, en dráttur í EM
verður 22. janúar.
H WANG Junxia, hlaupadrottn-
ing frá Kína, hefur verið útnefnd
til að taka við Jesse Owens verð-
laununum fyrir besta íþróttaárang-
urinn á síðasta ári.
I WANG Junxia sigraði í 10.000
m hlaupi á HM í Stuttgart og setti
heimsmet í greininni skömmu síðar.
Hún tvíbætti heimsmetið í 3.000 m
hlaupi og náði besta tíma kvenna í
maraþonhlaupi á árinu.
H HELSTU keppinautar kín-
versku stúlkunnar vom grinda-
hlauparinn Gail Devers frá Banda-
ríkjunum, millivegahlauparinn
Morceli frá Alsír, hjólreiðamaður-
inn Miguel Indurain frá Spáni,
Shann Miller (fimleikar) frá
Bandaríkjunum og Franziska van
Almsick (sund) frá Þýskalandi.
I LIU Dong, sem sigraði í 1.500
m hlaupi á HM í Tokyo er hætt
keppni, eftir að hafa lent í útistöðum
við þjálfara sinn.
H KÍNVERSKA stúlkan, sem er
20 ára, var sögð hafa brotið reglur
með því að verða ástfangin og neita
að slíta sambandinu. Þjálfarinn Ma
Junren sagði að ástarsamband
hennar kæmi niður á liðsheildinni
og framtíð stúlkunnar sem hlaup-
ara. Hann hótaði henni öllu illu, en
stúlkan tók saman föggur sínar og
flutti heim til móður sinnar. Stjóm-
endur fijálsíþrótta í Kína standa
með þjálfaranum í þessu máli.
B ABEDI Pele Ayew var kjörinn
knattspyrnumaður ársins 1993 í
Afríku þriðja árið í röð. Hann er
32 ára fyrirliði Ghana og leikur
með Lyon í Frakklandi.
B PELE Ayew fékk 119 atkvæði,
en Anthony Yeboah hjá Frankfurt
í Þýskalandi kom næstur með 117
atkvæði. Franska íþróttablaðið
France Football stendur að kjörinu,
en íþróttafréttamenn í Afríku kjósa,
og er þetta í fyrsta sinn, sem leik-
maður fær gullboltann þrjú ár í röð.
KNATTSPYRNA
Firma- og félaga-
HópakeppniFH
Firma- og félagahópakeppni FH í knatt-
spyrnu verður í íþróttahúsinu við Kapla-
krika n.k. laugardag, 15. janúar. Skráning
stendur yfir (s. 53834 eða 652534).
LeiArétting
Unnur Pálmarsdóttir, íslandsmeistari í þol-
fimi kvenna, var ranglega feðruð í umfjöll-
un blaðsins um Islandsmótið í þolfimi í
gær. Hún var sögð Pálsdóttir, eins og hún
var skráð í leikskrá mótsins.
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 1994 51^
KORFUKNATTLEIKUR / ISLANDSMOTIÐ
UMFG vann eftir framlengingu
GRINDVÍKINGAR gefa hvergi
eftir í baráttunni um sæti í úr-
slitakeppni úrvalsdeildarinnar
í körfuknattieik, en þeir lögðu
Njarðvíkinga að velli á heima-
veili, 91:89, eftir framlengdan
leik í gærkvöldi.
Stemmningm er engu lík þegar
þessi tvö nágrannalið mætast
og áhorfendur sem fjölmenntu,
bæði heimamenn og
Frímann „sk°Puðu
Ólafsson goða umgiorð um
skrifar leikinn sem var æsi-
spennandi á loka-
mínútum venjulegs leiktíma og
framlengingar. Þeir hreinlega
sprungu þegar Wayne Casey skor-
aði sigurkörfuna og aðeins tvær
sekúndur eftir af leiktímanum.
„Ég er alveg í skýjunum yfir
þessum sigri sem var sigur liðs-
heildar,“ sagði Guðmundur Braga-
son, þjálfari Grindvíkinga og leik-
maður. „Við bökkuðum hvetja aðra
upp og ungu strákarnir stóðu sig
frábærlega. Baráttan var mikil og
það sýnir kannski karakterinn í lið-
inu að þetta er þriðja framlengingin
sem við lendum í í vetur og við
höfum unnið þær allar. Við ætlum
ekkert að géfa eftir og stefnum
ótrauðir að því að tryggja okkur
sæti í úrslitakeppninni."
Njarðvíkingar voru yfir mestall-
an seinni hálfleikinn og virtust vera
með sigurinn í sínum höndum en
gáfu eftir undir lokin og töpuðu
Morgunblaðið/Bjami
Marel GuAlaugsson lék vel með Grindvíkingnm í gær.
Létt hjá Haukum
UMFG-UMFIM 91:89
Grindavík, úrvalsdeildin í körfuknattleik,
þriðjudaginn 11. janúar 1994.
Gangur leiksins: 3:0, 5:4, 5:12, 13:14,
25:23, 32:32, 39:39, 39:46, 41:52, 45:56,
56:59, 56:64, 66:69, 71:71, 74:74, 77:78,
78:78, 81:83, 83:85, 89:85, 89:89, 91:89.
Stig UMFG: Wayne Casey 20, Marel Guð-
laugsson 18, Nökkvi Már Jónsson 13, Hjört-
ur Harðarson 12, Guðmundur Bragason 11,
Pétur Guðmundsson 9, Unndór Sigurðsson
6, Bergur Eðvarðsson 2.
Stig UMFN: Rondey Robinson 23, Teitur
Örlygsson 19, Valur Ingimundarson 18, Frið-
rik Ragnarsson 9, Rúnar Ámason 8, Jóhann-
es Kristbjömsson 7, ísak Tómasson 5.
Dómarar: Kristinn Óskarsson og Helgi
Bragason sluppu vel frá leiknum.
Áhorfendur: Um 500.
UMFT - Haukar 59:79
Sauðárkrókur:
Gangur leiksins: 0:2, 7:8, 16:14, 16:24,
33:40, 36:46, 39:57, 42:61, 49:68, 59:79
Stig UMFT: Robert Buntic 16, Ingvar Orm-
arsson 16, Páll Kolbeinsson 11, Ómar Sigm-
arsson 5, Ingi Þór Rúnarsson 3, Garðar
Halldórsson 3, Lárus Páisson 3, Hinrik
Gunnarsson 2.
Stig Hauka: Pétur Ingvarsson 20, John
Rhodes 18, Jón Öm Guðmundsson 12, Jón
Amar Ingvarsson 8, Tryggvi Jónsson 8,
Rúnar Guðjónsson 7, Sigfús Gizurarson 6.
Dómarar: Bergur Steingrímsson og Krist-
ján Möller.
Haukar áttu ekki í teljandi erfið-
leikum á Sauðárkróki, unnu
59:79 í frekar daufum leik þar sem
heimamenn virtust þreyttir og
áhugalitlir í síðari hálfleik er Hauk-
ar gerðu út um leikinn.
Páll og Ingvar léku ágætlega í
fyrri hálfleik og hjá Haukum voru
Pétur og Rhodes bestir. Sóknarleik-
urinn var ekki góður en vamarleik-
urinn þokkalegur hjá báðum liðum.
Nokkur barátta var á upphafsmín-
útunum og mikill hraði en í síðari
hálfleik voru Haukar mun ákveðn-
ari og mega Tindastólsmenn teljast
heppnir að fyölga á í úrvalsdeildinni.
FRJALSIÞROTTIR
Martha varð tólfta
- er komin í sjötta sæti í stigakeppninni
Martha Ernstsdóttir, hlaupakona úr ÍR, hafnaði í 12. sæti á Alþjóð-
legu stigamóti í víðavangshlaupum sem fram fór í Belfast á írlandi
á laugardaginn. Hún hljóp 4,8 km á 16,47 mínútum, en sigurvegarinn
Paula Radcliffe frá Bretlandi hljóp á 15,40 mínútum.
Martha er nú í sjötta sæti í stigakeppninni, hefur 28 stig. Catherina
McKiernan frá írlandi er efst með 69 stig, Albetina Dias, Portúgal, kem-
ur næst með 47 stig og Farida Fates, Frakklandi, í þriðja sæti með 38 stig.
SKIÐI
Loks sigraði Aamodt
Norski skíðakappinn, Kjetil-
Andre Aamodt, vann fyrsta
heimsbikarmótið á þessu keppnis-
tímabili í Hinterstoder í Austurríki
í gær. Hann náði besta brautartím-
anum í báðum umferðum í stórsvigi
og tryggði með því enn frekar stöðu
sína í efsta sæti stigakeppninnar.
Aamodt, sem er heimsmeistari í
svigi og stórsvigi og ólympíumeist-
ari í risasvigi, hefur beðið eftir sigri
í allan vetur — oft verið í öðru og
þriðja sæti, en í gær gat hann loks
fagnað. „Það var kominn tími til
að vinna mót,“ sagði Aamodt. „Ég
var ekki ánægður með útkomuna í
Kranjska Gora um síðustu helgi,
en nú er ég í góðum málum. Ég
tel að þessi sigur sýni að það hafi
verið rétt ákvörðun að æfa heima
í Noregi um áramótin í stað þess
að keppa í Bormio."
Christian Mayer frá Austurríki,
sem sigraði í stórsviginu í Val d’Is-
ere í desember, v(arð annar tæpri
sekúndu á eftir Aamodt. Mayer
hélt upp á 22ja ára afmælið sitt á
mánudaginnin. Landi hans, Richard
Kröll, varð þriðji.
ítalska goðið, Alberto Tomba,
náði sér ekki á strik frekar en í
mótunum um síðustu helgi. Hann
varð að sætta sig við 21. sætið eft-
ir fyrri umferð og mætti ekki upp
í start í síðari umferð — sagðist
meiddur. Marc Girardelli náði ekki
að vera á meðal 30 fyrstu eftir fyrri
umferð og fékk því ekki að fara
síðari umferðina.
öðrum leik sínum í vetur. „Þetta -—1
var lélegt hjá okkur, við misstum
marga bolta, hittum illa og tókum
léleg skot. Þá náðum við ekki að
leika okkar leik og hraðinn datt
niður. Ætli við höfum ekki verið
komnir með hugann að bikarleikn-
um við Grindvíkinga á laugardaginn
kemur sem við ætlum okkur ekki
að tapa,“ sagði ísak Tómasson fyr-
irliði Njarðvíkinga eftir leikinn.
Liðsheildin var góð hjá Grindvík-
ingum og þó Guðmundur Bragason
fengi sína 5. villu í lok seinni hálf-
leiks létu þeir það ekki á sig fá,- —
Wayne Cayse var hreinlega tekinn
úr umferð allan leikinn og hafði
hitt illa framan af en sýndi styrk
sinn í lokin þegar hann skoraði sig-
urkörfuna úr erfiðri aðstöðu. Marel
átti einnig mjög góðan leik.
Ronday var góður hjá Njarðvík-
ingum og er gríðarlega sterkur
undir körfunum. Teitur átti góða
spretti í leiknum og Valur sem spil-
aði lítið í fyrri hálfleik átti góða
spretti í þeim seinni.
ÚRSLIT
Körfuknattleikur
NBA-deildin
Orlando — Houston..........115:100
■ Shaquille O’Neal hjá Oriando hafði betur
f risaslagnum gegn Hakeem Olajuwon hjá
Houston. O’Neal gerði 28 stig, en Olajuwon
26 stig og tók 11 fráköst. Anfernee
Hardaway gerðu 28 stig fyrir Oriando sem
náði að gera 29 stig gegn 18 í fjórða og
síðasta leikhluta. Houston náði ekki að
skora utan af velli f sjö mfnútur í síðasta
ieikhluta — vamarleikur Oriando var þá
mjög góður. Þess má geta að Vemon Max-
well lék ekki með Houston annan leikinn í
röð.
Pliiladelphia — Boston......99:94
■Jeff Homacek setti persónulegt met í
vetur með því að gera 31 stig fyrir Philad-
eiphiu gegn Boston og Clarence Weather-
spoon náði tvöfaldri tvennu — gerði 20 stig
og tók 12 fráköst. Kevin Gamble var at-
kvæðamestur í liði Boston með 26 stig.
Boston hefur tapað 11 af sfðustu 13 leikjum
sfnum.
Íshokkí
NHL-deildin
Leikir aðfararnótt þriðjudags:
Boston - Toronto....................0:3
Montreal - Winnipeg.................4:2
NY Rangers - Tampa Bay..............2:5
Ottawa - NY Islanders...............3:3
■Eftir framlengingu.
Anaheim - Detroit...................4:6
SkíAi
Hinterstoder, Austurríki:
Stórsvig karla:
Kjetil Andre Aamodt (Noregi).........2:49.63
(1:22.33/1:27.30)
Christian Mayer (Austurríki)......2:50.47
(1:23.04/1:27.43)
Riehard Kröll (Austurríki)........2:50.86
(1:23.32/1:27.54)
Michael von Grunigen (Sviss)......2:50.95
(1:23.20/1:27.75)
Achim Vogt (Lichtenstein).........2:51.03
(1:23.61/1:27.42)
Mitja Kunc (Slóveníu).............2:51.20
(1:23.74/1:27.46)
UrsKaelin (Sviss).................2:51.40
(1:23.99/1:27.41)
Tobias Bamerssoi (Þýskal.)........2:51.61
(1:23.85/1:27.76)
Franck Piccard (Frakkl.)..........2:51.86
(1:23.64/1:28.22)
Fredrik Nyberg (Svíþjóð)..........2:52.07
Staðan
Aamodt...
Mader....
Tomba....
Girardelli
(1:23.97/1:28.10)
stig
..............674
..............558
............ 454
..............411
Mayer...............................353
von Gruenigen.......................332
Finn-Christian Jagge (Noregi).......320
Jure Kosir (Slóvenfu)...............318
Piccard.............................314
Thomas Stangassinger (Austurr.).....305
Knattspyrna
KORFUKNATTLEIKUR
Thomas í „Draumaliðið"
Isiah Thomas, leikmaður Detroit Pistons, var í gær valinn í bandaríska
landsliðið, „draumalið-2“ sem tekur þátt í heimsmeistarakeppninni í Tor-
onto í ágúst í sumar. Hann var kallaður inní liðið fyrir Tim Hardaway úr
Golden State Warriors, sem hefur verið meiddur síðan í október.
Tíu leikmenn af 12 voru valdir i október sl., en hinir tveir verða valdir í
vor. Þessir tíu eru: Derrick Coleman, Joe Dumars, Larry Johnson, Shawn
Kemp, Dan Majerle, Alonzo Mourning, Mark Price, Steve Smith, Dominique
Wilkins og Isiah Thomas. Allt leikmenn úr NBA-deildinni.
í kvöld
Handknattleikur
1. deild karia:
Selfoss: Selfoss - FH..........20
Seljaskóli: ÍR - Valur.........20
Strandgata: H aukar - Stjarnan.20
Vestm’eyjar: ÍBV - KA..........20
Víkin: Víkingur-KR.............20
Akureyri: Þór-UMFA..........20.30
Körfuknattleikur
Úrvalsdeild:
Stykkish.: Snæfell - Skallagr..20
England
8 liða úrslit deiidarbikarkeppninnar:
Wimbledon - Sheffield Wednesday..1:2
Dean Holdsworth (78.) - Gordon Watsom«*
(1.), Mark Bright (81.).
1. deild
Notts County - Binningham 2:1
Oxford - Sunderland 0:3
Skotland
Dundee - Aberdeen............0:1
Motherweli - Celtic.........2:1
■Þriðja tap Celtic á árinu.
Handknattleikur
Evrópukeppni landsliða:
Finnland - Búlgaría.......28:16