Morgunblaðið - 10.02.1994, Blaðsíða 33
1-
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1994
björgu Sólrúnu og hennar „afrek-
um“. Það er þó hætt við því að
þeir sem eru ánægðir með störf
hennar skipti um skoðun ef vinstri
flokkamir fá tækifæri til að stjóma
borginni. Vinstri flokkarnir hafa
reyndar sannað „ágæti sitt í borgar-
stjórn“ fyrir nokkmm ámm þegar
þeir stjórnuðu borginni og skildu
hana eftir sem brennandi rústir
þegar Sjálfstæðisflokkurinn tók við
árið 1982. Á þessum tímum var
engin birta í hugum borgarbúa
heldur svartsýni og sáu borgarbúar
ekki framundan bjarta framtíð
borgarinnar heldur stöðnun, glund-
roða og óreiðu í öllum fjármálum
°g þjónustu borgarinnar.
Styrk stjórn eða tilraun með
tímasprengju
Ingibjörg Sólrún hefur verið í
fararbroddi fyrir Kvennalistann.
Kvennalistinn hefur gefið sig út
fyrir að vera stjórnmálasamtök sem
auka eigi hróður og áhrif kvenna í
íslensku þjóðfélagi og hefur
Kvennalistinn einnig gefíð sig út
fyrir það að gera upp á milli kynj-
anna.
I þann tíma sem Ingibjörg Sólrún
hefur leitt Kvennalistann hefur ekki
orðið nein stórbreyting á stefnu
Kvennalistans. „Borgarstjóraefn-
inu“ hefur ekki tekist að fá Kvenna-
listann til að taka ákvörðun eða
bera ábyrgð á málefnum ríkis og
bæjar og hefur það vafalaust rúið
flokkinn trausti og hefur það einnig
komið skýrt fram í kosningum.
Kvennalistinn hefur ekki hingað
til komið fram sem öflugur flokkur
sem reiðubúinn er til að taka ábyrgð
á þeim hlutum og framkvæma þá.
Hins vegar hefur honum gengið
ágætlega að gagnrýna af miklum
krafti án þess þó að koma með
neinar leiðir til breytinga og batnað-
ar. Sama virðist nú vera uppi á
teningnum því þrátt fyrir það að
gagnrýni Kvennalistans fylgi engin
lausn og þrátt fyrir það að hingað
Ég vil nefna sem dæmi um stöðuna
í þessum málum, að þegar síðustu
bátarnir voru smíðaðir í Bátalóni
hf., 1986-88, þá leyfðu stjórnvöld
óskertan kvóta á báta af stærðinni
9,9 tonn. Sjómenn höfðu áhuga’ á
svona bátum, en töldu þá of litla til
þess að ná góðum árangri í sjósókn.
Ég teiknaði bátana með mælibönd-
um, mælistærðin breyttist þó ekki,
en raunveruleg stærð þessara báta
varð 16-20 tonn. Ásókn í smíði
þessara báta jókst skyndilega og
aflagetu á fyrstu bátana töldu sjó-
menn vera um eða yfír 400 tonn á
ári, meðan kvótinn var óskertur og
togarar ekki farnir að físka á
grunnmiðum fyrir Vestfjörðum.
Þetta þýddi 3 ársverk á bát á sjó
og eitt í landi. Þá kostuðu 40 svona
bátar, sem gátu séð fyrir 160 árs-
verkum, eins og meðalstór togari,
sem einungis sá fyrir 20-25 árs-
verkum. Þegar í ljós kom hvað þess-
ir bátar gátu fiskað, var mér sagt
að kvótinn hefði verið skertur niður
í 65 tonn og síðar niður í 40 tonn
og bætt við veiðar togara.
Ég vil aðeins geta þess að sú staða
hefur komið upp hér á landi sem
ætti að draga úr svartsýni í skipaiðn-
aði. Á meðan undirritaður starfaði
í Bátalóni, voru auk viðhalds og við-
gerða smíðaðir 470 bátar úr tré og
stáli, alls á fjórða þúsund brúttólest-
ir og dugði aðstaðan vel og verðið
samkeppnishæft við erlenda keppi-
nauta. Innflutningur á sambærileg-
um bátum stöðvaðist nær allur.
Minnisstætt er að hringnótabátar
hættu alveg að flytjast inn frá Norð-
urlöndunum og voru þess í stað
smíðaðir í Bátalóni hf. Þá mætti
nefna togara sem voru byggðir fyrir
Indland, en þeir voru fyrstu skipin
sem smíðuð voru hér á landi fyrir
erlendan markað. Þessir togarar lík-
uðu vel og vildu Indveijar kaupa 50
til viðbótar, bæði minni og stærri,
en leyfi íslenskra stjórnvalda fékkst
ekki.
Norðmenn fagna nú enn á ný
mikilli fiskiskipasmíði fyrir íslend-
inga í anda Gamla sáttmála. Telst
þetta hollt fyrir þjóðina?
H-
Höfundur er fyrrum
framk væmdiistjóri skipasmíða-
stöðvarinnar Bátalóns hf. í
Hafnarfirði.
til hafí ekki komið neinar tillögur
frá Kvennalistanum um stefnumót-
andi breytingar í borgarmálum þá
heidur Ingibjörg Sólrún því fram
að með sameiginlegu framboði
vinstri flokkanna muni margt breyt-
ast til batnaðar.
Það er óheiðarlegt og hreinasta
móðgun við borgarbúa að halda því
fram að þrátt fyrir það að nú eigi
að bjóða fram sameiginlegan lista
vinstri flokkanna muni eitthvað
breytast. Staðreyndin er sú að í
sameiginlega framboðinu er verið
að ræða um svipaðan lista og boð-
inn hefur verið áður fram hjá vinstri
flokkunum. Það er ekki trúlegt að
þrátt fyrir það að verið sé nú að
bjóða fram á einum lista samansafn
fólks sem allt hefur mismunandi
skoðanir á borgarmálunum og hefur
ekki getað komið sér saman um
eina heilsteypta stefnu í málefnum
borgarinnar, þá muni verða einhver
bylting til batnaðar. Þetta er ein-
ungis draumur stjórnmálahreyfinga
sem í óreiðu sinni og nafnleysi hafa
ekki séð neitt annað ráð en að
breyta, breytinganna vegna. Það
vakna líka upp spurningar um það
hvernig flokkar sem hingað til hafa
ekki getað hugsað sér að starfa
saman, ætla nú að starfa sem ein
stór fjölskylda. Þó að í ár sé ár fjöl-
skyldunnar þá er þetta nú einum
of langt gengið í sameiningu fjöl-
skyldueininga þar sem Kvennalist-
inn hefur ákveðið að ganga að eiga
Framsóknarflokkinn og taka að sér
óskilgetin börn borgarpólitíkusa
sem hétu einu sinni Alþýðuflokkur-
inn og Alþýðubandalagið en ganga
nú um nafnlaus með lútin höfuð.
Ef fyrirmyndaríjölskylda fram-
tíðarinnar á að hafa mynstur svipað
þessu þá munu fjölskyldugildi borg-
arbúa ekki lengi vera mikils virði.
Höfundur er verkfræðingvr.
33
Ný sjúkrabifreið til Grindavíkur
sem leysir eldri bifreið af hólmi
Morgunblaðið/Frímann Ólafsson
Matthías Guðmundsson, Halldór Halldórsson og Róbert Tómasson
sjúkraflutningsmenn ásamt Gunnlaugi Dan Olafssyni, formanni
Rauðakrossdeildarinnar í Grindavík, við nýju sjúkrabifreiðina.
Rauðakrossfélag Grindavíkur
hefur nýverið fengið nýja
sjúkrabifreið af fullkomnustu
gerð sem leysir eldri bifreið
af hólmi. Bíllinn er búinn fuil-
komnum tækjum til sjúkra-
flutninga og með drif á öllum
hjólum.
Sjúkrabifreiðin er af gerðinni
Ford Econoline, fjórhjóladrifín
með læsingu á öllum hjólum. Hún
er m.a. útbúin færanlegu hjarta-
stuðtæki af nýjustu gerð sem
hægt að taka með út úr bílnum
og tölvu til að mæla súrefnisinni-
hald blóðs. Eins og einn sjúkra-
flutningsmaður orðaði það: „Þetta
er eins og lítil heilsugæsla á hjól-
um.“
Gunnlaugur Dan Ólafsson sagði
í samtali við Morgunblaðið að und-
irbúningur að kómu bílsins hefði
staðið yfir í rúmt ár. „Við höfum
stefnt að því að skipta um bifreið
því eldri sjúkrabifreiðin er sjö ára
gömul og kominn tími til að skipta.
Þessi bifreið hefur marga kosti
umfram þá eldri og sýndi sig strax
í fyrsta útkalli sem var eftir að
gerði áhlaup um daginn. Þá fórum
við í útkall sem við hefðum ekki
ráðið við á gamla bílnum. Þetta
er því heilmikið öryggi sem fylgir
því að vera komin með þessa bif-
reið sem kemst nánast í útkall í
öllum veðrum. Svæðið sem við
sinnum er stórt eða frá Reykja-
nesi og til Krísuvíkur.
Bifreiðin kostar rúmar sex millj-
ónir en við áttum tæki sem við
notum áfram úr gömlu bifreið-
inni,“ sagði Gunnlaugur. Hann
sagði ennfremur að á síðasta ári
hefðu verið milli 130-140 flutn-
ingar í gömlu sjúkrabifreiðinni og
deildin hefur á að skipa vel þjálfuð-
um mönnum sem sjá um flutning-
ana. í Grindavíkurdeild Rauða
krossins eru um 140 félagsmenn.
FÓ
Visual Basic námskeið
94023
Tölvu- og verkfræðiþjónustan
Tölvuskóli Halldórs Kristjánssonar
Grensásvegi 16 • ® 68 80 90
SPEGILSJOÐIR VIB
Öryggi frá upphafi til framtíðar
Augnablik!
Þú þarft ekki endilega að kaupa spariskírteini
ríkissjóðs til þess að njóta öryggis og
eignarskattsfrelsis. Mun minni sveiflur eru á
ávöxtun Sjóðs 5, auk þess sem viðskiptin eru
einfaldari og þægilegr.i.
Júl. 90
>Kaupandi ræður upphæð
>Enginn gjalddagi
> Alltaf hægt að selja
' Ókeypis varsla
• Ábyrgð ríkissjóðs
• Eignarskattsfrelsi
Spariskírteini ríkissjóðs
1 Sjóður 5
Á
- k. ; :
s §■
? = 1' ^ i
r
s
: fö
i
30%
20%
10%
0%
-10%
-20%
Jan. 94
Gengi Sjóðs 5 og Spariskírteinavísitala VIB
Júl. 90
Jan. 94
3ja mán. raunávöxtun Sjóðs 5 og Spariskírteinavísitölu VÍB
X
Ráðgjafar VÍB veita frekari upplýsingar um Spegilsjóði VÍB í
afgreiðslunni í Armúla 13a eða t síma 91 - 68 15 30.
Jafnframt er hægt að kaupa Spegilsjóði VÍB í útibúum
íslandsbanka um allt land. Verið velkomin í VÍB!
VlB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR fSLANDSBANKA HF.
• Aöili aö Veröbréfaþingi íslands •
Ármúla 13a, sími: 91 - 68 15 30.