Morgunblaðið - 24.03.1994, Síða 46

Morgunblaðið - 24.03.1994, Síða 46
46 MÓRGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1994 Minning Rafn Jónsson tannlæknir Fæddur 9. október 1911 Dáinn 17. mars 1994 Sorgartíðindi koma manni ætíð á óvart, kannski af því að það er erf- itt að sætta sig við þau, ekki síst er þau snerta þá sem næst manni standa eða góða vini og samferða- menn í gegnum árin. Því setti mig hljóðan er okkur hjónunum barst sú fregn að Rafn Jónsson tannlækn- ir hefði skyndilega horfið til æðri heima og kvatt þetta jarðlíf að kvöldi 17. þessa mánaðar. Rafn Jónsson var fæddur 9. októ- ber 1911 í Reykjavík og því á 83. aldursári er hann lést. Faðir hans var Jón Guðmundsson bóndi á Laugalandi við Reykjavík og síðar ráðsmaður á Vífilsstaða- hæli en móðir Guðbjörg Narfadóttir, ættuð úr Þingvallasveit. Rafn átti ættir að rekja til traustra stofna, bæði úr Borgarfirði og Ámessýslu, öðrum mér færari læt ég um að rekja ættartölu þessa mæta manns. Stúdent varð hann frá MA 1932, hóf nám í læknadeild HÍ en hvarf þaðan til náms í tannlækningum við tannlæknadeild Kaupmannahafnar- háskóla og útskrifaðist þaðan 1936. Hann öðlaðist tannlæknaleyfi í Dan- mörku 1940, en 1945 hér heima og hóf tannlækningar í Reykjavík, sem hann stundaði í fjölda mörg ár, mikils metinn af starfsbræðrum sín- um sem og sjúklingum, þar til heils- an skyndilega brast. Síðustu árin hafa vafalaust oft verið honum þungbær, því hann gat illa tjáð sig vegna lömunar, en skildi þó allvel hvað fram fór eða við hann var sagt og reyndi að fylgjast með, merkilega glaður og hress í bragði. En þungt hefur það stundum verið þessum velgefna og glaðlynda manni að geta ekki tekið fullan þátt í umræðu um fagleg efni og dægur- mál, er því var að skipta. Rafn var kvæntur Huldu Olgeirs- dóttur, ágætis konu, sem annaðist stórt heimili og bjó manni sínum og bömum ástríkan og hlýlegan samastað. Börn þeirra hjóna eru Sigrún meinatæknir, Sveinbjöm prófessor, Vilhjálmur yfirlæknir, og Jón Stefán tannlæknir. Rafn varð fyrir þeirri þungbæru sorg að missa bæði eiginkonu sína og son sinn, Jón Stefán, með tæp- lega árs millibili, og hefur það vissu- lega verið honum erfíð raun. Við hjónin minnumst með þakklæti hinna mörgu og ánægjuiegu heim- sókna okkar og annarra samstarfs- manna Rafns á hið ágæta heimili þeirra hjóna og höfðingsskapar þeirra í hvívetna; já, þangað var sannarlega gott og gaman að koma og eiga með þeim skemmtilega kvöldstund. Einnig minnist ég með mikilli ánægju þeirra samfunda okk- ar nokkurra kollega Rafns, sem skiptumst á gagnkvæmum heim- sóknum, á svokölluðum rabbfundum um fagleg efni, og var þá gjarnan dreypt svolítið á guðaveigum, svona rétt til að létta mönnum tungutakið. Var þá glatt á hjalla og mörg hnytt- inyrði látin fjúka. Rafn var maður glaðlyndur og dagfarsgóðug, skapmaður, ef svo bar undir, en þó stilltur vel. Hann var ekki allra, sem kallað er, en trölltryggur þeim er honum féll vel við. Hann var mjög félagslyndur, tók virkan þátt í félagsstarfi innan Tannlæknafélags íslands. Rafn sat í fjölda nefnda á vegum félags okk- ar og gegndi stöðu sinni sem for- maður TFÍ með mikilli prýði, enda virtur vel. Hann var og heiðursfé- lagi Tannlæknafélags Islands. Ég átti því láni að fagna að starfa með Rafni Jónssyni í mörg ár að málefnum félags okkar og á heil- brigðissviðinu og get ég með sanni sagt að aldrei féll þar neinn skuggi á. Eftir standa minningar um hrein- lyndan og góðan dreng, er með hógværð og góðvilja reyndi að sætta menn og haga málflutningi sínum svo að allir gætu við unað. Rafn Jónsson var þó í eðli sínu nokkuð dulur og flíkaði ekki tilfinningum sínum mjög við aðra, að því er virt- ist. Ef rætt var um heimspekileg eða trúarleg efni var hann varfærinn í orðum og talaði ætíð með alvöru um þau mál. Mætti kannski í því sambandi minna á orð próf. Mic- hmans frá Tel Aviv er hann við- hafði við stúdenta sína eitt sinn að fyrirlestri sínum loknum: „What we have told you, half is error, further more vye can’t tell you which half it is.“ í félagslífi og á góðri stund var Rafn oft hrókur alls fagnaðar, málglaður og var á slíkum stundum skemmtilegt að vera í návist hans. Ég held að heimfæra megi að nokkru orð Klettafjallaskáldsins upp á þennan kollega minn og vin, er það segir: Láttu hug þinn aldrei eldast eða hjartað. Vinur aftansólar sértu, sonur morgunroðans vertu. Og nú þegar kveðjustundin er komin og leiðir skiljast að sinni, biðjum við vinir og kunningjar Rafns honum fararheilla. Við hjónin þökk- um vini okkar samfylgdina og biðj- um honum allrar blessunar. Við vottum börnum hans og öðru skyld- fólki innilega samúð, en minningin um góðan mann og ástríkan heimil- isföður mun lifa. Blessuð sé minning Rafns Jóns- sonar. Geir R. Tómasson. Fimmtudaginn 17. mars sl. lést á sjúkrastofnun hér í bæ Rafn Jóns- son tannlæknir, en þar hafði hann dvalið undanfarin 4 ár vegna veik- inda. Með Rafni er horfinn á braut sá tannlæknir sem átti stærstan þátt í að móta stétt sinni ákveðna stefnu. Hafði hann þar jafnt í huga hags- muni sjúklinganha sem tannlækn- anna sjálfra. Hann fylgdist ætíð vel með öllum nýjungum, sem komu fram á sviði tannlækninga, bæði að því er varðar efni og tæki. Kom þetta ekki eingöngu fram að því er snerti störf hans sjálfs sem tann- læknis, heldur beitti hann sér sem formaður Tannlæknafélagsins fyrir því að hingað væru fengnir margir góðir fyrirlesarar til að gefa tann- læknum kost á að fylgjast með nýj- ungum. Hefur sú starfsemi síðan verið fastur liður í starfi félagsins. Rafn stuðlaði m.a. að stofnun líf- eyrissjóðs tannlækna og studdi heils hugar fræðslustarf fyrir almenning til varnar tannskemmdum. í stjórn- artíð Rafns voru flestir fundir í stjóm og nefndum félagsins haldnir á vistlegu heimili þeirra hjóna, Huldu og Rafns. Skapaðist þar sá góði fjölskylduandi sem lengi ein- kenndi störf félagsins. í Rafni bjó mikill kraftur, eldmóð- ur og bjartsýni. Sveigjanleiki og lítillæti ein- kenndu öll hans störf þótt hann væri fastur fyrir fyndist honurnaðr- ir fara villur vegar. Skoðanir hans voru ætíð ákveðn- ar, en hann reyndi aldrei að þvinga þeim í framkvæmd án þess að gefa sér tíma til að hlusta á og meta rök annarra. Blessuð sé minning Rafns Jóns- sonar. Magnús R. Gísiason. „Vinir mínir fara fjöld“ yrkir Bjólu-Hjálmar á gamals aldri, sem mér kemur í hug við andlát jafn- aldra míns Rafns, náins kunningja og vinar frá unglingsárum. Við kynntumst í þriðja bekk Mennta- skólans á Akureyri 1928-1929 og eftir það dvöldumst við saman í heimavistinni til stúdentsprófs 1932. Þar bundust traust vináttu- bönd, enda þá lokaðir inni kl. 22 á kvöldin. Samneytið var því mikið. Þar völdust saman þeir er áttu skap og hugðarefni sameiginleg. Rafn var af traustum sunnlensk- um ættum kominn. Faðir hans var Jón Guðmundsson, dugnaðarmaður mikill. Hann var bóndi á Laugalandi við Reykjavík og póstur, síðar ráðs- maður á Vífilsstaðahæli. Móðir hans var Guðbjörg Narfadóttir. Rafn átti fjóra hálfbræður: Guð- mund bónda Jónsson á Hvítárbakka og Jóhann P. Jónssón, skipherra á varðskipinu Ægi, Helga Jónsson og Bjöm Jónsson, báðir kaupmenn í Reykjavík. Svo fór að við bjuggum saman í Reykjavík fyrsta árið í háskólanum, báðir innritaðir í læknisfræði, sem hvorugur hafði þó ætlað að nema. Rafn ætlaði í tannlæknanám til Kaupmannahafnar, en fékk þar ekki inngöngu fyrr en ári seinna (1933), en ég hafði einnig ætlað mér til útlanda, en veikindi urðu þess vald- andi að stúdentsprófi lauk ég ekki fyrr en í byijun október og missti því af lestinni. Mjög óx vinátta okkar eftir þessa vetrarvist. Þá er og minnisstætt ferðalag okkar að prófum loknum landleiðina til heimilis míns á Bíldu- dal í sumarbyijun 1933. Biðum við byijar í Flatey þrjá sólarhringa. Gengum svo Bijánslækjarheiði til Trostansfjarðar í rigningarveðri röska þijá klukkutíma og þaðan á trillu til Bíldudals. Rafn lauk ágætu prófí frá tann- læknaskólanum í Kaupmannahöfn á þrem áram (1936) og kom þá heim og byijaði sem tannlæknir við bama- skólana í Reykjavík. Þar fékk ég mínar fyrstu tannviðgerðir og hefi oft brosað að því, þegar ég var að hringa mig niður í bamatannlækn- ingastólinn. Eftir heimkomuna frá námi umgengumst við tveir mest af öllum okkar bekkjarbræðram. Minning Þorsteinn Jóns- son rafvélavirki Fæddur 29. júlí 1927 Dáinn 14. mars 1994 Að Þorsteini Jónssyni gengnum höfum við félagamir misst sterkan stuðul þriðjungs aldar kynna. Þó fundir stijáluðust hélst vináttan söm og hús hans stóð okkur ætíð opið og þurfti aldrei að spyrja að móttök- um þeirra systkina og móður þeirra, meðan hún lifði. Þau fluttu sveitina með sér í borg- ina á sinn hljóða og vinalega hátt. Það fundu bæði menn og málleys- ingjar, svo ósjaldan kom það fyrir að ferfætlingar úr nágrenninu sett- ust upp hjá fjölskyldunni á Foss- vogsbletti 31 og ekki brugðu kettir vana þó þau flyttu um set. Þorsteinn bar í persónu sinni það fas sem gerði þessi samskipti eðlileg og sjálfsögð. A sama hátt varð vin- átta okkar einlæg og að sama skapi fölskvalaus, og þær vora ófáar gleðistundimar sem við áttum sam- an. Þorsteinn sem hversdags var hægur og hljóður gat verið allra manna kátastur, þá komu gáfur hans best í ljós, jafnt í skoðunum á hversdagslegum málefnum eða við settumst við þekkingarbrann hans sem varðandi tæknileg mál, t.a.m. lágspennu og bílarafmagn var ótæmandi. Hann var framúrskar- andi fagmaður, hafði enda farið utan til framhaldsnáms og hafði þann metnað að gera eins vel og kostur var. í ferðum okkar með Þorsteini gerðist það að bílar biluðu, og kom þa?f'fTÍ'áns hlíít 'áÍrgerá'viðr^Gilti einu hvort brotnaði gírkassi eða rafkerfíð bilaði, allt gerði hann við, oft með óskiljanlegum hætti hvort sem var á tjaldstæði Siglufjarðar eða á fjöllum uppi. Seinni árin voru þeir tíðast á ferðinni saman hann og Haraldur Sigurbergsson, úr gamla vinahópnum. Innanlands fóru þeir á Rússajeppa Þorsteins, sem hann batt við vonir um fjallaferðir komandi ára. Þær verða ekki farn- ar, en svo mikið er víst að ekki munum við félagar fara á gamlar slóðir án þess að minnast þessa hæfileikaríka öðlings. Systkinum Þorsteins sendum við Haraldur og Jóna kona mín, hug- heilar samúðarkveðjur. Högni. Með nokkrum orðum vil ég minn- ast móðurbróður míns, Þorsteins Jónssonar rafvélavirkja, sem svo óvænt var burt kallaður úr þessum heimi mánudaginn 14. þessa mán- aðar. Þorsteinn heitinn var fæddur á Víðvöllum í Staðardal í Stein- grímsfirði 29. júlí 1927. Foreldrar hans vora Jón Jóhannsson bóndi þar og kona hans Guðrún Halldórsdótt- ir. Eldri systkini Þorsteins era Hall- dór, Katrín og Svanborg en yngri systir er Laufey. Ég hygg að heimil- ið á Víðivöllum hafí á margan hátt verið dæmigert vestfirskt sveita- heimili. Lífsbaráttan var hörð en samt þurftu þau systkini aldrei að líða neinn skort. Heimilið á Víðivöllum var oft mannmargt, þar var vinnufólk eins. ttðk'áðíst rþá dagá’ög 'stundúm' dvöldust ættingjar og vinir þar um tíma. Þrátt fyrir þröngan húsakost og lítil sem engin þægindi sem við þekkjum í dag leið íjölskyldunni vel á Víðvöllum, maður var manns gam- an. Þess má geta að árið 1940 telj- ast íbúar í Hrófbergshreppi 473. Byggðir Vestfjarða hafa jafnan ver- ið einangraðar en systkinin á Víði- völlum fundu ekkert fyrir þeirri ein- angran og eins og áður sagði var heimilið mannmargt, gestagangur mikill og nóg að starfa. Meðal vinnu- fólks á Víðvöllum var gömul kona, Guðbjörg Sigurðardóttir, sem systk- inunum var einstaklega kær, en hún var síðasta vinnukonan á Ströndum. Á Víðvöllum var menningarheimili, þar vora þjóðlegar hefðir í hávegum hafðar og rneðal ættingja sem oft kom í heimsókn var fræðimaðurinn Jóhann Hjaltason. í þessu umhverfi ólst Þorsteinn Jónsson upp, í faðmi góðrar fjölskyldu, í fögru landslagi og við íslenska sveitamenningu sem var svo auðug og þroskandi fyrir ungt fólk. Þar var ekkert kynslóða- bil, heimilið var í senn skóli og menningarsetur. Árið 1940 deyr Jón Jóhannsson faðir Þorsteins og 1948 flytur fjölskyldan á prestsetrið að Stað í Steingrímsfirði. Á sumrum dvaldist ég sem barn á Stað og þar man ég fyrst eftir Þorsteini sem ungum manni. Þorsteinn var hár og grannur. Hann var einstaklega dag- farsprúður og lítillátur. Hann var góðum gáfum gæddur og mjög fróð- leiksfús, stundaði nám ! bréfaskól- um og las allan þann fróðleik sem hann komst yfir. Eftir að hafa búið á Stað í átta ár var ljóst að yngri systkinin, Þor- steinn og Laufey, höfðu huga á að leita sér menntunar og starfa í Reykjavík. Á þessum áram voru hafnir hinir miklu búferlaflutningar til höfuðborgarinnar úr sveitum landsins. Þessar miklu breýtingar á búsetu og atvinnuháttum áttu eftir að gjörbreyta íslensku samfélagi. 1956 flyst svo ('ill fjölskyldan til hafði flust suður nokkrum árum áður. Þegar til Reykjavíkur kom hóf Þorsteinn nám í rafvélavirkjun. Sóttist honum námið vel enda var hann afburða námsmaður og raunar sárt til þess að hugsa að hann skuli ekki hafa haft tækifæri til að stunda langskólanám. Þorsteinn starfaði svo að iðn sinni hér í Reykjavík til dauðadags. Hann var einstaklega góður fagmaður og því eftirsóttur til starfa. Þorsteinn dvaldist í nokkra mánuði í Englandi við ensk- unám og framhaldsmenntun í iðn sinni. Þrátt fyrir skamma dvöl var hann óvenju góður enskumaður. Hann hafði yndi af því að ferðast og ekki þá síst um sitt eigið land - ísland. Þorsteinn reisti sér sumar- hús í landi Víðivalla ásamt systur sinni, Laufeyju og manni hennar, Valbirni. Ég hitti Þorstein á Víðivöll- um haustið 1992. Hann hafði dval- ist nokkra daga í sumarhúsinu ásamt Laufeyju og Valbirni. Þau .... .j......v..... voru farin til Reykjavíkur en hann. margt eins og gerist og gengur, hann sagði mér frá örnefnum í landi Víðivalla, hvar ijúpan héldi sig helst í vissum veðrum og frá fólki sem bjó í Staðardal þegar þau systkinin vora að alast upp. Þorsteinn hafði verið við veiðar í Staðará og veitt nokkra laxa. Hann ætlaði svo síðar um daginn að fara upp í hlíðina og tína ber. Þegar ég kvaddi hann og horfði á eftir honum datt mér í hug erindi úr kvæðinu „Á fornum slóð- um“ eftir Böðvar Guðlaugsson. Ærið lokkandi löngum var lyngmóans hýri jaðar. Og ennþá bragðast mér berin þar betur en annars staðar. Þorsteinn Jónsson var vel metinn af öllum sem hann þekktu, hann átti sér enga óvildarmenn. Svanborg móðir mín tjáði mér að þegar Þor- steinn fæddist hafi veðrið verið ein- staklega gott, sólríkt og fagurt, svo var einnig daginn sem hann lést. Þannig er minning okkar um Þor- stein, bæði björt og ljúf. Við systkinin Guðrún, Jón Víðir og makar okkar, Helga, Rúnar, Helga Sigríður og börn okkar systk- ina kveðjum þig elsku frændi með söknuði. Guð blessi minningu Þor- steins Jónssonar. Sigmar B. Hauksson. Mér er það ljúft að minnast vinar míns Þorsteins Jónssonar sem lést skyndilega við heimili sitt þann 14. mars síðastliðinn. Þrátt fyrir að hann hafði átt við veikindi að stríða fyrir ári kom lát hans á óvart. Hann kom á skrifstofu mína nokkrum dögum fyrr og var þá hress að vanda. Þorsteinn Jónsson fæddist þann 29. júlí 1927 að Víðivöllum í Stað- ardal í Steingrímsfirði, sonur Jóns Jóhannssonar bónda og Guðrúnar Halldórsdóttur. Hann átti fjögur alsystkini sem öll eru á lífi, Halldór elstur, þá Katrín, Svanborg og Lauf- ey. Þorsteinn var næst yngstur. J

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.