Morgunblaðið - 24.03.1994, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1994
47
Eftir að hafa kynnst konuefni
sínu, Huldu 01geirsson,'og gift sig
1937 ákvað Rafn að flytja til Kaup-
rriannahafnar 1938. Stundaði hann
þar tannlækningar og dvaldi þar
ásamt fjölskyldu sinni til stríðsloka
að hann flutti til Reykjavíkur.
Ég kom til Kaupmannahafnar í
apríl 1938 og hitti þá vini í varpa
þar sem Hulda og Rafn voru. Það
árið dvaldi ég í Vejle og varð því
lítið um heimsóknir. Haustið 1939
fluttist ég ásamt eiginkonu minni
til Danmerkur. Fór þá svo að við
fluttumst fljótlega í nágrenni við
þau Huldu og Rafn og bjuggum þar
öll stríðsárin. Það var mikil blessun
að eiga þá á næstu grösum trausta
vini sem aldrei brugðust og alltaf
var hægt að leita til. Verður það
samneyti aldrei fullþakkað. Það var
ekki minnst um vert þar eð börn
okkar beggja hjóna voru þá að vaxa
úr grasi.
Rafn var maður breiðleitur, fast-
mótaður í andliti, hæglátur og
ákveðinn í fasi, þurr á manninn í
bytjun, en glaður og skemmtilegur
er kynni tókust. Hann kom mér
mjög á óvart í byijun kunningsskap-
ar okkar með mikilli þekkingu á
fornum fræðum og ljóðum, en þau
áhugamál ræktaði hann meðan
hann mátti.
Rafn var herðibreiður og mittis-
mjór, vörpulegur og snöfurmannlegur
af meðalhæð. Hann reyndist einn
fremsti okkar bekkjarbraéðra í öllum
leikfimiæfingum. Hann var ffá byrjun
kosinn foringi okkar sem inspector
classis öll menntaskólaárin.
Hann vann að tannlæknastörfum
frá heimkomu 1945 í Reykjavík þar
til snögg veikindi bundu enda á þau
störf um sex árum fyrir andlát hans.
Rafn vann mikið að stéttarmálum
og var heiðursfélagi Tannlæknafé-
lags íslands.
Þau hjón misstu skyndilega son
sinn, Jón tannlækni 1985, 38 ára
gamlan, frá eiginkonu og þrem ung-
um börnum. Síðar á því sama ári
andaðist eiginkona Rafns snögg-
lega. Það voru mikil og erfið áföll
vini mínum Rafni, sem sýndi þá
mikinn sálarstyrk og stundaði störf
sem áður.
Hjónaband þeirra Huldu og Rafns
var einstaklega farsælt, enda Hulda
prýðilega gefin til munns og handa.
Hann átti hálfbróður, Karl Jónsson,
og fósturbróður Þórhall Halldórsson
sem báðir eru látnir.
Faðir hans andaðist þegar Þor-
steinn var aðeins 13 ára, en móðir
hans lést í hárri elli 1984, þá 96
ára gömul.
Þorsteinn var tvo vetur á Héraðs-
skólanum að Reykholti. Árið 1956
ákvað fjölskyldan að bregða búi og
flytja til Reykjavíkur. Bjuggu þau
lengst af á Fossvogsbletti 31. Þor-
steinn kvæntist aldrei og bjó hann
með systkinum sínum þeim Halldóri
og Katrínu, seinast í Breiðagerði
10. Fyrst í stað vann hann hjá Pósti
og síma. En hugur hans stóð til
náms og komst hann á samning í
rafvélavirkjun á Rafvélaverkstæði
Halldórs Olafssonar að Rauðarár-
stíg 20, árið 1958, sem var íjöl-
mennt og stórt verkstæði á þeirra
tíma mælikvarða. Það var þar sem
við kynntumst og varð okkur strax
vel til vina. Við útskrifuðumst sam-
an 1963 og fórum við báðir til Eng-
lands í skóla hjá Lucas og CAV til
að fá meiri innsýn í bílarafmagn. {
Erfidrykkjur
Glæsileg kaíii-
lilaðborð íallegir
salirogmjög
góð þjónusta.
Lpplýsingar
í síma 2 23 22
FLUGLBIDIR
lllTEL LOFTLEIIIR
Þau höfðu mikið barnalán og eign-
uðust fjögur börn: Sigrúnu Rafns-
dóttur, meinatækni á Landspítala,
Sveinbjörn Rafnsson, dr. phil., pró-
fessor við Háskóla íslands, Vilhjálm
Rafnsson, dr. med., yfirlækni við
Vinnueftirlit ríkisins, og Jón Stefán
Rafnsson, tannlækni, látinn 1985.
Þegar leið á ævi Rafns sóttu að
honum alvarlegir sjúkdómar. Tví-
vegis var hann vistaður á Landspít-
ala vegna kransæðastíflu, í seinna
skiptið mjög alvarlega veikur. Hann
rétti sig þó furðu fljótt við og gat
stundað vinnu sína. Nokkrum árum
síðar gekkst hann undir mikla kvið-
arholsaðgerð vegna krabbameins.
Hann jafnaði sig fyrr en varði og
tók upp sín störf. Þá reið ólagið
mikla yfir, er hann fannst lamaður
í rúmi sínu fyrir sex árum. Eftir það
lá hann á sjúkrastofnunum til hjúkr-
unar og meðferðar, gat ekki tjáð
sig, fýlgdist með öllu og skildi allt
sem við hann var mælt. Gat lítils
háttar lesið.dagblöðin, en naut þess
að lesið var fyrir hann, sem böm
hans voru natin við. Rafn var ný-
fluttur að sjúkraheimilinu Skjóli, er
hann lést skyndilega. Lengst dvald-
ist hann á öldrunardeild Landspítala
í Hátúni og naut þar hinnar ágæt-
ustu umönnunar.
Ég þakka þeim hjónum, Huldu
og Rafni, langa og trygga vináttu
og samfylgd, og við hjónin óskum
þeim allrar Guðs blessunar á þeirra
nýju leiðum.
Ég kveð vin minn, Rafn, með vísu
sem sægarpurinn og bóndinn Snæ-
björn í Hergilsey orti við andlát
æskuvinar síns, sem einnig barg
honum úr sjávarháska:
Vinur kær, er vikinn héðan,
vinur sem að mátti trúa,
vin fæ ég ei vænni síðan,
í vinarfaðmi er gott að búa.
Sig. Samúelsson.
Kveðja frá Tannlæknafélagi
íslands
Látinn er í Reykjavík Rafn Jóns-
son tannlæknir og heiðursfélagi í
Tannlæknafélagi Islands. Hann var
fæddur í Reykjavík 9. október 1911
og lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum á Akureyri 1932. Að stúd-
entsprófi loknu stundaði hann nám
kjölfar þess stofnuðum við 1964
saman fyrirtækið Bílaraf í litlum
skúr á Skeggjagötu. Fljótlega flutt-
um við að Borgartúni 19 eða Höfða-
vík við Sætún eins og það hét þá,
en þar hafði verið starfrækt ein
stærsta netagerð í mörg ár. Nokkr-
um árum seinna keyptum við Neta-
gerðina og húsnæði hennar, en hún
var þá hætt starfrækslu. Störfuðum
við saman þar til Þorsteinn ákvað
að breyta til og réð sig 1979 sem
lagermann hjá Hraunvirkja. Þegar
Hraunvirki hætti byijaði hann hjá
Hagvirkja og starfaði þar til dauða-
dags. Þorsteinn hætti með Bílaraf
en áfram áttum við saman Neta-
gerðina Höfðavík eða húsnæði
hennar. Á þessum 30 árum sá Þor-
steinn með ánægju umhverfið í
kring breytast úr ósjálegu hverfi í
að verða fallegur og seinna frægur
staður þegar fundurinn var í Höfða.
Aðalsmerki Þorsteins eða Steina
eins og hann var kallaður af vinum
sínum var hógværð. Hann var lítið
fyrir að trana sér fram, var mjög
traustur maður, góðgjarn og um-
burðarlyndur og reyndist hann mér
mjög vel. Það ríkti ávallt fullur trún-
aður á milli okkar, bæði við upp-
byggingu Bílarafs og í vinskap. Þar
við læknadeild Háskóla íslands í
eitt ár, en hélt þá til Kaupmanna-
hafnar þar sem hann lagði stund á
tannlækningar við Tannlæknahá-
skólann í Kaupmannahöfn. Lauk
hann tannlæknaprófi þaðan 1936.
Fyrstu árin þar á eftir starfaði Rafn
sem skólatannlæknir í Reykjavík og
síðan hjá Halli Hallssyni tannlækni.
Á stríðsárunum starfaði hann í
Kaupmannahöfn en er stríðinu lauk
fluttist hann heim og opnaði eigin
stofu í Reykjavík í september 1945.
Það fór ekki fram hjá neinum sem
þekktu Rafn að þar fór mikill félags-
málamaður enda vann hann alla tíð
fyrir félag sitt af mikilli ósérhlífni.
Hann sat í stjórn TFÍ 1951-62 og
var formaður félagsins 1957-62.
Hann var endurskoðandi TFÍ
1946-51, í stjórn Skandinavíska
tannlæknafélagsins 1952-57 og
1969-72, sat í fræðslunefnd TFI
1959-62 og minjasafnsnefnd
1965-93. Rafn var gerður að heið-
ursfélaga TFÍ 1971. Hann var einn
helsti hvatamaður að stofnun lífeyr-
issjóðs tannlækna árið 1957. Á þess-
ari upptalningu sést hve mikillar
virðingar hann naut af hálfu starfs-
systkina sinna.
Rafn kvæntist konu sinni Huldu
Olgeirsson Vilhjálmsdóttur 31. des-
ember 1937. Þeim varð íjögurra
barna auðið, en þau eru Sigrún
meinatæknir, fædd 19. júlí 1938,
Sveinbjörn prófessor, fæddur 22.
mars 1944, Vilhjálmur yfirlæknir,
fæddur 29. ágúst 1945 og Jón Stef-
án tannlæknir, fæddur 20. desember
1946 en hann lést 1985 langt um
aldur fram. Huldu konu sína missti
Rafn sama ár og varð lát þeirra
Rafni mjög þungbært.
Rafn rak tannlæknastofu sína af
alúð og dugnaði í Reykjavík í um
það bil 45 ár, fyrst í Hafnarstræti
en síðan í Blönduhlíðinni. Hann
veiktist fyrir fjórum árum síðan og
náði ekki fullri heilsu eftir það. Við
félagar hans í tannlæknafélaginu
minnumst hans með virðingu og
þakklæti. í hugum okkar allra var
hann alltaf hinn fullkomni herra-
maður. Ættingjum hans sendum við
samúðarkveðjur okkar. Guð blessi
minningu Rafns Jónssonar.
Jón Ásgeir Eyjólfsson,
formaður Tannlækna-
félags íslands.
að auki var hann mjög góður fag-
maður og þegar til okkar bárust
bílar með rafmagnsbilanir sem erf-
itt var að fást við, lentu þær oftar
en ekki hjá Steina.
Við vorum mikið saman hér á
árunum áður, ekki bara við upp-
byggingu á fyrirtækjunum, heldur
líka þar fyrir utan. Við áttum sam-
eiginlegt áhugamál sem var veiði-
skapur. Steini var mikið náttúru-
barn og fór hann í laxveiði, silung
og rjúpu og oft fórum við saman.
Það var gaman að hlusta á hann
segja frá veiðiskap sínum frá æsku-
slóðum. Þegar torfur af sjóbleikju
komu í Staðará og þá söng á lín-
unni, eða þegar hann fór á rjúpu
en þá varð það ekki sport heldur
partur af lífsbaráttunni að færa
björg í bú. Að því ógleymdu þegar
hann hóf að segja okkur frá skiptum
sínum við rebba, af klókindum hans
og visku. Þá færðist Steini allur í
aukana og maður skynjaði að hugur
hans var kominn á bernskuslóðir.
Um leið og ég þakka Steina sam-
fylgdina og vinskapinn öll þessi ár
votta ég systkinum hans og öðrum
aðstandendum samúð mína og flyt
kveðjur frá starfsfólki Bílarafs.
Valur Marinósson.
t
Elskuleg eiginkona og móftir okkar,
GUÐRÚN ALBERTSDÓTTIR,
Dvergabakka 32,
lést í Landspítalanum Þann 23. mars.
Edvard Pétur Ólafsson,
Ólafur Pétur Edvardsson,
Viktor Gunnar Edvardsson,
Björn Ingi Edvardsson.
t
Elskuleg systir okkar,
MARÍN G. BRIAND DE CREVECOEUR
f. GÍSLADÓTTIR,
lést í Malaga, Spáni, þann 23. mars.
Systkinin.
t
Systir mín,
MATTHILDUR KRISTJÁNSDÓTTIR PETERSEN,
Víðimel 45,
Reykjavík,
lést í Landspítalanum mánudaginn 21. mars.
Fyrir hönd vandamanna,
Anton Kristjánsson.
t
Sonur minn, bróðir okkar, mágur og frændi,
ÓLAFUR SVEINSSON
frá Sléttu í Fljótum,
Hátúni 10a,
Reykjavík,
er lést í Landspítalanum föstudaginn 18. mars, verður jarðsung-
inn frá Fossvogskirkju föstudaginn 25. mars kl. 15.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kristín Þorbergsdóttir.
t
Elskulegur sonur okkar og bróðir,
ÖRN SKÚLASON,
er lést í Svíþjóft 18. mars sl., verður jarðsunginn frá Akranes-
kirkju föstudaginn 25. mars kl. 11.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja
minnast hins látna, er bent á Hjálparsveit skáta á Akranesi.
Guðrún Sigurðardóttir, Hinrik Gunnarsson,
Skúli Marteinsson
og systur.
t
Ástkær eiginkona mín,
GUÐLAUG KLEMENSDÓTTIR,
Skjóli,
áður Miðtúni 6,
verður jarðsungin frá Áskirkju föstudag-
inn 25. mars kl. 13.30.
Hermann Guðmundsson,
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
t
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR,
Æsufelli 2,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
föstudaginn 25. mars kl. 10.30.
Sigurður I. Gíslason, Fanney Þ. Davíðsdóttir,
Þorsteinn Gíslason,
Sigurlaug B. Gröndal
og barnabörn.
t
Ástkær móftir okkar, stjúpmóftir,
tengdamóðir, amma og langamma,
SIGRÚN J. EINARSDÓTTIR
frá Dynjanda,
Eskihlið 29,
Reykjavik,
verður jarösungin frá Fossvogskirkju
föstudaginn 25. mars kl. 13.30.
Guðbjört Einarsdóttir, Jón Ómar Sigfússon,
Jónína Þóra Einarsdóttir, Ægir Ólason,
Ingi Dóri Einarsson, Sigurlaug Gísladóttir,
Ragnheiður Einarsdóttir, Kristinn Einarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.