Morgunblaðið - 24.03.1994, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1994
Konur á Fáskrúðsfirði
búa til sykur- og silkiskraut
ÞAÐ ERU um tvö ár síðan Gwendolyn A Kemp fór að hefja fram-
leiðslu á hátíðaskreytingum. Hún er búsett á Fáskrúðsfirði en er frá
Nýja Sjálandi þar sem hún á sínum tíma lærði kökuskreytingar. Hér
á landi hefur hún verið búsett í þrettán ár.
Smám saman hafa viðskiptin hjá
Hátíðarskreytingum verið að auk-
ast. í byijun framleiddi fyrirtækið
bara fyrir Austurland en nú eru
vörurnar komnar í Hagkaup og um
land allt. Gwendolyn er með tvær
konur í vinnu hjá sér og fyrir jól
höfðu sjö konur á Fáskrúðsfirði
atvinnu við skreytingarnar.
En konurnar framleiða ekki ein-
ungis sykurskraut, þær eru líka
með silkiskraut og hafa meðal ann-
ars fengið verkefni frá Nóa og Sír-
íus við að setja saman 52000
silkiskrautstykki.
Strásæta og sykurlaus
brjóstsykur frá Sweet’n low á markaðinn
RÖKRÁS hf. hefur tekið
að sér að vera umboðs-
og dreifingaraðili fyrir
Sweet’n low vörur, en í
þeirri vörulinu er m.a.
að finna strástætu og
brjóstsykur, sem
skemmir ekki tennur,
að sögn Jóhanns Einars-
sonar, sölustjóra hjá
Rökrás.
Sweet’n low strásætan
virkar sem sykur, en er
með lágmarks kaloríu-
innihaldi og aukaefnum.
Prúttmarkaður og
breyttur opnunartími
NYR og breyttur afgreiðslutími verður framvegis í Hagkaup í Skeif-
unni. Opið verður alla virka daga til klukkan 21.00 í stað 18.30 áður.
Á Iaugardögum verður opið frá 10.00 til 18.00 í stað 10.00 til 16.00,
en á sunnudögum verður eftir sem áður opið frá 13.00 til 17.00.
Strásætan hentar t.d. vel
í matargerð hverskonar
og bakstur upp að 180
gráðu hita. Hún leysist
jafnframt auðveldlega
upp í köldum og heitum
drykkjum.
Þá kemur bráðlega á
markaðinn nýjung frá fyr-
irtækinu sem er sykur-
laust sælgæti, það er
bijóstsykur í rúllu-pakkn-
ingum og pokum með
fimm bragðtegundum án
aukaefna.
Um helgina, á laugardag og
sunnudag, efnir Hagkaup í Skeif-
unni til prúttmarkaðar á þeim út-
sölufatnaði, sem eftir er. Innkaupa-
fólk Hagkaups verður m.a. sjálft
við afgreiðslu og getur fólk prúttað
við það, hver sem betur getur. Þá
má búast við óvæntum uppákomum
í versluninni báða dagana á meðan
prúttmarkaðurinn stendur yfir. ■
Dós í kaupbæti
í DAG byrjar verslunin F&A að bjóða þeim viðskiptavinum sínum
sem kaupa eina 750 g dós af Mackintoshsælgæti sem kostar 947
krónur aðra dós með sem er 400 g í kaupbæti. ■
Bónus fimm ára
HINN 7. apríl næstkomandi verð-
ur Bónus fimm ára. Þá hyggjast
forsvarsmenn fyrirtækisins efna
til veislu.
Að sögn Jóns Ásgeirs Jóhannes-
sonar verða ýmis-tílboð í gangi sem
síðar verða auglýst í Morgunblað-
inu. Á hveijum degi verða vöru-
kynningar og daglega 50% afsláttur
veittur af einhveijum vöruflokkum.
Afmælisveislan stendur í sjö daga
frá^og með 7. apríl. ■
Það þarf ekki að
kæfusteikja svínakjöt!
Leggið steikina á rist í ofnskúff-
una, þannig að puran sé eins lá-
rétt og kostur er. Nota má samanr-
úllaðan álpappír eða skrældar
kartölfur undir lægri kantinn á
steikinni til að puran sé alveg lag-
rétt.
Hellið 5 dl af köldu vatni í
ofnskúffuna. Einnig má láta
kryddjurtir og grænmeti í
ofnskúffuna.
Setjið ofnskúffuna með steiknni
á inn í kaldan ofninn, miðjan ofn.
Kveikið á ofninum, stillið á 200
gráður og steikið kjötið í um 90
mínútur ef það er án beins en um
15 mínútur lengur á kíló ef hrygg-
urinn er með beini. Þið skuluð allt-
af nota steikarmæli!
Takið steikina úr ofninum og
hellið kjötseyðinu úr skúffunni.
Þegar hitinn í miðjum vöðvanum
er 65 gráður en steikin tilbúin.
Sé puran ekki alveg stökk,
brúnið þá steikina undir grilli eða
í ofni við 250 gráður.
Látið steikina þessu næst bíða
í um 20 mínútur. Á meðan stígur
hitinn upp í um 70 gráður og jafn-
framt binst kjötsafinn í vöðvanum
og lekur ekki frá þegar steikin er
skorin.
Sigtið nú kjötseyðið í pott og
látið fituna setjast til og fleytið
ofan af. Notið kjötseyðið í sósu
og sé það ekki nóg má bæta við
kjötsoði eða víni. ■
grg
FLEST höfum við um árin passað vel að gegn-
steikja grísakjötið okkar þannig að ekki sjáist í
roða. Nú hafa svínabændur riðið á vaðið með
nýjar upplýsingar um matreiðslu á svínakjöti.
Þannig færð þú
puruna stökka:
Ristið pumna niður að vöðv-
anum.
Núið salti niður í hveija rifu.
Steikið pumna alveg lárétta.
í bæklingi
sem væntanleg-
ur er á markað
innan skamms
er talað um að
með þeirri þróun
sem hafi átt sér
stað í svínarækt
síðustu 10-12
árin sé minni
fita á grísakjöti
en áður og meiri
vöðvar. Af þeim
sökum er nauð-
synlegt að
steikja kjötið
ekki of lengi og
steikja það þar
til hitinn er um
70 gráður inni í
vöðvanum. Ef þetta er ekki gert
getur kjötið orðið seigt og þurrt.
Aðalástæðan fyrir því að svína-
kjöt hefur verið kæfusteikt er sá
orðrómur að hætta sé á sýkingu
sjáist í roða á kjötinu. Fólk var
hrætt við að fá tríkínur úr kjötinu
sem kannski voru dæmi um uppúr
síðustu aldamótum. Slíkt hefur að
minnsta kosti ekki sést hér í marga
áratugi og eftirlit og framleiðslu-
aðferðir eru þannig að það er alls
engin hætta á slíkum ófögnuði í
kjötinu", segir Kristinn Gylfí Jóns-
son formaður svínaræktarfélags-
ins. Sama gildir um salmonellu
hún hefur ekki fundist í svínakjöti
í mörg ár. Hann vill hinsvegar
benda á að það eigi ekki að elda
grísakjöt með sama hætti og nau-
takjöt og svínakjötið verði best
steikt þannig að það sé aðeins
rósað í miðjunni. Kjötið má vera
gegnsteikt en ekki kæfusteikt eins
og gömlu uppskriftirnar eru.
Að sögn Kristins Gylfa eru fimm
til tíu ár síðan Danir fóru að með-
höndla sitt svínakjöt á þennan
hátt og þeir hafa reyndar stytt
steikingartímann meira en íslensk-
ir svínabændur eru að mæla með
núna.
Þeir Óskar Finnsson og Ingvar
Sigurðsson matreiðslumeistarar á
Argentínu steikhúsi hafa undan-
farna mánuði fundið fyrir því að
gestir biðji um svínakjötið millis-
teikt og vilja hafa roða í svínalund-
unum. „Við höfum sjálfir verið að
prófa okkur áfram með þessa
matreiðsluaðferð á svínakjöti und-
anfarin ár og það verður að segj-
ast eins og er að þetta er bylting
í matreiðslu á grísakjöti og það
er mikill munur á því matreiddu
á þennan hátt. „Kjötið verður
miklu meyrara ef það fær að vera
með roða í miðjunni." Það má þó
benda á að létt steiking á einung-
is við heila vöðva en ekki unnar
kjötvörur úr svínakjöti.
Óskar og Ingvar vilja benda
fólki á að nota steikarmælir við
matreiðslu á grísakjöti.
Safarík steik með stökkri
puru
1 */2kg grísahryggur ón beins
1- l 'Amsk gróft salt
2- 3 stk lórviðarlauf
5 dl vatn eða rauðvín
krydjurtir/grænmeti
Best er að nota ofnskúffu með
rist. Matreiðslan tekur um 2 klst.
Ristið puruna (skerið í skinnið og
fitulagið) niður að vöðvanum og
hafið um 'h sm milli skurðanna.
Gætið þess að skera ekki niður í
sjálfan vöðvann.
Stráið grófu salti yfir og núið
saltinu í puruna svo að smávegis
salt fari í hvern skurð. Gott er að
stinga lárviðarlaufum í rifurnar.
Prjónað
í Kringlunni
KYNNING á íslensku hand-
prjónabandi stendur yfir í
Kringlunni þessa dagana.
Kynningunni lýkur næsta
Iaugardag, en að henni
stendur fyrirtækið ístex.
Daglega milli kl. 16 og 18 er
fólki leiðbeint með sýnikennslu og
það aðstoðað við val á pijónaupp-
skriftum og bandi. Kynntar eru
uppskriftir úr þremur handpijóna-
bókum sem ístex hefur gefið út
og á morgun, föstudag verður
tískusýning fyrir framan Hagkaup
á 2. hæð.
Sýningin hefst kl. 17 og verður
sýndur íslenskur tískufatnaður
sem unnin er úr íslensku hand-
pijónabandi.
■
Misskilin
hollusta sjavarsalts
í MATARSALTI eru tvö frumefni
natríum og klóri enda er efna-
fræðiheiti þess natríumklóríð.
Bæði efnin hafa ákveðnum hlut-
verkum að gegna í líkamsstarf-
seminni og eru okkur því nauðsyn-
leg í litlu magni. Sú trú að sjávar-
salt sé ekki eins skaðlegt og annað
salt er ekki rétt.
Brynhildur Briem næringarfræð-
ingur segir það hafa sýnt sig að
mikil neysla á natríum geti lækkað
blóðþrýsting en mikil neysla á söltuð-
um mat hefur líka verið tengd mynd-
un krabbameins. Hún segir að sjáv-
arsalt sé unnið úr sjó en annað úr
saltnámum á landi þar sem fyrr var
sjór. Efnainnihald er nánast það
sama, nema yfirleitt er meiri raki í
sjávarsaltinu. Að vísu getur eitthvað
örlítið af öðrum steinefnum fylgt
sjávarsaltinu. Þar má t.d. nefna kal-
íum. Kalíum er talið geta lækkað
blóðþrýsting örlítið. En því miður er
svo lítið magn af því í sjávarsaltinu
að það skiptir ekki máli. Niðurstaðan
er sú að þessar tvær gerðir af salti
hafa sömu áhrif á líkamsstarfsemina.
,1 od nJo.iA .iw.'.jiysH. -. i'. iiíiiSítt ■