Morgunblaðið - 24.03.1994, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 24.03.1994, Qupperneq 44
44 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1994 Haraldur Stefáns- son — Minning Fæddur 15. september 1910 Dáinn 10. mars 1994 Það gieymist víst engum, sem gengur sinn veg, hve gott er að mæta þar vini og finna samúð á langri leið í lífsins hverfula skini. Þú deildir á milli í dagsins önn þínum drengskap sem heilu réði. Að rétta fómandi heita hönd var hamingja þín og gleði. En nú hefir hverfleikinn kvatt á dyr og kul er í dagsins svörum. En minningin lifir svo Ijúf og hlý með ljóð sinna drauma á vörum. Svo fógur og hlý er sú ferðabæn, sem flutt er í drottins nafni meðan siglir þú, vinur, yfir sumarblátt haf með sólroðið land fyrir stafni. (Valdimar Hólm Hallstað) Gamall maður er dáinn, ljósið er slokknað og alltaf er maður jafn- óviðbúinn, svona er lífið, já, og dauð- inn. Halli vinur minn varð bráð- kvaddur á heimili sínu 10. mars sl. Hann var heilsuhraustur alla tíð nema giktin lék hann grátt um ára- bil og hjartað var-veilt síðustu árin. Halli var fæddur og alinn upp vestur í Dölum og bar hann alla tíð hlýjan hug til sveitarinnar sinnar. Hann var um nokkurra ára bil bóndi á Aflstöðum í Haukadal, annars vann hann sem vinnumaður hjá öðr- um. Halli var mikill dýravinur. Ógleymanlegt er atvik sem gerðist meðan hann bjó á Aflstöðum. Ná- Sterkir plastkassar og skúffur. Fyrir skrúfur, rær og aðra smáhluti. Hægt að hengja á vegg, eða stafla saman. IVIargar stærðir gott verð. Avallt fyrirliggjandi. Leitið upplýsinga. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN BÍLDSHÖFÐA 16 SÍMI672444 • FAX 672580 <r U.5.A. Hettupeysur Verð kr. 4.960,- 5% staðgreiðsluafsláttur, elnnig af póstkröfum greiddum innan 7 daga. wúTiLíFmm GLÆSIBÆ . SÍMI 812922 granni hans var jarðsettur og lá tík- in hans á leiði hans nokkra daga og tókst ekki að fá hana þaðan burtu, nema Halla tókst með mikilli þolin- mæði að lokka hana þaðan og varð hún tryggur förunautur hans upp frá því. Eftir að Halli fluttist til Reykja- víkur vann hann á Eyrinni, sem kallað var. Hann var mikill Dags- brúnarmaður, vinstri sinnaður og dyggur félagi í Alþýðubandalaginu. Hann kom sér upp litlu hesthúsi uppi í Víðidal og átti þar nokkra hesta. Hann naút þess að hlúa að þessum fjórfættu vinum sínum, fara á bak og spretta úr spori á meðan heilsan leyfði. Halli kvæntist ekki en var um árabil í sambúð með Sjöfn Helga- dóttur. Þau slitu samvistir en voru alla tíð góðir vinir og reyndist hún honum vel, þar til yfir lauk. Hann var kjörfaðir dóttur Sjafn- ar, Rögnu Jónu, sem býr í Florida í Bandaríkjunum ásamt Robert syni sínum. Er hún komin heim til að fylgja föður sínum til grafar. Trega þau nú föður og afa, sem ætíð reynd- ist þeim einstaklega vel. Einnig á Ragna dótturina Höllu, sem ólst upp að mestu leyti hjá afa sínum og ömmu. Sambýlismaður Höllu er Ei- ríkur Friðriksson matreiðslumeistari og þeirra dóttir er Ragnheiður. Halla var mikil afastelpa alla tíð og reynd- ist afa sínum góð og hjálpleg þegar aldur færðist yfir. Kveðja þau hann með eftirsjá. Ég ætla að þakka Halla góð kynni til fjölda ára, einkanlega seinni hluta vetrar meðan fólkið hans var erlend- is, þá vorum við miklir símavinir, hafði ég yndi af að hlusta á hans eigin kveðskap. Halli var mjög hag- mæltur en flíkaði því ekki. Hann var einnig góðmenni sem margir eiga eftir að sakna. Ég sendi systur hans Aðalheiði, uppeldissystur, einnig Sjöfn, Rögnu og Höllu, barnabörnum, vinum, og öðrum ættingjum mínar samúðar- kveðjur. Farðu í friði, vinur. Benný Ingibjörg. Frændi okkar kær Haraldur Stef- ánsson er látinn og hefur yfirgefið þennan heim og því langar okkur systkinin að minnast hans í nokkrum orðum. Við höfum þekkt hann Halla frænda allt frá því við vorum pínulít- il og þær eru ófáar minningamar sem tengjast honum í gegnum árin því Halli hefur dvalið heima á Erpsstöð- um öðru hveiju í lengri eða skemmri tíma í Qölda mörg ár. Hann hefur ávallt verið okkur góður, borið umhyggju fyrir okkur, viljað af okkur vita og hvað við höf- um haft fyrir stafni þó svo að við værum flutt í sitt hvora áttina. Það má eiginlega segja að hann hafi ver- ið okkar þriðji afí. Ein minning er ofarlega í hugum okkar núna, hún er sú þegar Halli hitti í fyrsta sinn, fyrir einu ári, ungan frænda sinn að austan, Hólmar Hall, þá þriggja ára, og svo sannarlega tók hann vel á móti honum rétt eins og hans eigið langafabam væri — og þannig hefur Halli alltaf komið fram við okkur. Þeir sem þekktu Harald Stefáns- son vita að hann hafði ákveðnar skoðanir og það var ekki eins manns verk að fá hann til að breyta þeim, að ekki sé talað um ef það var eitt- hvað sem tengdist stjórnmálum, sauðfjárrækt eða hrossum. Halli vann mörg haust í sláturhúsinu í Búðardal og var því oft viðstaddur heima þegar smalað var og er líf- gimbramir voru valdar. Hann hafði mjög ákveðnar skoðanir á því hveijar skyldu nú lifa og hélt ávallt fast við sitt. Einnig fór Halli mörg haust í leitir á Sanddal og Mjóadal, og að sjálfsögðu fór hann ríðandi. Það em víst tæp þijú ár síðan hann fór í sína síðustu leit, þá rúmlega áttræður. Það sýnir þrautseigjuna og seigluna sem einkenndi Halla, og alltaf skil- aði hann sínu. Þegar þetta er skrifað koma svo margar góðar minningar upp sem tengjast honum, t.d. sá fróð- leikur sem bjó í honum hvað varðar ættir, fólk, sögur, staði. Það var með Jorgen Holm skipa- miðlari — Minning Laugardaginn 19. mars lést í Kaupmannahöfn Jorgen Holm, mik- ill íslandsvinur. Hann fæddist í Esbjerg á Jót- landi árið 1935, einn af níu systkin- um. Af þeim komust sex til manns. Sem ungur maður gegndi hann herskyldu eins og aðrir ungir menn í Danmörku og gekk síðar í herlög- reglu danska hersins. Gegndi störf- um sem herlögregla á vegum Sam- einuðu þjóðanna fyrir botni Miðjarð- arhafs á meðan á Súezdeilunni stóð, en 1961 fluttist hann aftur heim til Danmerkur. Hann hóf störf hjá Oscar Rolff í Kaupmannahöfn, fyr- irtæki sem sá um að selja farskipum vistir, þar á meðal íslenskum skip- um. Nokkrum árum síðar keypti hann fyrirtækið og rak til fjölda ára. Á níunda áratugnum seldi hann síðan Oscar Rolff og sneri sér að öðrum viðskiptum, en heislu hans var þá þegar farið að hraka og gat hann ekki beitt sér af sama krafti og áður. Það var nú svo sem ekki að sjá á honum þegar maður hitti hann, alltaf jafn fjörugur og fullur af lífsorku. Jorgen Holm og kona hans Mailo eiga tvær dætur, Ghitu og Bennu, báðar uppkomnar og fluttar að heiman. Ghita er gift Klavs og eiga þau litla dóttur, Nathaliu, sem sannarlega var augasteinn afa síns og veitti honum mikla gleði og ánægju. Ég kynntist Holm og fjþlskyldu í gegnum foreldra mína, Óttar og Arnþrúði Möller. Jorgen og faðir minn áttu viðskipti saman og það varð strax mjög sterkur vinskapur milli íjölskyldna okkar. Mailo og Jorgen komu oft til íslands, en þau voru bæði miklir aðdáendur ís- lenskrar náttúru, dvöldu með fjöl- skyldu minni í sumarbústaðnum, voru meðal vina og kunningja í fllay&iHitftlaMft MetsöluHad á hverjum degi! VELDU ÞAÐ BESTA PIERPOnT • Vatnsvarið • Höggvarið • Órispanlegt gler • Dagatal • Tvöfóld 18 k gullhúð • Svissnesk gæði • Falleg hönnun • Ó/ eða keðja • Verð 7.300- IS.000 Svissnesk hágæða quartz verk GARÐAR OLAFSSON ÚRSMIÐUR - LÆKJARTORGI - SÍMI 10081 hreinum ólíkindum hvað Halli kunni mikið af vísum, það er nokkuð sem mjög fáir leika eftir. Halli kom síðast vestur í Dali fyr- ir tæpum mánuði og þá til að fylgja góðum vini okkar, Jökli á Vatni, til grafar, en nú hafa þeir hist aftur annars staðar. Þessa síðustu helgi í febrúar ræddu Halli og afí mikið saman, eins og svo margoft áður, og sagði Halli að hann ætlaði nú að minnsta kosti að lifa fram á vorið til að geta kosið nýja borgarstjórn. Af því verður nú ekki, en hann mun örugglega fylgjast með kosningunum að ofan. Við erum mjög þakklát fyrir að hafa kynnst Haraldi Stefánssyni, því menn eins og hann koma ekki marg- ir á öld. Kæri frændi, við kveðjum þig nú í hinsta sinn og minningin um þig mun lifa í hugum okkar. Við sendum aðstandendum Halla og öllum sem hann þekktu okkar samúðarkveðjur. Bryndís B. Hólmarsdóttir, Asa Hólmarsdóttir, Arnar Hólmarsson. Haraldur fæddist 15. september 1910 á Breiðabólsstað I Miðdölum Reykjavík og margt fleira. Jorgen naut þess að fara í laxveiði og var eins og lítill drengur með jólagjöfina sína þegar hann fékk sinn fyrsta lax. Honum þótti mjög gaman að ríða út og varð svo hrifinn af ís- lenska hestinum að um tíma átti hann tvo hesta frá íslandi og hafði þá á búgarðinum sínum á Sjálandi. Heimsóknir Mailo og Jorgens voru alltaf tilefni til að hrista upp í hláturtaugunum. Jorgen var með skemmtilegri og fyndnari mönnum sem ég hef nokkurntíma kynnst. Ég þekki engan mann sem lifði líf- inu jafn lifandi, hann virkilega naut lífsins. Góður matur, góðar veigar, góður félagsskapur, allt var þetta tilefni til að gleðjast og njóta. Þeg- ar hann sagði frá einhveiju sem honum þótti skemmtilegt, þá bók- staflega tindruðu augun i honum, hann hreif mann með í frásögninni og manni fannst að maður hefði verið sjálfur á staðnum. Þau voru mörg sumrin sem ég var hjá þeim sem unglingur á bú- garðinum þeirra á Sjálandi, „Huul- og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Sigurbjörg Samúelsdóttir frá Bæ í Miðdölum Jósúasonar og Stefán Jónsson, Jónssonar Stefánssonar á Hamraendum og Guðrúnar Jónsdótt- ur. Stefán faðir Haraldar réð sig til vistar á Breiðabólsstað í Miðdölum árið 1893, þá tuttugu og þriggja ára gamall og var þar síðan alla tíð þang- að til hann dó 25. mars 1951. Fyrst hjá Sumarliða Jónssyni og Elísabetu Baldvinsdóttur og síðar hjá syni þeirra Jóni bónda og hreppstjóra á Breiðabólsstað og Guðrúnu Magnús- dóttur. Haraldur ólst upp á þessu stóra menningarheimili sem svo vel hafði búið að föður hans að hann kaus að dvelja þar ævina alla og í Dölum vestur var Haraldur alltaf með hálfan hugann þó svo að hann byggi og gengi að störfum hér syðra löngum og þá helst síðustu áratug- ina. Sumarfríin sín hylltist hann til að taka að hausti svo hann gæti tekið þátt í hauststörfunum vestra. Farið í göngurnar, heimsótt vini og vanda- menn og stundum vann hann í Búð- ardal yfír sláturtíðina. Haraldur gekk í Dagsbrún fyrsta maí 1929 en hafði ekki langa við- dvöl að því sinni. Sveitin hans kall- aði og hann dreif sig vestur aftur. Þá var farið að leggja veg yfir Bröttubrekku og nóg að gera fyrir vestan fyrir vinnufúsar hendur. Har- aldur bjó um tíma á Aflstöðum en aðalstarfi hans og sá kærasti var fjárgæsla. Hann var vinnumaður á Breiðabólsstað svo sem verið hafði faðir hans. Afburða fjármaður segir Jón Karlsson bóndi þar. Haraldur var líka lengi hjá Hirti Einarssyni í Neðri-Hundadal. Þau eru hlý orðin sem þessir fyrrum húsbændur Har- aldar gefa honum að skilnaði. Jón Karlsson á Breiðabólsstað segir hann besta, glöggasta og natnasta fjár- manninn og Hjörtur Einarsson í Neðri-Hundadal þakkar honum fyrir öll hans góðu störf, ósérhlífni, viljug spor, og tryggð við hans heimili alla tíð. Böndin milli þessara manna höfðu aldrei rofnað. Hjörtur talaði við Harald í síma kvöldið áður en hann dó. Haraldi var sérlega lagið að um- gangast og annast skepnur. Kindur gaarden". Þaðan á ég ógleymanleg- ar minningar af ánægju- og gleði- stundum með Holm-fjölskyldunni. Margt var brallað. Jorgen var nefni- lega alveg ofboðslega stríðinn, en það var græskulaus stríðni. Jafnvel hörðustu fýlupokar gátu ekki annað en tekið vel í prakkaraskapinn þeg- ar Jorgen átti í hlut. Hann kynnti mig jafnan sem „elstu dóttur sína af fyrsta hjónabandi" og ég kallaði hann jafnan „far“. Þegar ég kynnti hann fyrir eiginmanni mínum tóku þau honum bæði eins og sínum eig- in syni og hann á margar ljúfar minningar um samveru með þeim. Þegar börnin okkar fóru að koma í heiminn var það „mormor og morfar“ í Danmörku sem sýndu myndir af afkvæmunum jafn stolt og hin rauverulegu afar og ömmur á íslandi. Mailo er guðmóðir elstu dóttur okkar og ég man hvað Jorgen þótti vænt um að við skyldum biðja hana um að vera guðmóðir, en þetta er mikill heiður og ábyrgð í Dan- mörku. Þeir eru ófáir íslendingam- ir sem hafa notið góðvildar hans og gestrisni í gegnum árin, hvort sem um er að ræða viðskiptafélaga, vini, íslenska stúdenta í Kaup- mannahöfn eða fjarskylda ættingja vina, engum var vísað á dyr. Þau hjónin tóku jafnan brosandi á móti öllum Islendingum, enda var Jorgen Holm sæmdur hinni íslensku fálka- orðu fyrir störf sín og velvild í þágu íslendinga. Við kveðjum kæran vin og eigum eftir að sakna hans sárt, en eitt er víst að allar fyndnu sögumar hans með ýkjum og öllu eiga eftir að lifa í hjarta okkar ásamt minningunni um góðan og hlýjan mann. Fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar, foreldra, systra og fjöl- skyldna þeirra vil ég votta þeim Mailo, Bennu, Ghitu, Klavs og Nathaliu okkar innilegustu samúð og vona að góður Guð styrki þau í sorginni. Auður M. Möller.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.