Morgunblaðið - 10.02.1994, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1994
27
mum fyrir austan
)rúnni
ki NK 122 fylgist athugull með
mann.
Morgunblaðið/Sverrir
ii um borð.
í sessi
Friðrik Sophusson
og víðtæk samvinna stjórnvalda við
aðila vinnumarkaðarins hefur þegar
skilað árangri á mörgum sviðum.
Órækasti vitnisburður þess er sú
vaxtalækkun, sem nú hefur verið
fest í sessi.
Höfundur er fjármálaráðherra.
Félag íslenskra stórkaupmanna krefst bættrar samkeppnisstöðu
Hlutur verslunar í gjaldeyris-
tekjum var 2,8 milljarðar í fyrra
Jöfnun starfsskilyrða milli atvinnugreina gæti þýtt 2-3.000 ný störf
KAUPMENN telja að með því
að færa samkeppnisstöðu ís-
lenskrar verslunar til samræm-
is við aðrar atvinnugreinar og
það sem gerist í nágrannalönd-
unum megi búa til störf fyrir
2-3.000 manns. í fyrra var hlut-
ur verslunar af eyðslu ferða-
manna innanlands 2,8 milljarð-
ar og segir Stefán Guðjónsson
framkvæmdastjóri Félags ís-
lenskra stórkaupmanna að
verslun hafi orðið útundan í
umræðunni um vaxandi ferða-
mannaiðnað. Markmiðið er að
ná verslun sem fer fram er-
lendis inn í landið og leggja
áherslu á þriðjalandsviðskipti,
það er að selja vöru frá einu
landi tU annars, annað hvor
beint eða með viðkomu hér.
Með auknu frelsi í innanlands-
og milliríkjaviðskiptum skapist
nýir vaxtarmöguleikar sem
mikilvægt sé að hlúa að og til
þess að svo megi verða beri að
létta skattbyrði greinarinnar.
Bent er á að kaupmenn greiði
hæsta hlutfall allra atvinnugreina
til samneyslunnar, eða 4,35 millj-
arða króna árið 1992 á meðan sjáv-
arútvegur og iðnaður greiddu rúm-
lega 2 milljarða og tæplega 2,3
milljarða. Birgir Rafn Jónsson for-
maður Félags íslenskra stórkaup-
manna, FÍS, segir að að hlutfall
verslunarfólks af mannafla sé
14,5% sem sé minna en í nágranna-
löndunum. Telur hann að það hlut-
fall gæti verið miklu hærra, í Evr-
ópu sé það um 17% sums staðar
og um 20% í Bandaríkjunum. For-
maður útbreiðslunefndar FÍS,
Haukur Þór Hauksson, segir að
umsvif verslunar séu meiri en iðn-
aðar og útgerðar til samans en
veltan fyrir árið 1991 hafí numið
259 'fnilljörðum. Haukur segir, að
TALIÐ frá vinstri: Haukur Þór Hauksson, Birgir Rafn Jónsson og Stefán Guðjónsson.
ef verslunin fengi að dafna hindrun-
arlaust gæti hún skapað störf fyrir
2-3.000 manns. Hann segir hins
vegar að skattar og gjöld íþyngi
greininni og nefnir sem dæmi að
af þeim 400 milljónum sem skattar
á skrifstofu- og verslunarhúsnæði
muni færa ríkinu á þessu ári megi
áætla að verslun greiði 180 milljón-
ir þar af. Eignarskattur muni færa
ríkissjóði 1.195 milljónir eða 428
milljónir úr verslunargeiranum.
Einnig bendir Haukur á að trygg-
ingagjald verslunar nemi 3,7 millj-
örðum af 10,7 sem ríkið fái í sinn
hlut. Verslun greiði 6,35% trygg-
ingagjald meðan iðnaður og sjávar-
útvegur greiði 2,85% og í Evrópu
sé þetta hlutfall 0,3-2,5%.
Stefán Guðjónsson fram-
kvæmdastjóri FIS bendir á að
hvorki ríkið né samtök kaupmanna
eigi að hafa skoðun á því hvernig
verslun eigi að þróast, samkeppnin
ein segi fyrir um það en til þess
að svo megi verða .beri að jafna
aðstöðu innanlands sem utan. Stef-
án segir samkeppni vanta í banka-
og flutningsstarfsemi en gífurleg
mismunun sé á flutningsgjöldum
milli atvinnugreina. Hann segir að
markmiðið sé að ná verslun sem
vitað er að fram fer erlendis inn í
landið með því að skapa sömu sam-
keppnisaðstöðu og leggja áherslu á
þriðjalandsviðskipti með því að ein-
blína ekki eingöngu á innanlands-
markað eða útflutning héðan heldur
afla umboða til þess að flytja er-
lenda framleiðslu milli landa. Segir
hann að um 15% þeirra sem skil-
greindir séu sem inn- eða útflytj-
endur stundi slík viðskipti. Til dæm-
is kaupi eitt fyrirtæki plastkassa í
Evrópu og flytji til Bretlands.
Haukur Þór Hauksson segir
einnig að stórir hópar af vel mennt-
uðu og hæfu fólki sé að detta út
af vinnumarkaðnum og brýnt sé
að skapa þessu fólki tækifæri með
því að búa til viðunandi rekstrarum-
hverfi fyrir lítil fyrirtæki svo sækja
megi á nýja markaði.
Nefnd skoði ákveðin at-
riði nýju skaðabótaiaganna
Dómsmálaráðherra skipar þrjá menn einhvern næstu daga
ALLSHERJARNEFND Alþingis hefur farið fram á við dómsmála-
ráðherra að hann skipi þriggja manna nefnd til að skoða ákveðin
atriði í skaðabótalögunum sem tóku gildi 1. júlí á síðasta ári. Að
sögn Ara Edwalds, aðstoðarmanns dómsmálaráðherra, verður
nefndin skipuð einhvern næstu daga og henni falið að taka afstöðu
til þeirra viðfangsefna sem allsheijarnefnd leggur til.
í bréfi sem allsheijarnefnd ritaði
Þorsteini Pálssyni dómsmálaráð-
herra segir að nefndin hafi tekið
skaðabótalögin til umræðu, m.a. í
kjölfar rökstuddrar ábendingar
nokkurra lögmanna um þörf
hugsanlegra lagabreytinga, og að
nefndin hafi jafnframt fengið rök-
studd svör við þessum ábendingum
frá þeim sem á sínum tíma samdi
frumvarpið til laganna.
Þá segir í bréfinu að til þess að
taka afstöðu til þessara ábendinga
og svara við þeim fari allsheijar-
nefnd þess á leit við dómsmálaráð-
herra að hann skipi þriggja manna
nefnd sem verði falið að taka af-
stöðu til þess hvort efni séu til að
breyta lögunum. Nefndin gerir að
tillögu sinni að Gestur Jónsson
hæstaréttarlögmaður, Guðmundur
Skaftason, fynverandi hæsta-
réttardómari, og Gunnlaugur Cla-
essen ríkislögmaður verði skipaðir
í nefndina.
Börnin á gula ljósinu
Eitt viðfangsefna þriggja manna
nefndarinnar er til komið vegna
erindis Auðar Guðjónsdóttur
hjúkrunarfræðings til allsheijar-
nefndar um ungmenni sem urðu
fyrir líkamstjóni áður en lögin
gengu í gildi en áttu óuppgerð
skaðabótamál við gildistöku þeirra.
Auður ritaði nefndinni bréf í októ-
ber sl. um málið og aftur 20. jan-
úar sl. þar sem hún óskaði svara
við því hvort erindi hennar hefði
fengið umfjöllun hjá nefndinni.
Sólveig Pétursdóttir, formaður
allshetjarnefndar, segir að erindi
Auðar hafi verið tekið fyrir á fundi
allsheijarnefndar fyrir nokkrum
dögum og þá hefði verið ákveðið
að eitt af viðfangsefnum áður-
nefndrar þriggja manna nefndar
yrði að leggja mat á hvort lagalega
sé unnt að breyta skaðabótalögun-
um til að bæta stöðu fólks sem
orðið hefði fyrir líkamstjóni fyrir
gildistöku laganna og sé í ýmsum
tilvikum verr sett um bætur heldur
en verið hefði ef lögin hefðu tekið
til þeirra, án þess að um leið yrðu
gerðar aðrar breytingar sem yrðu
öðrum í óhag.
Nefndinni er gert að ljúka störf-
um eigi síðar en um miðjan mars.
Togspilið innsiglað
Utboð Skóg-
ræktarinnar
Barri hf.
framleiðir
800 þúsund
plöntur
SKÓGRÆKT ríkisins og Rík-
iskaup hafa tekið tilboði
Barra hf. á Egilsstöðum í
ræktun 800 þúsund skógar-
plantna vegna Landgræðslu-
skóga 1995 og 1996. Barri
átti lægsta tilboð í ræktun-
ma, rumar
króna.
11,5 milljónir
Þetta er í fyrsta skipti sem
slíkt útboð fer fram hjá Skóg-
rækt ríkisins. Um er að ræða
ræktun á ýmsum skógarplönt-
um, s.s. birki, elri, lerki, sitka-
greni, stafafuru og bergfuru.
Af einstökum tijátegundum er
mest af birki í útboðinu, eða
380 þúsund plöntur. Plönturnar
eiga að vera tilbúnar 1995 og
1996 og fara þær til útplöntun-
ar um allt land.
Alls bárust 9 tilboð í ræktun-
ina og náðu þau ýmist til allrar
framleiðslunnar eða hluta
hennar. Þijú lægstu tilboðin
voru frá Barra hf., Gróðrar-
stöðinni Mörk í Reykjavík, sem
bauð einnig í alla framleiðsluna
og nam tilboðsupphæðin tæp-
um 15 milljónum, og Borgar-
prýði á Akranesi.
Loðna fryst á meðan
Fáskrúðsfirði.
TOGSPIL skipsins Klöru Sveinsdóttur á Fáskrúðsfirði var innsiglað
af sýslumanni Suður-Múlasýslu vegna vangoldinna opinberra gjalda í
gær. Skipið sigldi frá Eskifirði til Fáskrúðsfjarðar þar sem það var
bundið við bryggju og hafin verður loðnufrysting um borð.
Að sögn Ingólfs Sveinssonar fram-
kvæmdastjóra Akks hf. leysast þessi
mál við sýslumanninn á næstu dög-
um en á meðan mun í skipinu verða
fryst loðna. Frystigetan er tíu tonn
á sólarhring, sem að sögn lngólfs
gefur fyrirtækinu 600.000 krónur á
sólarhring, en loðnuna frá þeir flokk-
aða frá hraðfrystihúsi Eskifjarðar.
Albert