Morgunblaðið - 24.03.1994, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1994
Afkoma í sjávarútvegi sérstaklega slæm á norðanverðu Snæfellsnesi
Lengja þarf lán, lækka
vexti og flutningskostnað
- segir Smári Guðmundsson framkvæmdastjóri Sæfangs í Grundarfirði
Eigið fé sjávarútvegsfyrirtækja 1992 til 1994
and Vestfi
Reykjavík/
Reykjanes Vestui
20,2%
Norðurland Norðurland
vestra .eystra _ Austurland Suðurland Samtals:
n 19.1 \vw
mi,
Ö
|
16,«\
'
i
18,0%
AÍ1,8%
'
4
4,6
14,1
14,9
Heimild:
. Petta eru lauslegar áætlanir og margir fyrirvarar settir, sérstaklega fyrir 1994.
93 '94 '92 '93 '94 '92 '93 '94 '92 '93 '94
TALSMENN sjávarútvegsfyrir-
tækja á Vesturlandi segja að
afkoma í greininni sé mjög
slæm, sérstaklega á norðan-
verðu Snæfellsnesi og því komi
áætlanir Þjóðhagsstofnunar um
hag sjávarútvegs í landshlutan-
um ekki á óvart. Guðmundur
Smári Guðmundsson, fram-
kvæmdasljóri Sæfangs í Grund-
arfirði, segir að fyrirtækin séu
mjög skuldsett og fyrst og
fremst þurfi að grípa til lána-
lenginga og lækka vexti. Einnig
telur hann mikla nauðsyn bera
til að lækka flutningskostnað á
freðfiski frá landinu. „Við erum
i sjálfu sér ekki að biðja um
neinar sértækar aðgerðir, en
viljum fá að starfa í eðlilegu
viðskiptaumhverfi," sagði Guð-
mundur. Hann segir hins vegar
ástæðulaust að auka kvóta í
augnablikinu vegna þess hversu
lélegt ástand væri á útflutnings-
mörkuðum fyrir frystar afurð-
ir.
Guðmundur sagði að staðan
væri víða mjög slæm og verstöðvar
á útnesinu væru að nær öllu leyti
háðar þorskveiðum. „Það hefur
komið mjög bagalega niður,_ eins
og sést best á atvinnulífinu í Olafs-
vík, en öll stóru fyrirtækin þar eru
horfin. A Hellissandi og Rifi voru
geysilega öflug og sterk fyrirtæki
fyrir sem þoldu þetta en ég veit
ekki hvað þau gera það lengi,“
sagði hann.
Guðmundur sagði að rækja og
hörpudiskur hefðu komið örfáum
fyrirtækjum til góða en því væri
mjög misskipt. Á Stykkishólmi
væri nær allri bolfiskvinnslu hætt
og hörpusdiskurinn og rækju-
vinnslan hefði komið í staðinn.
Aðspurður hvort hann teldi að
grípa þyrfti til sambærilegra að-
gerða á Vesturlandi og á Vestfjörð-
um sagði hann að fyrirtæki víða
um land þyrftu á aðstoð að halda.
Meginþorri fiskvinnslufyrirtækja
væri að glíma við afborganir af
skammtímalánum og þyrftu að fá
lánalengingu með skikkanlegum
vöxtum því þau hefðu verið að
greiða okurvexti fram til þessa.
Guðmundur nefndi fleiri þætti
sem huga þyrfti að og nefndi sem
dæmi skýrslu Drewry Shipping
Consultants um flutningskostnað
til og frá landinu og sagði að flutn-
ingskostnðaur vegna freðfiskflutn-
inga væri allt of stór kostnaðarlið-
ur í bókhaldi fyrirtækjanna. „Mitt
litla fyrirtæki, sem var með 350
milljóna króna veltu á síðasta ári,
þurfti að borga yfir 20 milljónir í
„Ég hafði gert mér grein fyrir
því að bæði afkoman og eiginfjár-
hlutfallið hafa hrapað hjá sjávarút-
vegsfyrirtækjum á Vesturlandi.
Þorskskerðingin segir sína sögu.
Ég held að í framhaldi af þessu
þá eigi öllum að vera ljóst að það
þurfi að bregðast við gagnvart
sjávarbyggðunum á Vesturlandi
með mjög ámóta, svipuðum hætti
og verið er að tala um gagnvart
byggðunum á Vestfjörðum," sagði
Sturla Böðvarsson.
flutninga. Það hlýtur að vera hægt
að lækka þennan lið, því á meðan
við höfum verið að skera niður
alla kostnaðarliði þá hefur þetta
setið eftir. Gjaldþrot Hafskips var
geysilega dýrt, en þá hækkuðu
reikningarnir mínir um 25% sama
dag og Hafskip fór á hausinn, en
ég flutti mikið með Hafskip. Ég
tel fáránlegt að öll þessi tæknibylt-
Hann sagði að þingmenn kjör-
dæmisins hefðu þegar óskað eftir
því með bréfi til Byggðastofnunar
að gerð verði úttekt á stöðunni og
væntu þess að það mætti hraða
því sem mest.
Sturla sagði að staðan væri
mjög slæm á norðanverðu Snæ-
fellsnesi en það er alveg ljóst að
bæði í Stykkishólmi og Grundar-
firði væru fyrirsjáanleg vandkvæði
með sama hætti og utar á nesinu,
í Ólafsvík og á Rifi.
ing sem síðan hefur átt sér stað í
flutningum hefur ekki skilað okkur
neinum lækkunum,“ sagði hann.
Guðmundur sagðist telja
ástæðulaust að auka þorskkvóta í
augnablikinu vegna lélegs ástands
á mörkuðum. Sagðist hann efast
um að það myndi bæta eitthvað
stöðu fiskvinnslunnai', þótt það
kynni að bæta eitthvað stöðu út-
Afkoma síst betri en á
Vestfjörðum
„Við vitum að á utanverðu Snæ-
fellsnesi er afkoma fyrirtækja
mjög svipuð og ekki betri en hjá
fyrirtækjum á Vestfjörðum. Þar
hefur átt sér stáð sama skerðing
á þorski en fyrirtæki á utanverðu
Snæfellsnesi byggja mjög á þorsk-
veiðum og skerðingin hefur orðið
gífurleg á því svæði,“ sagði Ingi-
björg Pálmadóttir. Hún sagði að
skerðing þorskveiðiheimilda hefði
einnig komið illa niður á fleiri stöð-
um á Vesturlandi og erfiðleikar
væru víða, m.a. á Akranesi.
Aðspurð hvort hún teldi þörf á
sambærilegum aðgerðum á Vest-
gerða, að fá aukinn fiskkvóta, en
fiskvinnslan þyrfti þá að taka þá
peninga að láni til að greiða fyrir
hráefnið og myndi síðan geyma
fiskinn í frystigeymslum í 5-6
mánuði.
Allir kvótar að verða búnir
Ólafur Rögnvaldsson, fram-
kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Hell-
issands hf., sagði að enginn þyrfti
að furða sig á að afkoma sjávarút-
vegsfyrirtækja væri lökust á Vest-
urlandi. Hann sagði að allar afla-
heimildir sjávarútvegsfyrirtækj-
anna á Rifi, Hellissandi og í Ólafs-
vík væru í þorski og engin byggð-
arlög á íslandi þyrftu eins á þorski
að halda og þessir staðir. „90% af
því sem við vinnum í frystihúsinu
hjá okkur er þorskur, sem er skert-
ur ár eftir ár,“ sagði hann.
Ólafur sagði að ástandið væri
orðið mjög slæmt og aðspurður
hvort grípa ætti til aðgerða líkt
og á Vestfjörðum, svaraði hann:
„Það liggur í hlutarins eðli að það
leiðir hvað af öðru. Hvernig eigum
við að geta haldið uppi atvinnu
fyrir fólkið? Við unnum hvern ein-
asta dag í frystihúsinu hjá okkur
á síðasta ári og það kostar mikinn
barning. Við erum að kaupa kvóta
á okurverði, kaupa dýrt á mörkuð-
unum, bara til að halda uppi at-
vinnu fyrir fólkið. Slæmt var það
á síðasta ári, en það er ennþá verra
núna, það eru allir kvótar að verða
búnir,“ svaraði Ólafur og sagði
ljóst að öll starfsemi myndi stöðv-
ast innan tíðar að óbreyttu.
Ólafur gagnrýndi harðlega við-
skipti með kvóta milli landshluta,
sérstaklega tonn á móti tonni-við-
skiptin, og sagði að sjómannasam-
tökin yrðu að taka fast á því máli.
Nauðsynlegt væri að banna við-
skipti með tonn á móti tonni.
urlandi og unnið er að vegna Vest-
fjarða sagði Ingibjörg að horfa
þyrfti til landsins í heild sinni. „Ég
veit að þetta er brýnt á Vestfjörð-
um og það er líka mjög brýnt á
utanverðu Snæfellsnesi og þolir
ekki bið,“ sagði hún. Ingibjörg
kvaðst hins vegar efast um að þær
aðgerðir sem ríkisstjórnin boðaði
væru þær einu réttu. Vísaði hún í
því sambandi til umræðna um að
kvóti væri sífellt að færast á færri
hendur og benti á að ríkisstjórnin
setti sameiningu fyrirtækja sem
skilyrði fyrir fyrirgreiðslu og það
hefði einfaldlega í för með sér að
kvótanum yrði þjappað saman á
færri aðila til að ná hagkvæmninni.
Sturla Böðvarsson alþingismaður um stöðu sjávarútvegs á Vesturlandi
Samskonar aðgerða þörf
STURLA Böðvarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins á Vestur-
landi, og Ingibjörg Pálmadóttir, þingmaður Framsóknarflokks-
ins, segja að tölur Þjóðhagsstofnunar um að afkoma í sjávarút-
vegi sé lökust á Vesturlandi komi ekki á óvart. Vandinn sé síst
minni en á Vestfjörðum, sérstaklega á utanverðu Snæfellsnesi.
1
í
I
I
t
I
L
t
I
í
I
|
i
i
f
I
i
l
i
Stungið í steininn eftir
þrekraun í sjávarháska
eftir Árna Johnsen
Afleit mistök urðu í meðferð skip-
brotsmanns sem komst af eftir
mikla þrekraun er bátur hans fórst
við hamrana skammt austur af
Þorlákshöfn sl. föstudag. Það er
með ólíkindum að sjómaður sem
bjargast á ótrúlegan hátt úr
skipsskaða og kemst hrakinn og
kaldur til byggða skuli vera látinn
dúsa í tukthúsi næturlangt eftir
slíka raun. Slík meðferð á skipbrots-
manni er gjörsamlega út í hött.
Um kvöldmatarleytið á föstudag
í ljósaskiptunum var Jón Þór Gríms-
son sjómaður á landleið úr róðri til
Þorlákshafnar á fimm tonna trillu.
Þegar hann átti skammt ófarið til
hafnar urðu gangtruflanir í vél trill-
unar og hún stöðvaðist. Hann
reyndi að koma vélinni í gang og
senda út neyðarmerki en áður en
það tókst fékk báturinn á sig brot
og þegar Jón Þór komst fram í trill-
una til þess að kasta út ankeri kom
annað brot yfir bátinn sem steytti
þá á skeri og byijaði að brotna.
Enn ein gangsetningartilraun á
sökkvandi bátnum mistókst. Synti
hann þá að skeri um 50 metra frá
landi og hékk þar í þangi um stund
og fór a.m.k. tvisvar í kaf meðan
öldur skullu yfir. Þegar bát hans
var að reka á skerið, sem hann
hékk við, sleppti hann takinu á
þanginu á nánast sama andartaki
og trillan skall á skerinu og synti
til lands þar sem við tóku ísi lagðir
hamrar og varð hann að bijóta ís
af klettunum til þess að komast upp
á land á sokkaleistunum. Um kíló-
metra frá ströndinni komst hann í
húsaskjól og var illa hrakinn og
kaldur þegar björgunarmaður hitti
„t>að er með ólíkindum
að sjómaður sem bjarg-
ast á ótrúlegan hátt úr
skipsskaða og kemst
hrakinn og kaldur til
byggða skuli vera lát-
inn dúsa í tukthúsi næt-
urlangt eftir slíka
raun.“
hann og ók honum til herbergis
hans í Þorlákshöfn. Skömmu síðar
kom lögreglan frá Selfossi á vett-
vang og tók skipbrotsmanninn í
sína vörslu og fór með hann á lög-
reglustöðina á Selfossi vegna gruns
um ölvun.
Nú er það alveg Ijóst að maður
Árni Johnsen
sem hefur drukkið eitthvað að ráði
vinnur ekki slíkt afrek sem Jón Þór
gerði með sundi sínu og landgöngu
við þær aðstæður sem voru og ef
lögreglan vildi einangra skipbrots-
manninn vegna „rannsóknar máls-
ins“ þá átti hún að leggja hann inn
á sjúkrahús og gæta hans þar. í
staðinn er manninum stungið í
steininn, læknir kallaður til á lög-
reglustöðina til þess að taka
blóðprufu af honum og lækninum
var ekki einu sinni sagt að maður-
inn væri skipbrotsmaður. Hann var
því ekkert skoðaður af lækninum,
enda var hún ekki beðin um það
og ekkert sagt frá málavöxtum.
Þegar læknirinn var farinn krafðist
lögreglan þess að maðurinn pissaði
í flösku vegna „samanburðarrann-
sókna“. Þetta gekk illa hjá mannin-
um vegna skjálfta en slíkt er aug-
ljós fylgikvilli losts, taugaáfalls eða
skelfingar.
Sem betur fer hresstist skipbrots-
maðurinn af nætursvefninum í
fangageymslu lögreglunnar, en
þetta eru slík forkastanleg vinnu-
brögð að full ástæða er til þess að
vekja athygli á þeim ef það mætti
koma í veg fyrir önnur slík mistök.
Skipbrotsmenn eiga heima undir
lækniseftirliti eftir slíka þrekraun
en ekki handatjaðri lögreglunnar,
þótt góður sé.
Höfundur þingmaöúr Sjálfstæðis-
flokksins i Suðurlandi.
I
t
i
i
i
i
I
f