Morgunblaðið - 24.03.1994, Page 64

Morgunblaðið - 24.03.1994, Page 64
m HEWLETT PACKARD ---------UM60ÐJÐ HP Á iSLANDI H F Höfðabakka 9, Beykjavík, sími (91) 671000 Frá möguleika UI veruleíka [ORGUNBLADW, KRINGLAN I 103 REVKJA VtK ÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3010 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 FIMMTUDAGUR 24. MARZ 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Ný loðnuganga komin að vestan Verðmæti loðnu- afurða nemur nú ellefu milljörðum HEILDARVERÐMÆTI frystrar loðnu og loðnuhrogna nemur nú tæpum fjórum milljörðum króna, samkvæmt samantekt Morgunblaðsins hjá stærstu aðilum á þessu sviði. Jafnframt er búið að landa um 915 þús- und tonnum hjá fiskimjölsverksmiðjum frá því að loðnuvertíð hófst 1. júlí og nemur verðmæti þess afla rúmum 7 milljörðum króna, að sögn Teits Stefánssonar hjá Félagi íslenskra fiskimjölsframleiðenda, þar af 5,2 milljarðar fyrir mjöl og um 1,8 milljarðar fyrir lýsi. Veiði á vetr- arvertíð er nú orðin meiri en á sumar- og haustvertíð. Eftirstöðvar loðnukvóta eru um 136 þúsund tonn, miðað við að um 20 þúsund tonn af loðnu hafi farið í frystingu. Ný loðnuganga fannst í fyrrinótt, út af Snæfellsnesi. fyrirtækið muni kappkosta að upp- fylla samninga og hafi loðnugangan að -vestan aukið bjartsýni þeirra til muna, að nálgast að minnsta kosti umsamin markmið._ Heildarverðmæti frystrar loðnu hjá íslenskum sjávar- afurðum nemur um 750 milljónum og verðmæti frystra loðnuhrogna er um 250 milljónir, eða samtals 1 millj- arður. Bakvið þessa upphæð standa samtals um 5.300 tonn af loðnu og hrognum. Heildarverðmæti frystrar loðhu og hrogna hjá þeim aðilum sem óháðir eru Sölumiðstöð hraðfrysti- húsa og íslenskum sjávarafurðum, má, miðað við upplýsingar Morgun- blaðsins, áætla um 400 milljónir, þar af um 225 millj. fyrir hrogn. Ný loðnuganga lengir vertíð Mörg skip hafa afskrifað frekári loðnuveiði seinustu daga og skipt yfir á rækjuveiðar. En nú eru stórar loðnutorfur úti fyrir Snæfellsnesi og voru um níu skip þar á veiðum seint í gærkvöldi. Grindvíkingur GK var eitt þeirra og hafði að sögn Willards Ólasonar skipstjóra fengið um 500 tonn af loðnu í einu kasti, og áætl- aði hann að 35-40 tonn af loðnu- hrognum fengjust úr aflanum. Will- ard spáir því að nýja gangan lengi vertíðina um vikutíma og standi von- ir til að kvóti klárist að miklu leyti. „Hrognafyllingin er mjög mikil hjá þessari loðnu, en hún er ögn smærri en skipin hafa verið að fá, sem stað- festir að mínu mati að þetta hljóta vera 'ein af svokölluðum vestan- göngum sem eru fremur sjaldgæf- ar,“ segir Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðingur. Hann segir að vest- angöngur komi úr norðvestri og fari beint að Vesturlandi til hrygningar, án þess að fara hringinn í kringum landið eins og venjan er. Göngur þessar séu misstórar, allt frá því að vera nokkrir tugir þúsunda tonna upp í að vera hálfur hrygningarstofninn, eða yfir hálf milljón tonna, og sé óvíst að gangan nú hafi verið í mælingum Hafrannsóknastofnunar. Heildarverðmæti frystrar loðnu hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsa er 1,7 milljarðar króna og verðmæti frystra loðnuhrogna nemur 840 millj- ónum króna. Bakvið þessi verðmæti eru 12 þúsund tonn af loðnu og um 2.800 tonn af loðnuhrognum. SH hefur gert samninga um sölu á um 5.500 tonnum af loðnuhrognum, og segir Halldór Eyjólfsson hjá SH að Svend-Aage Malmberg Sókninof mikilí fiskstofna SVEND-Aage Malmberg haf- fræðingur á Hafrannsókna- stofnun segir að sókn í fisk- stofna á Norður-Atlantshafi hafi verið og sé langtum of mikil. Ofveiðin felist í of mik- illi sókn miðað við bæði ástand sjávar og fiskstofna, eða með öðrum orðum of mikilli sókn í sveiflugjörnu ástandi sjávar. Svend Aage segir að hvað sem líði ágreiningi um ástæður fyrir sveiflum í fiskstofnum, umhverfi eða veiðar, þá verði menn að gera sér grein fyrir því að ís- lenski þorskstofninn sé í sögu- legu lágmarki, sem alls ekki verði rengt eða vefengt með til- vitnun í einhver ónákvæm vís- indi. Hann bendir á að það séu beinar mælingar á hlut árganga í afla ár eftir ár sem standi að baki þessum niðurstöðum, mæl- ingar sem vart verði vefengdar, og ekki séu einhverjar véfréttir ófullkominna vísinda eins og stundum sé gefið í skyn. Sjá „Óheft sókn í fisk- stofna“ á miðopnu. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Eftir að sandrokinu létti voru sandskaflar upp á miðjar hliðar á þessum Bronco-jeppa. Vörðu rúður með koppafeiti Vík í Mýrdal. ■*- HÆTT er við að töluverðar skemmdir hafi orðið á syðstu húsum í Víkurþorpinu bæði á gluggum, þökum og klæðningu í miklu suðvestan roki sem gerði síðari hluta þriðjudags. Að sögn Bryndís- ar Harðardóttur sem býr við syðstu götuna er þetta eitt versta sandveður sem gert hefur um árabil, hún og maður hennar brugðu á það ráð að smyrja koppafeiti á rúðurnar í húsi sínu til að verja þær skemmdum. Orsakirnar fyrir þessu mikla sandfoki eru þær að sjórinn hefur brotið mikið framan af íjörunni, u.þ.b. 40-50 metra á ári síðustu 3 árin, og vegna þess að mikill snjór er á melnum suður af þorp- inu átti sandurinn greiða leið úr fjörunni yfir þorpið. Fyrir austan Vík var þjóðvegur- inn ófær á 3 km kafla um tíma vegna sandfoks og varð veghefill að ryðja sandsköflunum af vegin- um þegar lygndi á miðvikudag. Fréttaritari hafði samband við einn bíleiganda sem þurfti að fara austur fyrir Vík síðdegis á þriðju- dag og sagði hann að lakkið á bílnum sínum væri töluvert skemmt vegna sandfoks. íslenska vatnsfélagið semur við aðila í Brasilíu og Saudi-Arabíu Islenskt vatn fyrir yfir milljarð á ári ÍSLENSKA vatnsfélagið hf. hefur samið um mánaðarlega sölu á 375.000 fimm lítra kössum af neysluvatni til umboðsaðila í Brasilíu og jafnmörgum þriggja lítra kösssum til umboðsaðila í Saudi-Arabíu. Haukur Snorrason, forstjóri fyrirtækisins, segir að stefnt sé að því að framleiðslan verði komin í fullan gang í lok júlí og fyrsta pöntun- in verði afgreidd í ágúst. Mánaðarlegar greiðslur vegna samningsins nema um 1,2 til 1,5 milljónum dollara á mánuði, eða rúmum 86 til 108 milljónum íslenskra króna. Á ársgrundvelli eru greiðslurnar því yfir milljarður króna, eða á bilinu 1.037 til 1.296 milljónir. Vatnið er selt undir vörumerkinu Dalmar-vatn. Haukur sagði að eftir um þriggja ára þróunarvinnu hefði fyrirtækið verið stofnað í byijun janúar. Þegar hefði verið gengið frá áðurnefndum samningi. Næst á dagskrá væri að semja við umboðsaðila í Bandaríkjun- um, á Spáni, Ítalíu, í Portúgal og Austurlöndum fjær. Hann sagði að mikill áhugi væri á vatninu erlendis. „Kannanir hafa t.d. sýnt að Evr- ópubúar eru farnir að taka vatn fram yfir vín í hádeginu. Náttúrulegt vatn er að vinna á sæta og ósæta gos- drykki og hvergi fæst eins hreint vatn og á íslandi. Við erum líka svo heppin að vera með beina tengingu úr holu inn i Mjólkursamsöluna í Borgarnesi. Þar verður vatnið sett í poka og kassi utan um með sérstöku tæki sem verið er að hanna fyrir okkur úti í Chicago," sagði Haukur. Vatn í kössum Úttekt á olíukostnaði útgerðar gerð fyrir Landssamband íslenskra útvegsmanna Hægt að spara 650 millj. á ári SAMKVÆMT úttekt sem gerð hefur verið fyrir Landssamband ís- lenskra útvegsmanna gæti olíureikningur útgerðarinnar lækkað um r 650 milijónir króna á ári ef byggt yrði upp nýtt olíudreifingarkerfi og flutt inn ein tegund af olíu í stórum förmum til fiskiskipaflotans. Kristinn Björnsson forstjóri Skeljungs segir að hægt sé að dreifa olíu hagkvæmar en nú er gert með því að fella úr gildandi lögum flutnings- jöfnun. „Ég er sannfærður um að hægt væri að bjóða olíu á betra verði ef þau lög væru felld úr gildi,“ segir hann. Kristján Ragnarsson formaður LÍÚ segir að LIÚ hafi í sjálfu sér -•^ekki áhuga á að byggja upp fjórða dreifingarkerfið fyrir olíu, en útgerð- inni finnist núverandi kerfi mjög ósanngjamt. Dreifíngarkerfi olíufé- laganna þriggja sé ekki samkeppnis- kerfi, en þar sé ekki eingöngu við olíufélögin að sakast heldur löggjaf- ann sem fyrirbyggi alla samkeppni. Þannig sé lögbundið að hvert olíufé- lag selji olíuna á sama verði hvort sem um stór eða lítil viðskipti sé að ræða, og að auki væri lögbundin flutningsjöfnun þar sem flutnings- kostnaði til viðskiptavinanna væri jafnað hvar sem þeir væru. „Við höfum bjargfasta trú á því að ef þetta kerfi verður afnumið þá muni okkur bjóðast aðrir kostir hjá olíufé- lögunum. Þá eigum við kost á því sem stórkaupendur að fá olíuna á lægra verði,“ sagði Kristján. Kristinn Björnsson sagði i samtali við Morgunblaðið að hann þyrfti að skoða forsendur LÍÚ betur áður en hann gæti tekið undir það að verið sé að tala um réttu verðin í úttekt- inni, og hann yrði að hafa uppi efa- semdir um að svo væri. „Mín skoðun hefur verið sú að á meðan flutningsjöfnunarkerfið er við líði þá er ekki eðlileg samkeppni milli olíufélaganna, en hvort hún hafi svo stórkostleg áhrif eins og Kristján Ragnarsson hefur látið í ljós að hún komi til með að lækka olíulítr- ann um 5 krónur veit ég ekki hvort er rétt,“ sagði hann. Sjá bls 4: „Nýtt olíudreifingar- kerfi., Hann sagðist m.a. hafa undirbúið framleiðsluna með því að kanna markaðsaðstæður í Brasilíu og kom- ist að því að ekki væri hagstætt að flytja vatnið út í flöskum. Hins vegar hefði hann rekið minni til þar til gerðra mjólkurkassa og komist að þeirri niðurstöðu að raunhæft væri að framleiða þriggja, fimm og tíu lítra vatnskassa til útflutnings. Framleiðsla væri hins vegar ekki hafin, þar sem beðið væri eftir tæk- um, t.d. áðurnefndu tæki til að vefja kassa utan um vatnspokana. Stefnt væri að því að framleiðsla yrði kom- in í fullan gang í júlí og fyrsta pönt- unin færi úr landi í ágúst. Vélarnar yrðu væntanlega keyrðar áfram 18 tíma á dag af 6 til 7 starfsmönnum og stefnt væri að því að framleiða milljón fimm lítra kassa á mánuði um áramót.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.