Morgunblaðið - 24.03.1994, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1994
5
íþrótta- og tóm-
stundaráð
Nýr opnun-
artími sund-
staðanna
BORGARRÁÐ hefur samþykkt
tillögu um breytingar á opnunar-
tíma sundsstaða í Reykjavík. Mið-
að er við að breytingin taki gildi
5. apríl næstkomandi.
Samþykkt hefur verið að frá
mánudegi til föstudags verði sund-
staðir opnir frá kl. 7-22 og að sölu
verði hætt kl. 21:30. Á laugardög-
um verður opið frá kl. 8-20 og
sölu hætt kl. 19:30. Á sunnudögum
verður opið frá kl. 8-20 og sölu
hætt kl. 19:30. Þessi opnunartími
á við um alla sundstaði aðra en
Árbæjarlaug.
Árbæjarlaug verður opin mánu-
daga til föstudags frá kl. 7-22:30
og sölu hætt kl. 22. Á laugardögum
verður opið frá kl. 8-20:30 og sölu
hætt kl. 20. Á sunnudögum verður
opið frá kl. 8-20:30 og sölu hætt
kl. 20.
-----» ♦ «----
Söluskáli og bensín-
afgreiðsla
Enn fallið
frá úthlutun
BORGARRÁÐ hefur ákveðið að
falla frá fyrri samþykkt um stað-
setningu á söluskála og bensin-
afgreiðslu á Gylfaflöt með að-
komu frá Hallsvegi. Ákvörðunin
er tekin vegna mótmæla sem
borist hafa. Þetta er í annað sinn
sem úthlutun söluskálans með
bensínafgreiðslu er dregin til
baka vegna mótmæla.
Að sögn Þorvaldar S. Þorvalds-
sonar, forstöðumanns borgarskipu-
lags, var lóðarhafa fyrst úthlutað
lóð við Gagnveg fyrir söluskála, sem
íbúar mótmæltu. Lóðarhafi fór síð-
an fram á leyfi fyrir bensínsölu að
auki en þá bárust enn fleiri mót-
mæli úr öllu hverfinu að sögn Þor-
valdar.
„Þá var óskað eftir því að ég
fyndi þessu nýjan stað,“ sagði hann
en hann benti á nokkra möguleika
meðal annars á öðrum stað við
Gylfaflöt sem er iðnaðarhverfi. Nú
hefur borgarráð dregið þá lóð til
baka vegna íjölda mótmæla, sem
borist hafa. „Þetta er því á byrjun-
arreit,“ sagði Þorvaldur.
Þorvaldur sagði, að ekki væri
hægt að setja r.iður bensínstöðvar
nema þar sem gert væri ráð fyrir
þeim á skipulagi. Ef setja ætti þær
niður annars staðar yrði að sækja
um það til Skipulagsstjórnar ríkis-
ins, þar sem um breytingu á Aðal-
skipulagi væri að ræða en fyrirhug-
uð staðseting bensínstöðva kemur
þar fram. Breyting á Aðalskipulagi
kallar á kynningu og um leið heim-
ild til að mótmæla.
Ljósmyndamaraþon Stúdentaráðs Háskóla íslands 1994
Farseðill fyrir bestu myndina
LJÓSMYNDAMARAÞON Stúdentaráðs Háskóla íslands 1994 verður
haldið Iaugardaginn 26. mars frá kl. 11 til 23. Keppnin hefst í and-
dyri aðalbyggingar HÍ en skráning fer fram á skrifstofu SHÍ. Verð-
laun fyrir bestu myndina eru farseðill frá Ferðaskrifstofu stúdenta.
í frétt frá aðstandendum keppn-
innar segir, að allir geti verið með.
Ljósmyndamaraþon sé ljósmynda-
keppni sem byggi meira á hug-
myndaflugi keppenda en ljósmynd-
unarkunnáttu. Því geti allir verið
með.
Að morgni keppnisdags fá kepp-
endur í hendur 12 mynda filmu og
12 verkefni til að Ijósmynda. Þeir
fá því eitt tækifæri til að taka hveija
mynd. Filmum á að skila inn fyrir
kl. 23 á laugardagskvöld.
Veitt verða verðlaun fyrir bestu
mynd í hverjum flokki fyrir sig og
vegleg verðlaun fyrir bestu mynd
keppninnar, en það er Kilroy far-
miði frá Ferðaskrifstofu stúdenta.
Verðlaun fyrir bestu myndröðiha
eru Canon EOS 1000 frá Hans
Petersen og verðlaun fyrir bestu
mynd í hverjum flokki eru vörur frá
Hans Petersen.
Verðlaunamyndir verða síðan
birtar í Morgunblaðinu og í Stúd-
entablaðinu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Lj ósmyndamaraþon
KARL Pétur Jónsson hengir upp auglýsnigu um Ljósmyndamaraþon-
keppni á vegum Stúdentaráðs Háskóla Islands sem fram fer laugar-
daginn 26. mars.
íslensk Ijárfesting
um víða verökl
Með Einingabréfum 5 - 9
gefur Kaupþing hf íslendingum
kost á að kaupa verðbréfí
innlendum verðbréfasjóðum sem
fjárfesta á erlendum mörkuðum.
Kaupa verður að lágmarki 10
einingar íþessum sjóðum.
Tekin er 1% kaupþóknun.
© Ameríkusjóður
Fjárfestir aðallega í hluta-
bréfum og skuldabréfum í
Norður-Ameríku.
Viðmiðunarvísitala er
S&P 500-vísitalan.
Viðmiðunarskipting:
Hlutabréf 55%
Skuldabréf 35%
Peningamarkaður 10%
© Evrópusjóður
Fjárfestir aðallega í hluta-
bréfum og skuldabréfum í
Evrópu.
Viðmiðunarvísitala er
Morgan Stanley Evrópu-
vísitalan.
Viðmiðunarskipting:
Hlutabréf 50%
Skuldabréf 40%
Peningamarkaður 10%
© Asíusjóður
Fjárfestir aðallega í hluta-
bréfum og skuldabréfum á
Asíusvæðinu.
Viðmiðunarvísitala er
Morgan Stanley Asíuhluta-
bréfavísitalan.
Viðmiðunarskipting:
Hlutabréf 60%
Skuldabréf 30%
Peningamarkaður 10%
SamstarfsaðHar eríendis
Alþjóða skuldabréfa-
Alþjóðasjóður
Kaupþing hf. hefur gert samstarfssamning við leiðandi sjóður Fjárfestir aðallega Fjárfestir aðallega í hluta-
verðbréfafyrirtæki á öllum helstu efnahagssvæðum
heirns. Þau eru Morgan Stanley International, eitt af
stærstu og virtustu verðbréfafyrirtækjum heims, Den
Danske Bank, Kidder Peabody & Co., eitt af stærstu
verðbréfafyrirtækjum Bandaríkjanna, og Deutsche
Bank. Þessir aðilar sjá um fjárfestingu fyrir verðbréfa-
sjóðina Einingabréf 5 - 9 hver á sínu svæði eftir
fyrirfram ákveðinni fjárfestingarstefnu.
í skuldabréfum á erlend-
um mörkuðum.
Viðmiðunarvísitala er
Morgan Stanley heims-
skuldabréfavísitalan.
Hríngdu / síma 68 9080
og við veitum þér
ítaríegrí uppiýsingar um
bréfurn og skuldabréfum
á helstu verðbréfamörk-
uðum heims.
Viðmiðunarvísitala er
Morgan Stanley heims-
hlutabréfavísitalan. Með
Alþjóðasjóðnum er reynt
að lágmarka áhættuna
fjárfestingar á eríendum mörkuðum.
sem fylgir fjárfestingum í
erlendum verðbréfum
með því að dreifa fjár-
festingunni skynsamlega á
milli efnahagssvæða.
Viðmiðunarskipting:
Evrópa 39%
Ameríka 36%
Asía 25%
KAUPÞING HF
Löggilt verðbréfafyrirtœki Kringlunni 5, sími 689080 / eigu Búnaðarbanka íslands og sparisjóðanna