Morgunblaðið - 10.02.1994, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 10.02.1994, Blaðsíða 52
Whp1 hewlett wLfÍM PACKARD -----------UMBOÐIÐ HP Á fSLANDI H F Höfdabakka 9, Reykjavík, sími (91) 671000 Frá möguleika til veruleika MORGUNBLADJD, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK SlMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKVREYRh HAFNARSTRÆTl 85 FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Morgunblaðið/RAX Eins og tíu Esjur væru á ferðinni SKRIÐIÐ í Síðujökli er nú í nær öllum jökl- inum sem er í suðvesturhluta Vatnajökuls, en magnið sem er á verulegri hreyfingu með tilþrifamiklum hljóðmyndunum er um 200 milljarðar rúmmetra af ís, eða ámóta magn og 10 Esjur á Kjalarnesi væru á sigl- ingu. Jökulskriðið er á 350 ferkílómetra svæði sem er þrisvar sinnum stærra en allt lögsagnarumdæmi Reykjavíkur að flatar- máli og um 500 metra þykkt. Jökullinn sem skríður fram er um 50 km langur og 5-10 km breiður. Sérfræðingar frá Orkustofnun og Raun- vísindastofnun Háskólans voru að störfum við Síðujökul í gær og fylgdi Morgunblaðið þeim í vélsleðaleiðangri. Á stórum hluta jökulrandarinnar hrannast nú upp úfínn og mikilúðlegur jökulruðningur tuga metra hár. Meðal þess sem vísindamenn reyna að kanna til hlítar eru allar mögulegar ástæður fyrir slíkum náttúruhamförum sem tengjast á engan hátt eldsumbrotum eða hitamynd- unum svo vitað sé. Þar sem jökulskriðið var hraðast í gær mældist það um 3 metrar á klukkustund, en meðalhraðinn er um 20 m á dag og reikna vísindamenn með að jökull- inn skríði allt að 1,5 km fram. Sjávarútvegsráðherra um hindranir á innflutningi fisks til Frakklands Trúi ekki öðru en Frakkar falli fljótt frá aðgerðum Engar trúverðugar skýringar segir utanríkisráðherra, en sendiherra Frakka voru afhent formleg mótmæli í gær Handtek- inn aftur og aftur LÖGREGLAN handtók í fyrri- nótt pilt á 17. ári sem skömmu áður hafði stolið bíl við Dreka- vog. Sami piltur var handtekinn ásamt félaga sínum i innbroti í söluturn aðfaranótt þriðjudags- ins. Almenn lögregla handtók piltinn 13 sinnum á síðasta ári og 14 sinnum árið þar áður. Á síðasta ári kom hann við sögu hjá RLR vegna rúmlega 20 af- brotamála. Eftir handtökuna aðfaranótt þriðjudags var pilturinn færður í <._.Héraðsdóm þar sem honum var birt ákæra vegna sjö afbrota sem verið er að taka til dómsmeðferð- ar. Fyrir jól var til meðferðar fyrir Héraðsdómi mál gegn honum vegna 21 afbrots. ----» ♦ ♦--- Hannes í efstasæti TVEIR ungir skákmenn, þeir Hannes Hlífar Stefánsson og Rússinn V. Zvjagninsev, eru nú efstir og jafnir á Reykjavíkur- skákmótinu með 4'/2 vinning hvor. Zyjagninsev vann Sokolov í 5. umferðinni í gær og Hannes vann skák sína við Atalik seint í gær- kvöldi. Hann færðist því upp fyrir van der Sterren sem er í þriðja sæti með 4 vinninga. ----♦ ♦ ♦ Vonskuveður 'víða um land ROK OG rigning ganga yfir landið árla dags í dag og er búist við að veðrið nái hámarki milli klukkan 6 og 9 fyrir há- degi sunnan- og vestanlands. Hjá Veðurstofunni fengust þær upplýsingar að vindhraði færi upp í 10 vindstig þegar mest Iætur. Lægðin sem veldur veðrinu kemur að landinu suðvestanverðu. Verst verður veðrið til að byija með á Suður- og Vesturlandi. Stór- streymt er og verður háflóð við suðurströndina um sjö-leytið. Þeg- ar líður á daginn færist lægðin * yfír landið og verður farið að hvessa á austanverðu landinu þeg- ar líður á daginn. Sjá veðurkort og spá á bls. 4. „ÞESSAR aðgerðir Frakka, inn- flutningsbann á íslenskan fisk, eru skýlaust brot á EES-samningnum. Eg trúi ekki öðru en Frakkar falli fljótt frá þessum aðgerðum. Það er því of snemmt að segja til um hvort það gæti komið til þess að karfakvóti Frakka hér við land verði afturkallaður,11 sagði Þor- steinn Pálsson, sjávarútvegsráð- herra, í gær. Þá höfðu islensk yfirvöld afhent sendiherra Frakka formleg mótmæli við hindrunum þeim sem fiskinnflutningur hefur verið beittur í Frakklandi sl. tvo daga. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, sagði að Frakkar hefðu engar trúverðugar skýringar gefið á afstöðu sinni. Sendiherra Frakklands, Francois Rey-Coquais, sagði að sér virtist sem aðgerðirnar væru byggðar á misskilningi. Þorsteinn Pálsson sagði að Frakk- ar hefðu birt auglýsingu um nýja reglugerð, sem hafí falið í sér bann við innflutningi frá öðrum löndum en þeim, sem höfðu uppfyllt tiltekin skil- yrði um að senda inn lista yfir viður- kenndar vörutegundir. „í reglugerð- inni kom fram að fímm þjóðir upp- fylltu þessi skilyrði, en Island var ekki þar á meðal,“ sagði hann. „Þó sendum við slíkan lista inn fyrir rúmu ári, en Evrópubandalagið bað hins vegar um að ekki yrði farið að vinna eftir þessum nýju gæðareglum fyrr en eftir mitt þetta ár. Það er því alfar- ið vegna EB sem þessi tilhögun hefur ekki byijað og þessar aðgerðir Frakka eru því eins skýlaust brot á EES-samningnum og hugsast getur.“ Jón Baldvin sagði m.a. að ein sú skýringa, sem nefndar hefðu verið á aðgerðum Frakka, væri að EES væri ekki komið í gildi vegna þess að það væri undanþága að því er varðaði gildistöku reglugerðar um heil- brigðiseftirlit til 1. júlí. Það væri auð- vitað engin skýring, þarna væri um undantekningu frá gildistökunni að ræða. Þá hefði einhver nefnt örygg- isákvæði samningsins sem skýringu. „Það er fjarstæða,“ sagði utanríkis- ráðherra. „Ákvæðið er á þann veg að ef um er að ræða meiriháttar þj<?ð- félagslega röskun, hvort heldur er efnahagslega, félagslega eða á um- hverfissviði, þá geti samningsaðilinn, sem er EB en ekki einstök aðildar- ríki, tekið málið upp til samráðs inn- an EES-nefndarinnar.“ Jón Baldvin bætti því við, að hann teldi skýring- una á málinu einfalda, þ.e. franska ríkisstjórnin hefði látið undan þrýst- ingi sjómanna þar í landi. Sendiherra Frakklands sagði að sér virtist sem aðgerðirnar væru byggðar á misskilningi og að um væri að ræða erfiðleika við að fram- fylgja nýju reglugerðinni. Um leið og starfsmönnum tollyfirvalda yrði gerð grein fyrir hvernig framfylgja skyldi hertum kröfum muni erfiðleikar við tollafgreiðslu íslensks fisks verða úr sögunni. Sjá bls. 4: „Skýlaust brot..“ Aukning í útlánum bóka ÞÓRDÍS Þorvaldsdóttir borgarbókavörður segir að útlánum hafi fjölgað um 10% milli áranna 1992 og 1993. Þá þurfi að leita allt til ársins 1987 til að fá sambærilega útlánstölu og fyrir nýliðinn janúar. „Það er eðli safna að mest er að gera yfir vetrarmánuðina eða frá september og fram í maí,“ sagði Þórdís. „Þá er mjög mikið lánað út. Starfsfólkið hefur merkt að meira er um útlán auk þess sem meira er leitað eftir upplýsingum miðað við síðustu ár.“ Sagði hún hugsanlegt að fólk væri að verða leitt á myndböndum en einnig væru fleiri á ferðinni í atvinnuleysinu og gæfu sér þá tíma til að koma í safnið. Það væri reynslan erlendis þar sem ríkir atvinnuleysi. „Mér sýnist við verða að fara allt til ársins 1987 til að fá sam- bærilega útlánstölu í janúarmán- uði,“ sagði Þórdís. Allt árið 1993 voru lánaðar nær 760.000 eining- ar að meðtöldum plötum og mynd- böndum en lesefni var 744.000 einingar. Sagði Þórdís að fram til ársins 1987 hafi árleg útlán verið frá 800.000 einingum upp í eina millj- ón. „Þetta var áður en Stöð 2 kom til sögunnar," sagði hún. „Með henni kom mikið af léttum kvik- myndum, en ég held því fram að lestur sé farinn að aukast á ný og fólk er farið að koma aftur í söfnin."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.