Morgunblaðið - 24.03.1994, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 24.03.1994, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1994 Hans Otto Jetz- ek - Minning Fæddur II. október 1927 Dáinn 16. mars 1994 í dag verður gerð frá Dómkirkj- unni útför Hans Ottó Jetzek sem lézt 16. marz sl. Hann var fæddur 11. október 1927 í Herford í Westfalen í Þýzka- landi, borginni þar sem ísleifur biskup Gizurarson lærði og kölluð er Herfurða í Hungurvöku. Foreldr- ar hans voru Otto Heinrich Jetzek sellóleikari í Norð-vesturþýzku fíl- harmóníuhljómsveitinni í Herford, f. 5. desember 1903, d. 19. ágúst 1974, og kona hans Johanne Luise Agnes Jetzek, f. Fischer, húsmóðir, f. 7. desember 1904, d. 13. júní 1983. Var faðir hans af tékkneskum ættum svo sem ættarnafn hans ber með sér. Þegar Hans var tæplega 12 ára hófst heimsstyijöldin síðari og ungl- ingsár hans liðu í skugga hennar. í lok ársins 1943 þegar hann var 16 ára gamall og kominn í mennta- skóla var hann kvaddur til herþjón- ustu og gerðist það þannig að bekk hans var breytt í eins konar her- deild til loftvarna og árið 1944 var hann sendur til Berlínar og síðan Póllands; var honum ásamt þremur félögum falið það verkefni að vera við loftvarnabyssu. Síðar ársins var hann settur í herdeild sem búin var léttum vélbyssum til æfinga í Alpa- fjöllum. Hlaut hann þar viðurkenn- ingu fyrir skotfimi. Herdeild þessi var í viðbragðsstöðu að halda til vígvallanna þegar styrjöldinni lauk, en sú sem næst hafði farið á undan stráféll. Herdeildin var afvopnuð, en menn síðan látnir lausir; um skeið gegndi Hans hlutverki túlks, enda góður enskumaður. Loks tókst honum að komast til Herford eftir nokkra hrakninga. Þar var allt með kyrrum kjörum, borgin hafði ekki orðið fyrir neinni árás og var óskemmd; fjölskylda hans hafði komizt klakklaust úr hildarleik styijaldarinnar. Hitt er ljóst að reynsla af þessu tagi hlýtur að setja mark sitt á hvern þann sem fyrir henni verður. — Eftir stytjöldina lifði fjölskyldan við fremur þröngan kost eins og aðrir Þjóðveijar þótt hagur manna færi smám saman batnandi. Nú var námi haldið áfram þar sem frá var horfið og lauk Hans stúdentsprófi frá Stádtische Oberschule fiir Jungen í Herford í júlí 1947. Nám í viðskipta- og hag- fræði stundaði hann við háskólana í Göttingen, Miinchen og Köln á árunum 1952-1956, en hafði áður verið við leiklistarnám um skeið. Hans kom til íslands 1955 og hóf störf hjá bandaríska flotanum á Keflavíkurflugvelli í febrúar 1956, fyrst sem bókhaldari, en 1962 sem birgðastjóri. Árið 1966 var hann ráðinn skrifstofustjóri við verzlun flotastöðvarinnar — Navy Ex- change. Var þetta ábyrgðarstarf, því að um verzlunina fóru miklir fjármunir. Þessu starfí gegndi hann til ársins 1967, en réðst þá til ís- lenzka álfélagsins í Straumsvík. Þar gegndi hann starfi deildarstjóra umsýsludeildar félagsins til ársins 1990 — eða í 23 ár — þegar hann lét af störfum vegna heilsubrests. Starfíð var afar fjöibreytt því að undir deild þessa fellur margvísleg þjónusta við fyrirtækið utan hinnar eiginlegu framleiðslu, svo sem mötuneyti, þvottahús, ræsting bygginga, hliðvarzla og gestamót- taka. 011 störf sín vann hann af "* frábærri alúð og dugnaði. Hollustu hans við fyrirtæki þau sem hann starfaði við voru lítil takmörk sett, jafnvel svo að sumum þótti nóg um. En hann leit á velgengni vinnuveit- enda sinna sem eigin velgengni. Hann tók nærri sér þegar erfíðleik- ar steðjuðu að álframleiðslu og taldi , ^ þá jafnvel eðlilegt að laun sín lækk- uðu líkt og hlutur sjómanna þegar illa aflast. Ef honum voru fengnir dagpeningar til ferðalaga vildi hann helzt skila því sem afgangs var. Þetta hljómar vafalaust undarlega í eyrum margra íslendinga, en þannig hugsuðu flestir Þjóðveijar af hans kynslóð. Ef til vill er þetta ein skýringin á því hversu fljótt Þýzkaland reis úr rústum og efna- hagsundrið hófst. Væri áreiðanlega öðru vísi umhorfs í atvinnulífi á íslandi ef slík viðhorf ættu meira fylgi að fagna og gagnkvæmur skilningur ríkti að öðru leyti milli atvinnurekenda og þeirra sem verk- in vinna. — Víst er að yfirmenn hans kunnu vel að meta störf hans og sýndu það í verki. Hlaut hann t.d. margvíslega viðurkenningu af hendi Bandaríkjamanna meðan hann starfaði á Keflavíkurflugvelli. Hans var vinsæll meðal sam- starfsmanna sinna, enda lagði hann sig fram um að leysa hvers manns vanda. Auk þess tók hann virkan þátt í félagsstarfi þeirra. Um skeið var hann formaður starfsmannafé- lags ÍSAL, formaður steinasafnara- félags þar og ritstjóri ÍSAL-tíðinda. Utan vinnu var hann hjálpsamur, örlátur og veitull við gesti og gang- andi. Ef hann þáði greiða launaði hann ríkulega. Utan starfsins átti hann ýmis áhugamál og var margt til lista lagt. Hann var hagleiksmaður í höndum og hafði ánægju af því að dytta að húsi sínu og garði; hann gat mótað myndverk og hefði áreið- anlega náð þar góðum árangri ef hann hefði lagt það fyrir sig; átti hann raunar ekki langt að sækja það, því að faðir hans var auk þess að vera tónlistarmaður vel liðtækur tómstundamálari. Um langt skeið fékkst hann við steinasöfnun og vakti áhuga samstarfsmanna sinna á þeirri iðju eins og áður er komið fram. En tónlist var þó helzta áhugamál hans og tómstundagam- an. Á skólaárum sínum í Herford var hann í leiklistarhópum og tók þátt í kórstarfi, en annars var hann öðru fremur einlægur hlustandi. Við þetta öðlaðist hann mikla þekk- ingu á tónlist, fremur með skynjun og innlifun en formlegu námi, enda frá blautu barnsbeini alinn upp við rótgróna tónlistarmenningu. Eitt sinn tók hann þátt í tónlistarspurn- ingakeppni á vegum Ríkisútvarps- ins fyrir hönd fyrirtækis síns og var frammistaða hans rómuð. Ljóðlist hefur löngum verið tengd tónlist. Var því eðlilegt að hann væri einn- ig ljóðaunnandi; hafði hann einkum mætur á ljóðum þýzkra skálda 18. og 19. aldar, ekki sízt þeim sem orðið höfðu tónskáldum innblástur. Eddukvæðin mat hann mikils, en þau las hann jöfnum höndum á ís- lenzku og í þýzkum þýðingum. Sjálfur var hann skáldmæltur þótt ekki flíkaði hann því. Hans kvæntist Álfheiði Líndal 29. júní 1956. Hún er dóttir Theo- dórs B. Líndals prófessors og Þór- hildar Pálsdóttur Briem. Álfheiður og Hans höfðu kynnzt þegar bæði voru við nám í Háskólanum í Köln. Þau eignuðust fimm börn, sem eru þessi: Theodór Jetzek, fæddur 10. nóv- ember 1956, mikill efnispiltur sem fórst af slysförum 23. maí 1969 og harmdauði öllum sem til þekktu. Agngs Hansdóttir myndmennta- kennari, fædd 12. desember 1957. Sambýlismaður hennar er Jacques Melot sveppafræðingur. Þau eru búsett í Reykjavík. Börn hennar eru Álfheiður Ánna Pétursdóttir, f. 11. marz 1981 — faðir Álfheiðar er Pétur Magnússon myndlistarmað- ur, búsettur í Hollandi — og Ragn- hildur Melot, fædd 23. september 1992. Helga Hansdóttir læknir, fædd 15. ágúst 1959. Eiginmaður henn- ar er Kristinn Guðbrandur Harðar- son myndlistarmaður. Þau eru bú- sett í Connecticut í Bandaríkjunum þar sem Helga er við sérnám í læknisfræði og starfar jafnframt sem læknir. Sonur þeirra er Theo- dór Magnús, fæddur 7. júlí 1988. Tómas Ottó Hansson hagfræð- ingur, fæddur 27. marz 1965. Sam- býliskona hans er Vigdís Sjöfn Ól- afsdóttir viðskiptafræðingur. Þau eru búsett í New York þar sem Tómas er við framhaldsnám í hag- fræði. Þórhildur Hansdóttir hagfræði- nemi, fædd 14. marz 1971. Unn- usti hennar er ívar Helgason lækna- nemi. Ekki hafði Hans dvalizt hér lengi þegar hann kaus að setjast að á Islandi; íslenzkur ríkisborgari varð hann árið 1975. Hann leit á Island sem land tækifæranna; hér væri margt óunnið og því verk að vinna. Þess vegna mat hann mikils að fá tækifæri til að taka þátt í að byggja upp álverið í Straumsvík og eiga ofurlitla hlutdeild í að skjóta fleiri stoðum undir íslenzkt atvinnulíf en verið höfðu. Löngum var hann veill heilsu, en ekki lét hann það á sig fá og hlífði sér hvergi, en mjög ágerðist heilsu- leysi hans hin síðari ár, svo mjög að hann varð að láta af störfum fyrir um það bil tveimur árum; var hann síðan lítt vinnufær og þarf ekki að fara mörgum orðum um hvert áfall það var jafnstarfssömum manni. Þegar svo var komið undi hann sér bezt við að hlusta á tón- list og lesa bækur. Vinnuveitendur hans í Straumsvík og samstarfs- menn sýndu honum margvíslega vinsemd og hjálpsemi og fyrir það var hann innilega þakklátur, enda var hugur hans einatt bundinn við starfsemina þar. Með fráfalli Hans er genginn nýtur maður sem vann kjörlandi sínu, íslandi, dijúgt dags- verk, sem vert er að minnast og þakka á útfarardegi hans. Sigurður Líndal. Sú kynslóð á íslandi sem nú er að slíta barnsskónum upplifir stríð og þær hörmungar sem þeim fylgja í gegnum fjölmiðla. Við erum sem betur fer ekki þátttakendur í þeim hildarleik heldur áhorfendur og eig- um því þann valkost að leiða slíkt fréttaefni hjá okkur. Þátttakendur á leiksviði hörmunganna eru m.a. börn og unglingar sem vafalaust munu bera þess merki um langa framtíð. Hans Jetzek var ungur maður í Þýskalandi þegar seinni heimsstyijöldin stóð sem hæst og hefur sú lífsreynsla vafalítið sett mark sitt á hann. Stórbrotnar lýs- ingar hans á ástandinu í Þýskalandi í þeim tíma vöktu mig til umhugs- unar um það hversu hlutskipti mannanna er misjafnt í þessari ver- öld. Fljótlega eftir að ég hóf störf hjá ISAL heyrði ég oft talað um Hans Jetzek án þess þó að ég þekkti hann í sjón. Ég hlustaði fyrir tilvilj- un á spurningakeppni sem Páll Heiðar Jónsson stjórnaði í útvarpinu þar sem fulltrúar hinna ýmsu fyrir- tækja voru að spreyta sig á spurn- ingum varðandi sígilda tónlist. Að sjálfsögðu fylgdist ég spenntur með frammistöðu míns manns sem hafði ótrúlega yfirgripsmikla þekkingu á þessu sviði. Þá strax vaknaði áhugi minn á að kynnast þessum manni betur. Okkar kynni hófust þó ekki fyrir alvöru fyrr en nokkru seinna þegar ég fékk verkefni að leiðbeina honum við notkun tölvukerfísins hjá ISAL. Það má segja að upp frá því hafi myndast á milli okkar sterk vináttutengsl allt þar til yfir lauk. Hans Jetzek var sannur og einlæg- ur listunnandi. Hann dáði sígilda tónlist enda hefur hann vafalítið drukkið hana í sig með móðurmjólk- inni. Hann stjórnaði m.a. kór á sín- um yngri árum í Þýskalandi. Faðir hans var þekktur tónlistarmaður í sínum heimabæ og hefur hann átt mikinn þátt í tónlistaruppeldi sonar- ins. Starfsmenn ISAL eiga Hans Jetzek mikið að þakka þar sem hann vann ötullega og af fórnfýsi að uppbyggingu starfsmannafé- lagsins, m.a. við byggingu sumar- húsa og stofnun hinna mismunandi áhugaklúbba félagsins svo sem steinasafnaraklúbbsins og ljós- myndaklúbbsins. I starfi sínu sóttist Hans ætíð eftir fullkomnum. Fullkomnunin hjá honum var ekki fólgin í því að vinna yfirnáttúruleg verk heldur í því að leysa vanaleg verk óvenjulega vel af hendi. Hann var fyrirtæki sínu trúr allt til dauðadags og óþreyt- andi við að kynna málstað þess. Sú mynd sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa um Hans Jetzek er mynd af honum sem svo margir kannast við, brosandi sínu einlæga barnslega brosi eins og hann kvaddi mig í síðasta skiptið, þá mynd mun ég varðveita í minningunni. Að leiðarlokum vil ég bera fram þakkir og kveðjur frá mér og Ástu konu minni fyrir stutt en gefandi kynni. Við sendum Álfheiði og fjöl- skyldu samúðarkveðjur. Það er huggun harmi gegn að þegar ævi- sólin gengur til viðar, lýsa stjörnur endurminninganna. Guðni B. Guðnason. Fyrir um 20 árum kynntist ég góðum dreng, Hans Jetzek, sem ég hef haft miklar mætur á síðan. Hans var einn af þessum góðu mönnum af erlendum uppruna, sem hér hafa dvalið í áratugi og helgað íslandi starfskrafta sína. Hér hefur hann eignast góða konu og fram úr skarandi mannvænlega afkom- endur. Heimili þeirra hjóna að Tjamargötu 24 er hlýlegt og hvílir á gömlum merg, enda nokkurs kon- ar „ættaróðal" Álfheiðar konu hans. Þar bjó Álfheiður amma hennar og ól upp sín börn, m.a. Þórhildi móð- ur Álfheiðar, og þar bjó einnig lang- amma hennar, Þórhildur Tómas- dóttir. Hans hafði ríka ábyrgðartilfinn- ingu. Hann var hlýr og vildi liðsinna þeim, sem til hans leituðu. Mér og mínum sýndi hann mikla vinsemd, sem ég vil þakka honum fyrir. Ég votta Álfheiði og ástvinum öllum innilega samúð mína. Megi það verða þeim huggun harmi gegn að Hans hefur skilað góðu ævistarfi og komið þannig fram í lífinu að enginn hefur mér vitanlega farið sár af hans fundi. Guðrún Jónsdóttir arkitekt. Hans Ottó Jetzek lést 16. þ.m. eftir nokkra vanheilsu. Hann var fæddur árið 1927 og óx úr grasi í borginni Herford í norðurhluta Þýskalands, sem áður en til samein- ingar þýsku ríkjanna tveggja kom, heyrði til Vestur-Þýskalandi. Hann lagði stund á nám í hagfræði en fluttist hingað til lands árið 1955 eftir að hafa kynnst Álfheiði Lín- dal, móðursystur minni og síðar eiginkonu sinni, sem þá var við nám í þýsku. Hann varð síðar íslenskur ríkisborgari og bjuggu hann og Álfheiður í Reykjavík æ síðan. Allt frá því að ég man eftir mér hefur Hans staðið mér nærri. Ég missti föður minn ungur að árum og fíutti þá ásamt móður og yngri bróður á heimili móðurforeldra minna, sem bjuggu við sunnanvert Bergstaðastræti í Reykjavík. Þaðan var ekki löng leið í Tjarnargötu 24, stórt og svipmikið timburhús fyrir miðri Tjörninni, sem var heimili Hans og ijölskyldu síðustu þijá ára- tugina. Mikill samgangur var milli heimilanna þegar ég var að alast upp og ég tíður gestur í Tjarnar- götu. Hans var afskaplega barngóð- ur og mjög laginn við að koma ungum börnum til að kætast og hlæja. Ég varð þeirrar ánægju ekki hvað síst aðnjótandi, bæði í aðal- hlutverki og seinna sem áhorfandi. Á æskuárum mínum var Hans í mínum huga eins og feður áttu að vera, viðmótsþýður og myndarlegur á velli. Rámar mig í að hafa ein- hvern tíma haft á orði við móður mína, sem þá var orðin ekkja, hvort hún vildi ekki giftast Hans; lengra náði hugsunin ekki í það skiptið. Þótt Hans hefði gott vald á íslensku fór ekki hjá því að heyrðist, að hún var ekki móðurmál hans. Er ég á því að hann hafi oft fekar náð at- hygli manna og um margt verið markvissari og skemmtilegri fyrir vikið, en þeir sem íslensku áttu að móðurmáli. Hans og Álfheiður áttu miklu barnaláni að fagna. Elsti sonur þeirra, Theodór, og ég urðum snemma miklir mátar. Hann var hálfu öðru ári eldri en ég, mikið fyrir lestur bóka, vel að sér, náms- maður svo af bar og stolt foreldra sinna. Eins og nærri má geta leit ég mikið upp til hans og þótti mik- ill fengur í félagsskap hans. Fyrir réttum 25 árum varð fjölskyldan fyrir þeirri sáru raun, að Theodór lést' af slysförum aðeins 12 ára. Finnst mér eins og sorgin hafi aldr- ei að fullu yfirgefið Hans eftir þann missi. Önnur börn þeirra hjóna eru Agnes, fædd 1957, myndlistarmað- ur og kennari og býr hún ásamt manni sínum Jacques Melot og tveimur dætrum í Reykjavík. Helga er fædd 1959, læknir, nú í fram- haldsnámi í Bandaríkjunum, gift Kristni Harðarsyni, og eiga þau einn son. Tómas Ottó er fæddur 1965, hagfræðingur, í framhalds- námi í Bandaríkjunum og í sambúð með Vigdísi Ólafsdóttur. Yngst er Þórhildur, fædd 1971, nemandi í hagfræði við Háskóla íslands og í sambúð með ívari Helgasyni. Er ekki að efa, að börn Hans sækja góðar gáfur og margháttaða hæfí- leika í ríkum mæli til föður síns. Hans var mikill unnandi klassískrar tónlistar og tók m.a. þátt í keppni fyrir fáeinum árum í þekkingu á því sviði í ríkisútvarp- inu. Sérstaklega voru honum Beet- hoven og Mozart hugþekkir. Þá var Hans mikill áhugamaður um jarð- færði, einkum steina og þá veröld sem þeir geta haft að geyma. Eitt sinn fórum við t.d. þrír saman Hans, Theodór sonur hans og ég, eftir- minnilega ferð á Esju í leit að áhugaverðum steinum. Einnig slíp- aði hann steina og gerði úr þeim skartgripi og aðra skrautmuni. Þá stóð hann fyrir stofnun steina- klúbbs á meðal starfsmanna hjá íslenska álfélaginu hf. Ekki treysti ég mér til að meta hvaða grunnur það var ungum manni að alast upp í Þýskalandi á árunum fyrir og kringum heims- styijöldina síðari. Né treysti ég mér til að setja mig í spor hans, að flytj- ast hingað til okkar fámenna, af- skekkta og norðlæga lands á sínum tíma. Hitt veit ég, að honum var vel tekið af tengdafólki sínu er hing- að var komið. Var enda ekki við öðru að búast þar sem ljóst var, að þar fór mikill mannkostamaður, traustur og heiðarlegur. Þjóðveijar hafa alla tíð verið þekktir fyrir dugnað og samviskusemi. Þar var Hans engin undantekning. Hann átti það til að gera kröfur til ann- arra, en fyrst og fremst var hann kröfuharður við sjálfan sig. Eftir að hann kom til landsins hóf hann brátt störf hjá varnarliðinu á Kefla- yíkurflugvelli, en fljótlega eftir að íslenska álfélagið hf. var stofnað hóf hann störf hjá því og starfaði þar sem deildarstóri allt þar til fyr- ir örfáum árum að heilsan gaf sig. Eftir því sem ég veit best var hann alltaf framúrskarandi starfsmaður og samviskusamur, þannig að af bar. Þetta get ég sagt af nokkurri reynslu því ég starfaði tvö sumur hjá íslenska álfélaginu hf., reyndar með hans fulltingi, og vissi ég að hann naut þar mikils trausts og virðingar. Goður drengur og góður þegn hefur kvatt, vel fyrir aldur fram. Álfheiði eiginkonu hans og börnum þeirra og tengda- og barnabörnum votta ég dýpstu samúð mína. Jónas Guðmundsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.