Morgunblaðið - 24.03.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.03.1994, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1994 FN selur elstu Twin Qtter-flugvél sína til Kanada Áhugí á að komast inn á nýjar áætlunarleiðir Morgunblaðið/Rúnar Þór Fer til Kanada ELSTA Twin Otter-flugvél Flugfélags Norðurlands hefur verið seld til Kanada en þangað fer hún á morgun, föstudag. FLUGFÉLAG Norðurlands, FN, hefur selt elstu Twin Otter-flug- vél sína til Kanada. Forráðamenn félagsins eru famir að huga að kaupum eða leigu á annarri Metro-skrúfuþotu, en félagið festi kaup á slíkri flugvél fyrir þremur ámm og hefur hún reynst mjög vel. Aætlunarflug félagsins milli Akureyrar og Keflavíkur hefst að nýju í byrjun maí eftir hlé í vetur. Útlit er fyrir hagstætt ár í rekstri félags- ins á yfirstandandi ári líkt og var í fyrra en þá varð hagnaður af rekstrinum. Sigurður Aðalsteinsson fram- kvæmdastjóri Flugfélags Norður- lands sagði að gengið hefði verið frá sölu á elstu Twin Otter-flugvél fé- lagsins til flugfélags í Kanada og fer vélin frá Akureyri á morgun, föstu- dag. „Við höfum notað þessa vél mikið og hún hefur reynst ákaflega vel. Það er alltaf viss eftirsjá að góðum grip,“ sagði Sigurður. Ákveð- ið var að selja vélina fyrir löngu eða þegar félagið keypti Metro-Fairchild skrúfuþotu árið 1991 en sölunni'var frestað þar til nú vegna ýmissa verk- efna. Sigurður sagði að gott mark- aðsverð hefði fengist fyrir vélina, „við erum að fá sömu upphæð í doll- urum fyrir hana nú og við keyptum hana á fyrir 15 árum.“ Góð nýting FN á nú tvær Twin Otter-flugvél- ar, tvær Chieftain-flugvélar og eina Metro-vél en Sigurður sagði að farið væri að huga að annaðhvort leigu eða kaupum á annarri Metro-skrúfu- þotu. Sú sem fyrir er hefur reynst vel og verður nýting hennar afar góð í sumar að sögn Sigurðar. Keflavíkurflug að nýju Áætlunarflug FN milli Akureyrar og Keflavíkur hefst að nýju 5. maí næstkomandi eftir hlé í vetur. Fyrir- hugað er að fljúga þrisvar í viku á þessari leið í fyrstu en þegar sumará- ætlun tekur gildi í júní verður flogið daglega milli staðanna þar til í sept- ember. Sigurður sagði að greinileg þörf væri á slíku áætlunarflugi að sumrinu en yfir vetrarmánuðina virt- ist hún tæplega fyrir hendi. FN hefur 20% hlutdeild í áætlun- arleiðinni milli Húsavíkur og Reykja- víkur á móti Flugleiðum sem hefur 80% og hafa forráðamenn FN áhuga á auknum réttindum á þeirri leið. Þá hafa þeir einnig áhuga á að taka að sér hluta af flugleiðinni milli Sauð- árkróks og Reykjavíkur og er ætlun- in að FN fljúgi fjórar ferðir í viku fyrir Flugleiðir sem hefur sérleyfi á þeirri leið. Beðið er eftir samþykki samgönguráðuneytis við þeirri til- högun. Sigurður sagði að þetta væri liður í viðleitni félagsins til þess að fá ný verkefni sem henti félaginu en fyrirsjáanlegur samdráttur væri á ýmsum þeim áætlunarleiðum sem félagið hafí sérleyfí á einkum á Norð- austurlandi. Vegir hefðu batnað og margir kysu fremur að aka en ferð- ast með fiugvélum og til marks um það sagði Sigurður að nokkurs sam- dráttar hefði gætt á leiðinni milli Akureyrar og Egilsstaða í vetur eftir að vetraropnun á leiðinni var tekin upp en góð nýting hefði jafnan verið á þessari leið. Hagnaður Hagnaður varð af starfsemi Flug- félags Norðurlands á síðasta ári og er útlitið gott hvað þetta ár varðar. „Það lítur allt út fyrir að árið verði okkur hagstætt. Við höfum næg verkefni í Grænlandsflugi annað árið í röð en það er mikilvægur þátt í okkar starfsemi," sagði Sigurður. Morgunblaðið/Rúnar Þór Gunnar Örn sýnir á Pollinum Á POLLINUM á Akureyri stendur nú yfír sýning á verkum myndlistarmanns- ins Gunnars Arnar. Gunnar Örn er sjálfmenntaður myndlistarmaður sem hélt sína fyrstu einkasýningu árið 1970 og eru þær orðnar fjölmargar síðan bæði á Íslandi og erlendis t.d. í Kaupmannahöfn og New York. Þá hefur hann tekið þátt í samsýningum víða um heim, á Norðurlöndunum, Lundún- um, nokkrum stöðum í Bandaríkjunum, Sao Paulo og Tókýó. Á Pollinum eru 23 olíuverk sem unnin voru á þessu og síðasta ári. Þá sýnir Gunnar Örn þrjú verk á Tryggingamiðstöðinni sem er í sama húsi og Pollurinn. -----» ♦ ♦--- Smygl í Hvítanesi TOLLGÆSLAN á Akureyri fann 55 flöskur af áfengi og 12 lengjur af vindlingum við tollafgreiðslu og leit í Ms Ilvítanesi í Dalvíkur- höfn í fyrrakvöld en skipið var að koma frá Portúgal og Spáni. Sigurður Pálsson yfirmaður Toll- gæslunnar á Akureyri sagði að smyglvarningnum hefði verið hagan- lega fyrir komið í sérstöku hólfí í dekkhúsi skipsins sem búið var að setja fyrir járnplötu og mála yfir. Þrír skipvetjar játuðu að eiga varninginn og er málið að fullu upp- lýst. Niðurstaða könnunar á kynhegðun 55,6% fráskilinna breyttu kynhegð- un vegna alnæmis FJÓRÐUNGUR þeirra karla sem farið hafa erlendis í viðskiptaerind- um, hafa haft kynmök við einstakling sem stundar vændi. Hlutfallið er mun lægra meðal þeirra karla sem ekki hafa farið utan í við- skiptaerindum, eða 7,1%. Ekki er þó ljóst hvenær á ævi karlanna eða undir hvaða kringumstæðum mök gegn greiðslu fóru fram. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar á kynhegðun og þekk- ingu á alnæmi sem gerð var á vegum Landlæknisembættis og Lands- nefndar um alnæmi árið 1992 og birt var í gær. Könnunin leiðir jafnframt í Ijós að að 8,4% þeirra sem voru giftir eða í sambúð kváðust hafa breytt kynhegðun sinni vegna alnæmis og stofnað til færri skyndikynna en áður, 29,6% þeirra sem voru í föstu sam- bandi, 36,3% einhleypra og 55,6% fráskildra. Fjöldi þeirra sem segjast hafa breytt hegðun sinni er meiri meðal karla en kvenna, 14,3% á móti 9,3%, og segja aðstandendur könnunarinn- ar að þessi munur sé marktækur. Samsvarandi kannanir sem gerðar voru 1987 sýndu að um 7,9% karla og 7,0% kvenna töldu sig hafa breytt hegðun sinni vegna alnæmis, þanníg að um talsverða fjölgun er að ræða. Smokkurinn meira notaður Svipaður fjöldi karla og kvenna, eða 5,3% á móti 4,0%, var alvarlega að hugsa um að breyta hegðun sinni, en talsvert fleiri karlar en konur hafa hins vegar ekki hugsað um að breyta hegðun sinni vegna hættu á alnæmissmiti. Fleiri karlar en konur segjast stofna til færri skyndikynna en áður, 20,2% á móti 14,8%. Fleiri karlar en konur segjast neyta áfeng- is eða annarra vímuefna í minna mæli en áður, 11,3% á móti 8,2%, en þessi hegðunarbreyting er mest meðal einhleypra, 21,1%, og frá- skildra, 27,8%. Af öllum þeim sem svöruðu segjast 25,4% nota smokk- inn við fyrstu samfarir eða meira en áður, og er hlutfallið svipað hjá báðum kynjum en eins og við er að búast svara flestir játandi i yngsta aldurshópnum sem eru að hafa kynmök í fyrsta skipti, eða 70,2%, og meðal fráskildra, eða 55,9%. Herferð meðal ferðamanna Könnunin dró fram að stór hluti ungs fólks hefur ferðast víða, m.a. til landa Mið- og Suður-Evrópu, þar sem útbreiðsla alnæmis er mikil, aðallega vegna eiturlyfjanotkunar. Guðjón Magnússon, formaður Landsnefndar um alnæmisvandann, segir ýmislegt í könnuninni gefa til kynna að beina eigi sjónum að ferða- mönnum, og tilfelli sem upp hafa komið sýni óbein tengsl milli ferða- laga og alnæmissmits. Því hafi verið ákveðið að blása til kynningarher- ferðar sem aðallega beinist að ferða- löngum. Gefínn verður út einblöð- ungur í 70 þúsund eintökum um smokkinn og smitleiðir alnæmis, sem dreift verður til ferðamanna við af- greiðslukassa í Leifsstöð. Herferðin stendur frá apríl og fram í septem- ber. Að sögn Guðjóns var rætt við stærstu ferðaskrifstofurnar um að dreifa efni af þessum toga með far- seðlum, en þær voru ekki tilbúnar til þess af ótta við missa viðskipta- vini. Einnig mun tvíblöðungur með samsvarandi fræðslu liggja frammi á þeim stöðum sem ferðamenn eru bólsettir fyrir ferðir til fjarlægra landa. Könnunin fór fram 29. apríl til 6. ágúst 1992 með aðstoð félagsvís- indadeildar Háskóla íslands. Úrtakið var 1.500 einstaklingar á aldrinum 16-59 ára sem valdir voru af handa- hófi úr þjóðskrá, hvaðanæva af land- inu. Gild svör voru 975 eða 65% en ef þeir eru dregnir frá sem vitað er að bjuggu erlendis, er svarprósentan heldur hærri, eða 65,4%. Hlutfall aldursskiptingar var jafnt, utan þess að fækkað var um 50 einstaklinga í elsta hópnum, 50-59, og þeim dreift á aldurshópinn 30-49 ára, þar sem sá hópur telst frekar í áhættu en hinn. 83 einstaklingar hafa greinst með alnæmi hérlendis frá því að mæling- ar hófust, og þar af eru 63 enn á lífi en 11 eru með sjúkdóminn á loka- stigi. Átta létust úr alnæmi á sein- asta ári. Þrjú alnæmistilfelli greind- ust á seinasta ári sem er það minnsta sem greinst hefur frá 1988, en árin 1990, 1991 og 1992 voru að meðal- tali 12 greindir með alnæmi á ári. „Færri greindust í fyrra en áður, en við vitum ekki hvort um svikalogn sé að ræða, þó að við vonum að þetta gefi vísbendingu að forvarna- starf okkar hafi skilað árangri," seg- ir Guðjón. „Umræða um alnæmi hefur verið óvenju lítil upp á síðkast- ið, og við vitum að fenginni reynslu að aldrei má hætta að fræða og fyrirbyggja á þessu sviði.“ Marin Brmnd de Creve- coeur ræðismaður látin MARÍN Briand de Crevecoeur ræðismaður lést úr krabbameini í gærmorgun. Lést hún í sjúkra- húsi í borginni Malaga á Spáni. Marín fæddist í Reykjavík 25. september 1929. Foreldrar hennar voru Gísli Jónsson bifreiðasmíða- meistari og járnsmiður frá Hróars- holti í Villingaholtshreppi, fæddist 27. febrúar 1901, lést 15. mars 1959, og Guðrún Magnúsdóttir hús- freyja frá Vorsabæ á Skeiðum, fæddist 22. júlí 1895, lést 10. ág- úst 1979. Marín útskrifaðist frá Kvennaskólanum í Reykjavík árið 1947. Árið 1949 giftist hún Jean Philipe Briand de Crevecoeur. Þau hjónin fluttust til Kaupmannahafn- ar sama ár en Jean Philipe vann hjá Grænlandsversluninni í Kaup- mannahöfn. Þau fluttust síðan til Malaga á Spáni árið 1969 og var Marín ræðismaður íslands þar hátt í 20 ár. Marín og Jean Philipe varð tvejgjg barijja auð|ð. Þau heita 30. nóvember 1950, og René Gísli, sem fæddist 2. desember 1953, og eru bæði búsett í Malaga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.