Morgunblaðið - 24.03.1994, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1994
Staðreyndir um sæstreng II
eftir Jón
Bergmundsson
í fyrri grein var fjallað um þró-
un síðustu áratuga í sæstrengs-
lögnum, en hér verður fjallað um
gerð sæstrengja og endabúnaðar
þeirra. í síðustu greininni verður
fjallað um hugsanlegar rekstrar-
truflanir og orkutöp við raforkuút-
flutning frá íslandi.
Hönnun sæstrengs
Sæstrengir eru hannaðir sér-
staklega í hvert sinn með tilliti til
þeirra rekstraraðstæðna sem þeir
eru ætlaðir fyrir. Prófanir eru síðan
framkvæmdar til að sannreyna að
þeir uppfylli þær kröfur sem*gerð-
ar eru, bæði prófanir á strenggerð-
inni áður en framleiðsla hefst og
síðan prófanir á tilbúnum streng í
verksmiðjunni tii að sannreyna að
framleiðslan hafi tekist vel.
Sæstrengur er í grófum dráttum
byggður upp af koparleiðara með
pappírseinangrun sem gegndreypt
er í sérstakri olíu. Til að gera hann
vatnsheldan er strengurinn hulinn
blýkápu og síðan plastkápu til að
koma í veg fyrir tæringu. Utan
um strenginn kemur síðan stálvíra-
kápa, einföld eða tvöföld, og yst
er kápa úr gerviefnaþráðum. Stál-
vírakápan gefur strengnum aukinn
togstyrk jafnframt því sem hún
ver hann fyrir hnjaski, t.d. af völd-
um veiðafæra.
Fyrir streng sem á að leggja á
miklu dýpi er nauðsynlegt að hann
þoli þann togkraft sem verður við
lagningu hans og ef þarf að ná
honum upp af hafsbotni vegna við-
gerða. Þungi strengs sem lagður
yrði frá íslandi gæti verið á bilinu
36-40 kg á hvern lengdarmetra í
vatni og því er togkraftur slíks
strengs 36-40 tonn þegar hann
hangir 1.000 m niður úr lagningar-
skipi. Til viðbótar koma síðan tog-
kraftar vegna hreyfingar skipsins.
Samkvæmt þeim reglum sem not-
aðar hafa verið við framleiðslu
sæstrengja yrði að hanna og prófa
slíkan streng fyrir 51 til 56 tonna
togkraft, eftir þyngd strengsins,
ef gengið er út frá 1.000 m há-
marksdýpi. Til að gefa sæstrengn-
um þann styrk sem gerð er krafa
AEG Þvoffavé/
Lairamat 920 w
um þarf stálvírakápan að vera tvö-
föld og tekur hún upp u.þ.b. 80%
af þeim togkrafti sem strengurinn
verður fyrir.
Ahrif mikils dýpis á raffræðilega
eiginleika strengs eru fremur já-
kvæð en hitt, þar sem mikill þrýst-
ingur bætir eiginleika olíunnar sem
gegndreypt er í pappírseinangrun-
ina. Mekanískur styrkleiki ein-
angrunarinnar þarf að vera nægur
til að hún aflagist ekki. Fram fara
prófanir á raffræðilegum styrk
strengja þar sem reynt er að líkja
eftir þeim rekstraraðstæðum sem
verða yfir líftíma strengsins.
Almennt er við það miðað að
endingartími sæstrengja sé 30 ár
og hafa rannsóknir á eldri strengj-
um leitt í ljós að slíkt er mjög raun-
hæft. Eftir að þriðji strengurinn
til Gotlands var lagður var ekki
lengur þörf á þeim streng sem
lagður var árið 1954. Hann var
því tekinn upp og rannsakaður
gaumgæfilega. I ljós kom að raf-
fræðilegir eiginleikar hans höfðu
ekkert versnað frá því hann var
lagður og sama má segja um sýni
sem tekin voru úr Skagerrak-
strengjunum sem lagðir voru 1976.
Sýnin voru tekin eftir 15 ára rekst-
ur og gáfu til kynna að 30 ára
rekstrartíma yrði náð, þar sem
ekki hafi komið fram nein merki
öldrunar í einangrun strengjanna.
Framleiðsla sæstrengja
Framleiðsla sæstrengja er nokk-
uð frábrugðin hefðbundinni stren-
gjaframleiðslu og fer hún fram í
verksmiðjum sem sérstaklega eru
til þess gerðar.
Framleiðslan fer þannig fram,
að fyrst er pappírseinangrun sett
utan um koparleiðara og hún síðan
gegndreypt í olíu í sérstökum tönk-
um. Hámarkslengd á þessu fram-
leiðslustigi er milli 20 og 30 km
og ræðst af stærð gegndreypit-
anks. Strengurinn er síðan hulinn
blýkápu og settur í milligeymslu.
Næsta stig felst í samsetningu
nokkurra slíkra strenghluta og síð-
an fullnaðargerð strengsins. Fjöldi
Jón Bergmundsson
„Reynsla af samsetn-
ingu strengja er mjög
góð og má nefna að í
Skagerrak-strengj un-
um sem lagðir voru
1976 er 21 samsetning
sem gerð var í verk-
smiðju og 10 samsetn-
ingar vegna viðgerða (5
viðgerðir).“
strenghluta sem tengdir eru saman
á þessu stigi framleiðslunnar ræðst
af burðargetu þess skips sem taka
á við strengnum, en í dag er sú
hámarksþyngd um 7.000 tonn.
Alls gæti því slíkt skip borið um
120 til 130 km langan streng.
Þær samsetningar sem gera
þarf í verksmiðju á leiðara, ein-
angrun og blýkápu eru ekki taldar
veikja strenginn að neinu leyti, en
blýkápa og stálvíravörn er sam-
felld fyrir þá 120 til 130 km sem
framleiddir eru.
Lagning sæstrengs
I
Þróun í neðarsjávartækni hefur
verið mjög hröð á síðustu árum,
einkum vegna olíu- og gasvinnslu (
í Norðursjó og undan vesturströnd
Noregs. Notkun íjarstýrðra neðan-
sjávartækja er orðin mjög algeng
og hvers kyns staðsetningarbúnað-
ur fyrir skip og tæki verður sífellt
fullkomnari, m.a. búnaður sem
gerir skipi kleift að halda kyrru
fyrir á ákveðnum punkti þrátt fyr-
ir vind og strauma.
Strengur milli íslands og Fær-
eyja yrði lagður í fjórum áföngum I
og yrðu því að vera þijár samsetn-
ingar á þeirri leið. Sama gildir um
lagningu milli Færeyja og Skot-
lands. Samsetningarnar eru eitt
vandasamasta verkið við lagningu
strengsins og krefjast mikillar
verkkunnáttu. Þó að skipuleggja
megi lagningu strengsins þannig
að samsetningarnar lendi einungis
á 6-700 m dýpi verður að vera
hægt að gera við strenginn á há-
marksdýpi sem er um 1.000 m.
Strengframleiðendur segjast vera
tilbúnir með slíkar samsetningar
sem prófaðar hafa verið á rann-
sóknarstofum, en ekki hefur enn
sem komið er reynt á þær í raun.
Ef af lagningu strengs milli Italíu
og Grikklands verður innan tíðar,
mun slík samsetning verða full-
prófuð áður, en þar er hámarks-
dýpið 1.000 m. Vegna lítils sjávar-
dýpis í Norðursjó er lagning frá (
Skotlandi suður til Englands eða
meginlandsins auðveldari, en þá
þarf að gera ráðstafanir vegna
lagningu yfír olíu- og gasleiðslur.
Reynsla af samsetningu
strengja er mjög góð og má nefna
að í Skagerrak-strengjunum sem
lagðir voru 1976 er 21 samsetning
sem gerð var í verksmiðju og 10
samsetningar vegna viðgerða (5
viðgerðir). Engin vandamál hafa
komið upp vegna þessara samsetn-
inga og því er almennt litið svo á
að þær takmarki ekki lagningu
sæstrengja.
Að lokinni lagningu strengjanna
eru þeir grafnir niður í botninn til
að veija þá fyrir veiðarfærum og
öðru hnjaski. Fyrir streng frá Is-
landi hefur verið miðað við að
Tekur 5 kg.
Vinding:
1000/700 sn. pr. min.
Stiglaust hitaval
Sparna&arkerfi
Oko-kerfi sparar
20% þvottaefni
Ver& áður
94. 829,- eða
88191,- stgr.
Tilboð kr
Umboösmenn Reykjavík
og nágrenni:
BYKO Reykjavík, Hafnarfiröi
og Kópavogi
Byggt & Búiö, Reykjavík
Brúnás innróttingar.Reykjavík
Fit, Hafnarfiröi
Þorsteinn Bergmann.Reykjavík
H.G. Guöjónsson, Reykjavík
RafbúÖin, Kópavogi.
Vesturland:
Málningarþjónustan, Akranesi
Kf. Borgfiröinga, Borgarnesi
Biómsturvellir, Hellissandi
Guöni Hallgrímsson, Grundarfiröi
Ásubúö.BúÖardal
Vestfiröir:
Rafbúö Jónasar Þór.Patreksfiröi
Edinborg, Bíldudal
Verslun Gunnars Sigurössonar
Þingeyri
Straumur.ísafiröi
Noröurland:
Kf Steingrímsfjaröar.Hólmavík
Kf. V-hún., Hvammstanga
Kf. Húnvetninga, Blönduósi
Skagfiröingabúö, Sauöárkróki
KEA, Akureyri
KEA, Dalvík
Bókabúö, Rannveigar, Laugum
Sel.Mývatnssveit
Kf. Þingeyinga, Húsavík
Urö, Raufarhöfn
Austurland:
Sveinn Guömundsson, Egilsstööum
Kf. Vopnfiröinga, Vopnafiröi
Stál, Seyöisfiröi
Verslunin Vík, Neskaupsstaö
Hjalti Sigurösson, Eskifiröi
Rafnet, Reyöarfiröi
Kf. Fáskrúösfiröinga, Fáskrúösfiröi
KASK, Höfn
Suöurland:
Kf. Rangæinga, Hvolsvelli
Mosfell, Hellu
Árvirkinn, Selfossi
Rás, Þorlákshöfn
Brimnes, Vestmannaeyjum
Reykjanes:
Stapafell, Keflavlk
Rafborg, Grindavík.
AEG
Heimilislæki og handverkfæri
^lndestt
Heimilistæki
Heimilistæki
ismet
Heimilistæki
ZWILLING
J.A. HENCKELS
Hnífar
©BOSCH
Bilavarahlutir - dieselhlutir
B R Æ Ð U R N I R
ORMSSONHF
Lágmúla 8, Sími 38820
Umbodsmenn um land allt
MEÐAL ANNARRA ORÐA
Umburðarlyndi
eftir Njörð P.
Njarðvík
„Þótt öll þjóðfélög séu grund-
völluð á umburðarleysi, þá eru all-
ar umbætur grundvallaðar á um-
burðarlyndi.“ Þannig komst Ge-
orge Bernard Shaw að orði í for-
mála fýrir leikriti sínu um heilaga
Jóhönnu, og felst í þeirri málsgrein
dýpri hugsun, en ef til vill mætti
ætla við fýrstu sýn.
Orðið umburðarlyndi er skýrt
svo í íslenskri orðabók, að það
merkir „mildi, það að taka vægt á
yfirsjónum eða andstöðu annarra“
en einnig: þolgæði, rósemi, jafnað-
argeð.
Ég skil hugsun Shaws þannig,
að hópur manna byggi sér þjóðfé-
lag á takmörkunum. Hann helgar
sér afmörkun í tilverunni, sem
tengist landsvæði, tungumáli, trú-
arviðhorfí, siðferðisvitund, rétt-
lætiskennd, pólitískum og/eða
efnahagslegum hagsmunum. Við
jaðar þessara takmarkana skapast
oftlega harðneskjuleg átök, sem
geta tengst fleiri en einu atriði
samtímis.
Þannig eru átök á Norðjur-
írlandi sprottin af þeirri hugsun
að sameina íbúa eyjarinnar í eina
þjóð (svo að vikið sé að föðurlandi
Shaws sjálfs), en tengist einnig
afstöðu til trúarbragða. Og við
höfum fyrir augunum blóðug átök
á Balkanskaga, þar sem fer saman
margfalt umburðarleysi er tekur
til landrýmis, þjóðernis og trúar.
Jafnvel í rótgrónu og friðsamlegu
menningarríki eins og Belgíu er
viðvarandi pólitísk togstreita, af
því að þijú tungumál eru töluð í
landinu.
I dæmi okkar íslendinga fer
saman land, þjóð og tunga, en við-
brögð sumra við innflytjendum af
öðrum uppruna með annars konar
útlit, tungu og trú sýna, að stutt
er í umburðarleysið, sem Shaw
nefnir og telur eitt einkenni þjóðfé-
lagsmyndunar.
Ákjósanlegur eiginleiki
En Shaw segir einnig, að allar
umbætur grundvallist á umburðar-
lyndi. Þótt þjóðfélag geti byggst á
takmörkunum, þá er það þó ævin-
lega svo fjölmennt, að menn verða
að sýna að minnsta kosti eitthvert
umburðarlyndi, svo að sæmileg
sátt og jafnvægi haldist. Frelsi eins
hlýtur ævinlega að takmarkast við
frelsi annars. Og ef við viðurkenn-
um á annað borð, að allir eigi sinn,
rétt á frelsi (sem er að vísu ekki
mjög gömul hugsun), þá verðum
við samtímis að afsala okkur ein-
hveiju af okkar eigin frelsi með
því að sýna frelsi annarra um-
burðarlyndi. Annars ríkir ekki rétt-
læti. Þannig getum við sagt að
frelsi og réttlæti þurfi að vega salt
í mannlegum samskiptum, þar sem
réttlætið setji frelsinu skorður.
Umburðarlyndið er þess vegna
eins konar málamiðlun, sem heimt-
ar skilning á því að aðrir eigi rétt
á að vera öðru vísi en við. Umburð-
arleysið, harkan, birtist hins vegar
í þeirri tilætlun að allir eigi að
vera eins og við. Ef þeir séu öðru
vísi, eigi þeir skilyrðislaust að að-
lagast okkur. Eða jafnvel að verða
þurrkaðir út, eins og gyðingaof-
sóknir nasista stefndu að.
Því má segja, að lýðræði geri
kröfu til umburðarlyndis. Við lítum
flest svo á, að lýðræðið feli í sér
einhveijar mestu umbætur á
stjórnarháttum í sögu mannsins,
og um leið erum við að Iýsa því
yfir, að umburðarlyndi sé einhver
ákjósanlegasti eiginleiki mannsins.
En þá ber okkur að hafa í huga,
að umburðarlyndi og andstæða
þess eru ekki meðfæddir eiginleik-
ar, fremur en manngæska eða
mannvonska, heldur þróast með
mönnum vegna áhrifa umhverfis,
uppeldis, persónulegrar reynslu og
menntunar. Enda hefur þráfald-
lega verið sagt, að fordómar stafi
af fáfræði.
„Rekið fólk út í stríð, og það
mun gleyma því, að nokkurn tíma
hafi verið til fyrirbærið umburðar-
lyndi,“ sagði John Dos Passos —
og leggur þar með áherslu á þátt
aðstæðna og umhverfis.
Takmörk umburðarlyndis
Breski heimspekingurinn John
Locke (sem uppi var á 17du öld)
mun hafa orðið einna fyrstur til
að brýna umburðarlyndi fyrir
mönnum, enda blöskraði honum
trúarlegt ofstæki og hatur sam-
tímamanna sinna. Sjálfur var hann
þó ekki reiðubúinn að umbera fólk,