Morgunblaðið - 24.03.1994, Síða 41

Morgunblaðið - 24.03.1994, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1994 41 Ferming, hvers virði er hún og fyrir hvern? eftir Sigurð Snævar Gunnarsson Það vakti furðu mína, þegar ég frétti, að Þjóðkirkjan hefði hafnað að taka þátt í kynningu í Perlunni til handa fermingarbörnum og að- standendum þeirra. Forsendur væru þær, að þarna væri um að ræða kaupstefnu fyrir verslunareigendur til að selja fermingarbörnum meira nú en nokkru sinni áður í tilefni tímamóta viðkomandi barna og fjöl- skyldna. Þarna fannst mér vera kjörið tækifærið fyrir alla aðila til að skoða og ígrunda, hvað stæði til boða, og hvernig skyldi halda á málum varð- andi fermingu hvers og eins. Ef ein- hveijir kaupmenn vildu ota sinni vöru framar öðrum, þá væri það þeirra mál eða vandamál, hvemig sem á það yrði lítið. Fermingarböm og aðstandendur þeirra eiga að stjórna sínu vali sjálf, en loksins gæfist gott færi á að kveða niður þær öfgar, sem þekkst hafa í ferm- ingargjöfum og öðra sem til ferm- ingar heyrir. Mér fannst þarna vera besta tæki- færi fyrir Þjóðkirkjuna til þess að taka í taumana og leiða þjóðina inn á rétta braut, hvað varðaði ferming- una. Benda fermingarbömum, fjöl- skyldum þeirra og kaupmönnum eða öðrum sem að fermingunni koma að einhveiju leyti á þann gullna _____________Brids________________ Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Sauðárkróks Úrslit í tveggja kvölda tvímenn- ingi spiluðum 14. og 21. mars: ÞórarinnThorlacius-ÞórðurÞórðarson 257 Birgir Rafnsson - Sigurgeir Angantýsson 249 JónÖmBerndsen-GunnarÞórðarson 242 Bridsdeild Barðstrend- ingafélagsins Eftir 5 umferðir í barómeter er röð efstu para eftirfarandi: Þórarinn Ámason - Gísli Víglundsson 64 Haraldur Sverriss. - Leifur Kr. Jóhanness. 61 Skarphéðinn Lýðsson - Guðbjöm Eiríksson 50 Gunnar R. Pétursson - Allan Sveinbjömsson 49 Þórir Bjamason - Sigríður Andrésdóttir 30 Edda Thorlacius - Siprður ísaksson 27 NYR SJÁLFVIRKUR OFNHITASTILLIR Lágmarks orkunotkun - hámarks þægindi. = HÉÐINN = VERSLUN SEUAVEGI2 Sl'MI 91-624260 „Ég bið þess, að kirkju- höfðingjarnir líti nú upp, dusti sandinn úr augunum og hugi að umhverfi sínu og þeirri þjóð sem kristin á að teljast og byggir þetta land og reyni að efla trú vora með því að koma út á meðal vor.“ meðalveg sem tilheyrir hófsemi og auðmjúku hjarta í trúnni. Nei, öðra nær. Hér brást Þjóð- kirkjan og höfuðpaurar hennar söfn- uði sínum. Þeir, þ.e. paurarnir, tóku sín annars ágætu höfuð og gerðu sem strútarnir, stungu þeim í sandinn og létu sem þetta væri þeim ekki viðkomandi. Hér gat Þjóðkirkjan haft veruleg áhrif til betra mannlífs og meiri trú- ar, en hikaði við og gerði ekkert, eins og oft áður. Slík kirkja er ekki lifandi og gefur fermingarbörnum lítið veganesti til síðari tíma. Gjarnan vildi ég, að trú mín væri sterkari en hún er, þó naut ég tveggja trúar- og æskulýðsleiðtoga, séra Friðriks og séra Árelíusar. Þeir kenndu mér að taka hveiju sem að höndum bæri. Þetta gerir Þjóðkirkj- an ekki mínu mati nógu vel, og er það miður. Oft er fjallað um, hvort Kirkjan sé í vörn eða sókn, en þá gleymist yfirleitt það sem skiptir mestu máli, en það er trúin. Það fer oft fram hjá kirkjuhöfðingjum hvers tíma, að kirkja er ekki ávallt hið sama og trú. Sjaldan er spurt, hvort trúin, þ.e. kristin trú, sé í vörn eða sókn. Að mínu mati er hún ávallt í sókn, en ýmsar hindranir verða á vegi hennar, eins og kirkjurétturinn á öldum áður sem og margir öfgahóp- ar sem telja sig kristna í dag, og síðan er skeytingarleysi forystu- manna Þjóðkirkjunnar gagnvart Sigurður Snævar Gunnarsson okkur sem iðkum okkar trú, hver fyrir sig á sinn eigin hátt, en vildum þó gjarnan vera virkari í samfélagi kristinna en við erum. Enginn skyldi halda, að ég vildi lasta þessa ágætu kirkjuhöfðingja. Þeir gera eins og þeim er best gefið og trú þeirra sjálfra býður. En stund- um finnst mér, þegar til kastanna kemur, sem þá skorti það sem mest er um vert, en það er kærleikurinn. Ef einhver vill gera eitthvað öðru- vísi en til friðar höfðingjanna heyrir, þá er brugðist illa við. Allt er fært á verri veg og allt málað dökkum litum. Ábendingar og skFif Rósalindar Ragnarsdóttur, eins þeirra kaup- manna sem hafa á boðstólum ýmis- legt til ferminga, um tvískinnung Þjóðkirkjunnar, vöktu hjá mér hvöt til að benda á, að kirkja vors lands gegndi ekki skyldu sinni á þann veg sem best væri. Svar framkvæmdastjóra Kirkju- hússins, Eddu Möller, sem teljast verður talsmaður Þjóðkirkjunnar, var gjörsamlega út í hött og er eng- um til gagns sem á fermingu fyrir höndum. Segja má, að það sé í takt við annað hjá forystumönnum kirkj- unnar, þ.e. höfuðið í sandinum. Kirkjuhúsið er sjálfsagt góð verslun," en þar með er ekki sagt, að aðrar verslanir geti ekki boðið sömu þjón- ustu eða jafnvel betri. Ég bið þess, að kirkjuhöfðingjam- ir líti nú upp, dusti sandinn úr augun- um og hugi að umhverfi sínu og þeirri þjóð sem kristin á að teljast °g byggir þetta land og reyni að efla trú vora með því að koma út á meðal vor. Megi guðs blessun fylgja þeim í þeirra starfi og allar mínar bestu óskir sendi ég þeim. Höfundur er sölumaður. aitmiwi ftfl athif k 10 MÍH. EKKI AÐEINS HEITT, HELDUR NÝBAKAÐ HATTING brauðið er fryst áður en það er fullbakað. Settu HATTING smábrauð eða rúnstykki í ofninn og aðeins 10 mín. síðar er brauðið tilbúið, nýtt og rjúkandi á borðið. ÖHKIN 1012

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.