Morgunblaðið - 24.03.1994, Síða 63

Morgunblaðið - 24.03.1994, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1994 63 ÍÞfémR FOLK ■ JEAN-Pierre Papin hélt upp á fimmtugasta landsleik sinn fyrir Frakkland, með því að skora mark eftir aðeins sjö mín. þegar Frakk- land vann, 3:1, Chile í Lyon á þriðjudaginn. ■ MIKIL pressa er á Rai, fyrir- liða Brasilíu í knattspyrnu — yngri bróður Soerates, fyrrum fyrirliða Brasilíu. Rai, sem leikur með Par- ís St. Germain, hefur ekki komist í Parísar-liðið að undanförnu — þykir ekki í nægilega góðri æfingu. ■ CARLOS Alberto, þjálfari Brasilíu, sem ætlaði sér að byggja lið sitt upp í kringum Rai fyrir heimsmeistarakeppnina í Banda- ríkjunum, hefur ákveðið að gefa honum eitt tækifæri til viðbótar — í leik gegn Argentínu . Ef Rai stendur sig ekki, eru litlar líkur á að hann leiki í HM. ■ RAI fékk aðvörun frá Carlos Alberto á síðasta ári — þjálfarinn bað Rai um að leggja hart að sér, til að ná fyrri getu. Það er greini- legt að Rai hefur látið þær aðvaran- ir eins og vind um eyru þjóta. ■ MARADONA mun ekki leika með Argentínumönnum gegn Brasilíu. ■ BRASILÍA leikur án Jorginho, bakverðar hjá Bayern MUnchen og Romario, miðherja Barcelona, sem eru meiddir. ■ BELGÍSKA knattspyrnufélag- ið Liege, sem var stofnað 1892, stendur höllum fæti fjárhagslega og sér fram á gjaldþrot takist ekki að greiða skuldir sem samsvara um 250 millj. kr. innan tveggja til þriggja mánaða. Hluthafar taka ákvörðun um framhald félagsins 18. apríl. ■ ERIC Gerets, fyrrum varnar- maður belgiska landsliðsins og þjálfari Liege, hættir í vor og tekur við þjálfun hjá Lierse. ■ NORÐMENN unnu flest verð- laun á Ólympíumóti fatlaðra sem lauk í Lillehammer í Noregi á laugardag. Heimamenn unnu 29 gullverðlaun. Þýskaland varð í öðru sæti með 25 gull og Bandarík- in í þriðja með 24 gull. 500 kepp- endur frá 31 þjóð tóku þátt. ■ JOAKIM H&ggman frá Sví- þjóð sigraði í opna Malasíumótinu í golfi sem lauk í Kuala Lumpur á sunnudaginn. Hann lék bráða- bana við heimamanninn, Perias- amy Gunasagaran og sigraði eftir átta holur. Hann fékk rúmlega 41 þúsund dollara í verðlaun eða 3,2 milljónir kr. KNATTSPYRNA / REYKJAVIKURMOTIÐ Valsmenn gera athugasemd við gervigrasið í Laugardal - segja völlinn of mikla slysagildru og vilja mótið á Leiknisvöll VALSMENN sendu athugasemd til Knattspyrnuráðs Reykjavík- ur í gær, þar sem þeir óska eftir að leikir Vals í Reykjavíkurmót- inu í knattspyrnu verði fluttir af gervigrasvellinum í Laugardal vegna slysahættu. Valur lék fyrsta leik sinn í mótinu gegn Víkingi ífyrrakvöld og meiddust þá tveir leikmenn. Valsmenn vilja að Reykjavíkurmótið verði fært á Leiknisvöll í Breiðholti. ^\ft hefur veríð rætt um það ið af skarið og segja hingað og meðal þjálfara og forráða- manna Reykjavíkurfélaganna að völlurinn væri ónothæfur. Hingað til hefur ekki meira verið gert í málinu, en nú hafa Valsmenn tek- ekki lengra. „Það er of mikil áhætta fyrir leikmenn að spila á gervigrasinu. Slysahættan er meiri en talist getur eðlilegt," sagði Theodór S. Halidórsson, for- maður knattspyrnudeildar Vals. „Innkoman á leikina dugar varla fyrir sáraumbúðumsagði for- maðurinn. í leiknum í fyrrakvöld meiddust þeir Hörður Már Magnússon Vals- ari og Þrándur Sigurðsson Víking- ur. Hörður snéri sig illa á ökkla og Þrándur á hné. Að sögn sjúkra- þjálfara má rekja meiðsli þeirra beggja beint til vallaraðstæðna. Jóhannes Sævarsson, formaður knattspyrnudeildar Víkings, sagði að það væri varla hægt að bjóða liðum upp á að spila leiki á gervi- grasinu í Laugardal. „Það hlýtur að teljast eðlileg krafa að Reykja- víkurmótið verði fært á annan völl ef aðstæður reynast betri þar. Menn segja mér að gervigras- völlur Leiknis í Breiðholti sé mun betri en völlurinn í Laugardalnum og því ekki að færa mótið þang- að?“ KNATTSPYRNA Klinsman med tvö Reuter JURGEN Klinsman er hér í baráttu við Franco Baresi í vináttulandsleik Þjóð- verja og ítala í gærkvöldi. Klinsman gerði bæði mörk þýskra í 2:1 sigri þeirra en mark ítala gerði Dino Baggio. URSLIT HANDKNATTLEIKUR Spánverjar vildu fá HM til að efla handboltann - segirGeirSveinsson, fyrirliði íslenska landsliðsins GEIR Sveinsson, fyrirliði ís- lenska landsliðsins í hand- knattleik segir altalað innan spænsku handknattleiks- hreyfingarinnar að Spánverj- ar hafi reynt að fá heims- meistarakeppnina 1995 fyrst og fremst til að rífa íþróttina upp úr þeirri lægð, sem hún er í á Spáni, en ekki til að koma í staðinn fyrir Islend- inga eins og opinbera skýr- ingin hefur verið. Spánveijar sendu hinni ís- lensku framkvæmdanefnd HM ’95 bréf í júlí s.l., þar sem þeir sögðust vera tilbúnir að hlaupa í skarðið, ef Islendingar uppfylltu ekki skilyrði Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, um að halda keppnina. Skömmu áður en ákvörðun um mótshaldið á íslandi var tekin fór fram- kvæmdastjóri IHF til Spánar og kom þá fram í spænskum fjölmiðl- um að Spánveijar væru tilbúnir og hefðu fullan stuðning yfirvalda til að halda keppnina. Hins vegar voru Spánveijar fyrstir til að óska HSÍ til hamingju, þegar endan- lega lá fyrir að HM 95 yrði á ís- landi. Geir sagði í samtali við Morg- unblaðið að flest spænsku hand- knattleiksliðin stæðu höllum fæti fjárhagslega og því hefðu Spán- veijar viljað fá HM til að efla íþróttina í landinu á ný. Opinber- lega hefði aðeins komið fram að þeir væru tilbúnir að hlaupa í skarðið, en greinilegt væri að meira hefði legið að baki. Alzíra, sem Geir og Júlíus Jón- asson leika með, hefur enn ekki getað gert upp við leikmenn og er ástandið allt annað en bjart hjá félaginu, þó liðið standi vel að vígi í EHF-keppninni eftir jafn- tefli við Bidasoa á útivelli i fyrri leik liðanna í undanúrslitum. Geir sagðist samt ekkert vera farinn að örvænta og ætlaði að gefa sér tíma til að taka ákvörðun um framhaldið,en eins og greint hefur verið frá tók Júlíus tilboði frá þýska félaginu Gummersbach. Reykjavíkurmótið B-deild: Leiknir - Léttir................ 4:0 Óskar Albertsson 3, Birgir Ólatsson. Æfingalandsleikir Salonika, Grikklandi: Grikkland - Pólland................0:0 9.000. Dublin: írland - Rússland..................0:0 Stuttgart: Þýskaland - Ítalía.................2:1 Jiirgen Klinsmann (45., 47.) - Dino Baggio (45.). 52.800. \ Lúxemborg: Lúxemborg - Morokkó................1:2 Thomas Wolf (71.) - Larbi Hababi (45.), Abdelkarim E1 Hadrioui (89.). 5.500. Glasgow: Skotland - Holland................0:1 - Bryan Roy (23.). 36.809. Belfast: Norður-írland - Rúmenía............2:0 Steve Morrow (42.), Philip Gray (49.). 5.500. Valencia: Spánn - Króatía....................0:2 - Robert Prosinecki (7.), Davor Suker (51.). 40.000. Engtand Bikarkeppnin Aukaleikur í átta liða úrslitum: Luton - West Ham...................3:2 (Oakes 35., 47., 73.) - (Martin Allen 29., Bishop 57.). 13.166. ■Luton mætir Chelsea í undanúrslitum á Wembley 9. apríl. Úrvalsdeildin Newcastle - Ipswich................2:0 (Sellars 37., Cole 73.). 1. deild Crystal Palace - Middlesbrough.....0:1 (Hignett 11.). 12.811. Millwall - Petersborough...........1:0 Cantona fékkfimm leikja bann Eric Cantona, markahæsti leik- maður Manchester United, var gær dæmdur í fímm leikja keppnis- bann. Cantona mun missa íjóra deildarleiki — gegn Blackburn, Old- ham, Leeds og Wimbledon og und- anúrslitaleik í bikarkeppninni gegn Oldham 10. apríl á Wembley. Ray Keane mun einnig missa af bikar- leiknum gegn Oldham, en hann fékk sitt sjöunda gula spjald í leikn- um gegn Arsenal. Manchester United er með 73 stig eftir 33 leiki og Blackburn 67 stig eftir 32 leiki. Liðin eiga eftir að leika eftirtalda leiki: Manchester United: Liverpool (H), Black- bum (Ú), Oldham (H), Leeds (Ú), Wimbel- don (Ö), Man. City (H), Ipswich (Ú), Co- ventry (H) og Southampton (H), sem er frestaður ieikur. Blackburn: Swindon (H), Wilbledon (Ú), Man. Utd. (H), Everton (Ú), Aston Villa (H), Southampton (Ú), QPR (H), Coventry (Ú), Ipswich (H) og West Ham (Ú), en það er frestaður leikur. „Þetta minnir mig óneitanlga á baráttu Manchester United og Leeds 1992, þegar leikmenn United gáfu eftir undir lokin," segir David Batty, en hann og Cantona léku þá með Leeds, sem hafði betur á lokasprettinum. Batty leikur nú á miðjunni hjá Blackbum. LISTHLAUP / HM Rússneska pariðbest Evgenia Shishkova og Vadim Naumov frá Rússlandi, sem voru í fjórða sæti á ÓL í Lilleham- mer, sigmðu í parakeppni í listhlaupi á skautum á HM í Japan í gær, en Isabelle Brasseur og Lloyd Eisler frá Kanada urðu að sætta sig við silfrið. Rússneska parið stóð sig mjög vel og þó kanadíska stúlkan hefði geng- ið heil til skógar hefði verið erfitt að gera betur. En kanadíska parinu, sem var í þriðja sæti á Ólympíuleik- unum í Lillehammer, var klappað lol í lófa og Brasseur hrósað. Hún er með brákað rif og var við það að hætta keppni hvað eftir annað vegna sársauka, en lét slag standa. Rússnesku Evrópumeistararnii’ 1993, Marina Eltsova og Andrei Bushkov, fengu bronsið. Kanadamaðurinn Elvis Stojko, silfurhafi frá Lillehammer og á HM í fyrra, hafði mikla yfirburði í skyldu- æfingum karla í gær, en ólympíu- meistarinn Alexei Urmanov frá Rússlandi var í fjórða sæti og brons- hafmn Philippe Candeloro frá Frakk^

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.