Morgunblaðið - 24.03.1994, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 24.03.1994, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1994 Konur á Fáskrúðsfirði búa til sykur- og silkiskraut ÞAÐ ERU um tvö ár síðan Gwendolyn A Kemp fór að hefja fram- leiðslu á hátíðaskreytingum. Hún er búsett á Fáskrúðsfirði en er frá Nýja Sjálandi þar sem hún á sínum tíma lærði kökuskreytingar. Hér á landi hefur hún verið búsett í þrettán ár. Smám saman hafa viðskiptin hjá Hátíðarskreytingum verið að auk- ast. í byijun framleiddi fyrirtækið bara fyrir Austurland en nú eru vörurnar komnar í Hagkaup og um land allt. Gwendolyn er með tvær konur í vinnu hjá sér og fyrir jól höfðu sjö konur á Fáskrúðsfirði atvinnu við skreytingarnar. En konurnar framleiða ekki ein- ungis sykurskraut, þær eru líka með silkiskraut og hafa meðal ann- ars fengið verkefni frá Nóa og Sír- íus við að setja saman 52000 silkiskrautstykki. Strásæta og sykurlaus brjóstsykur frá Sweet’n low á markaðinn RÖKRÁS hf. hefur tekið að sér að vera umboðs- og dreifingaraðili fyrir Sweet’n low vörur, en í þeirri vörulinu er m.a. að finna strástætu og brjóstsykur, sem skemmir ekki tennur, að sögn Jóhanns Einars- sonar, sölustjóra hjá Rökrás. Sweet’n low strásætan virkar sem sykur, en er með lágmarks kaloríu- innihaldi og aukaefnum. Prúttmarkaður og breyttur opnunartími NYR og breyttur afgreiðslutími verður framvegis í Hagkaup í Skeif- unni. Opið verður alla virka daga til klukkan 21.00 í stað 18.30 áður. Á Iaugardögum verður opið frá 10.00 til 18.00 í stað 10.00 til 16.00, en á sunnudögum verður eftir sem áður opið frá 13.00 til 17.00. Strásætan hentar t.d. vel í matargerð hverskonar og bakstur upp að 180 gráðu hita. Hún leysist jafnframt auðveldlega upp í köldum og heitum drykkjum. Þá kemur bráðlega á markaðinn nýjung frá fyr- irtækinu sem er sykur- laust sælgæti, það er bijóstsykur í rúllu-pakkn- ingum og pokum með fimm bragðtegundum án aukaefna. Um helgina, á laugardag og sunnudag, efnir Hagkaup í Skeif- unni til prúttmarkaðar á þeim út- sölufatnaði, sem eftir er. Innkaupa- fólk Hagkaups verður m.a. sjálft við afgreiðslu og getur fólk prúttað við það, hver sem betur getur. Þá má búast við óvæntum uppákomum í versluninni báða dagana á meðan prúttmarkaðurinn stendur yfir. ■ Dós í kaupbæti í DAG byrjar verslunin F&A að bjóða þeim viðskiptavinum sínum sem kaupa eina 750 g dós af Mackintoshsælgæti sem kostar 947 krónur aðra dós með sem er 400 g í kaupbæti. ■ Bónus fimm ára HINN 7. apríl næstkomandi verð- ur Bónus fimm ára. Þá hyggjast forsvarsmenn fyrirtækisins efna til veislu. Að sögn Jóns Ásgeirs Jóhannes- sonar verða ýmis-tílboð í gangi sem síðar verða auglýst í Morgunblað- inu. Á hveijum degi verða vöru- kynningar og daglega 50% afsláttur veittur af einhveijum vöruflokkum. Afmælisveislan stendur í sjö daga frá^og með 7. apríl. ■ Það þarf ekki að kæfusteikja svínakjöt! Leggið steikina á rist í ofnskúff- una, þannig að puran sé eins lá- rétt og kostur er. Nota má samanr- úllaðan álpappír eða skrældar kartölfur undir lægri kantinn á steikinni til að puran sé alveg lag- rétt. Hellið 5 dl af köldu vatni í ofnskúffuna. Einnig má láta kryddjurtir og grænmeti í ofnskúffuna. Setjið ofnskúffuna með steiknni á inn í kaldan ofninn, miðjan ofn. Kveikið á ofninum, stillið á 200 gráður og steikið kjötið í um 90 mínútur ef það er án beins en um 15 mínútur lengur á kíló ef hrygg- urinn er með beini. Þið skuluð allt- af nota steikarmæli! Takið steikina úr ofninum og hellið kjötseyðinu úr skúffunni. Þegar hitinn í miðjum vöðvanum er 65 gráður en steikin tilbúin. Sé puran ekki alveg stökk, brúnið þá steikina undir grilli eða í ofni við 250 gráður. Látið steikina þessu næst bíða í um 20 mínútur. Á meðan stígur hitinn upp í um 70 gráður og jafn- framt binst kjötsafinn í vöðvanum og lekur ekki frá þegar steikin er skorin. Sigtið nú kjötseyðið í pott og látið fituna setjast til og fleytið ofan af. Notið kjötseyðið í sósu og sé það ekki nóg má bæta við kjötsoði eða víni. ■ grg FLEST höfum við um árin passað vel að gegn- steikja grísakjötið okkar þannig að ekki sjáist í roða. Nú hafa svínabændur riðið á vaðið með nýjar upplýsingar um matreiðslu á svínakjöti. Þannig færð þú puruna stökka: Ristið pumna niður að vöðv- anum. Núið salti niður í hveija rifu. Steikið pumna alveg lárétta. í bæklingi sem væntanleg- ur er á markað innan skamms er talað um að með þeirri þróun sem hafi átt sér stað í svínarækt síðustu 10-12 árin sé minni fita á grísakjöti en áður og meiri vöðvar. Af þeim sökum er nauð- synlegt að steikja kjötið ekki of lengi og steikja það þar til hitinn er um 70 gráður inni í vöðvanum. Ef þetta er ekki gert getur kjötið orðið seigt og þurrt. Aðalástæðan fyrir því að svína- kjöt hefur verið kæfusteikt er sá orðrómur að hætta sé á sýkingu sjáist í roða á kjötinu. Fólk var hrætt við að fá tríkínur úr kjötinu sem kannski voru dæmi um uppúr síðustu aldamótum. Slíkt hefur að minnsta kosti ekki sést hér í marga áratugi og eftirlit og framleiðslu- aðferðir eru þannig að það er alls engin hætta á slíkum ófögnuði í kjötinu", segir Kristinn Gylfí Jóns- son formaður svínaræktarfélags- ins. Sama gildir um salmonellu hún hefur ekki fundist í svínakjöti í mörg ár. Hann vill hinsvegar benda á að það eigi ekki að elda grísakjöt með sama hætti og nau- takjöt og svínakjötið verði best steikt þannig að það sé aðeins rósað í miðjunni. Kjötið má vera gegnsteikt en ekki kæfusteikt eins og gömlu uppskriftirnar eru. Að sögn Kristins Gylfa eru fimm til tíu ár síðan Danir fóru að með- höndla sitt svínakjöt á þennan hátt og þeir hafa reyndar stytt steikingartímann meira en íslensk- ir svínabændur eru að mæla með núna. Þeir Óskar Finnsson og Ingvar Sigurðsson matreiðslumeistarar á Argentínu steikhúsi hafa undan- farna mánuði fundið fyrir því að gestir biðji um svínakjötið millis- teikt og vilja hafa roða í svínalund- unum. „Við höfum sjálfir verið að prófa okkur áfram með þessa matreiðsluaðferð á svínakjöti und- anfarin ár og það verður að segj- ast eins og er að þetta er bylting í matreiðslu á grísakjöti og það er mikill munur á því matreiddu á þennan hátt. „Kjötið verður miklu meyrara ef það fær að vera með roða í miðjunni." Það má þó benda á að létt steiking á einung- is við heila vöðva en ekki unnar kjötvörur úr svínakjöti. Óskar og Ingvar vilja benda fólki á að nota steikarmælir við matreiðslu á grísakjöti. Safarík steik með stökkri puru 1 */2kg grísahryggur ón beins 1- l 'Amsk gróft salt 2- 3 stk lórviðarlauf 5 dl vatn eða rauðvín krydjurtir/grænmeti Best er að nota ofnskúffu með rist. Matreiðslan tekur um 2 klst. Ristið puruna (skerið í skinnið og fitulagið) niður að vöðvanum og hafið um 'h sm milli skurðanna. Gætið þess að skera ekki niður í sjálfan vöðvann. Stráið grófu salti yfir og núið saltinu í puruna svo að smávegis salt fari í hvern skurð. Gott er að stinga lárviðarlaufum í rifurnar. Prjónað í Kringlunni KYNNING á íslensku hand- prjónabandi stendur yfir í Kringlunni þessa dagana. Kynningunni lýkur næsta Iaugardag, en að henni stendur fyrirtækið ístex. Daglega milli kl. 16 og 18 er fólki leiðbeint með sýnikennslu og það aðstoðað við val á pijónaupp- skriftum og bandi. Kynntar eru uppskriftir úr þremur handpijóna- bókum sem ístex hefur gefið út og á morgun, föstudag verður tískusýning fyrir framan Hagkaup á 2. hæð. Sýningin hefst kl. 17 og verður sýndur íslenskur tískufatnaður sem unnin er úr íslensku hand- pijónabandi. ■ Misskilin hollusta sjavarsalts í MATARSALTI eru tvö frumefni natríum og klóri enda er efna- fræðiheiti þess natríumklóríð. Bæði efnin hafa ákveðnum hlut- verkum að gegna í líkamsstarf- seminni og eru okkur því nauðsyn- leg í litlu magni. Sú trú að sjávar- salt sé ekki eins skaðlegt og annað salt er ekki rétt. Brynhildur Briem næringarfræð- ingur segir það hafa sýnt sig að mikil neysla á natríum geti lækkað blóðþrýsting en mikil neysla á söltuð- um mat hefur líka verið tengd mynd- un krabbameins. Hún segir að sjáv- arsalt sé unnið úr sjó en annað úr saltnámum á landi þar sem fyrr var sjór. Efnainnihald er nánast það sama, nema yfirleitt er meiri raki í sjávarsaltinu. Að vísu getur eitthvað örlítið af öðrum steinefnum fylgt sjávarsaltinu. Þar má t.d. nefna kal- íum. Kalíum er talið geta lækkað blóðþrýsting örlítið. En því miður er svo lítið magn af því í sjávarsaltinu að það skiptir ekki máli. Niðurstaðan er sú að þessar tvær gerðir af salti hafa sömu áhrif á líkamsstarfsemina. ,1 od nJo.iA .iw.'.jiysH. -. i'. iiíiiSítt ■
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.