Morgunblaðið - 24.03.1994, Qupperneq 62
62
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1994
KORFUKNATTLEIKUR
Tíundi
sigur New
Yorkíröð
NEW York Knicks hefur verið
á mikilli sigurgöngu að undan-
förnu og í gær voru það meist-
ararnir í Chicago Bulls sem
urðu að lúta í lægra haldi,
87:78. Þetta vartíundi sigur
Knicks í röð.
Hubert Davis gerði 24 stig, þar-
af þijár þriggja stiga körfur,
fyrir New York sem hefur unnið tíu
af síðustu ellefu leikjum þar sem
andstæðingurinn nær ekki að skora
yfir 90 stig. Patrick Ewing gerði
18 stig, en Scottie Pippen var stiga-
hæstur í liði Chicago með 25 stig
og Horace Grant kom næstur með
17 stig.
Cleveland Cavaliers setti nýtt
félagsmet með því að halda Indiana
aðeins í 61 stigi í leik liðanna í
fyrrinótt. Cleveland vann 93:61 og
gerði Terrell Brandon 15 stig fyrir
heimamenn, Gerald Wilkins, Chris
Mills, og Danny Ferry gerðu 13
stig hver.
Kevin Johnson gerði 35 stig og
átti 11 stoðsendingar fyrir Phoenix
sem vann Miami Heat 124:118 í
framlengdum leik. A.C. Green gerði
7 af 19 stigum sínum í framlenging-
unni. Oliver Miller var með 16 stig
og 17 fráköst og Charles Barkley
gerði 16 stig og tók 13 fráköst.
Staðan eftir venjulegan leiktíma var
116:116. Willie Burton gerði 28
stig og Steve Smith 27 fyrir Miami.
Golden State vann Orlando
Magic með einu stigi, 117:116, og
gerði síðustu ljögur stigin í leiknum.
Dennis Scott gerði sigurkörfuna.
Latrell Sprewell var stigahæstur í
liðið Golden State með 26 stig.
Shaquille O’Neal var að vanda
stigahæstur í liði Orlando með 29.
Sam Perkins gerði 27 stig er
Seattle sigraði San Antonio Spurs
105:89. Gary Payton gerði 14 af
21 stigi sínu í fyrri hálfleik fyrir
Seattle. David Robinson var at-
kvæðamestur í liði Spurs með 27
stig, Willie Anderson kom næstur
með 18.
Sacramento Kings var eina liðið
sem tapaði á heimavelli í fyrrinótt
eftir að Clyde Drexler skoraði sig-
urkörfuna fyrir Portland, 94:96,
þegar aðeins ein sekúnda var eftir.
Hann gerði alls 28 stig í leiknum.
Lionel Simmons var stigahæstur
heimamanna með 26 stig.
IMBA-ÚRSLIT
Leikir aðfaranótt miðvikudags:
New York — Chicago 87:78
125:91
93:61
New Jersey — L. A. Clippers 105:102 83:81
108:94
124:118
■Eftir framlengingu. 105:89
Golden State — Orlando 117:116
Sacramento — Portland 94:96
Morgunblaðið/Einar Falur
Hubert Davis, ein af skyttum New York, hefur leikið mjög vel að undan-
fömu, en hann er í bakvarðastöðu John Starks, sem er meiddur.
„Magic“ tekur
við þjálfún
hjá LA Lakers
EARVIN „Magic" Johnson tek-
ur við þjálfun LA Lakers af
Randy Pfund og stjórnar fyrsta
leiknum á sunnudag sam-
kvæmt fréttum fjölmiðla í Los
Angeles í gær, en forsvars-
menn félagsins vildu ekki stað-
festa tíðindin.
Þetta er annað tímabil Pfunds
með liðið, en samningur hans
rennur út eftir tvö ár. Johnson hætti
að leika með Lakers í nóvember 1991
og síðan hefur hallað undan fæti hjá
félaginu, en Pfund hefur að sumu
leyti verið kennt um hvernig komið
sé.
_Fregnunum var almennt vel tekið
og m.a. sagði David Stem hjá NBA
að ef þetta væri staðreynd væri hún
af hinu góða og yrði lyftistöng fyrir
deildina.
Johnson átti stóran þátt í að lyfta
NBA-deildinni á hærri stall en áður.
Hann var kjörinn besti leikmaðurinn
1987, 1989 og 1990 og kom Lakers
í úrslit NBA níu sinnum, en liðið
varð meistari 1980, 1982, 1985,
1987 og 1988. Johnson, sem er 34
ára, átti 9.921 stoðsendingu á ferlin-
um, sem er met í deildinni. Hann var
kjörin besti maður stjömuleiksins
1992 og var í „draumaliðinu,“ sem
vann til gullverðlauna á Olympíuleik-
unum í Barcelona 1992.
í kvöld Körfuknattleikur Úrslitakeppni karla: Keflavík: IBK-UMFN.... 20
Úrslitakeppni kvenna: Hagaskóli: KR-UMFG... 20
Handknattleikur Undanúrslit kvenna, 1. uniferð:
Garðabær: Stjarnan-KR :. 20
Víkin: Víkingur - Fram... 20
2. deild karla, úrslitak. Digranes: HK - Grðtta.... 20
Hölliri: Fram - ÍH 19
Knattspyrna Reykjavíkurmótið Gervigras: Fram-Fylkir 20
Jafnræði með ÍBKog UMFN
Grindvíkingarvirðastsigurstranglegri en nýliðar Skagamanna
BARÁTTAN um réttinn til að leika til úrslita í úrvalsdeildinni í
körf uknattleik hefst í kvöld í Keflavík þegar ÍBK tekur á móti
nágrönnum sínum frá Njarðvík. Á sama tíma tekur kvennalið KR
á móti Grindvíkingum í Hagaskóla.
Skúli Unnar
Sveinsson
skrifar
Það bíða margir eftir nágranna-
slagnum og víst er að búast
má við mikilli baráttu og bráð-
skemmtilegum
körfuknattleik. Bik-
arúrslitaleikur fé-
laganna á dögunum
bar þess glöggt
merki. Ef tölulegar upplýsingar um
frammistöðu leikmanna liðanna í
úrvalsdeildinni í vetur eru skoðaðar
kemur ýmislegt forvitnilegt í ljós.
í töflunni hér að neðan er miðað
við tíu leikmenn í hvoru liði og í
tölum um ÍBK eru bæði Bow og
Foster taldir með.
Keflvíkingar eru með heldur betri
vítahittni en Njarðvíkingar enda
hafa Keflvíkingar fimm leikmenn
sem eru með betri nýtingu en Valur
Ingimundarson, sem hefur besta
nýtingu UMFN, 73,97%. Guðjón
Skúlason hefur 89,47% nýtingu og
það borgar sig því tæplega að bijóta
mikið á honum.
Njarðvíkingar hafa tekið talsvert
fleiri fráköst í vetur. Einnig virðast
þeir lunknari við að ná knettinum
af mótheijum sínum og fleiri stoð-
sendingar eru skráðar á Njarðvík
en Keflavík.
Það er athyglisvert í sambandi
við stoðsendingarnar að Jón Kr.
Gíslason, þjálfari og leikstjórnandi
ÍBK, hefur sent 125 slíkar í vetur
og sker sig úr í liði ÍBK. Guðjón
Skúlason er í öðru sæti með 69
stoðsendingar. Frirðrik Ragnarsson
hjá UMFN hefur gefið 120 stoð-
sendingar og er ekki langt að baki
Jóni Kr. í því sambandi, en Teitur
Örlygsson er með 92 slíkar sending-
ar og þriðji maður, Rondey Robin-
son er með 65 sendingar, aðeins
fjórum færri en annar maður ÍBK.
Ef villur liðanna eru skoðaðar
kemur í ljós að 11 Keflvíkingar
hafa fengið 10 villur eða fieiri í
vetur og jafnmargir eru með fleiri
en eina villu að meðaltali í leik.
Njarðvíkingar virðast heldur rólegri
í tíðinni, þar á bæ eru 10 leikmenn
með 10 villur eða fleiri og 8 hafa
fengið fleiri en eina villu að meðal-
tali í leik í vetur.
Hvað má svo lesa úr þessum
tölum? Fyrst og fremst að hér eru
mjög jöfn lið á ferðinni og dags-
formið mun ráða mestu um hvort
liðið kemst í úrslitin. Þó eru vissar
blikur á lofti. Keflvíkingar urðu
fyrir því óhappi að Raymond Foster
slasaðist og urðu þeir því að fá sér
annan erlendan leikmann, Mike
Brown. Hvernig honum tekst að
aðlagast liði ÍBK á tveimur sólar-
hringum er stór spurning sem ekki
fæst svar við fyrr en í kvöld. Hann
þarf að fást við einn besta erlenda
leikmanninn hér á landi, Rondey
Robinson, og er alls ekki öfunds-
verður af því.
Það sem þó gæti sett enn stærra
strik í reikninginn hjá ÍBK er ef
þjálfari þeirra og leikstjórnandi Jón
Kr. Gíslason verður ekki orðinn
góður. Hann hefur átt við meiðsl í
læri að stríða og segist ekki vera
orðinn eins góður og hann hefði
kosið, „en maður lætur sig samt
hafa það,“ sagði Jón.
Grindvíkingar líklegri
Samkvæmt_ upplýsingum um
Grindavík og ÍA virðist sem Grind-
víkingar séu líklegri til sigurs.
Fyrsti leikur liðanna verður á morg-
un í Grindavík. Grindvíkingar taka
mun fleiri fráköst og munar þar
mikið um þá Guðmund Bragason
og Nökkva Má Jónsson en Guð-
mundur er með 11,4 fráköst að
meðaltali í leik og Nökkvi Már 7,7.
Þrír í liði UMFG hafa tekið fleiri
en 100 fráköst í vetur, en Ijórir
Skagamenn eru með fleiri en 100
fráköst. Steve Grayer er með 14,6
fráköst að meðaltali og næsti mað-
ur, Haraldur Leifsson, er með 5,9.
Skagamenn hafa gefið fleiri stoð-
sendingar í vetur en Grindvíkingar
eru talsvert lagnari við að krækja
í bolta frá mótheijum sínum.
Vítahittni liðanna er mjög áþekk,
en Skagamenn ættu síður að bijóta
á Bergi Hinrikssyni og Hyrti Harð-
arsyni því þeir eru með góða nýt-
ingu, Bergur 90,91% og Hjörtur
78,26%. Einar Einarsson í IA er
einnig með góða nýtingu, 79,61%
og ívar Ásgrímsson hefur 75,26%
nýtingu.
Skagamenn hafa fengið heldur
fleiri villur. Tíu leikmenn hafa feng-
ið fleiri en 10 villur og níu þeirra
eru með meira en eina villu að
meðaltali. Hjá Grindvíkingum eru
einnig tíu leikmenn með 10 villur
eða fleiri en það eru hins vegar
átta sem hafa fengið eina villu eða
fleiri að meðaltali.
FELAGSLIF
Liverpool-klúbbur
Stuðningsmenn Liverpool ætla að koma
saman í Ölveri, Glæsibæ, á laugardaginn
kl. 17.30. Þar verða málin rædd og hugað
að ferð til Anfield Road. Sýndur verður leik-
ur Liverpool og Manchester United (3:3)
frá 4. janúar á níu fermetra risaskjá.
# W
Tölulegar upplýsingar um frammistöðu
liðanna i úrvalsdeildinni. Miðað er við
árangur tíu leikmenn hvors liðs.
568/435 Víti 638/412
462/163 3ja stiga 446/158
917 Fráköst 990
658 (varnar) 667
259 (sóknar) 323
241 Bolta náð 331
346 Bolta tapað 348
348 : Stoðsendingar 496
Tölulegar upplýsingar um frammistöðu
liðanna i úrvalsdeildinni. Miðað er við
árangur tíu leikmenn hvors liðs.
601/419 Víti 598/407
485/187 3ja stiga 464/179
980 Fráköst 888
653 (varnar) 589
327 (sóknar) 299
266 Bolta náð 225
341 Bolta tapað 370
311 ! Stoðsendingar 245