Morgunblaðið - 06.04.1994, Page 1

Morgunblaðið - 06.04.1994, Page 1
88 SIÐUR B/C/D 76. tbl. 82. árg. MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1994 Prentsmiðja Morgunblaðsins Skíðasvæði og sumarbústaðahverfi ísfirðinga rústir einar eftir snjóflóð ...• ■ ,> i # . .. v.... >. . Morgunblaðið/RAX Fjorutiu sumarbustaðir eyðilogðust SUMARBÚSTAÐIRNIR í Tungudal eru flestir spýtnabrak eitt, en á myndinni sést í bústaður þeirra Ásgeirs Lýðssonar og Sólveigar Guðnadóttur, sem björguðust lítt forgrunni bústaður, sem færðist nokkur hundruð metra frá sumarbústaðalandinu og meidd. Þar fyrir aftan er hvítur bústaður, annar tveggja bústaða af 42 sem skemmd- niður á bakka Tunguár. Aftar til vinstri sést gulur bústaður á hliðinni, en það er ist ekki í flóðinu. Eiim maður fórst og eigiia- Ijón metið MAÐUR á sextugasta aldursári lést og eiginkona hans slasaðist nokk- uð þegar stórt snjóflóð féll á sumarhús þeirra í Tungudal á ísafirði snemma í gærmorgun. Hjón sem voru í öðrum sumarbústað sluppu lítið meidd. Um 40 sumarbústaðir í Tungudal eyðilögðust í snjóflóðinu og flest mannvirki á skíðasvæði ísfirðinga í Seljalandsdal. Aætlað er að tjón af völdum snjóflóðsins nemi um 130 milljónum króna. Ásgeir Lýðsson og Sólveig Guðna- dóttir björguðust úr flóðinu. Ásgeiri segist svo frá, að hann hafi vaknað og gengið fram í stofu. „Allt í einu sá ég mikinn blossa, sem líkast til kom frá háspennulínu í nágrenninu. Þá heyrðist mikill hávaði og síðan kom högg á bústaðinn, hann lék á reiðiskjálfi og ég mátti hafa mig allan við til að halda jafnvægi, því þetta var líkast því að vera í stórsjó." Ásgeir og Sólveig segja að þegar þeim varð ljóst að þau voru bæði heil á húfi hafi fyrsta hugsun þeirra verið sú að komast úr húsinu og sækja hjálp, því þau vissu af fólki í nálægum bústað. Skólaus óðu þau snjó upp fyrir hné að golfskála skammt frá. Þar fundu þau skó sem þau gátu notað til að komast áfram að Bræðratungu, sem er heimili fyr- ir þroskahefta, og láta lögreglu vita. Flóðið hreif allt með sér Snjóflóðið féll kl. rúmlega 5 í gærmorgun af brúnum fjallsins fyrir ofan Seljalandsdal og hreif með sér flest tæki og byggíngar á skíðasvæð- inu, aðrar en Skíðamiðstöðina. Þá hélt það áfram fram af ijallinu, yfir sumarbústaðabyggðina í Tungudal og eyðilagði 40 sumarbústaði af 42, sem á vegi þess urðu. Flestir sumar- bústaðirnir eru nú spýtnabrak eitt og hafa dreifst yfir stórt svæði, ásamt innanstokksmunum og trjám úr skóginum, sem flóðið reif upp með rótum. Þegar flóðið féll fram var það 4-500 metrar á breidd og 2-3 metr- ar á þykkt. Almannavarnanefnd ísa- fjarðarkaupstaðar heimilaði eigend- um sumarbústaða að líta inn á á 130 milljónir svæðið stutta stund í gærkvöldi. I flóðahættu þar og nokkur hús í ná- I ástandi, þar sem spáð var slæmu Almannavarnanefndin lét í gær- grenni Seljalandsdals á ísafirði. Á veðri og snjókomu. morgun rýma 12 hús í Hnífsdal, sem fundi sínum síðdegis í gær ákvað Sjá fréttir og viðtöl á bls. 26-27 í búa liðlega 50 manns, vegna snjó- | nefndin að aflýsa ekki hættu- | og 34-35. Sveitir Bosníu-Serba sækja að Gorazde Sanyevo, Belgrad. Reuter, The Daily Telegi'apli. SVEITIR Bosníu-Serba hafa sótt liart að bænum Gorazde í Bosníu undanfarna daga og hafa um þrjú hundruð manns fallið eða særst í átökunum. Svæðið í kringuin Gorazde, þar sem 65 þúsund manns búa, er undir stjórn múslima og eitt af þremur yfirlýstum „gi-iðasvæðum“ Samcinuðu þjóðanna í Bosníu. Að sögn embættismanna SÞ höfðu Bos- níu-Serbar sótt allt að tíu kílómetra inn á svæðið í gærkvöldi og voru stórskotaliðs- og skriðdrekasveitir þeirra einungis í fimm kílómetra fjarlægð suður af bænum. Serbar sóttu einnig að Gorazde úr norð- austri og austri. Tæplega tvö þúsund manns hafa flúið þrettán þorp, sem Serbar hafa náð á sitt vald, og sagði talsmaður á vegum SÞ að þorpin hefðu flest eyðilagst algjörlega í stórskotaárás- um. Þó að SÞ hafi geit Gorazde að griðasvæði fyrir múslima í fyira er fyrst nú fyrirhugað að senda þangað friðargæsluliða. Bandaríkjastjórn sagðist í gær ekki hafa uppi áform um að stöðva framrás Serba með loftárásum. Sagði Jolin Shaliskahvili, yfirmaður herráðsins, að aðstæður í Gorazde væm nrjög frábrugðnar að- stæðum í Sarajevo þó að það gæti breyst. í dag heimsækir yfírmaður friðargæslusveita SÞ í Bosníu, Bret- inn Michael Rose, Gorazde til að kanna aðstæður af eigin raun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.