Morgunblaðið - 24.03.1994, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1994
27
Hiti í vatnsrúminu
tapast ef ekki er búið um
ÁKJÓSANLEGUR hiti á vatninu í vatnsrúmi er um 27 gráður á
Celsíus. Mörgum finnst þægilegt að hafa 26 gráðu hita að sumrinu
en 28 gráðu hita yfir veturinn og er reyndar mælt með því.
Hafa ber í huga að rúmfötin ein-
angra vatnsdýnuna frá umhverfinu
og hindra að hiti berist frá vatns-
rúminu út í umhverfið. Búið því vel
um rúmið strax eftir notkun. Sé
það dregið tapast hiti að óþörfu og
þann hita þarf rafmagnshitarinn
að bæta upp með meiri notkun.
Að deginum til er nægilegt að
lofta út í 10-15 mínútur með því
að hafa opinn glugga. Sé gluggi
hafður opinn í átta klst. á köldum
vetrardegi má ætla að vatnsrúmið
noti 2-3 kWh aukalega. Sé skipt
um vatn og látið kalt vatn í vatns-
rúmið þarf að nota um 22 kWh til
að hita rúmið að nýju og það tekur
tvo sólarhringa áður en 27 gráðu
hita er náð, miðað við 400 W raf-
magnshitara.
Slökkvið ekki á vatnsrúminu
vegna stuttrar fjarveru. Ef slökkt
er á því tekur sólarhring að hita
það um 9 gráður. Það er að segja
úr 18 gráðum í 27 gráður og til
þess þarf rafmagn er svarar til
fimm til sex daga notkunar. Gera
má ráð fyrir að vatnsrúm noti 2-3
kWh á sólarhring eða um 1.000
kWh á ári. ■
ONDVEGIS
URBEINAÐ
HANGILÆRI
ÚRBEINAÐUR
HANGIFRAMPARTUR
MALEE
ANANASMAUK 425 g
ANANASSNEIÐAR
425 g
ÁÐUR 57,-
Bakaðar kartöflur
og átta tegundir af fyllingum
NÝR veitingastaður verður opnaður í Reykjavík í dag, en hann er
sérstakur að því leyti að þar verður aðaláherslan lögð á matarmiklar
bakaðar kartöflur með alla vega fyllingum. Staðurinn hefur hlotið
nafnið „Jakkar og brauð“, er til húsa í Skeifunni 7 og tekur um 60
manns í sæti.
Eigendurnir eru
mæðgumar Hulda
Ósk Ólafsdóttir og
Guðrún Margrét
Kjartansdóttir og
segja þær fyrir-
myndina sótta til
Bretlands. „Þannig
var að dóttir mín
var „au-pair“ í
London og kynntist
þessu þar. Við
erum m.a. í sam-
starfi við aðila í London sem rekur
nokkra svona veitingastaði þar undir
nafninu „Jacket Potatoes“. Við fáum
t.d. frá honum allar umbúðir," segir
Hulda.
Kartöflurnar, sem notaðar verða,
eru hollenskar. Eftir bökun er skorið
í þær og þær fylltar með einhveijum
af þeim átta fyllingum sem í boði
eru. Kartöfluskammturinn kostar
250-300 kr., en auk þess ætla þær
Hulda og Guðrún að bjóða upp á
fáeina aðra rétti, t.d. kjötmeti og
smurbrauð, en áður en þær keyptu
staðinn var þar rekin smurbrauðs-
stofa. ■
Morgunblaðið/Sverrir
Mæðgurnar Hulda Ósk Ólafs-
dóttir og Guðrún Margrét Kjart-
ansdóttir á nýja veitingastaðn-
um, „Jakkar og brauð“.
Áhersla verður lögð á bakaðar
kartöflur með ýmsum fyllingum.
Árúteikningar
og árulestur
Teikna árukort og les úr
þeim líkamleg, tilfinningaleg
og andleg áföll úr fortíðinni.
Les einnig úr árulitunum
framtíðarmöguleika
einstaklingsins.
Býð upp á nokkrar mismunandi gerðir korta
m.a. heildarkort og sálarkort.
Einkatímar.
RAGNHEIÐUR ÓLAFSDÓTTIR,
sími 674775
■
EÐALFISKUR
REYKTUR
OG GRAFINN
LAX SNEIDD FLÖK
TILB. VERÐ
BASSETS
LAKKRÍS-
KONFEKT
400 g
Tl
AÐUR 199,-
DOGUN
RÆKJUR — 1 KG
449
Pr* Lg
SPÆNSKAR
APPELSÍNUR
Tl
y-:
w
pr. kg
ÁÐUR 99,-
EMMESS DAIM
SKAFÍS 1 ltr
NIF
L
AÐUR 349,-
SVEPPIR
n
pr. kg
ÁÐUR 599,
HAGKAUP
gœöi úrval þjónusta