Morgunblaðið - 10.02.1994, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 10.02.1994, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1994 49" Bollu- o g sprengidagur Fyrsta uppskrift af bolludags- bollum hérlendis er í matreiðslu- bók Nikolínu frá 1858, en þar heita bollurnar langaföstusnúðar (Fastelavnsboller). Bollur þessar eru í meginatriðum eins og þær bollur, sem við borðum í dag og í þær notað lifandi ger,_ sem var búið til á heimilunum. í það var notaður humall og kartöflur. Nú notum við pressuger eða þurrger. Það var svo ekki fyrr en árið 1911 að í Kvennafræðara Elínar Briem birtist uppskrift af kökusnúðum (Fastelanvsboller). Sú uppskrift er ekki í fyrri útgáfum Kvenna- fræðarans. Þær bollur eru með lyftidufti og hjartarsalti. Nú eru öll blöð full af bolluuppskriftum enda enginn vafi á að bollubakstur hefur færst í vöxt á heimilum og vertíð mikil hjá bökurum, sem baka myrkranna á milli og engin kvótatakmörkun á þeim bakstri. Einn ungur vinur minn borðaði 17 bollur á bolludaginn í fyrra. Ég veit ekki hvort hann borðaði baunir og saltkjöt daginn eftir — á sprengidaginn — öllu líklegra að hann hafi bara sprengt sig á bolluáti daginn áður í staðinn. Að borða baunir og saltkjöt á sprengidag mun vera síðari tíma siður. Er sá siður vel til fundinn, þar sem þetta er þungt í maga og fátt betra til að sprengja sig á. Hér birtist uppskrift að þeim baunum, sem ég er vön að elda á sprengidag. Saltkjöt og baunir 6 dl gular hálfbaunir 1 lítri kalt vatn til að leggja baun- irnar í bleyti í 1 'h lítri vatn til að sjóða baunirn- ar og kjötið í 1 kg saltkjöt, sem er ekki mjög salt 1 meðalstór laukur 1. Yfirleitt er betra að áfvatna saltkjötið í nokkrar klukkustundir. 2. Leggið baunimar í bleyti í kalt vatn og látið standa í um 12 klst. Hellið þá á sigti og látið renna af þeim. 3. Hitið Vh lítra af vatni, setjið baunimar í, látið sjóða. Þá kemur mikil froða ofan á, fleytið hana af. 4. Setjið saltkjötið út í, afhýðið lauk, skerið í fernt og setjið í ásamt lárviðarlaufi. Sjóðið við hægan hita í Vh klst. Fleytið froð- una sem myndast ofan af. Kökusnúðar (bollur úr Kvenna- fræðaranum). í þessari uppskrift em notaðar mælieiningarnar kvint og pund, einnig er notað smjör. Hér er not- að smjörlíki og mælieiningarnar færðar í nú- tímabúning. í uppskrift- inni er 1 'h peli af mjólk. Það er of mikið, enda hugs- anlegt að hvéitið sem þá var notað hafi verið öðru vísi. 50 g sykur 150 g smjör- líki 2'h dl (1 peli) mjólk 500 g 'hveiti 'h tsk. steyttar kardimommur eða 'h tsk. dropar 2 tsk. lyftiduft 1 tsk. hjartarsalt 1 eggjarauða til að pensla með 1. Hrærið sykur og hveiti vel saman. 2. Blandið saman hveiti, lyfti- dufti og hjartarsalti. Setjið saman við ásamt mjólk og kardimommum (dropum). 3. Búið til 20 bollur, mótið með höndunum. Penslið með eggja- rauðunni. 4. Hitið bakaraofn í 190°C, blástursofn í 170°, setjið í miðjan ofninn og bakið í 30 mínútur. Vatnsdeigsbollur 150 g smjörlíki 2'h dl vatn 150 g hveiti 6 egg 1. Setjið smjörlíki og vatn í lít- inn pott og látið sjóða. Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON 2. Setjið allt hveitið saman við og hrærið fljótt saman. Setjið í skál og látið kólna. 3. Setjið í hrærivélarskál. Setjið eitt egg í senn út í og hrærið mjög vel. Hrærið nokkra stund eftir að síðasta eggið er komið í. 4. Setjið á bökunarpappír á bökunarplötu með skeið eða sprautið úr poka. Þetta stækkar og blæs út. 5. Hitið bakaraofninn í 200°C, blástursofn í 180°. Setjið í miðjan ofninn og bakið í um 20 mínútur. Ekki má opna ofninn fyrstu mín- úturnar. 6. Smyijið bollurnar með bræddu súkkulaði eða flórsyk- ur/kakóblöndu. Setjið síðan ijóma og sultu eða búðing inn í. Athugið: Auðveld aðferð við að bræða súkkulaði: Hitið bakaraofn í 70°C, setjið súkkulaðið á eld- fastan disk inn í ofninn. Það bráðnar á nokkrum mínútum og helst lengi mjúkt og heitt á diskin- um og auðvelt að smyija því á. ___________Brids_____________ Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Breiðfirðinga Aðaisveitakeppni Bridsfélags Breið- firðinga hófst fimmtudaginn 3. febr- úar með þátttöku 10 sveita sem verð- ur að teljast í færra lagi miðað við það sem menn eiga að venjast á síð- ustu árum. Spilaðir eru tveir 16 spila leikir á kvöldi og staða efstu sveita að loknum tveimur umferðum er þann- Sveinn Þorvaldsson 46 Sigríður Pálsdótir 39 Guðlaugur Karlsson 36 Guðlaugur Sveinsson 33 Hjördís Siguijónsdóttir 33 Björn Jónsson 32 Undankeppni íslandsmóts hjá Bridssambandi Austurlands Föstudaginn 4. og laugardaginn 5. febrúar fór fram keppni á vegum sam- bandsins um þátttökuréttinn í íslands- meistaramótinu í sveitakeppni. 11 sveitir kepptu um fjögur sæti sem Austfirðingum eru úthlutuð. Keppnis- stjóri var Ólafur Sigmarsson frá Vopnaflrði. Spilað var í Félagslundi á Reyðarfirði. Efstu sveitir: 1. Herðir, Fellabæ með 201 stig, spilarar bræðra- pörin Pálmi og Guttormur Kristmannssynir og Sig- uijón og Jón Bjarki Stefánssynir. 2. sæti Sproti/Icy Reyðarfirði með 181 stig 3. sæti Þorsteinn Bergss. Egilsstöðum með 179 stig 4. sæti Vélaieiga Sigga Þórs Egilsst. með 177 stig Óvenju oft hefur verið illfært um fjallvegi í vetur. Að loknu móti kom- ust vel búnir jeppar Héraðsmanna leið- ar sinnar en Norðfirðingar komust ekki heim fyrr en á sunnudagskvöld með snjóbíi. Að sjálfsögðu þýddi þetta að slegið var upp spilamennsku fyrir strandaglópana. í góðri þjálfun eru 40 spil fljótspiluð og eins og flestír vita er spilafysn manna lítil takmörk sett. Í.G. Bridsfélag Akureyrar Nú er þremur umferðum ólokið í aðalsveitakeppni BA. Baráttan á toppnum harðnar stöðugt og er útlit fyrir mjög spennandi keppni um efstu sætin. Staða efstu sveita er nú þessi: SveitHermannsTómassonar 116 Sveit Ormars Snæbjörnssonar 116 SveitStefánsVilhjálmassonar 115 SveitMagnúsarMagnússonar 113 SveitReynisHelgasonar 99 Næstkomandi þriðjudagskvöld verður gert hlé á sveitakeppninni og spilaður einmenningur en keppni hefst svo aftur að hálfum mánuði liðnum. Á sunnudagskvöjdið mættu 8 pör í Sunnuhlíðarbrids. í fyrsta sæti urðu Sverrir Haraldsson og Pétur Guðjóns- son, Reynir Helgason og Sigurbjörn Haraldsson urðu í öðru sæti og Sveinn Pálsson og Bjarni Sveinbjömsson í því þriðja. ★ HSM Pappírstætarar og pressur Ýmsar stærðir og gerðir ► Nýtisku hönnun ► Öryggishlíf ► Litaval ►Þýsk tækni og gæði OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 -105 Reykjavík Simar 624631 / 624699 AMSKIPTI •aðstoða börn sín við þeirra vandamál. *að leysa úr ágreiningi án þess að beita valdi. •byggja uppjákvæð samskipti innan ijölskyldunnar. Hugo Þórisson Upplýsingar og skráning í síma 621132 og 626632 Einnig á kvöldin og um helgar. Nú er að hefjast námskeið þar sem foreldrum gefst kostur á að kynnast og tileinka sér ákveðnar hugmyndir og aðferðir í samskiptum foreldra og bama þar verður m.a. íjallað um hvað foreldrar geta gert til að: Wilhelm Norðfjörð Ðakstur fyrir alla! Kökublöndumar frá Betty Crocker em nýjimg á markaðinum. Þœr gera pér kleift að baka ilmandi kökur og það á mettíma. Nú fást fjórar tegundir aftilbúnu hráefhi í pökkum, þú bœtir aðeins vökva og eggi lít í blönduna, hrcerir og bakar. Prófaðu Ijúffengu muffins og súkkulaði- kökumar frá Betty Crocker.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.