Morgunblaðið - 10.02.1994, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.02.1994, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRUAR 1994 7 Björgun úr vök SLÖKKVIUÐSMENN á slökkvistöð- inni í Tunguhálsi æfðu á þriðjudag björgun úr vök á ótraustum ís á Ell- iðavatni. Slökkviliðsmennimir Þórður Bogason og Siguijón Valmundsson fóru ofan í vökina íklæddir blautbún- ingum og síðan var lagður stigi á ísinn til að dreifa þunga björgunar- manna sem síðan beindu brunaslöng- um fylltum lofti til Þórðar og Sigur- jóns. Loftfylltar slöngur virðst að sögn Þórðar hentugar við aðstæður af þessu tagi þar sem þær fljóta vel auk þess sem með þessum hætti er unnt að beina nokkurs konar bjarghring af mikilli nákvæmni yfir talsverða vegalengd, t.d. til nauðstaddra manna yfir ótraustan ís. Morgunblaðið/Júlíus Gufunes Aburður lækkar um 3% VERÐ á áburði framleiddum í Gufunesi hefur lækkað um 3% samkvæmt gjaldskrá sem tók gildi frá áramótum. Að sögn Þorsteins V. Þórðarsonar sölu- stjóra er lækkunin til komin vegna tölvuvæðingar verk- smiðjunnar og samdráttar í mannahaldi en starfsmönnum hefur fækkað úr 200 í 120 und- anfarin fimm ár. Þorsteinn segir að áburðarverð hafi lækkað um 5,6% á sama tíma í fyrra og nú sé lækkunin 3%. Hann segir að gjaldskráin sé ák- vörðuð af stjórn fyrirtækisins í framhaldi af sölu- og rekstrará- ætlun og staðfest af landbúnaðar- ráðherra. „Við höfum fundið fyrir samdrætti undanfarin ár en teljum að við séum búin að ná botninum í þeim efnum. Gjaldskráin er ák- vörðuð í beinu framhaldi af hag- ræðingu innan fyrirtækisins. Við höfum verið að tölvuvæða verk- smiðjuna og þar af leiðandi dregið saman í mannahaldi og hefur starfsmönnum fækkað úr 200 nið- ur í 120 á síðastliðnum fimm árum. Hinn 1. júní verða starfsmenn lík- lega um 100.“ Þorsteinn segir að uppsögnum hafi ekki verið beitt, hins vegar hafi ekki verið ráðið í stað þeirra sem hætt hafi, til dæmis vegna aldurs. Einnig hafi menn verið hvattir til þess að hætta 67 ára með því að borga þeim bónus. Hann segir ennfremur að 1. des- ember á síðasta ári hafi þeim ver- ið sagt upp sem verða 67 ára á þessu ári en á móti komi að verk- smiðjan greiði þeim 30% launa til sjötugs. Aðspurður um verðmun á áburði milli mánaða segir Þor- steinn að fyrst og fremst sé um praktískt atriði að ræða. „Þetta er gert nákvæmlega eins í Noregi við tókum þetta eftir þeim. Þegar fyrst hækkunin verður 1. júlí er mesta salan yfirstaðin. Þetta er gert fyrir kaupfélögin úti á landi sem eru með birgðir en við byijum að vaxtareikna frá 1. júlí en verð- ið er vaxtalaust fram að því. Þeir fá áburðinn lánaðan og ef þeir eru með birgðir reiknast vextir á þá frá 1. júlí og því hækkar verðið til þess að standa straum af þeim kostnaði. Annars myndu þeir tapa á því að vera með birgðir fyrir sitt svæði,“ segir Þorsteinn. Höfóar til .fólksí öllum starfsgreinum! Það er ódýrt i>a&' aðspila íHappdrætti Háskóla íslands! Hefur þú handbærar upplýsingar um útgjöld þín á ári, vegna kaupa á happdrættis- og lottó miðum ? Freistaðu gæfunnar. en veltu bví fvrir bér 1 hvaða happdrætti er skvnsamlegast að spila. Einfaldur miði í HHÍ kostar aðeins 600 krónur á mánuði, það eru innan við 140 krónur á viku. Með slíkan miða áttu góða möguleika á að hljóta allt að 6 MILLJÓNA króna vinning - skattfrjálst! Ef þú spilar til að vinna, þá liggur beinast við að spila þar sem líkurnar á að hljóta vinning eru mestar og hlutfallið af veltunni sem fer í vinninga er hæst. í Happdrætti Háskólans getur annar hver miði hlotið vinning*, og vinningshlutfallið er 70%, sem er með þvi hæsta í heimi. Spilar þú ekki ígóda happdrœttinu? [inri •" e 0i HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings ' Á árinu 1993 voru greiddir út 52.768 vinningar á samtals 105.470 selda miöa. Vinningur féll því á meira en annan hvern miöa. ARGUS / SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.