Morgunblaðið - 10.02.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.02.1994, Blaðsíða 4
 4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1994 . Islensk stjórnvöld um innflutningshindranir Frakka á íslenskum fiski Skýlaust brot á EES-samningi SENDIHERRA Frakka á íslandi voru í gær afhent formleg mótmæli íslenskra stjórnvalda við hindrunum þeim sem fiskinnflutnhigur hefur verið beittur í Frakklandi sl. tvo daga. Gámaflutningabílar, sem fluttu íslenskan fisk, aðallega frystan en einnig eitthvað af ferskum fiski, frá höfn í Hollandi, voru látnir bíða klukkustlmdum saman við landamærin að Frakklandi án þess að fá toliafgreiðslu á þriðjudag. Þeir sneru við, fengu tollafgreiðslu í Hollandi og héldu aftur til Frakklands um aðra landamærastöð. Þegar til Boulogne kom í gær fundu tollverðir alla annmarka á tollskjölum og var bílunum snúið við á nýjan leik. Islensk stjórnvöld telja innflutningshindranirnar vera skýlaust brot á samningn- um um evrópska efnahagssvæðið og hafa óskað þess að innflutnings- banni verði aflétt tafarlaust. að vinna eftir þessum nýju gæðaregl- um. Það er því alfarið vegna EB sem þessi tilhögun hefur ekki byijað og þessar aðgerðir Frakka eru því eins skýlaust brot á EES-samningnum og hugsast getur. Ég trúi ekki öðru en að Frakkar falli fljótt frá þessum aðgerðum. Það er því of snemmt að segja til um hvort það gæti komið til þess að karfakvóti Frakka hér við laild yrði afturkallaður,“ sagði Þor- steinn. „Þessar aðgerðir Frakka, innflutn- ingsbann á íslenskan físk, eru ský- laust brot á EES-samningnum,“ sagði Þorsteinn Pálsson, sjávarút- vegsráðherra. „Frakkar birtu auglýs- ingu um nýja reglugerð, sem fól í sér bann við innflutningi frá öðrum lönd- um en þeim, sem höfðu uppfyllt til- tekin skilyrði um að senda inn lista yfir viðurkenndar vörutegundir. Þar kom fram að fímm þjóðir uppfylltu þessi skilyrði, en ísland var ekki þar á meðal. Þó sendum við slíkan lista inn fyrir rúmu ári, en EB bað hins vegar um frest á því að farið yrði Hindrunarlaus aðgangur „Við höfum heyrt haft eftir Norð- mönnum að þeir hafi fengið orð frá frönskum embættismönnum um að sennilega sé þetta allt misskiiningur, en þetta höfum við ekki fengið stað- fest. Verði þetta ekki leiðrétt þegar VEÐUR VEÐURHORFUR í DAG, 10. FEBRÚAR YFIRLIT: Á sunnanverðu Grænlandshafi er að myndast lægð sem mun þokast austur. Suður í hafi er vaxandi lægð sem hreyfist norður. STORMVIÐVÖRUN: Búist er við stormi á öllum miðum og Vesturdjúpi, Norðurdjúpi, Suöausturdjúpi, Suðurdjúpi og Suðvesturdjúpi. SPÁ: Hvöss sunnanátt með skúrum eða slydduéljum um allt land. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Suðlæg átt um allt land. Rigning einkum sunn- an- og ves.tanlands og hiti á bilinu 3 til 9 stig. HORFUR Á LAUGARDAG: Nokkuð hvöss sunnanátt og rigning austan- lands í fyrstu, annars suðvestan strekkingur með éljum vestanlands, en léttir smám saman til austantil. Kólnandi veður. HORFUR Á SUNNUDAG: Lítur út fyrir áframhaldandi suðlægar áttir í fyrstu, en snýst svo sennilega til norðlægrar áttar um vestanvert landið. Nýir veðurfregnatímar: 1.30. 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30. Svarsfmi Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. Jfci. Sunnan, 4 vindstig. * J* 'r \ i \ Vindörin sýnir vindstefnu 'Nr WmiiB xmmw og fjaðrirnar vindstyrk, Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað heil fjööur er 2 vindstig.. / / / * r * * * * . { * 10° Hitastig /'/'/• /**'/ ***** V V V V SÚId J Rigning Slydda Snjókoma Skúrir Slydduél Él = Þoka ^ FÆRÐÁ VEGUM: vlmmw Flestir vegir á landinu eru nú færir. Færð gæti spillst á Mývatns- og Möðrudalsöræfum með kvöldinu, en þar er nú skafrenningur. Á Vestfjörð- um er færð farin að þyngjast á Breiðadals- og Botnsheiðum. Víða er mikil hálka, einkum á fjallvegum. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í stma 91-631500 og í grænni línu 99—6315. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 4 háifskýjað Reykjavík 1 alskýjað Bergen 1 slydda Helsinki +12 skýjað Kaupmannahöfn 2 þokumóða Narssarssuaq +10 snjókoma Nuuk léttskýjað Osló +4 snjókoma Stokkhólmur +1 snjókoma Þórshöfn 6 akur Algarve 15 hálfskýjað Amsterdam 8 skýjað Barcelona 13 léttskýjaö Berlín 5 skýjað Chicago +13 snjókoma Feneyjar 11 skýjað Frankfurt 2 alskýjaö Glasgow 6 hálfskýjað Hamborg 6 rigning London 8 skýjað LosAngeles 8 heiðskírt Lúxemborg 1 þoka Madrid 6 léttskýjað Malaga vantar Mallorca 14 léttskýjað Montreal +21 snjókoma New York +7 ískorn Orlando 18 þoka París 8 skýjað Madeira 17 léttskýjað Róm vantar Vín 5 skýjað Washlngton 1 rignlng Winnipeg +32 heiðskfrt Formleg mótmæli " SENDIHERRA Frakka á íslandi, Francois Rey-Coquais, kemur af fundi Péturs G. Thorsteinssonar, sendifulltrúa á viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, sem afhenti sendiherranum mótmæli ís- lenskra stjórnvalda við innflutningshindrunum Frakka á fiski. í stað munum við taka þetta upp inn- an EES-nefndarinnar,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráð- herra. „EES-samningurinn er kominn í gildi og það þýðir að við höfum hindrunarlausan aðgang að þessum mörkuðum. Fyrsta skýringin sem við heyrðum var sú, að íslendingar hefðu látið undir höfuð leggjast að tilkynna um útflutningsaðila. Það er rangt. Þá hefur verið vitnað til þess að EES sé ekki komið í gildi vegna þess að það er undanþ'ága að því er varðar gildistöku reglugerðar um heilbrigði- seftirlit til 1. júlí. Það er auðvitað engin skýring, þarna er um undan- tekningu frá gildistökunni að ræða. Þriðja skýringin, sem einhver nefndi, var öryggisákvæði samningsins. Það er fjarstæða. Akvæðið er á þann veg að ef um er að ræða meiriháttar þjóð- félagslega röskun þá geti samnings- aðiiinn, sem er EB en ekki einstök aðildarríki, tekið málið upp til sam- ráðs innan EES-nefndarinnar.“ Utanríkisráðherra sagði að hann teldi skýringu á málinu einfalda. „Það eru uppþot í Frakklandi af háifu sjó- manna. Ríkisstjómin hefur látið und- an þrýstingi, en umkvörtunarefni sjó- manna eru ekki ljós. Það gæti vel verið að offramboð af Rússafiski sé ein ástæðan og hafi leitt til verðlækk- ana. Þetta kemur Islandi ekkert við. Okkar framboð á fiski hefur minnkað frá því sem það var mest og verðið er langt fyrir ofan lágmarksverð EB. Við höfum gert meiriháttar milliríkja- samning og ef við eigum eftir að ienda í slíkum deilum þá er það auð- vitað úrslitaatriði að við höfum hald- ið samninginn upp á punkt og prik. Því verður því miður ekki haidið fram að því er varðar einstök atvik sem hafa gerst á landbúnaðarsviðinu.11 Listi sendur í desember 1992 Pétur G. Thorsteinsson, sendifull- trúi á viðskiptaskrifstofu utanríkis- ráðuneytisins, afhenti sendiherra Frakka, Francois Rey-Coquais, mót- mæli íslenskra stjórnvalda í gær. Pétur sagði að mótmælin væru rök- studd m.a. með tilvísun í skuldbind- ingar íslands og Frakklands í EES- samningnum og bent á að óheimilt væri að grípa til þessara aðgerða á grundvelli þess samnings. Utanríkis- ráðuneytið hefur falið sendiráði ís- lands í París að koma samskonar mótmælum á framfæri við frönsk yfírvöld. Aðgerðir í kjölfar óeirða Kristján Skarphéðinsson, fiski- málafulltrúi íslands í Brussel, sagði að svo virtist sem stjórnvöld í Frakk- landi hefðu gefið tollyfírvöldum fyrir- mæli um að stöðva físk á landamær- um og kæmu þau í kjölfarið á óeirð- um franskra sjómanna og samningi stjórnvalda við þau. Hann sagði að ef ástandið breyttist ekki yrði það tekið upp á vettvangi framkvæmda- nefndar Evrópubandalagsins í Bruss- el. Alþjóðlega fréttastofan Reuter túlkar útgáfu nýju reglugerðarinnar um hertar heilbrigðisreglur sem til- raun franskra yfirvalda til að binda enda á verkfall franskra sjómanna sem staðið hefur í 12 daga og í gær lýsti talsmaður sjómanna ánægju sinni með aðgerðir ráðuneytisins. í dag ætla franskir sjómenn að greiða atkvæði um hvort binda eigi enda á verkfallið. Byggt á misskilningi Francois Rey-Coquais, sendiherra, segist ekki hafa meiri upplýsingar en þær sem þegar hafi komið fram í fjölmiðlum en hann hafí farið fram á það við franska utanríkisráðuneytið strax eftir fundinn með Pétri G. Thor- steinssyni í gær að það gerði ná- kvæma grein fyrir stöðu mála. Hann segir að gera megi ráð fyrir töfum við tollafgreiðslu í kjölfar hertra reglna en ekki eigi að vera um nein- ar sérstakar hindranir á innflutningi íslensks físks að ræða þar sem um hann gildi almennir samningar sem öil EFTA-löndin eigi aðild að. Margir eigendur Gámarnir sem stöðvaðir voru við landamæri Frakklands voru flestir með frystum fiski og voru þeir í eigu ýmissa aðiia sem flytja flestir físk reglulega á markað í Frakklandi. Þeir fískútflytjendur sem Morgun- blaðið náði tali af í gær voru sam- mála um að gerðar hefðu verið at- hugasemdir við atriði sem aldrei hefði þótt neitt athugavert við hingað til. Þeir segjast ekki ætla að senda fersk- an físk á markað í Frakklandi fyrr en sú óvissa sem nú ríki sé úr sögunni. A vegum Kristins Asgeirssonar voru tveir gámar með 26 tonn af físki komnir til Boulogne í gegnum Bret- land. Fiskurinn var tollafgreiddur í Bretlandi en samkvæmt reglum Evr- ópubandalagsins á tollafgreiðsla vöru í einu EB-landi að opna vörunni leið inn í önnur lönd bandalagsins. Krist- inn segir að þegar fiskurinn kom til Boulogne hafí verið gerð sú athuga- semd að tollskjal væri á ensku en ekki frönsku. Flutningabílnum var snúið til Belgíu, þar var skjalið þýtt og ekið með vöruna aftur til Frakk- lands. Ekki hafi verið neinar athuga- semdir gerðar við heilbrigðisvottorð eða gæði físksins, allir pappírar á íslandi hafí farið athugasemdalaust í gegn. ísfang á ísafirði sendir físk á markað í Frakklandi í hverri viku en fískur frá fyrirtækinu hefur enn ekki orðið fyrir töfum af völdum aðgerða franskra stjórnvalda. Óiafur B. Hall- dórsson, framkvæmdastjóri fyrirtæk- isins, segist ekki munu senda ferskan físk til Frakklands að svo stöddu en f gærkvöldi sendi fyrirtækið 23 tonn af frystum fiski áleiðis til Frakk- lands. Nú eru 23 tonn í Hollandi sem áttu að fara á markað í Frakklandi og segir Óiafur að hann muni fara þangað á endanum, ekki verði vanda- mál að fá frystigeymslu fyrir fískinn í Hollandi þangað til. Ólafur segist ekki trúa að þetta verði langvinnt ástand, Frakkarnir verði að svara fyrir hvernig aðgerðirnar samræmist EES. Bjami Lúðvíksson, framkvæmda- stjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna, sagðist ekki hafa fengið neinar nákvæmar skýringar á því sem væri að gerast en ljóst væri að þarna væri um pólitískar aðgerðir að ræða. SH átti freðfísk sem stoppaður var í Boulogne vegna tæknilegra galla í skjölum eins og það var kallað. Bjarni sagði að varan væri ekki í neinni hættu og eftir því sem hann best vissi hefði henni ekki verið vísað úr landi, hún væri enn í Frakklandi, en ótollafgreidd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.