Morgunblaðið - 10.02.1994, Blaðsíða 38
38
MQRGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1994
fólk í
fréttum
VARNARLIÐSMENN
Heiðraðir fyrir afreksverk
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra heiðr- voru skipveijar Goðans og fleiri. Eins og skýrt var
aði þyrluflugbjörgunarsveit vamarliðsins sl. frá hér í blaðinu fyrir skömmu voru varnarliðsmenn
fímmtudagskvöld fyrir það afrek að bjarga áhöfn nýlega heiðraðir af Björgunarfélaginu hf., sem gerði
Goðans af strandstað í Vöðlavík. Meðal viðstaddra út Goðann.
í fremri röð sitja skipsbrotsmennimir (f.v.) Kristbjöm Guðlaugsson, Níels Hansen, Sigmar Ægir Björg-
vinsson, Krislján Sveinsson, Ómar Sigtryggsson og Marijan Marino Krajaccic. í aftari röð era Michael
D. Haskins flotaforingi og yfirmaður vamarliðsins, Richard B. Cross, Gary Copsey flugmaður í Vöðla-
víkurferð, Matt Wells sem seig niður á Goðann, flugstjórinn Cariene Blumentritt, James A. Sills yfirmað-
ur björgunarsveitarinnar og flugstjóri í ferðinni, Jeff Frembling flugvélstjóri og spilmaður í ferðinni,
Gary Henderson flugmaður, Bill Payne flugvélstjóri og spilmaður, Greg Reed sigmaður, Jesse Goerz
sem seig niður á Goðann og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra.
L
Harry Hamlin ásamt nýju
kærastunni Lisu Rinna.
STJÖRNUR
Binst alltaf
leikara
Leikarinn Harry Hamlin,
sem þekktur er úr sjón-
varpsþáttunum Lagakrók-
um, hefur ekki góða reynslu
af því að vera kvæntur leik-
konum. í það minnsta hefur
hann tvisvar skilið við slíkar,
en það eru þær Laura John-
son og Nicolette Sheridan.
Þrátt fyrir að vinir hans hafi
ráðlagt honum að bindast
ekki leikkonu aftur lét hann
það eins og vind um eyru
þjóta og hefur tekið saman
við Lisu Rinna, sem lék síð-
ast í Days of Our Lives.
Hamlin svarar gagnrýninni á
þann veg, að væri hann gift-
ur lögfræðingi hvernig gæti
hann þá ætlast til þess að
eiginkonan skildi vonbrigðin
þegar honum hefði verið neit-
að um hlutverk?
FJ OLSKYLDULIF
Bulger-hjónin hafa
eignast barn að nýju
Foreldrar James litla .Bul-
gers, sem myrtur var á
svo hroðalegan hátt í Liver-
pool fyrir um það bil ári, hafa
nú eignast lítinn dreng að
nýju. Drengurinn, sem tekinn
var með keisaraskurði þremur
vikum fyrir tímann rétt fyrir
áramótin, hefur fengið nafnið
Michael. Þrátt fyrir að foreldr-
arnir séu ungir að árum, eða
25 ára, er Michael þriðja bam
þeirra, en fyrsta bamið,
stúlka, fæddist andvana. For-
eldramir gleðjast að sjálfsögðu
yfir hinu nýfædda bami, en
segja að enginn komi í staðinn
fyrir James og þau fínni enn
til sársauka og hræðslu vegna
atburðarins.
Denise og Ralph Bulger með Michael.
Morðið á James Bulger hafði mikil áhrif á fólk um allan heim.
Morgunblaðið/Arni Sæberg
Davíð Oddsson forsætisráðherra les úr bók Matthíasar Johannessen
um Jónas Hallgrímsson.
Morgunblaðio/Þorkell
Birta Rós Arnórsdóttir ásamt kærasta sínum, Vilhjálmi Vagni
Steinarssyni. Hún segist eiga marga framtiðardrauma, en reikn-
ar fastlega með að söngurinn taki sinn skerf.
SÖNGUR
Trúbadorinn sem
spilar fótbolta
Birta Rós Amórsdóttir 17 ára
kvennaskólanemi hefur ekki
komið fram sem trúbador nema í
einkasamkvæmum hjá hinum ýmsu
félagasamtökum, en þar hefur hún
líka vakið verðskuldaða athygli fyr-
ir söng sinn og framkomu. Nýlega
kom hún fram á konukvöldi Lions-
klúbbsins Engeyjar á Ömmu Lú og
áttu konumar ekki orð yfir hversu
vel hún stóð sig, enda er stúlkan
sögð hafa farið að syngja áður en
hún fór að tala. Þá er henni í blóð
borið að vera fijálsleg og leika það
sem hún er að syngja. „Þetta var
í fyrsta skipti sem ég kom fram á
svona stórri skemmtun," sagði
Birta Rós í samtali við Morgunblað-
ið og viðurkenndi að hún hefði ver-
ið örlítið stressuð. „Það var bara
áður en ég kom fram. Um leið og
ég er komin á svið hverfur allt
óöryggi. Ég syng líka bara þau lög
sem mér fínnast skemmtileg,“
sagði hún.
Birta Rós hóf nám í Tónlistar-
skóla Gerðahrepps 7 ára gömul og
söng einsöng árið eftir með kóm-
um. Þegar hún fann síðar meir
gamlan gítar móður sinnar ásamt
gítarbók dundaði hún sér við að
læra á hann. Árangurinn lét ekki
á sé standa, því í 9. bekk vann hún
hæfileikakeppni í Gerðaskóla í
Garði þar sem hún býr. Eftir það
fór boltinn að rúlla og hún varð
eftirsóknarverð hjá bamastúkum,
Kiwanisklúbbum, kvenfélögum, Li-
onsklúbbum og fleirum. Þá hefur
hún einnig sungið þrívegis í brúð-
kaupum og segir það hafa gengið
vel.
Þegar hún var spurð hvort hún
hafí sungið fyrir félaga sína í
Kvennaskólanum kvaðst hún hafa
sungið „karaoke" á Eplaballinu í
fyrra. „Ég tók einnig þátt í for-
keppni í söngvakeppni framhalds-
skólanna. Hafnaði þar í þriðja sæti
og varð alveg bijáluð, því ég stefni
hátt,“ sagði Birta og ljóst er að
keppnisskapið er mikið. „Ég var
reyndar búin að lýsa því yfír að ég
tæki aldrei aftur jþátt í henni af
því ég vann ekki. Eg skipti svo um
skoðun og hafði hugsað mér að
vera með, en æfíngar hafa verið
svo fáar með hljómsveitinni, að ég
efast um að ég láti verða af því.“
Þrátt fyrir að Birta stundi skól-
ann, sönginn og kærastann gefur
hún sér tíma til að spila fótbolta
með meistaraflokki Víðis í Garði.
„Ég hef spilað með þeim í um það
bil ár og finnst það alveg rosalega
gaman,“ sagði hún og var ekki á
því að það væri of tímafrekt. Sagði
þó að framundan væm miklar æf-
ingar vegna íslandsmeistaramóts-
ins í vor.
Birta Rós hyggst leggja frekari
rækt við tónlistina og byijaði í
haust í einkatímum hjá Mörtu Hall-
dórsdóttur söngkonu. „Við emm
að reyna að finna út hvaða rödd
ég hef, því ég hef yfírleitt sungið
dægurlög eingöngu,“ sagði hún.
„Ég held alveg tvímælalaust áfram
hjá Mörtu, ef hún vill hafa mig,
því hún er frábær."