Morgunblaðið - 10.02.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.02.1994, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1994 Kynslóðaskipti í Rússlandi eftir Þorvald Gylfason Rússneskir umbótasinnar hafa nú þurft að láta í minni pokann þar austur frá í bili að minnsta kosti. Hveijir eru þeir annars, þessir menn? Þeir, sem mest kveður að, eru ungir og vaskir menn á milli þrítugs og fertugs, alsaklausir af óstjórn fyrri ára, vel upplýstir á alla lund og fullfærir um að skipu- leggja og útfæra hinar róttæku efnahagsumbætur, sem eru Rúss- um bókstaflega lífsnauðsynlegar nú — og okkur hinum hugsanlega líka, því að án róttækra umbóta í Rúss- landi gæti heimsfriðurinn verið í hættu. Þessir ungu umbótasinnar eiga sér eftirtektarverða sögu. Þeir náðu valdi á ensku á uppvaxtarárum sín- um með því að hlusta á forboðnar útvarpssendingar frá útlöndum. Þeir kynntust líka vestrænum markaðsbúskaparháttum og menn- ingu með þessu móti. Þeir lærðu hagfræði með því að drekka í sig bækur, blöð og tímarit, sem var smyglað til þeirra að vestan, enda var enga nothæfa þjálfun að fá í þeim fræðum í rússneskum háskól- um. Þeir tefldu sjálfum sér og fjöl- skyldum sínum í mikla hættu með þessu háttalagi. Það þurfti bæði dirfsku og dug til að búa sig undir það vandasama verk að reisa Rúss- land úr rústum. Og rússnesk al- þýða, einkum í borgum landsins, kann líka að meta málflutning þeirra, enda er umbótaflokkur þeirra hinn stærsti á nýkjörnu þingi Rússlands. Umbótasinnarnir hafa hins vegar hafnað í minni hluta á þinginu vegna þess, að leifar gamla komm- únistaflokksins, bændaflokkurinn og flokkur þjóðemissinna undir for- ustu hins vitfirrta Zhírínovskís hafa gert bandalag gegn þeim á þinginu. Þetta bandalag gegn umbótum á ekki að þurfa að koma neinum á óvart, því að það er enginn raun- verulegur ágreiningur á milli þess- ara þriggja flokka. Fylgi sitt sækja kommúnistar, bændaflokksmenn og Zhírínovskí aðallega í dreifðar byggðir Rússlands, þar sem fáfræð- in er mest og fátæktin sárust. Þang- að sóttu þeir styrk til þess að knýja fram þau kynslóðaskipti, sem nú hafa átt sér stað í ríkisstjórn Rúss- lands: gömlu jaxlarnir eru komnir aftur. Hamar og sigð Nú er landinu sem sagt enn á ný stjórnað af harðsvíruðum hags- munagæzlumönnum hamars og sigðar, það er að segja iðnaðar og landbúnaðar — undirstöðuatvinnu- veganna, sem Jósef Stalín kallaði svo — spilltum og fáfróðum mönn- um, sem kunna ekkert annað en að stjóma risafyrirtækjum, sem framleiða vörur, sem enginn vill kaupa eða sjá. Þessir menn mega ekki til þess hugsa, að gjaldþrota fyrirtæki séu gerð upp. Nei, þeir ætla sér að prenta peninga til þess að halda taprekstrinum áfram hvað sem það kostar og nota til þess- óhæfan seðlabankastjóra, sem er af sama sauðahúsi og þeir sjálfir. Seðlaút- gáfan tekur á sig ýmsar myndir undir stjórn þessa manns: hann lét jafnvel senda nýprentaða seðla í ferðatöskum úr seðlabankanum til uppreisnarmanna í Hvíta húsinu í Moskvu, þegar valdaránstilraunin stóð sem hæst í haust. Þessum mönnum er þó vorkunn að einu leyti: þeir vita ekki betur. Bækurnar og blöðin, sem þeir hefðu þurft að lesa til að kunna að stjóma efnahagslífi lands, voru bannvara í Rússlandi í 70 ár. Enga gagnlega menntun til slíkra starfa gátu þeir hlotið í skólum landsins. Reynslan, sem þeir hafa af stjórn gjaldþrota ríkisfyrirtækja, kemur þeim eðlilega að engu gagni. Of geyst? Nei, of hægt! Sumir halda, að Rússar kunni að hafa farið of geyst í umbætur síðast liðin tvö ár og umbóta- sinnarnir hafi hrökklazt úr ríkis- stjórninni þess vegna. Þetta er mis- skilningur að minni hyggju. Vand- inn er miklu fremur sá, að ríkis- stjórnin fór of hægt í sakirnar, svo að árangurinn hefur látið bíða of lengi eftir sér. Sérhagsmunahópun- um gafst ráðrúm til að draga sig saman og gera umbótastarfið tor- tryggilegt í augum margra óþolin- móðra kjósenda. Þær Austur-Evr- Þorvaldur Gylfason „Þessir ungu umbóta- sinnar eiga sér eftir- tektarverða sögu. Þeir náðu valdi á ensku á uppvaxtarárum sínum með því að hlusta á for- boðnar útvarpssending- ar frá útlöndum. Þeir kynntust líka vestræn- um markaðsbúskapar- háttum og menningu með þessu móti.“ ópuþjóðir, sem hafa ráðizt í skjót- ari og djarflegri umbætur, til dæm- is Pólveijar og Tékkar, hafa þegar náð miklu betri árangri en Rússar. Nú spá alþjóðastofnanir upp- gangi í öllum löndum Mið- og Aust- ur-Evrópu á þessu ári eftir mikinn samdrátt síðast liðin tvö til fjögur ár, en Rússar og aðrar þjóðir Sovét- Sæstrengsverkefni Icenets og borgarráðs eftir Friðrik Daníelsson Þegar borgarráð Reykjavíkur ákvað fyrir rúmu ári að leggja fé til athugana á útflutningi raforku um sæstreng benti undirritaður á hér á síðum þessa blaðs að um þverbak keyrði kreppuhugsunar- hátturinn ,ef borgarráð Reykjavík- ur ætlaði sér að leggja drög að því að helstu auðlindir þjóðarinanr yrðu færðar útlendingum á silfur- fati. Og það án þess að nokkur uppbygging sem orð er á gerandi hlytist af í landinu. Vonandi geta menn nú farið að eyða ijármunum borgarbúa í vit- legri hluti. Borgarráð fékk nefni- lega fyrir jólin skýrslu um forat- hugn á Icenet-sæstrengsverkefn- inu. Fékk undirritaður hana til aflestrar frá borgarritara. Sjálf forathugunin lá ekki á lausu. Ef marka má skýrsluna til borgarráðs var ekki sérlega mikið á forathug- uninni að græða. Þó virtist af skýrslunni að dæma sem þeir sem athugunina hafa unnið hafi gert sér grein fyrir hversu langsótt sæstrengshugmyndin er. Engar hindranir! Niðurstöður forathugunarinnar eru heldur rýrar, ef marka má skýrsluna (sem borgarráð fær frá framkvæmdastjóra (?) verkefnis- ins). I fimm punktum, sem flestir voru sjálfsagðir hlutir löngu áður en athugunin hófst, eru niðurstöð- urnar samanteknar og helst talið fréttnæmt að „... þótt bent hafi verið á tiltekna áhættuþætti verk- efnisins, hafa engar veigamiklar hindranir komið í ljós . ..“! En af því sem á eftir kemur má ráða að starfsmenn verkefnisins hafi rekið augun í hvaða hindranir það eru sem munu stöðva hugmyndina. Áhættan of mikil? I skýrslunni kemur fram, að takmarkaðar upplýsingar eru til um rekstraröryggi langra sæ- strengja. Og telja skýrsluhöfundar frekari rannsóknir nauðsynlegar. Sérstaklega virðast menn hræddir við að ekki verði hægt að finna og gera við bilanir einhvers staðar í iðrum Atlantshafsins. Menn sjá fyrir sér viðgerðarmenn á bát að velkjast á freyðandi öldum úthafsins í stórviðri um miðjan vetur, strengurinn farinn af raf- magna skeljabrotin á botninum, gjaldmælirinn stendur (og vaxtapúkinn fitnar meðan enginn veit hvernig á að gera við bilunina á botni Atlantshafs). í dág veit enginn hvenær verður hægt að leysa þessi vandamál, miklar rann- sóknir og reynsla þarf til að koma. Engin strengjaverksmiðja í Reykjavík? Ein af niðurstöðum athugend- anna er að stytta þarf fram- kvæmdatímann. Þetta er að sjálf- sögðu vafasöm blessun, sérstak- lega fyrir íslendinga. I fyrsta lagi myndi sú sprenging á vinnumark- aðnum sem verkefnið ylli verða kröftugri og eyðileggingarmáttur- inn meiri en ella. I öðru lagi er ekki víst að helsta áhugamál borg- arráðs, þ.e. strengverksmiðja í Reykjavík, kæmist þá til fram- kvæmda. Reyndar eru afgerandi meðmæli skýrsluhöfunda að stren- girnir verði ekki keyptir í einni verksmiðju. Þar með minnka til muna Iíkurnar á að strengverk- smiðja verði reist í Reykjavík, þar með er líka fokin ástæða borgar- ráðs til þess að henda fé borgarbúa í verkefnið. Fleiri aðilar Skýrsluhöfundar telja að vegna þess hve áhættan sé mikil verði að fá fleiri aðila inn í verkefnið. Þetta sýnir að samstarfsaðilar Borgarráðs treysta fér ekki einir að halda áfram verkefninu, svo virðist sem runnið hafi á þá tvær grímur, ekki furða. Þetta gæti orð- ið til þess að verkefnið sofnaði landsmönnum til hagsbóta, en hér er líka komin viss hætta á að ein- hveijir risar í Evrópubandalaginu vilji koma inn í málið til þess að tryggja yfirráðin yfir bestu orku- lindum íslands. Með öðrum orðum að íjárfestingasjónarmiðin (þ.e. gróðavon innan skamms tíma) vikju fyrir áhuganum á frambúðar- aðgengi að orkunni. Borgarráð Friðrik Daníelsson „Ég tel brýnt að borgin dragi sig út úr þessu gæluverkefni án tafar. Það eru mörg önnur og vitlegri verkefni sem bíða. Af sæstreng verð- ur lítil varanleg at- vinnusköpun, lítil margfeldisáhrif, litlar tekjur en hagkvæmustu virkjunarkostirnir sett- ir undir stjórn aðila er- lendis.“ Reykjavíkur hefur því ærna ástæðu á að vara sig á málinu í þeirri stöðu sem það nú er. Engin stefna stjórnvalda Höfundar skýrslunnar til borg-' arráðs kvarta, sem eðlilegt er, undan því að það vanti stefnu stjórnvalda í sæstrengsmálinu. Auðvitað er það handvömm stjórn- PowerPoint námskeið 94028 Tölvu- og verkfræöiþjónustan Tölvuskóli Halldórs Kristjanssonar Gcensásvegi.tÞ..' íSt 68 80 90 ríkjanna fyrrverandi sitja eftir með sárt ennið og áframhaldandi efna- hagssamdrátt. í Úkraínu, sem er á stærð við Frakkland að flatarmáli og fólksfjölda, sitja gamlir komm- únistar enn við völd og sýna engin umtalsverð merki þess ennþá að hafa hug á raunverulegum umbót- um. Þar er ástandið enn verra en í Rússlandi. Af því geta Rússar dregið þá ályktun, að þeir ættu áreiðanlega í ennþá meiri erfiðleik- um nú, hefðu þeir farið enn hægar í sakirnar en þeir gerðu. Margt bendir til þess, að hin nýja ríkisstjórn Rússlands muni nú dæla nýprentuðum peningum inn í gjaldþrota risafyrirtæki um allt land í auknum mæli. Þetta er gert undir því yfirskini, að annars muni fólkið í þessum fyrirtækjum missa vinn- una. Það er út af fyrir sig alveg rétt. En það er engin framtíð í því að halda áfram að binda verkafólk við vinnu í gjaldþrota fyrirtækjum. Þvílík fjárfesting í fortíðinni getur engu skilað nema óðaverðbólgu og enn meiri hörmungum, þegar upp er staðið. En þannig er Rússland. Úti um allt land eru borgir og bæ- ir, þar sem íbúarnir eiga allt sitt undir einu fyrirtæki á staðnum eða kannski tveim eða þrem. Stjórnend- ur fyrirtækjanna eru yfirleitt fyrr- verandi eða jafnvel núverandi flokksmenn. Þeir hafa öll ráð í hendi sér og halda verkafólkinu í gísl- ingu. Þeir heimta sífellt meiri pen- inga af ríkinu til að halda rekstrin- um gangandi. Þeir hafa engan hag af að treysta því, að fólkið geti feng- ið betur launaða vinnu í nýjum arð- bærum einkafyrirtækjum, sem verða reist á rústum gömlu ríkisfyr- irtækjanna. Þeir Vita, að þeir verða ekki fengnir til að stýra þessum nýju einkafyrirtækjum, enda kunna þeir ekkert til slíkra verka. Þess vegna vilja þeir halda í óbreytt ástand. Höfundur er prófessor i viðskiptn- og hagfræðideild Háskóln íslands. valda hér að hafa ekki fyrir löngu tekið af skarið með að auðlindir Iands (eins og sjávar) verði nýttar til atvinnu hérlendis. Reyndar mætti öllum vera ljóst hvaða stefnu íslendingar hafa hvað varðar nýt- ingu auðlinda sinn, baráttan um fiskinn ætti að sýna öllum hvers landsmenn eru megnugir þegar kemur að því að standa vörð um lífshagsmuni þjóðarinnar. Barátt- an um orkuna virðist þó ætla að verða ólík baráttunni um fiskinn að einu leyti: innlendir aðilar eru virkir þátttakendur í að koma or- kulindunum undan yfirráðum ís- lendinga. Skoðanakönnun! Icenet-hópurinn svokallaði fékk virt fyrirtæki til að gera „skoðana- könnun“ um stuðning við áformin. Fyrir spurþola voru lagðar nokkrar leiðandi spurningar þannig að góð- ar líkur væru á að túlka mætti svörin sæstrengshugmyndinni í vil. Hér var semsé um að ræða skoðan- könnun, ekki könnun. Mér er ekki ljóst hvort fjármunir Reykvíkinga hafa farið í þennan loddaraleik, en aðferðir hagsmunaaðilanna eru farnar að verða ærið óskammfeiln- ar. Þáttur borgarráðs Ég tel brýnt að borgin dragi sig út úr þessu gæluverkefni án tafar. Það eru mörg önnur og vitlegri verkefni sem bíða. Af sæstreng verður lítil varanleg atvinnusköp- un, lítil margfeldisáhrif, litlar tekj- ur en hagkvæmustu virkjunarko- stirnir settir undir stjórn aðila er- lendis. Borgarráð Reykjavíkur hefur ekki umboð þjóðarinnar til þess að koma bestu auðlindum landsins undir yfirráð útlendinga. Reykjavíkurborg hefur aftur á móti, eins og sagan sýnir, afl og dug til að nýta orku borgarbúum til hagsbóta. Þar þarf áframhald á. Höfundur er efnn verkfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.