Morgunblaðið - 24.03.1994, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 24.03.1994, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1994 5 íþrótta- og tóm- stundaráð Nýr opnun- artími sund- staðanna BORGARRÁÐ hefur samþykkt tillögu um breytingar á opnunar- tíma sundsstaða í Reykjavík. Mið- að er við að breytingin taki gildi 5. apríl næstkomandi. Samþykkt hefur verið að frá mánudegi til föstudags verði sund- staðir opnir frá kl. 7-22 og að sölu verði hætt kl. 21:30. Á laugardög- um verður opið frá kl. 8-20 og sölu hætt kl. 19:30. Á sunnudögum verður opið frá kl. 8-20 og sölu hætt kl. 19:30. Þessi opnunartími á við um alla sundstaði aðra en Árbæjarlaug. Árbæjarlaug verður opin mánu- daga til föstudags frá kl. 7-22:30 og sölu hætt kl. 22. Á laugardögum verður opið frá kl. 8-20:30 og sölu hætt kl. 20. Á sunnudögum verður opið frá kl. 8-20:30 og sölu hætt kl. 20. -----» ♦ «---- Söluskáli og bensín- afgreiðsla Enn fallið frá úthlutun BORGARRÁÐ hefur ákveðið að falla frá fyrri samþykkt um stað- setningu á söluskála og bensin- afgreiðslu á Gylfaflöt með að- komu frá Hallsvegi. Ákvörðunin er tekin vegna mótmæla sem borist hafa. Þetta er í annað sinn sem úthlutun söluskálans með bensínafgreiðslu er dregin til baka vegna mótmæla. Að sögn Þorvaldar S. Þorvalds- sonar, forstöðumanns borgarskipu- lags, var lóðarhafa fyrst úthlutað lóð við Gagnveg fyrir söluskála, sem íbúar mótmæltu. Lóðarhafi fór síð- an fram á leyfi fyrir bensínsölu að auki en þá bárust enn fleiri mót- mæli úr öllu hverfinu að sögn Þor- valdar. „Þá var óskað eftir því að ég fyndi þessu nýjan stað,“ sagði hann en hann benti á nokkra möguleika meðal annars á öðrum stað við Gylfaflöt sem er iðnaðarhverfi. Nú hefur borgarráð dregið þá lóð til baka vegna íjölda mótmæla, sem borist hafa. „Þetta er því á byrjun- arreit,“ sagði Þorvaldur. Þorvaldur sagði, að ekki væri hægt að setja r.iður bensínstöðvar nema þar sem gert væri ráð fyrir þeim á skipulagi. Ef setja ætti þær niður annars staðar yrði að sækja um það til Skipulagsstjórnar ríkis- ins, þar sem um breytingu á Aðal- skipulagi væri að ræða en fyrirhug- uð staðseting bensínstöðva kemur þar fram. Breyting á Aðalskipulagi kallar á kynningu og um leið heim- ild til að mótmæla. Ljósmyndamaraþon Stúdentaráðs Háskóla íslands 1994 Farseðill fyrir bestu myndina LJÓSMYNDAMARAÞON Stúdentaráðs Háskóla íslands 1994 verður haldið Iaugardaginn 26. mars frá kl. 11 til 23. Keppnin hefst í and- dyri aðalbyggingar HÍ en skráning fer fram á skrifstofu SHÍ. Verð- laun fyrir bestu myndina eru farseðill frá Ferðaskrifstofu stúdenta. í frétt frá aðstandendum keppn- innar segir, að allir geti verið með. Ljósmyndamaraþon sé ljósmynda- keppni sem byggi meira á hug- myndaflugi keppenda en ljósmynd- unarkunnáttu. Því geti allir verið með. Að morgni keppnisdags fá kepp- endur í hendur 12 mynda filmu og 12 verkefni til að Ijósmynda. Þeir fá því eitt tækifæri til að taka hveija mynd. Filmum á að skila inn fyrir kl. 23 á laugardagskvöld. Veitt verða verðlaun fyrir bestu mynd í hverjum flokki fyrir sig og vegleg verðlaun fyrir bestu mynd keppninnar, en það er Kilroy far- miði frá Ferðaskrifstofu stúdenta. Verðlaun fyrir bestu myndröðiha eru Canon EOS 1000 frá Hans Petersen og verðlaun fyrir bestu mynd í hverjum flokki eru vörur frá Hans Petersen. Verðlaunamyndir verða síðan birtar í Morgunblaðinu og í Stúd- entablaðinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Lj ósmyndamaraþon KARL Pétur Jónsson hengir upp auglýsnigu um Ljósmyndamaraþon- keppni á vegum Stúdentaráðs Háskóla Islands sem fram fer laugar- daginn 26. mars. íslensk Ijárfesting um víða verökl Með Einingabréfum 5 - 9 gefur Kaupþing hf íslendingum kost á að kaupa verðbréfí innlendum verðbréfasjóðum sem fjárfesta á erlendum mörkuðum. Kaupa verður að lágmarki 10 einingar íþessum sjóðum. Tekin er 1% kaupþóknun. © Ameríkusjóður Fjárfestir aðallega í hluta- bréfum og skuldabréfum í Norður-Ameríku. Viðmiðunarvísitala er S&P 500-vísitalan. Viðmiðunarskipting: Hlutabréf 55% Skuldabréf 35% Peningamarkaður 10% © Evrópusjóður Fjárfestir aðallega í hluta- bréfum og skuldabréfum í Evrópu. Viðmiðunarvísitala er Morgan Stanley Evrópu- vísitalan. Viðmiðunarskipting: Hlutabréf 50% Skuldabréf 40% Peningamarkaður 10% © Asíusjóður Fjárfestir aðallega í hluta- bréfum og skuldabréfum á Asíusvæðinu. Viðmiðunarvísitala er Morgan Stanley Asíuhluta- bréfavísitalan. Viðmiðunarskipting: Hlutabréf 60% Skuldabréf 30% Peningamarkaður 10% SamstarfsaðHar eríendis Alþjóða skuldabréfa- Alþjóðasjóður Kaupþing hf. hefur gert samstarfssamning við leiðandi sjóður Fjárfestir aðallega Fjárfestir aðallega í hluta- verðbréfafyrirtæki á öllum helstu efnahagssvæðum heirns. Þau eru Morgan Stanley International, eitt af stærstu og virtustu verðbréfafyrirtækjum heims, Den Danske Bank, Kidder Peabody & Co., eitt af stærstu verðbréfafyrirtækjum Bandaríkjanna, og Deutsche Bank. Þessir aðilar sjá um fjárfestingu fyrir verðbréfa- sjóðina Einingabréf 5 - 9 hver á sínu svæði eftir fyrirfram ákveðinni fjárfestingarstefnu. í skuldabréfum á erlend- um mörkuðum. Viðmiðunarvísitala er Morgan Stanley heims- skuldabréfavísitalan. Hríngdu / síma 68 9080 og við veitum þér ítaríegrí uppiýsingar um bréfurn og skuldabréfum á helstu verðbréfamörk- uðum heims. Viðmiðunarvísitala er Morgan Stanley heims- hlutabréfavísitalan. Með Alþjóðasjóðnum er reynt að lágmarka áhættuna fjárfestingar á eríendum mörkuðum. sem fylgir fjárfestingum í erlendum verðbréfum með því að dreifa fjár- festingunni skynsamlega á milli efnahagssvæða. Viðmiðunarskipting: Evrópa 39% Ameríka 36% Asía 25% KAUPÞING HF Löggilt verðbréfafyrirtœki Kringlunni 5, sími 689080 / eigu Búnaðarbanka íslands og sparisjóðanna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.