Morgunblaðið - 24.03.1994, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1994
17
Eflum fískíðnað og þjón-
ustu við sjávarútveg
eftirÁrna R. Árnason
í ár fögnum við tveimur af stærstu
áföngum í frelsisbaráttu þjóðarinnar.
Skipan fyrsta íslenska ráðherrans og
stofnun sjálfstæðs lýðveldis á Þing-
völlum. Miklar framfarir í nýtingu
fiskimiðanna og sjávarafla urðu um
svipað leyti eða má rekja til hug-
mynda sem þá komu fram. Verkefni
fiskiskipa og vinnslustöðva voru þó
enn stopul og árstíðabundið atvinnu-
leysi algengt fram'um miðja öldina
í flestum atvinnugreinum.
A fyrri hluta aldarinnar hófst nið-
ufsuða, fyrsta fullvinnsla matvöru í
neytendapakkningar fyrir erlenda
markaði. Niðurlagningariðnaður
vinnur ekki eingöngu úr innlendum
hráefnum og hefur oft átt erfitt um
hráefnisöflun.
íshús voru reist í aldarbyijun til
beitufrystingar og ísgeymslu. Um
miðja öldina hófst hraðfrysting og
um allt land voru byggð hraðfrysti-
hús sem unnu fiskafurðir fyrir mark-
aði okkar beggja vegna Atlantshafs,
einkum í Bandaríkjunum. Hraðfryst-
ing varð mikil framför í að varðveita
ferskleika aflans og leiddi til stækk-
unar markaðssvæða og aukinna
verðmæta sjávarafurða. Vöruþróun
varð mikil og fjölbreytt framleiðsla
fyrir margbreytilega markaði. Neyt-
endapakkningar og sérpökkuð fiskfl-
ök af hæsta gæðaflokki gáfu best
af sér. Hraðfrysting varð bylting í
vinnslu sjávarfangs og fljótt okkar
stærsta iðngrein.
Bætt nýting, aukin verðmæti
og atvinna
Á tveimur áratugum hefur nýting
bolfisks í landvinnslu til frystingar
aukist úr ríflega 33% upp í um 45%
með bættum aðferðum og vélbúnaði,
sem er mikill, virðingarverður og
mjög verðmætur árangur. Nokkrar
stöðvar vinna nú bestu hluta aflans
í dýrari afurðir en áður og full-
vinnsla neytendavöru og tilbúinna
rétta eykst. Þessar framfarir hafa
orðið fyrir starf fyrirtækjanna sjálfra
að betri nýtingu aflans og aukinni
verðmætasköpun með bættum fram-
leiðsluaðferðum og flutningum.
Enn flytjum við þó út mikið af
hráefnum og lítt unnum afurðum í
geymsluhæfu ástandi til fullvinnslu
erlendis. Saltfiskinn að mestu heilan,
í stórum kössum og strigaböllum,
þar er vinnslu hans lokið og hann
seldur í smápakkningum, brytjaður,
beinhreinsaður og roðflettur - tilbú-
inn í pottinn, jafnvel með kartöflum,
grænmeti og sósum eftir smekk.
Eins er um saltsíldina, söltuðu hrogn-
in, frystu flaka- og marningsblokk-
irnar, heilfrysta og ísaða fiskinn, sem
skipin sigla með eða er sendur í
gámum á uppboðsmarkaði útlendrar
fiskvinnslu sem annars og jafnvel
þriðja flokks hráefni vegna aldurs.
Islenskur fiskiðnaður þarf að geta
boðið í íslenskt hráefni á móti erlend-
um keppinautum, það er þjóðhags-
lega hagkvæmt að fullvinnslan fari
hér fram.
Hlutur eldisafurða í heimsfram-
boði fískafla og sjjávarfangs fer vax-
andi og er nú þriðjungur þess. Við
hugðum ekki að fyrr en grannþjóð-
irnar ýttu við okkur. Þá hrukkum
við til og fjárfestum mjög á skömm-
um tíma. En undirbúning skorti með
rannsóknum, annarri öflun þekking-
ar og viðskiptasambanda. Afleiðingin
varð stórkostlegt fjárfestingarslys.
Nú er eldi í uppgangi og færi á að
koma eldisstöðvum í rekstur á ný
eftir því sem arðs má vænta. Eldi
ýmissa ferskvatns- og sjávardýra-
stofna, jafnvel hlýsjávartegunda er
athugandi því víða hefur mengun
gert það óframkvæmanlegt. Á Suð-
urnesjum er nóg vatn, sjór og jarð-
hiti svo stjórna má eldisaðstæðum
til hlítar. Fiskeldi og áframeldi undir-
málsfisks getur jafnað og bætt hrá-
efnisframboð til fískiðnaðar, einkum
ferskra afurða og aukin fjölbreytni
dreifir áhættunni.
Frá 1987 hefur aflabrestur á
heimamiðum og verðlækkun afurða
kreppt htjö'g að í sjávarútvegi. Fyrir-
tækin hafa því leitað hagræðingar
„Frystihús, saltfisk-
stöðvar og fleiri hafa
góða reynslu af við-
skiptum við skip Rússa
í Barentshafi.“
og aukinna verkefna, þ.á m. er sjó-
vinnsla, úthafsveiðar og landvinnsla
afla frá úthafsveiðiskipum, einkum
heilfrystiskipum annarra þjóða. í
norðurhöfum. Við eigum að skapa
vinnsluskipum og úthafsveiðiskipum
sem besta aðstöðu, þjónustu og við-
skipti í höfnum okkar. Þau sem heil-
frysta eða salta aflann um borð selja
hann vonandi til fullvinnslu hér
heima fremur en erlendis.
Fáein fyrirtæki taka þátt í útgerð
erlendis, með fjármagni, þekkingu,
þjónustu og viðskiptasamböndum.
Ekki fást heimildir til hafnviðskipta
fyrir skip þessara fyrirtækja, og því
hefur sá ávinningur sem að var stefnt
ekki orðið að veruleika. Þær reglur
sem í veginum standa verður að at-
huga í því augnamiði að greiða götu
íslensks atvinnulífs.
Vaxandi áhugi á úthafsveiðum
hefur leitt til íslenskrar útgerðar
undir „þægindafána“, sem skaðar
hagsmuni okkar. Skapist veiðiréttur
á úthafsmiðum þá fellur hann til
„hentifána-landa“ en ekki okkar, auk
annarra hagsmuna sem við eigum
undir. Tel ég brýnt að ríkisstjórnin
beitti sér fyrir breytingum á lögum
um skipaskrá. Skráning verði burt-
séð frá aldri og „kvóta" í lögsög-
unni, en bundin skoðun sem stað-
festi að skipið fullnægi kröfum um
ástand skips, sjóhæfni, öryggisbúnað
og aðbúnað áhafnar.
Þjónustumiðstöð sjávarútvegs
í norðurhöfum
Frystihús, saltfiskstöðvar og fleiri
hafa góða reynslu af viðskiptum við
skiþ Rússa í Barentshafi. Með hags-
muni fískiðnaðarins og þjónustu-
greina sjávarútvegs að leiðarljósi og
með tilliti til atvinnuástandsins eig-
um við að auka viðskipti við úthafs-
veiðiskip á norðurhöfum. Hafnir,
fiskmarkaðir, fiskvinnslur og hin
ýmsu fyrirtæki sem selja sjávarút-
vegi vörur og þjónustu eiga að bjóða
úthafsveiðiskipum heim. ísland er
Árni R. Árnason
eyja í hafínu og við eigum að nýta
okkur þá kosti sem því fylgja til
aukinna viðskipta. Island á að vera
miðstöð þjónustu og viðskipta við
úthafsveiðiskip í Norður-Atlantshafi
og norðurhöfum.
Skipasmíðaiðnaður okkar hefur
farið mjög halloka. Þó mun hann
samkeppnisfær við erlenda keppi-
nauta - nema sem svarar niður-
greiðslum, ívilnunum og öðrum ríkis-
styrkjum í samkeppnislöndum okkar.
Ekki verður lengur umflúið að beita
verðjöfnunargjöldum vegna slíks fyr-
ir allar þær greinar sem ekki gilda
milliríkjasamningar um opna og
fijálsa samkeppni án ríkisafskipta.
Fyrirtækin eru að niðurlotum komin
og þurfa stuðning til að hefja sam-
keppni á jöfnum grundvelli. Ef skipa-
smíðar okkar leggjast af þá munum
við ekki njóta vildarkjara erlendis.
Þá verður sjávarútveginum dýrt að
eiga ekki íslenskar skipasmíðar að
bakhjarli og þjóðinni dýrt að afla
síðar að nýju þeirrar þekkingar sem
við glötum ef svo illa fer.
Aðrar þjónustugreinar við sjávar-
útveg hafa sótt í sig veðrið. Einkum
veiðarfæragerð og gerð búnaðar sem
tengist veiðarfærum og veiðunum
sjálfum. Einnig gerð og uppsetning
vinnslulína og vogakerfa sem nýta
nýjustu tölvutækni við vigtun, stýr-
ingar, flokkun og jafnvel athugun á
gæðum hráefnisins sem unnið er úr.
Framfarir í sjávarútvegi og í þjón-
ustugreinum hans hafa orðið vegna
þekkingar, hugkvæmni og góðrar
menntunar þeirra sem að þeim hafa
staðið. Þá þekkingu þurfum við að
nýta til fullnustu, með menntun upp-
vaxandi kynslóða og sölu þjónustu
og ráðgjafar. Ráðgjöf og þjónusta
við þjóðir sem eiga vannýtt fískimið
en vanmegnugan sjávarútveg getur
leitt til fiskveiðiheimilda í öðrum
heimshlutum og vaxandi verkefna
allra þjónustugreina sjávarútvegs og
markaðsfyrirtækja okkar umfram
heimamarkað.
Höfundur er alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins í
Reykjaneskjördæmi.