Morgunblaðið - 10.02.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.02.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1994 17 Dómsmálaráðherra um áskorun 156 einstaklinga um endurskoðun á staðsetningu nýs Hæstaréttarhúss Húsið samþykkt og ekki aftur snúið Nýbygging Hæstaréttar íslanc _ -—— ~ .. C _'' ----------—---------_ „úhvaainau. Skiladagur 6. jú\K MWIaí 1993’Boðið trt samkeppnl um Ln --------------- skipulagslaga. —______________—--------.. ,»gsuppclr*»«9re'"»9e,ðar'-_----- ----rZZaKtó 10. nóv. 1993-- '4#' 10. jan. 1994: umhveffisráatem. slaólesw breylmg__ St'SSSnsssHasnvénas ---------- 156 einstaklingar hafa ritað undir áskorun til ríkisstjórnar- innar um að endurskoða áform um staðsetningu nýs hæsta- réttarhúss á lóð við gatnamót Lindargötu og Ingólfsstrætis. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maður skipulagsnefndar Reykjavíkur, segir það ekki vera á valdi borgaryfirvalda að draga fyrri ákvörðun til baka. Það sé í höndum ríkisins sem sé lóðarhafi. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra segir Al- þingi hafa samþykkt bygging- una og með það verði ekki aftur snúið. I áskoruninni, sem birt var í auglýsingu í Morgunblaðinu á þriðjudag, segir að borgarbúar hafi lengi vel ekki trúað að sam- þykkt yrði bygging á þessum stað. Undirritaðir einstaklingar séu eins og margir aðrir ósáttir við þessa staðsetningu og þætti miður ef reist yrði bygging sem skyggði á Safnahúsið, eitt allra fegursta hús Reykjavíkur. Engar athugasemdir í maí árið 1993 var boðið til samkeppni um nýbyggingu Hæsta- réttar Islands og var skiladagur ákveðinn 6. júlí. Þann 16. júní hafnaði skipulagsstjóm ríkisins erindi Borgarskipulags Reykjavík- ur þar sem þess var óskað að skipu- lagstjórn staðfesti án auglýsingar þá breytingu á deiliskipulagi Skú- lagötusvæðis sem heimilaði bygg- ingu dómshúss á lóðinni nr. 2 við Lindargötu. Skipulagsstjórn heim- ilaði auglýsingu breytingartillög- unnar og rann frestur til að gera athugasemd við hana út þann 20. ágúst 1993. Að sögn Stefáns Thors, skipulagsstjóra ríkisins, bárust engar athugasemdir vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Almenningur áttaði sig ekki Skúli Nordal, arkitekt, er einn þeirra sem höfðu frumkvæði að því að safna undirskriftum undir ofangreinda áskorun. Aðspurður að því hvers vegna ekki hafi verið gerðar athugasemdir fyrr, eða þegar til þess var gefinn frestur, segir hann að þegar breyting á staðfestu aðalskipulagi á reitnum hafi verið auglýst frá því að vera óbygjgt svæði í það að vera bygg- ingarsvæði þá hafí almenningur ekki áttað sig á því hvað í raun- inni hafi verið á ferðinni. Þegar samkeppni um hönnun hússins hafi síðan verið auglýst hafi hann og margir ’aðrir mótmælt í dag- blöðum, bæði staðsetningunni og hvernig að samkeppninni var stað- ið. „Svo héldum við satt að segja að þetta mál myndi lognast út af þar til að auglýsing birtist um útboð á grunngreftrinum. Þá tók þessi hópur við sér og fór að kanna ýmsa hluti. Tólf manna hópur, allt fólk sem tjáði sig um málið á prenti, kom síðan saman í síðustu viku, réði ráðum sínum og ákvað að safna andmælum. Þegar í ljós kom að ekki yrði hægt að birta nöfnin nema í auglýsingu var ekki hægt að safna undirskriftunum öðru vísi en með því að tala beint við fólk.“ Skúli segir mjög almenna andúð gegn byggingu dómhúss á þessari lóð en ekki sé hægt að bjóða hveij- um sem er að rita nafn sitt undir áskorunina nema viðkomandi sé tilbúinn að taka þátt í þessum kostnaði. Siðleysi að túlka þögn sem samþykki Skúli segir það ljóð á skipulags- lögum að hægt sé að tilkynna um breytingar með svo óljósum hætti að allur almenningur geri sér enga grein fyrir hvað verið sé að aug- lýsa. Það sé síðan vegna siðleysis í lögunum að ef ekki séu gerðar athugasemdir innan sex vikna jafngildi það samþykki. „Það þarf ekki annað en að menn fylgist ekki með auglýsingum og þá er það túlkað þannig að menn séu samþykkir. Við sem erum fag- menn ættum að hafa varann á okkur, það verður að viðurkennast og okkur má saka um andvara- leysi en ekki allan almenning,“ sagði Skúli. Ai Alfa Laval FORYSTA f ÁRATUGI VARMASKIPTAR F Y R I R : • Miðstöðvarhitun - engin tæring • Neysluvatnshitun - ferskt vatn • Snjóbræðslur - til frostvarnar I þrjá áratugi hafa húseigendur á íslandi sett traust sitt á ALFA LAVAL plötuvarmaskipta. Reynsla sem enginn annar býr aS. ÞaS harf því ekki aS leita annaS. Heildarlausnir á varmaskiptakerfum: Dælur, þensluker, lokar, mselar. SINDRI -sterkur í verki BORGARTÚNI 31 SÍMI 6272 22 Ókeypis Fríöindakort og glæsilegur blekpenni aö gjöf! *Veldu þér eina af þessum þremur metsölubókum á ótrúlegu verði, aðeins 495 kr., sem sérstakt inngöngutilboð í bóka- klúbbinn Nýjar metsölubækur ! Glæný innbundin metsölubók á gjafverði, aöeins 495 krónur! Mánaðarbækur bókaklúbbsins Nýjar metsölubækur munu kosta 995 kr. Verð hliðstæðra bóka á almennum markaði er 2.480 kr. Fríðindakort fjölskyldunnar ókeypis! A þriðja hundrað aðilar í verslun og þjónustu pennans er 2.500 kr. Glæsilegur blekpenni aö gjöf ef þú tekur tilboöinu innan ÍO daga! Áætlað verðmæti Síminn er (91) 688 300 VAKA-HELGAFELL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.