Morgunblaðið - 24.03.1994, Síða 12

Morgunblaðið - 24.03.1994, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1994 Gunnar S. Magnússon Myndlist____________ Eiríkur Þorláksson Það hefur stundum verið nefnt á þessum vettvangi, að sýningar- salir í höfuðborginni hafa nokkuð tínt tölunni síðustu misseri, og því hlýtur ætíð að vekja ánægju þegar þróunin snýst í hina áttina, og nýir staðir bætast við. Reynsl- an hefur því miður verið sú að oft hafa hinir nýju staðir lifað stutt, og litlu bætt við í listalífi landsmanna. Hvort hinn nýi sýningarsalur, sem nú hefur verið opnaður á Hverfísgötu 6, öðlast langlífi eður ei, skal ósagt látið; þar verður reynslan að skera úr um. Hins vegar er nokkur bráðabirgða- bragur á frágangi húsnæðisins á þeirri sýningu, sem þar stendur nú og mætti færa það til betri vegar fyrir sýningar framtíðar- innar. Staðsetningin er góð og veggplássið ætti að vera nægt, þó stórir gluggar snúi að göt- unni; þar má líka leita fleiri lausna. Fyrstur til að sýna hér er Gunnar S. Magnússon myndlist- armaður. Gunnar er fæddur 1930 og stundaði nám í Handíða- og myndlistaskólanum á fimmta ára- tugnum, en hélt að því loknu til framhaldsnáms við Ríkislistaskól- ann í Ósló. Þar stundaði hann nám 1949-52 og var m.a. sam- tíma Braga Ásgeirssyni og Erró, en Gunnar dvaldi síðar einnig við listnám í Frakklandi, á Spáni og Ítalíu. Hann hafði forgöngu um stofnun Sýningarsalarins á Hverfisgötu 8-10 árið 1957, og hefur haldið nokkurn ijölda einkasýninga í gegnum tíðina, síðast í Gunnarssal á Arnarnesi fyrir tveimur árum. Hér sýnir Gunnar tæplega þrjátíu verk, bæði gömul og ný. Meðal eldri verkanna er að finna nokkrar vandaðar módelmyndir, sem sýna vel vald listamannsins á teikningunni og formmótun, og þessir þættir koma einnig vel fram í tveimur andlitsmyndum, sem væntanlega eru frá svipuðum tíma. Af þessum verkum má sér- staklega benda á „Spönsk akt ’50“ (nr. 4) og andlitsmyndina „Ásdís Sól“ (nr. 8), sem er einkar stílhrein. Gunnar sýnir hér einnig flokk nýrri mynda, sem hann nefnir einfaldlega „Aero“ og setur síðan Gunnar S. Magnússon: Aero I. í númeraröð. Það orð eitt og sér vísar að nokkru til grískrar goða- fræði, en hér eru að mestu á ferð- inni allt að því ósjálfráðar athug- anir á rennsli, andstæðum og samstæðum lita í þröngum flöt- um. Viðlíka athuganir vorú áber- andi hluti af þróun súrrealismans um tíma, en bæta í raun litlu við litafræðiathuganir formfastari listamanna; hér ná þessar tilraun- ir ekki flugi og verða í raun til að draga úr gildi þeirrar formlegu hæfni, sem felst í módelmyndun- um, en þær eru óneitanlega sterk- asti hluti sýningarinnar. Sýning Gunnars S. Magnús- sonar í Sýningarsalnum á Hverfisgötu 6 stendur stutt, en henni lýkur sunnudaginn 27. mars. Ævintýraferð ________Leiklist___________ Guðbrandur Gíslason Fjölbrautaskólinn í Breiðholti „Hobbit“ Byggt á sögu J.R.R. Tolkien Leikstjóri: Þorsteinn Bac- hmann Talkennsla: Gunnar Eyjólfs- son Aðalhlutverk: Daníel Stefáns- son, ÓIi R. Ómarsson. Sagan um Hobbit og ævin- týraheim hans er eina kennslu- bókin í enskudeild FB sem kennd hefur verið þar frá stofn- un skólans. Það segir heilmikið um bókina að kennararnir skuli ekki vera orðnir leiðir á henni eftir allan þennan tíma og ekki líkar nemendum verr við hana en svo að þeir byggja leiksýn- ingu sína „Hobbit“ á ævintýram hennar. Einnig var tekið mið af samnefndri teiknimynd og sá Julie Victoria Castros að mestu um þýðinguna. í þessu ferðalagi sem leiksýn- ingin er kennir ýmsa grasa. Hér rekumst við á dverga, durta, álfa, tröll og forynjur, og jafn- vel könguló, að ógleymdum sjálfum hobbitinum, Bilbo Baggins. Sviðsmyndin er stór í sniðum og haganlega gerð, enda er farið um víðan völl, og áhorf- endur verða að hafa sig alla við að fylgjast með furðufólkinu á vegferð þess frá einu horni sýn- ingarsalarins til annars og allt um kring. Búningar eru litríkir og hugvitsamlegir eins og sviðs- myndin og er það vel, því satt að segja er þessi „Hobbit" varla leikrit í hefðbundnum skilningi þessa hugtaks, heldur fremur ævintýri á gönguför. Það er ætíð virðingarvert þegar ungt fólk spreytir sig á því að setja eitthvað á svið fyrir áhorfendur og í því felst mikill lærdómur fyrir þá sem þátt í því taka. Þessi sýning er allra góðra gjalda verð sem tilraun, og ekki síst var vel til fundið að fá Gunnar Eyjólfsson til að kenna framsögn og sviðsfram- komu. Sá lífsglaði hópur sem þeyttist um salinn í FB hefur augljóslega hagnast á því. HASKOLABIO SÍMI22140 Háskólabíó STÆRSTA BÍÓIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. FRA FRAMþEIÐENDUM GHOST jvinT every mornent counts MICHAEL KEATON NICOLE KIDMAN MV Lj/e Lionsklúbburinn Eir Kvikmyndasýning íHáskólabíói ídag, fimmtudaginn 24. mars, kl. 20.30. Bossanova-bandið ieikurfrá kl. 20.00. Lionsklúbburinn Eir þakkar veittan stuðning: RAFvömm hf. ARWJOS' lOBBt'rtOAVlK.ISLANO STEYPUST0ÐIN Hmlpn G.dLJaAonF ÁOSIA-OG SMJÖRSALAN 9: Ráðgarður hf. Ólafur Þorsteinsson & Co. hf. Skipavarahlutir hf. Bergvík sf. Verkfræðistofan Vista Andrés, fataverslun Veitingaskálinn Friðarhöfn Vestm. FARVIS úpmgor FERÐATÍMARIT Véla og skipaþjónustan Framtak Skóverslun Þórðar, Kirkjustræti 8 Pipar og salt Tösku- og hanskabúðin Ó.M. búðin Holtsapótek Hf. Miðnes MENNING/LISTIR Tónlist Marstónleikar á Hvammstanga Marstónleikar Tónlistarfélags V- Hún., sem eru 6. reglulegir tónleikar starfsársins 1993-1994, verða haldnir í Félagsheimilinu á Hvammstanga nk. laugardag, 26. mars, kl. 16. Sönghópurinn Sólarmegin frá Akranesi mun flytja dagskrá, m.a. danslag frá 17. öld, íslensk þjóðlög, norræn sönglög, og popptónlist í söngbúningi. Sönghópurinn Sólarmegin er Vest- ur-Húnvetningum að góðu kunnur því þetta er í annað sinn sem hópurinn kemur i tengslum við Tónlistarfélagið auk þess sem hópurinn hefur komið í önnur skipti, síðast í apríl á síðasta ári, Tónleikar Söngsmiðj- unnar í Áskirkju Tónleikar framhalds- og byijenda- hópa Söngsmiðjunnar verða haldnir í Áskirkju i dag, fimmtudaginn 24. mars, kl. 20.30. Einnig munu nem- endur úr einsöngvaradeild skólans syngja. Sungin verður tónlist af ýms- um toga, m.a. sönglög eftir Foster og Gershwin. Framundan eru tónleikar barna- og unglingadeildar 9. apríl. Námskeið Ratti fellur niður Boðað söngnámskeið Eugeniu Ratti um páskana fellur niður af óvið- ráðanlegum orsökum. Sama dag og frétt birtist í Morgunblaðinu um nám- skeiðið barst fregn um að Ratti hefði lent í bílslysi. Hún fót- og rifbeins- brotnaði en er ekki í lífshættu. Áform- að er að Ratti komi hingað til lands og haldi námskeið í haust. Leiklist Síðasta sýningarhelgi á „Dónalegu dúkk- unni“ Leiksýningum Skjallbandalagsins á „Dónalegu dúkkunni" fer senn að ljúka, en helgin 25.-27. mars er síð- asta sýningarhelgin. Sýningin samanstendur af þremur einleikjum eftir Dario Fo og Fröncu Rame. Sýningarnar fara fram í leik- húsi Frú Emilíu í Héðinshúsinu. „Þingkonurnar“ eftir Aristófanes Undanfarna mánuði hafa nemend- ur úr Fjölbrautaskólanum í Garðabæ verið að æfa leikritið Þingkonurnar eftir Aristófanes í þýðingu Kristjáns Arnasonar. Frumsýnt var í gær- kvöldi. Næstu sýningar verða á morg- un, föstudaginn 25. mars, kl. 20 og Kristín Guðbjörg- Guðmunds- dóttir og Sigsteinn Sigur- bergsson í hlutverkum sinum í „Þingkonunum". laugardaginn 26.-mars kl. 17 og 20. Leikstjóri sýningarinnar er Ólöf Sverrisdóttir og tónlistarstjóri er Sig- urður Halldórsson. Einn nemandi skólans, Ríkharður Arnar, hefur með aðstoð tónlistarstjórans samið lög fyrir leikritið. Eygló Pétursdóttir fer með aðalhlutverkið en ails taka um 28 manns þátt í sýningunni. Helga Björk Hauksdóttir sá um leikmynd- ina. Myndlist Sýning á höggmynd- um Sverris Olafsson- ar í Mexíkó Nýverið var opnuð einkasýning á höggmyndum Sverris Ólafssonar í Nútímalistasafninu í Tlaxcala í Mex- íkó. Sýningin er haldin í boði borgar- stjórnar Tlaxcala-borgar. Nýlega er lokið sýningu á verkum Sverris í Þýskalandi og tiefur Sverri einnig borist boð um þátttöku í „The Osaka Triennal“ í Osaka í Japan og f alþjóð- legri höggmyndasýningu í Rio de Janeiro í Brasilíu síðar á þessu ári. Söngleikur Söngleikurinn „Synd- in er sæt“ Leikklúbburinn Spuni frá Lúxem- borg sýnir á morgun, föstudaginn 25. mars, í félagsheimili Kópavogs söng- leikinn „Syndin er sæt“, I leikstjórn Oktavíu Stefánsdóttur. Húsið er opnað kl. 20 og Guðmund- ur Haukur spilar á skemmtara. Sýn- ingin liefst kl. 21 og húsið opið til kl. 1. A

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.