Morgunblaðið - 24.03.1994, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1994
37
Skipta 35 ár engii máli?
eftir Birgi
Hermannsson
Enn heldur Björn Bjarnason
áfram að berja höfðinu við stein-
inn. Einfaldur samanburður á
landbúnaðarstefnu Alþýðuflokks-
ins og annarra flokka síðustu 35
árin leiðir í ljós að öll þessi ár
hefur Alþýðuflokkurinn haft mikla
sérstöðu. Fyrir þann tíma var mik-
il sátt um uppbygginguna í land-
búnaði og stóðu allir flokkar að
henni. Báðum þessum staðreynd-
um neitar Björn Bjarnason. Það
blasir einnig við okkur nú að Al-
þýðuflokkurinn hefur í meginat-
riðum haft rétt fyrir sér í sinni
landbúnaðarstefnu. Björn Bjarna-
son ætti t.d. að rifja það upp hver
kom á útflutningsbótum á land-
búnaðarafurðir og varði þær með
kjafti og klóm. Það var Sjálfstæð-
isflokkurinn með Ingólf Jónsson
frá Hellu í broddi fylkingar. Allir
viðurkenna það nú að útflutnings-
bæturnar voru mistök sem leiddu
til gífurlegrar sóunar á almannafé.
í þessu máli getur Alþýðuflokkur-
inn borið höfuðið hátt.
Ég skil vel að sjálfstæðismenn
vilji horfa fram hjá þessu og tala
í staðinn um 1934 eða 1956. Bjöm
Bjarnason ætti hins vegar að huga
að því hyersu traustvekjandi slík
fortíðarhyggja sé. Vekur það
traust hjá ungu fólki að telja það
engu skipta hvaða stefnu flokkar
hafa haldið á lofti í landbúnaðar-
málum síðustu 35 árin? Vandamál-
ið við landbúnaðarstefnu Sjálf-
stæðisflokksins virðist vera það
að hann getur ekki slitið sig úr
fjötrum sinnar fortíðar og horfst
í augu við mistök sín. Gylfi Þ.
Gíslason telur landbúnaðarstefnu
viðreisnarstjórnarinnar hafa verið
ein helstu mistökin í því langa og
farsæla stjórnarsamstarfi. Gaman
væri að fá við tækifæri álit Björns
Bjarnasonar á því.
Deilur ríkisstjórnarflokkanna í
landbúnaðarmálum hafa snúist um
tvennt. Annars vegar um framtíð-
arstefnu og fjárframlög ríkissjóðs
til landbúnaðarmála og hins vegar
um túlkanir á lögum varðandi inn-
flutning á landbúnaðarafurðum. I
ljósi sögunnar var fyrirfram vitað
að hart yrði deilt um stefnu og
fjárframlög, en innflutningsdeilan
kom flatt upp á flesta. Dómur
hæstaréttar í skinkumálinu tók af
öll tvímæli um það að Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráðherra
hafði rétt fyrir sér í því máli. Björn
Bjarnason og aðrir þingmenn
Sjálfstæðisflokksins ættu að draga
sfna lærdóma af því.
Ég hirði ekki um að svara geð-
vonskulegum aðfinnslum Björns
Yfírlýsing frá forseta bæj-
arstjómar Njarðvíknr
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá Ingólfi
Bárðarsyni, forseta bæjarstjórn-
ar í Njarðvík:
„Ég, undirritaður, Ingólfur Bárð-
arson, hefi tekið þá ákvörðun í sam-
ráði við fjölskyldu mína og stuðn-
ingsmenn að gefa ekki kost á mér
á framboðslista Sjálfstæðisflokks-
ins fyrir sveitarstjórnarkosningar í
sameinuðu sveitarfélagi Keflavík,
Njarðvík og Höfnum í vor.
Ég hefi starfað fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn frá 16 ára aldri í nefndum
og ráðum og undanfarin 12 ár ver-
ið bæjarfulltrúi þar af forseti bæjar-
stjórnar síðastliðin 3 ár.
Ég hefi fórnað miklum tíma í
þessi störf, sem ég sé ekki eftir.
Það er kominn tími hjá mér til
þess að létta aðeins á og sinna
mínum persónulegum málum betur
og gefa öðrum tækifæri til að tak-
ast á við þessi verkefni.
Mér finnst ég skili góðu og
traustu búi í hendur nýrrar bæjar-
stjórnar og Sjálfstæðisflokkurinn í
Njarðvík fékk yfir 50% fylgi í síð-
ustu skoðanakönnun.
Það er von nn'n að eining náist
um framboðslista flokksins í nýja
bænum okkar.
Mér hefir verið boðið heiðurssæti
Takk fyrir komuna í afmæli Hagstofunnar.
Vinningshafar í spurningaleiknum eru eftirfarandi:
1. vinningur
Ámi Baldvin Þórðarson, Vífilsstöðum, húsi 7, 210 Garðabaer
Guðrún Rósaísberg, Grandavegi 7, 107 Reykjavflc
Hákon Vignir Smárason, Kársnesbraut 49, 200 Kópavogur
Aðrir vinningar
Benedikt Sveinsson, Blönduhlíð 20, 105 Reykjavflc
Bjartmar Leósson, Nóatúni 28, 105 Reykjavflc
Fjóla Loftsdóttir, Salthömrum 5, 112 Reykjavflc
Guðni Rósmundsson, Leirubakka 16, 109 Reykjavflc
Haukur Jóhannsson, Hraunbæ 198, llOReykjavflc
Jón öm Bjamason, Reynimel 74, 107 Reykjavflc
Magnús Stefánsson, Langholtsvegi 50, 104 Reykjavflc
Matthildur Magnúsdóttir, Frostafold 23,112 Reykjavflc
Svanur Wilcox, Krummahólum 6, 111 Reykjavflc
Þorgils Arason, Dunhaga 23, 107 Reykjavflc
Þorvarður Pálsson, Reykjabraut 13, 380 Króksfjarðames
Þórunn Erlendsdóttir, Látraströnd 7, 170 Seltjamames
Vlnningar verða sendir heim til vinningshafa.
„Vandamálið við land-
búnaðarstefnu Sjálf-
stæðisflokksins virðist
vera það að hann getur
ekki slitið sig úr fjötr-
um sinnar fortíðar og
horfst í augu við mistök
sín.“
Bjarnasonar um mína persónu eða
Reykjavíkuriistann. Ég vil hins
vegar spyrja Björn tveggja spurn-
inga. í fyrsta lagi, ef ekkert er
að marka mín skrif, hvers vegna
skrifar hann þá hverja svargrein-
ina af annarri? í öðru lagi spyr
ég: Hvað kemur Reykjavíkurlist-
inn sögulegri sérstöðu Alþýðu-
flokksins í landbúnaðarmálum við?
Það er ljóst að í þremur sagn-
fræðiæfingum á síðum Morgun-
blaðsins hefur Björn Bjarnason
afrekað það að telja síðustu 35
árin engu skipta um sérstöðu Al-
þýðuflokksins í landbúnaðarmál-
um. Það er einnig augljóst að hann
er ekki viljugur til að horfast í
augu við sögu eigin flokks þegar
FJAÐRAGORMAR
ÍÝMSABÍLA
Sími622262
Birgir Hermannsson
að landbúnaðarmálum kemur. Úr
þessu tel ég því tilgangslaust, að
ræða þetta mál við hann frekar
og læt þessum deilum okkar lokið.
Höfundur er aðstoðarmaður
umhverfisráðherra.
|Her inn á lang
X flest
heimili landsins!
Ingólfur Bárðarson
á lista Sjálfstæóisflokksins við kom-
andi bæjarstjórnarkosninar og mun
ég taka því með þökkum og vinna
í framtíðinni að heill flokksins og
nýja byggðarlagsins.
Ég vil þakka það traust sem mér
hefir verið sýnt um árabil og óska
samborgurum mínum alls góðs.“
fí
—
—
»vf?
—
rnism
30. mars til 4. apríl
Matreiðslumeistari yfir páskana Sigurður L. Hail
Sigmar B. Hauksson
verður með vínkynningu.
Eyjólfur Kristjánsson
heídur uppi stemmningunni
og Helena Jónsdóttir
verður með danskabarett.
Helga Backmann og
Helgi Skúlason verða með
leiklestur úr „Brekkukotsannái“
Gestgjafi
Sigurður Guðmundsson
Sigurður L. HaU
verður með fyrirlestur
um matargerð.
Vínurtónleikar
Þorvaldur Steingrímsson
fiðluleikari og stjómandi,
Sigurður Björnsson
óperusöngvari, Ingibjörg
Marteinsdóttir óperusöngvari,
Bragi Hlíðberg
harmonikuleikari, Guðni Þ.
Guðmundsson píanóleikari
og Pétur Urbancic
bassaleikari.
Verð um páskana pr. mann í tvíbýli pr. nótt með
þriggja rétta kvöldverði, gistingu og morgunverði
2! næturkr. 5*4:50
1 nóttkr. 5*500
4 nætur kr. 3*950
3 nætur kr. 4.450
Þ.m.t. hátíðarréttur á páskadagskvöld og margt, margt fleira.
Píemóbar ogEyjólfur öll kvöíd.
Ýmsir útivistarmöguleikar, m. a. vélsleðaleiga o. fl.
0Á HOTEL ODK
HVERAGERÐI - SÍMI 98-34700 - FAX 98-34775
'Th: . ----------