Morgunblaðið - 24.03.1994, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 24.03.1994, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1994 21 framtíð, NATO hefur aðlagazt breytingum í alþjóðamálum og tekið að sér ýmis ný verkefni. Hins vegar hefur mikilvægi íslands innan NATO dvínað vegna þess að eftir að kalda stríðinu lauk hefur staðsetning landsins ekki sömu hernaðarlegu úrslitaþýðingu og áður. Framhjá því verður heldur ekki litið, að Evrópu- sambandið hefur tekið sér æ stærra hlutverk á alþjóðavettvangi, bæði sem milligöngumaður og sáttasemj- ari og á sviði vamar- og öryggis- mála. Það fer tæplega á milli mála að á allra næstu árum mun hlutverk Evrópusambandsins á sviði utanrík- is- og varnarmála stóraukast, ekki sízt í ljósi samdráttar í hernaðarum- svifum Bandaríkjanna og dvínandi áhuga þeirra á þátttöku í vörnum Evrópu. Áhrif ríkja á alþjóðavettvangi - ekki sízt smáríkja - og álit umheims- ins á þeim, er að mörgu leyti háð því hvaða bandamenn þau velja sér; hvernig þau skilgreina stöðu sína og hagsmuni í samfélagi þjóðanna. Kringumstæður hafa breytzt hröð- um skrefum í alþjóðamálum síðast- liðinn áratug og það er skylda ís- ienzkra stjórnvalda að standa vörð um íslenzka hagsmuni og bregðast við þessum breytingum á rökréttan hátt. Það verður að skjóta nýjum stoðum undir utanríkisstefnu íslend- inga, ef hún á að vera trúverðug gagnvart umheiminum. Rökrétt framhald á þeirri utanríkisstefnu, sem hefur verið framfylgt seinustu hálfa öld, er að velja landinu stað meðal lýðræðisríkjanna í Evrópu; í Evrópusambandinu. Blind og fáfróð þjóðernishyggja og ótti við útlend- igna má ekki verða til þess að við hörfum inn í skel einangrunar, eins og sumir hvöttu til 1949-1951, þeg- ar tekizt var á um aðild að NATO og veru bandarísks herliðs hér, aftur í lok sjöunda áratugarins, þegar aðild að EFTA var til umræðu, og enn og aftur á seinustu árum, þegar staða íslands í nýrri skipan mála í Evrópu er efst á baugi. Hver fer með frumkvæðið í utanríkismálum íslendinga? Það er áhyggjuefni hvernig Sjálf- stæðisflokkurinn, sem hafði farsæla forystu bæði um inngönguna í NATO og EFTA, gegn hatrammri andstöðu og brigzlum um landsölu og föðurlandssvik, hefur brugðizt við hinum nýju viðhorfum í Evrópu. Umræðurnar á síðum Morgunblaðs- ins seinsutu daga virðast leiða í ljós að sá stjórnmálamaður, sem lesi rétt í spilin og viðurkenni hinar nýju aðstæður í utanríkismálum okkar, sé Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra og formaður Alþýðu- flokksins. Hann virðist, einn þeirra ráðherra, sem hafa tjáð sig um málið, átta sig á nauðsyn þess að meta samskiptin við EBS í nýju ljósi og ýta fordómum til hliðar. Þegar íslenzku stjórnmálafiokk- arnir þurftu að mynda sér skoðun á tilboði Evrópubandalagsins, eins og ESB var þá kallað, um myndun Evrópska efnahagssvæðisins, var Alþýðuflokkurinn skjótastur til, enda eini flokkurinn sem segja má að hafi haft einhveija Evrópustefnu fyrir árið 1989. Alþýðuflokksmenn, sem voru þá í sterkri stöðu vegna þess að þeir réðu utanríkisráðuneyt- inu, tóku frumkvæðið og leiddu við- ræðurnar um EES, þrátt fyrir hálf- velgju samstarfsflokka sinna í ríkis- stjórn; Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokksins. Á sama tíma héldu sjálfstæðismenn fram stefnu, sem var fullkomlega á skjön við þá kosti, sem í boði voru, og lögðu til að farið yrði í tvíhliða viðræður um sjávarútvegsmál við Evrópubanda- lagið. Sá kostur stóð í raun ekki til boða, þar sem EB vildi ræða við EFTA-ríkin sem heild, og hann hefði áreiðanlega ekki skilað jafnvíðtæk- um árangri á öllum sviðum við- skiptamála og samflotið við sam- starfsríki okkar í EFTA gerði. Tillög- ur sjálfstæðismanna um tvíhliða við- ræður féllu reyndar farsællega í gleymsku jafnskjótt og þeir mynd- uðu ríkisstjórn með krötum vorið 1991. Án þeirra sinnaskipta hefði EES-aðild Islendinga ekki orðið að veruleika. Spurningin er hvort þessi saga muni endurtaka sig, og hvort sögu- lokin verði þá jafnfarsæl. Ætla for- ystumenn Sjálfstæðisflokksins að halda áfram að horfa framhjá nýjum aðstæðum og nýjum tækifærum í alþjóðamálum og glutra frumkvæð- inu í utanríkismálum íslendinga end- anlega í hendurnar á Alþýðuflokkn- um? Munu tækifærin ganga okkur úr greipum vegna þess að stærsti stjórnmálaflokkur þjóðarinnar vill ekki takast á við nýja tíma og lokar sig inni í torfbæ þjóðernishyggjunn- ar? Eða munu Islendingar eiga því iáni að fagna að eiga leiðtoga, sem eru í sambandi við þróunina í hinni nýju Evrópu? Næst, þegar tækifæri gefst til að ræða við Evrópusam- bandið um aðild, er slíkrar forystu þörf til þess að mistökin frá 1992 endurtaki sig ekki. Höfundur er stjórnmálafræðingur og leggur stund á framhaldsnám í alþjóðastjórnmáium í London. HÁSKÓLI ÍSLANDS ENDURMENNTUNARSTOFNUN K BÆTT VERKLAG I HUGBUNAÐARGERÐ Um þessar mundir er unnið að þróun nýrra staðla til að endurbæta verklag í hugbúnaðar- gerð. Verkefnið er unnið á vegum alþjóðastaðla- stofnunarinnar ISO og nefnist það SPICE (Soft- ware Process Improvement and Capability Determination). Ætlunin er að nýju staðlamir verði tilbúnir á næsta ári. Með þeim verður hægt að meta hæfnisþætti hugbúnaðarhúsa og ákveða umbótaaðgerðir. Þessir nýju staðlar verða kynnt- ir á námskeiðinu og rætt um samband þeirra við aðra alþjóðlega staðla í hugbúnaðargerð. Leiðbeinendur: Irwin Fletcher, lektor við Glasgow Caledonian University, og Oddur Benediktsson, prófessor í tölvunarfræði við Háskóla íslands. Irwin og Oddur em báðir í SPICE-vinnuhópnum. Námskeiðið verður að hluta kennt á ensku. Tími: 11. aprílkl. 8.30-12.30. Verð: 5.000 kr. Vinsamlega skráið þátttöku fyrir páska. Skráning: Sími 694940, fax 694080. Upplýsingar: Símar 694923, -24 og -25. Einstakt áskriftartilboð: NJ Bim AÐEINS KRONUR! Tryggðu þér að Andrés Önd komi heim til þín í hverri viku - og ad þú fáir safnmöppuna ókeypis! • Við bjóðum þér vinsælasta myndasögublað á íslandi, Andrés Önd á aðeins kr. 225 hvert blað - sent heim til þín. Ef að þú tekur tilboðinu innan 10 daga færðu vandaða 700 krónu safnmöppu undir blöðin að gjöf. HRINGDU STRAX í DAG í ÁSKRIFTARSÍMANN: 91 -688300»
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.