Morgunblaðið - 10.02.1994, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.02.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRUAR 1994 31 Átak fólksins í þágu fatlaðra eftirHelga Seljan Málefni fatlaðra hafa miklum framförum tekið á margan veg á undangengnum árum. Ekki skal þó undan dregið að alltof margt er enn ógert og nægir að líta til aðgeng- is-, atvinnu- og húsnæðismála, þar sem ótalmargt er á annan veg en vera skyldi, þó vissulega hafi margt áunnizt þar einnig. Staðreynd er að sannarlega hefur víða orðið slík breyting að við byltingu jaðrar. I allri umfjöllun okkar um marg- víslegan vanda daganna, gleymum við of oft að vekja athygli á því sem vel er unnið, áfangasigrum sem ávinningum sem ekki mega gleym- ast í önn daganna. Ég dreg t.d. í efa að almennt geri fólk sér grein fyrir hversu hús- næðis- og búsetumál fatlaðra hafa miklum framförum tekið og kemur þar margt til. Stefnumörkun hefur verið að þróast til æ sjálfstæðara búsetuforms þeirra fötlunarhópa sem áður var talið útilokað. Síðasta lagabreyting veitti mikil- vægt liðsinni í þá veru. En auk margs konar átaka af hálfu hins opinbera hefur einnig margt annað verið aðhafzt til ávirinings og af því fólkið á svo giftudrjúgan hlut að stærsta átakinu þá hygg ég að verðugt sé að vekja athygli á hinni miklu uppbyggingu húsnæðis fyrir fatlaða á vegum Hússjóðs Öryrkja- bandalagsins. Sú saga spannar nokkuð á þriðja áratug ogiraman af má í raun "segja að hún hafi verið ævintýri líkust, en þar fóru í senn fullhugar og bjartsýnismenn miklir sem og raunsæir um leið, með Odd Ólafsson yfirlækni og síð- ar alþingismann í fararbroddi fremstan. Oddur vann víða að mál- efnum fatlaðra, en háhýsin við Hátún 10 eru ein sér stórkostlegur minnisvarði um óbilandi dug og þrautseigju, þar sem Oddur stýrði öllu til farsældar heilu í höfn. Fann- borgarátakið í Kópavogi fylgdi svo í kjölfarið. En þrátt fýrir þetta stórvirki sem leysti vanda svo ótalmargra var alveg' dagljóst að áfram þyrfti að halda, svo allur sá fjöldi, sem enn beið, mætti fá framtíðarúrlausn sinna húsnæðismála. Og eldhuginn Oddur lét ekki sitja við innantóm orð frekar en fyrri daginn heldur leitaði ásamt öðrum nýrra leiða sem mættu árangri skila fyrir fatlaða í framtíðinni. Þannig varð íslenzk getspá - lottóið - til. Fyrst kom raunar fram frumvarp á þingi með mjög víðtæk- um stuðningi þingheims þar sem Öryrkjabándalag Islands var eitt aðili máls, en síðar varð samkomu- lag um það að ÍSÍ og UMFÍ skyldu vera aðilar einnig. Þannig fóru svo lög um talnaget- raunir - grunnur íslenzkrar get- Eitt framboð - eng- inn veikur hlekkur eftir ÁrnaÞór Sigurðsson Sameiginlegt framboð félags- hyggjuflokkanna í Reykjavík við borgarstjórnarkosningar í vor er nú að verða að veruleika. í rúman mánuð hefur verið unnið sleitulaust að því að ná samkomulagi milli Alþýðubandalags, Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Kvennalista um sameiginlegt framboð með það að markmiði að fella meirihluta Sjálfstæðisflokksins í borginni. Nú sér fyrir endann á undirbúnings- vinnunni og búast má við málefna- samningur flokkanna verði kynntur í þessum mánuði. Hið sameiginlega framboð hefur þegar fengið góðan byr í seglin og greinilegt er að mik- ill áhugi er á því að breyta um stjórn og starfshætti í Reykjavík. Það tekst hins vegar ekki nema með öflugum framboðslista og samhent- um hópi frambjóðenda sem vinna saman og mynda trúverðuga heild. Við sem unnið höfum að sameig- inlega framboðinu á undanförnum vikum, vitum manna best að slíkar viðræður standa og falla með því að trúnaður skapist milli manna. Arangurinn í viðræðunum um eitt framboð þessara fjögurra flokka má ekki síst þakka góðri samstöðu og gagnkvæmu trausti sem tekist hefur með fulltrúum flokkanna í fjögurra manna samninganefnd- inni. Þessum árangri er brýnt að fylgja eftir og vænleg leið til þess að það takist er væntanlega að fela þeim sem unnið hafa verkið hingað til að halda því áfram. Ekki síst þess vegna ákvað ég, sem hef verið fulltrúi Alþýðubandalagsins í fjög- urra manna viðræðunefnd flokk- anna, að gefa kost á mér í forvali Alþýðubandalagsins sem fram fer næstkomandi laugardag og sækjast eftir öðru sæti Alþýðubandalagsins, sem er 5. sætið á listanum. Nú þegar eitt framboð er í sjón- máli er mikilvægt að þar verði eng- inn veikur hlekkur. Alþýðubanda- lagið verður að leggja sitt lóð á vogarskálina til að vel takist um stjórn borgarinnar með því að tefla fram öflugri og samhentri sveit. Guðrún Ágústsdóttir gefur lcost á sér til að skipa fyrsta sæti Alþýðu- spár — í gegn á Alþingi vorið 1986 og hlutur Öryrkjabandalagsins þannig lögfestur, en hann nemur 40% af tekjum. íslenzk getspá er afar farsælt fyrirtæki og hefur ver- ið vel stjórnað í hvívetna af fram- kvæmdastjóranum, Vilhjálmi Vil- hjálmssyni, og hans fóiki. Þar hefur verið farið með fullri gát samhliða raunsæi og djörfung. Um ráðstöfun þess fjár sem þannig fæst í hlut Öryrkjabanda- lags Islands segir svo í lögunum: „Til að greiða stofnkostnað við íbúðarhúsnæði fyrir öryrkja á veg- um Öryrkjabandalags íslands eða standa undir annarri starfsemi bandalagsins í þágu öryrkja.“ Það ætti því enginn að velkjast í vafa um það til hverra hluta lög- gjafinn ætlaðist af hálfu Öryrkja- bandalagsins varðandi þá fjármuni er í þess hlut koma. Á árunum frá stofnun íslenzkrar getspár hefur þessum fyrirmælum löggjafans verið hlýtt vel, sem bezt sannast á því að á þessum árum hafa verið byggðar eða keyptar yfir 180 íbúðir til útleigu fyrir ör- yrkja á svo sanngjörnu verði sem framast er kostur. Ekki þykir undirrituðum minna um það vert að utan höfuðborgar- svæðisins eru íbúðir á vegum Hús- sjóðs orðnar 45 talsins, enda þörfín ekki síður bráðbrýn þar og mun fullt framhald verða á því. Húsnæðismál fatlaðra eru sann- arlega byggðamál og skipta oft sköpum um búsetu; ekki aðeins hinna fötluðu sjálfra, heldur og þeirra sem að standa. Sannast sagna hefðu menn getað haldið að slíkt viðbótarátak við 290 íbúðir áður hefði átt að anna eftirspum, en því fer ijarri að svo sé. Biðlistinn er ótrúlega langur í dag - á fímmta hundrað - og end- urspeglar auðvitað aukinn vanda öryrkja varðandi húsnæðismál nú þrátt fyrir allt sem aðhafzt er, sem auðskilið er raunar nú, þegar svo þrengir almennt að í þjóðlífinu sem raun ber vitni. Vissulega þarf því atbeina al- mennings í landinu til enn frekari átaka sem gætu skilað sem flestum Helgi Seljan „Biðlistinn er ótrúlega langur í dag - á fimmta hundrað - og endur- speglar auðvitað auk- inn vanda öryrkja varð- andi húsnæðismál nú þrátt fyrir allt sem að- hafzt er, sem auðskilið er raunar nú, þegar svo þrengir almennt að í þjóðlífinu sem raun ber vitni.“ öryrkjum í öruggt skjól. Það fólk sem úrlausn hefur fengið býr við hina margvíslegustu fötlun, enda eðlilegt þar sem Öryrkjabandalag íslands hefur 21 félag innan sinna vébanda - þar eru heildarsamtök fatlaðra á landi hér með yfir 14 þús. aðildarfélaga, enda mála sann- ast að þar er fólk með nær alla tegund fötlunar. Hlutur þroskaheftra mun þó vera drýgstur í húsnæðismálunum og er það vissulega af hinu góða. En svo sem lög segja til um fara fjármun- irnir frá íslenzkri getspá til „ann- arrar starfsemi bandalagsins í þágu öryrkja“. Öryrkjabandalag íslands sinnir :í dag afar fjölþættu og yfirgrips- miklu starfí í þágu öryrkja í land- inu, enda er leitað til þess alls stað- ar að um aðstoð og atbeina í ýmiss konar réttinda- og réttlætismálum. Þó meginhluti fjármagnsins hafi eðlilega farið til Hússjóðs Öryrkja- bandalagsins, sem vel að merkja er sjálfseignarstofnun, þá hafa fé- lög bandalagsins fengið aðstoð til fjölmargra verkefna í þágu sinna félagsmanna, verkefna sem þau annars hefðu ekki ráðið við. Útgáfa viðamikils fréttabréfs er mikilvæg jafnt inn á við sem út ‘á við og á að sýna þverskurð þess sem efst er á baugi hveiju sinni og á um leið að vera svo öflugt baráttu- tæki í hagsmunabaráttu fatlaðra almennt sem frekast er kostur. Dýrmæt aðstoð við starfsþjálfun fatlaðra, mörg og mikilvæg sam- vinnuverkefni með Þroskahjálp, og átök í atvinnumálum fatlaðra, en bandalagið rekur vinnustofur í Há- túni 10 - allt þetta og miklu fleira fæst fyrir þá ijármuni sem fólkið í landinu lætur bandalaginu í té. Sá sem um árabil hefur fylgzt allvel með málefnum fatlaðra og vinnur nú þar á vettvangi fínnur vel hversu dýrmæt þessi fjárupp- spretta fólksins er og hve miklu hún skilar ótöldum fjölda fatlaðra. Þess vegna er einmitt dýrmætt einnig að fólkið í landinu fái að fylgjast með því, hversu fjármununum er varið, svo áfram megi í horfí halda sem allra bezt. Næg eru verkefnin sem vinna þaf og varðstaðan þarf að vera sem vökulust og bezt í hverri tíð. Til þeirrar varðstöðu, til áfram- haldandi átaka og ávinninga, skal enn heitið á liðsinni fólksins í land^, inu í fullvissu þess að fatlaðir megi njóta aukins öryggis í afkomu sem aðstöðu allri. Snar þáttur þess felst í farsælli úrlausn þeirra mála, sem hér hefur helzt verið unnið að með öflugum liðsstyrk almennings. Svo þarf áfram að verða, því verkefnagnótt er framundan. Höfundur er fyrrv. alþingismaður og félagsmálafulltrúi Oryrkjabandalags íslands. HVERNIG A AÐ DEILA? Arni Þór Sigurðsson „Eindrægni og sam- heldni frambjóðenda- hópsins skiptir einnig sköpum og það er mikið í húfi fyrir borgarbúa.“ bandalagsins á sameiginlega listan- um. Ég hvet menn eindregið til að stuðla að góðri kosningu hennar. Lykillinn að velgengni R-listans er ekki bara kominn undir ágæti þeirra einstaklinga sem veljast á listann. Eindrægni og samheldni frambjóðendahópsins skiptir einnig sköpum og það er mikið í húfi fyr- ir borgarbúa. Gegnum kynni mín af forystufólki samstarfsflokka okkar og árangursríkt samstarf að undirbúningi hins sameiginlega framboðs hef ég ástæðu til að ætla að ég geti lagt mitt af mörkum í þágu góðrar samvinnu þessara að- ila. Þess vegna sækist ég eftir því að skipa annað sæti Alþýðubanda- lagsins á R-listanum. Höfundur er formaður Kjördæmisráðs Alþýðubandalagsfélaganna í Reykjavík og tekur þátti forvali Alþýðubandalagsins 12. febrúar. eftir Sigvarð Ara Huldarsson Fyrir utanaðkomandi er erfítt að sjá af hveiju skipan í sæti Alþýðu- bandalagsins á sameiginlegum framboðslista fyrir næstu borgar- stjórnarkosningar þurfí að vera vandamál. Þar keppi tvö félög um tvö sæti og ætti að vera auðvelt að skipta þeim jafnt. En því miður er þetta ekki svona einfalt. Annað félagið mun verá um það bil fimm til sex sinnum stærra og ef skipta á tveim sætum á milli svo misstórra aðila er viðbúið að annar þeirra geti illa sætt sig við niðurstöðuna. En sætin eru fleiri, þvi einnig er um varamannasæti að ræða og teldi ég að það ætti að geta leyst málið. Talsmenn stefnunnar „einn mað- ur eitt atkvæði" myndu varla telja það sanngjarna kröfu að Birtingar- félagar vegi sex sinnum meira en aðrir alþýðubandalagsmenn í Reykjavík. Ánnað atriði þessu tengt er svo hættan á að menn skipti sér í fleiri hópa ef ýtarlegustu kröfur Birtingar næðu fram. Ef það að stofna sérstakan nafngreindan þrýstihóp skilar sér í betri aðgangi að öruggum sætum og meiri áhrif- um almennt þá hljóta að koma fram fleiri hópar innan Alþýðubandalags- ins í Reykjavík sem væntanlega vilja að þeirra kröfur nái fram á svipaðan hátt þ.e. á kostnað stærsta félagsins. Þá verður þetta fyrst al- mennilega flókið! Náist ekki samkomulag um röð- un í þessi sæti sem allir geta sætt „ Vil ég því hvelja fram- bjóðendur og stuðn- ingsmenn þeirra að fara hér varlega — spara sterku lýsingar- orðin.“ sig við er eina sanngjarna leiðin að láta skera úr um þetta í Torvali. Eitt af því sem getur gert það harkalegt er skortur á ágreiningi um stefnu. Þessir hópar aðgreindust upphaf- lega fyrir síðustu borgarstjómar- kosningar vegna mismunandi af- stöðu til framboðs með þeim sem síðan kölluðu sig Nýjan vettvang. í þetta skiptið voru fulltrúar bæði ABR og Birtingar ákafir og sam- stíga í að ná fram sameiginlegu framboði. Því er enginn áþreifan- legur skoðanaágreiningur sem skil- ur frambjóðendurna að. Kosninga- baráttan mun því eðlilega verða mjög persónuleg. Færð verða rök (eða sögusagnir) fyrir því að hinn frambjóðandinn sé ekki heppilegur sem fulltrúi Alþýðubandalagsins o.s.frv. og algengasta sagan verður líklega eins og áður hve „hinir“ segir ljótar sögur um „okkur“. Þetta mun ekki vera mjög væn- legt til að ná fram lista af fólki sem getur unnið saman í borgarstjórn. Meira máli skiptir að menn sættist við niðurstöðuna hver sem hún verður en hver nákvæmlega er val- inn. Vil ég því hvetja frambjóðendur Sigvarður Ari Huldarsson. og stuðningsmenn þeirra að fara hér varlega — spara sterku lýsing- arorðin. Þegar forvalið er yfirstaðið mæl- ist ég svo til þess að félögin reyni að athuga hvaða hlutir mæli með þessari aðgreiningu og hvort ekki sé kominn tími til að sameinast — ekki bara í framboði til borgar- stjórnar — heldur í einn flokk Al- þýðubandalagsmanna í Reykjavík. Höfundur er Æskulýðs- fylkingarfélagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.