Morgunblaðið - 24.03.1994, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1994
19
strengurinn sé grafinn 0,6—1,5 m
niður í botninn niður á 500 m sjáv-
ardýpi. Við lagningu á þriðja Skag-
errak-strengnum voru gerðar
sömu kröfur, en hámarksdýpi er
um 550 m á strengleiðinni. Sá
búnaður sem notaður var til að
grafa strenginn niður í botninn
getur unnið niður á 550 m dýpi.
Á níunda áratugnum voru gerð-
ar tilraunir með lagningu strengja
milli eyja á Hawaii. Ætlunin var
að framleiða raforku með jarðgufu
og flytja milli eyja um sæstrengi
og minnka þannig notkun orkuvera
sem nota olíu. Sjávardýpi á leiðinni
er mest um 1.900 m í sundinu
milli Maui og Hawaii og var til-
raunastrengur lagður þar eftir fyr-
irfram ákveðinni leið og síðan tek-
inn upp aftur. Þrátt fyrir mikla
sjávarstrauma var meðalfrávik við
lagningu aðeins 4,7 m frá fyrirhug-
aðri leið. Það er því ljóst, að með
nútímatækni má ná fram mikilli
nákvæmni við sæstrengslagningu
og sneiða hjá hvers kyns fyrirstöðu
á sjávarbotni.
Endabúnaður
Við hvorn enda strengsins eru
umriðilsstöðvar sem breyta rið-
straumi í jafnstraum í sendienda
og aftur í riðstraum í móttöku-
enda. Þessar stöðvar eru hannaðar
sérstaklega fyrir það jafnstraums-
samband sem um er að ræða hveiju
sinni, með tilliti til þeirrar áraunar
sem þær verða fyrir og þeirra
krafna sem eru um rekstrareigin-
leika. Mikil lengd sæstrengs milli
Islands og Bretlandseyja eða meg-
inlandsins gerir það að verkum að
í honum hleðst upp mikil orka sem
þarf að afhlaða við tilteknar að-
stæður. Slíkt veldur margföldum
straum í gegnum umriðilsstöðv-
arnar, en á toppgildi straumsins
má hafa áhrif með svokallaðri jöfn-
unarspólu. Með réttri hönnun umr-
iðilsstöðvanna eru ekki talin vand-
kvæði vegna þessa, en unnið er
að rannsóknum á þessu ásamt
frumhönnun umriðilsstöðva og
munu niðurstöður liggja fyrir um
mitt árið.
Höfundur er rafmagnsverk-
fræðingur, sem unnið hefurað
athugunum á útflutningi raforku
I um sæstreng.
sem ekki trúði á æðri máttarvöld,
og sýnir það um leið að umburðar-
lyndi á sér jafnan takmörk. Hlýtur
að eiga sér takmörk.
Páll postuli sagði í bréfi sínu,
að kærleikurinn umbæri allt, en
þá veltur á skilningi okkar á því,
hvað það er að umbera.
Þótt við umberum sannfæringu
annarra, felst ekki í því að við
þurfum að fallast á hana, heldur
viðurkennum við rétt þeirra til eig-
in sannfæringar, til að halda henni
fram og veija hana og lifa sam-
kvæmt henni.
Það segir sig sjálft, að menn
yrðu hamingjusamari í veröld, þar
sem umburðarlyndi er viðurkennt
og virkt. Það er grundvöllur um-
bóta, eins og Shaw sagði. Sérhver
maður ber í bijósti þá löngun að
fá að lifa samkvæmt sannfæringu
sinni. Og almenn skynsemi segir
okkur, að slíkt geti því aðeins
gerst, að allir eigi þann rétt.
En umburðarlyndi er ekki fólgið
í því að láta hvaðeina viðgangast.
Þótt orðabókin segi, að umburðar-
lyndi sé að taka vægt á yfirsjónum
annarra, þá táknar það ekki að
umburðarlyndur maður sé reiðubú-
inn að taka hveiju sem er. Hann
getur ekki látið vaða yfir sig og
taka frá sér rétt sinn. Og hann
getur ekki umborið umburðarleysi.
Hinn umburðarlyndasti maður get-
ur þurft að vera mjög umburðar-
laus og harður til að veija um-
burðarlyndi sitt — og þar með
mannlega reisn.
Höfundur er rithöfundur og
prófessor í íslenskum
bókmenntum við Háskóla íslands.
fe____________________________________
Mynd eftir Sheng’-
elaja í bíósal MÍR
KVIKMYNDIN Stjúpmóðir Shamanishvili verður sýnd í biósal
MÍR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 27. mars kl. 16. Þetta er kvik-
mynd frá áttunda áratugnum, gerð 1974 í Georgíu í Kákasus.
Leikstjóri er Eldar Shengelaja, sem lengi var í hópi fremstu
kvikmyndagerðarmanna Sovétríkjanna.
í myndinni segir frá Georgíu-
manninum Belina Shamanishvili
sem ákveður á elliárunum, þegar
hann hefur verið ekkill um nokk-
urt skeið, að kvænast aftur. Sonur
hans Platon reynir- að fá föður
sinn til að hætta við þessi gift-
ingaáform, því hann óittast að fá
minni arf í sinn hlut ef faðir hans
gengur aftur í hjónaband og eign-
ast börn með nýju konunni. En
fortölur fá ekki haggað áformum
hins gamla.
Kvikmyndin hlaut verðlaun á
þriðju alþjóðlegu kvikmyndahátíð-
inni í Kaíró á sínum tíma. Aðgang-
ur er ókeypis og öllum heimill.
Tím ogm Samhjálp nál félag
arit um trúi annlegt sam
Stofiiað 1983
4 tölublöd á ári/verð aðeins kr. 1620 ÁskriJftarsímar 91-611000 & 610477
KAROLINA
borðlampi
TWIST
drykkj arkönnur
BETSEL
borðklukka
LEGITIM
skurðarbretti 2 í pk,
KLAMPEN
motta 120x180 sm,
BUNDIS
herðatré
10 stk. í pakka
KNAPPEN
motta 45x75 sm
ISOBAR
halogen borðlampi
tr SILO
glerkrukkur m/smelltu loki
fyrir fólkið í landinu
SYNTES
kaffisett fyrir 6
KRINGLUNNI 7 • SÍMI 91-686650
ÓTRÚLEG TILBOÐ
FRAM AÐ PÁSKUM