Morgunblaðið - 24.03.1994, Page 31

Morgunblaðið - 24.03.1994, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1994 31 Whitewater-málið verður tekið fyrir á Bandaríkjaþingi Báðar deildir sam- þykkja vitnaleiðslur Washinglon. Reuter. FULLTRÚADEILD Bandaríkjaþings fór í gær að dæmi öldungadeild- arinnar og samþykkti að efna til vitnaleiðslna í Whitewater-málinu. Leiðtogar flokkanna, demókrata og repúblikana, eiga eftir að ákveða tímasetningu vitnaleiðslnanna en samþykktir deildanna eru ekki bindandi og demókratar gefa í skyn, að náist ekki samkomulag um framkvæmdina muni ekkert verða af vitnaleiðslunum. Roger Altman aðstoðarfjármálaráðherra var yfirheyrður í gær en hann var á sínum tíma skiptaráðandi Madison Guaranty, sparisjóðs, sem varð gjald- þrota og tengdist Whitewater-málinu. Fulltrúadeildin samþykkti vitna- leiðslurnar með 408 atkvæðum gegn 15 en í samþykktinni sagði, að þær mættu á engan hátt hafa áhrif á þá rannsókn, sem Robert Fiske, sérstak- ur rannsóknardómari, hefur nú með höndum í Whitewater-málinu. Meðal annars verður vitnum ekki lofuð frið- helgi leggist Fiske gegn því. Líkleg- ast þykir að vitnaleiðslurnar verði fyrir kosningarnar í nóvember. Altman aðstoðarfjármálaráðherra var yfirheyrður í gær en hann var áður yfirmaður Resolution Trust Corp., stofnunar, sem sér um að gera upp gjaldþrota sparisjóði og aðrar lánastofnanir. Síðastliðið haust lagði hún til, að hafín yrði opinber rannsókn á gjaldþroti Madison Guar- anty en sparisjóðurinn var í eigu James McDougals og konu hans, sem aftur voru meðeigendur Bills Clint- ons og Hillarys, konu hans, í Whitew- ater-fasteignafvrirt,ækinu. Leikur grunur á, að sparisjóðurinn hafí veitt fé í kosningasjóð Clintons í gegnum Whitewater-fyrirtækið. McDougal, sem segist vera gjald- þrota, er nú farinn að selja lófastóra bletti úr landinu, sem Whitewater- fyrirtækið ætlaði upphaflega að hagnast á og segir, að vinur sinn hafi gefið sér þijár ekrur af því af vorkunnseminni einni. 1978 átti ekr- an að kosta tæpar 100.000 kr. en nú vill McDougal fá 1.440 kr. fyrir sneið sem er ekki stærri en vasakiút- ur. Ekran er þá komin í 60 milljónir kr. og McDougal er viss um, að margir vilji eiga hlut í þessari frægu landspildu. Clinton forseti segir í viðtali, sem birtist í gær í tímaritinu USA TODAY, að honum gremjist sleggju- dómarnir í fjölmiðlum, sem telji fyrir- fram víst, að hann hafi brotið eitt- hvað af sér í Whitewater-málinu. bllémciycil! Metsölublað á hvetjum degi! Leiðbeinandinn og miðillinn Patrice Noli býður upp á eftirtalin námskeið Skyndistefnumót til frambúðar — Þetta námskeið er með þeim allra vinsælustu sem hún hefur haldið í Bandaríkjunum. Það er ætlað báðum kynum, hvort sem fólk er í sambúð eða ekki. Kenndar eru aðferðir til að skapa og viðhalda ástríðum, spennu og FRELSI skyndistefnumóta i ollum samskiptum. Kvöldið verður fullt af visku og gleði. Föstudagskvöldið 25. mars kl. 20—23: Helgina 26. og 27. mars kl. 10—17.30: Þjálfun miðilshæfileika —Námskeiðið er byggt á aðferðum Sanaya Roman, sem kenndar eru í nýútkominni samnefndri bók. Kennt er að koma á sambandi og taka á móti skilaboðum frá andlegum leiðbeinendum og miðla þeim. SKRÁNING OG NÁNARI UPPLÝSINGAR í VERSLUNINNI BETRA LÍF í SÍMA 811380 Dagskrá: Stórskemmtileg söng- og danssýning byggð á tónlist úr söngleiknum GREASE Fjörinu halda uppi Battú dansflokkurinn, Eyjólfur Kristjánsson, Sigríður Beinteinsdóttir auk I4 glæsilegra þátttakenda í Fegurðarsamkeppni Reykjavíkur. Krýndar verða vinsælasta stúlkan, Ijósmyndafýrirsæta Reykjavíkur og Fegurðardrottning Reykjavíkur um miðnætti. Kynnir: Anna Björk Birgisdóttir. Matseóill: Freyðandi fordrykkur Púrtvínsbætt sjávarréttasúpa Hunangsreykt grísafillé með rjómasósu, sykurbrúnuðum jarðeplum og smjörgljáðu grænmeti Súkkulaðiís með vanillukremi og ávöxtum Miðaverð kr. 3.900 með mat, kr. I.500 án matar. Húsið opanð kl. I9. Dansleikur að lokinni krýningu. Borðapantanir í síma 687 III.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.