Morgunblaðið - 06.04.1994, Síða 2

Morgunblaðið - 06.04.1994, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1994 Ægi miðar hægt að draga frakt- skip til landsins VARÐSKIPIÐ Ægir er nú að draga leiguskip Eimskips, Europe Feeder, til landsins, en vél skipsins bilaði um 720 mílur suðvestur af landinu sunnudaginn 27. mars sl. Varðskipið hóf að draga Europe Feeder á miðvikudagskvöld í síðustu viku, en vegna mikillar brælu hefur ferðin gengið illa. Skipin eru væntanleg til Reykjavíkur á föstudag. Samkvæmt upplýsingum Landhelgisgæsl- unnar bað Eim- skip um aðstoð vegna skipsins sunnudaginn 27. mars og var ákveðið að Ægir færi til áðstoðar. Varðskipið kom að Europe Feed- er á miðvikudag og um kvöldið hafði tekist að koma taug á milli skipanna. Frá þeim tíma hefur Ægi miðað hægt og bítandi hingað til lands, með flutningaskipið í eftirdragi. Ægir er ekki útbúinn til stórskipadráttar og sækist ferðin því seint, enda vegur Europe Feeder 12 þúsund tonn fullestað. Aðfaranótt mánu- dags var brælan svo mikil að skip- in reyndu að halda sjó, en færðust samt 10 mílur undan veðrinu suður á ný. í hádeginu í gær voru enn 8 vindstig á þeim slóðum þar sem skipin voru stödd, en Land- helgisgæslan vonast til að þau nái höfn á föstu- dag. A Europe Feeder er 18 manna áhöfn, 15 Pólveijar, 2 ís- lendingar og þýskur skipstjóri. Skipið er nýtt, smíðað síðasta haust og er í leigu hjá Eimskip, eins og áður sagði. Það vegur tæp 6 þúsund tonn ólestað. 21-29% hærra verð en í marz í fyrra Helmingi minná utan af óunnum þorski SALA á þorski héðan á innlend- um og erlendum fiskmörkuðum í nýliðnum marzmánuði var á bilinu 42 til 57% minni en á sama í dag Kristinn tók bestu myndina Úrval blaðaljósmynda er til sýn- is í Listhúsinu í Laugardal 25 Gjaldþrot Kaldbaks__________ Um 60 fyrrverandi starfsmenn Kaldbaks á Grenivík skráðu sig atvinnulausa í gær 30 Valdabarátta í Rússlandi Zhírínovskíj og Rútskoj fara í framboð gegn Jeltsín forseta 32 Leiðari___________________ Agreiningur um vaxtamál 34 HtorjguttÞfoMfr ► Skíðamót íslands - Eiður Guðjohnsen bestur á Möltu - Úrslitakeppni kvenna í körfu og handbolta; ÍBK vann KR og Stjaman vann Víking úrVERINU SÉMLAO UM SJÁVARÚTVEQ ► Mun minna af þorski fer á markaði heima og ytra - Skrápflúruvinnsla á Höfn - Nýja Guðbjörgin - Nýjung í ufsavinnslu í Eyjum \ ► Gæludýr vikunnar - Papp- írsflugvél - Orðaleikur - Heimsmet í sturtu - Brandar- ar - Ljóð - Munið eftir páska- getrauninni tíma í fyrra. Það sem af er árinu nemur útflutningur á ísuðum þorski á markaðina í Hull og Grimsby rúmum 1.000 tonnum, sem er aðeins helmingur þess, sem fór utan á sama tíma í fyrra. Þá hafa langleiðina í 14.000 tonn verið seld á innlendum mörkuð- um, það sem af er ári, en þar er um 20% samdrátt að ræða. Nú í marzmánuði fóru aðeins 263 tonn af slægðum þorski héðan á uppboðsmarkaðina í Hull og Grimsby. Það er 57% minna en í sama mánuði í fyrra, en verð var nú 128 krónur á kíló, sem er 21% hærra en þá. Salan frá áramótum ytra er 1.030 tonn og er meðal- verðið 142 krónur á hvert kíló. Sala á þorski á innlendum mörk- uðunum í marz nam 5.344 tonn- um, sem var 42% minna en í fyrra. Meðalverð var 93 krónur, sem er 29% hærra en fyrir ári. Sjá nánar í Úr verinu á bls. Cl. Morgunblaðið/Sverrir Klukkurnar í Landakotskirkju KLUKKURNAR í Landakoti sem tóku skyndilega upp á því að hringja. Ujá standa prestar safnaðarins, sem enga skýringu kunna á þessum atburðum frekar en aðrir safnaðarmeðlimir. Jartein í Landakoti við útför kaþólska biskupsins Kirkjuklukkurn- ar hringdu sjálfar KIRKJUKLUKKUR Landakotskirkju fóru að hringja af einhverj- um óútskýrðum orsökum á mánudeginum í síðustu viku, daginn sem Alfred Jolson, biskup kaþólsku kirkjunnar á íslandi, var jarð- aður. Klukkurnar hringdu einnig tvo daga á eftir. Ekki er vitað til þess að klukkurnar hafi hagað sér svona áður. Sumar vilja kalla þessar klukknahringingar jartein eða kraftaverk og líkja jafnvel við það þegar Jón biskup Arason var jarðsettur árið 1550, en þá er sagt að kirkjuklukkur hafi skyndilega tekið upp á því að hringja án þess að nokkur mannlegur máttur hafi komið þar nærri. „Fyrir hádegi útfarardaginn byrjuðu kirkjuklukkurnar að hringja án þess að nokkur hafi átt við stjórnborð klukknanna. Þær hringdu oftar þennan dag og næsta dag og aftur á miðviku- dag. Við skoðuðum stjómborðið og sáum ekki að það hafí orðið nein breyting á því. Við höfum því enga skýringu á þessu,“ sagði séra Jakob Roland, prestur í Landakoti, en hann var ritari hins látna biskups. Mikið rætt í söfnuðinum Jakob sagði að mikið hefði ver- ið rætt um þessar undarlegu klukknahringingar í söfnuðinum. Sumir vildu setja þær í samband við útför biskupsins. Hann sagði að ekkert væri hægt að fullyrða um það, en þetta væri a.m.k. mjög sérkennileg tilviljun, ef þetta væri tilviljun. „Síðasta skiptið sem mér er kunnugt um svona atburði er við útför Jóns biskups Arasonar. Það var sagt að þegar hann var flutt- ur frá Skálholti norður til Hóla hafí kirkjuklukkur farið að hringja," sagði séra Jakob. 12 skip leita loðnu 87 þús. tonn óveidd af heildarkvóta TÓLF loðnuveiðiskip voru við loðnuleit í gær, og voru flest þeirra út af Snæfellsnesi, en ekki var vitað til þess að nein loðna hefði þó veiðst eftir páskana. Flest skip hafa afskrifað frekari loðnuveiði á þessari vertíð. AIls hefur veiðst um 531 þúsund tonn af loðnu frá áramótum og er heildarveiðin á loðnuvertíð frá júlí komin í tæp 985 þúsund tonn, mið- að við löndun hjá loðnuverksmiðjum og það sem hefur verið fryst á tíma- bilinu. Heildarloðnukvóti á vertíð- inni er 1.072 þús. tonn og eru eftir- stöðvar loðnukvótans því um 87 þúsund tonn. Móttaka loðnuverksmiðja á vétr- arvertíðinni hefur verið mest hjá SR-mjöli á Seyðisfirði, tæp 56 þús. tonn, Vinnslustöðinni hf. í Vest- mannaeyjum, tæp 56 þús. tonn, Hraðfrystihúsi Eskifjarðar, 54 þús. tonn, og rúm 49 þús. tonn hjá verk- smiðjum SR-mjöls á Siglufirði. ’»-♦ ♦ Vill starf- rækja tívolí í Reykjavík ÓLAFUR Ragnarsson, sem rekið hefur Tívolí í Hveragerði, hefur óskað eftir aðstöðu í Reykjavík fyrir reksturinn í tilraunaskyni i tvo mánuði, frá maí til júlíloka eða fram yfir verslunarmanna- helgi. Borgarráð vísaði beiðninni til Borgarskipulags. Óskað er eftir að starfsemin geti farið fram á möl eða malbiki og að þar verði salernisaðstaða^Mgstæði, greið aðkoma, strætisý'agnasam- göngur og snyrtilegt umhvéífúGért er ráð fyrir að opið verði daglega frá kl. 13 til kl. 19 og að helstu viðskiptavinir verði ungt fjölskyldu- fólk og böm undir 14 ára aldri. Fram kemur að æskilegur staður fyrir reksturinn sé í Laugardal en ef það fæst ekki er óskað eftir sam- ráði og samvinnu um aðra staðsetn- ingu. -----»■■♦ ♦-- Formanns- skipti í KÍ Kennarasamband íslands heldur fulltrúaþing sitt á Hótel Loftleiðum dagana 6.-8. apríl. Þingið kýs nýjan formann, en Svanhildur Kaaber laetur af embætti í samræmi við lög KÍ um að formaður megi ekki sitja lengur en þrjú kjörtímabil. VMS stefnir Mjólkurfræðingafélaginu fyrir Félagsdóm Deilt er um lögmæti að- gerða mjólkurfræðinga VINNUMÁLASAMBAND samvinnufélaganna hefur stefnt Mjólkur- fræðingafélagi íslands fyrir Félagsdóm, vegna aðgerða félagsins í mjólkursamlögunum á Húsavík og Egilsstöðum og var málið þing- fest fyrir dóminum í gær. Vinnumálasambandið telur aðgerðir mjólk- urfræðinga ólöglegar samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeil- ur, þar sem boðað var til aðgerðanna með aðeins tveggja daga fyrir- vara og segir þær tilefnislausar. Búist er við að Félagsdómur kveði upp úrskurð sinn um komandi helgi. Vinnumálasambandið krefst þess fyrir Félagsdómi að aðgerðirnar verði lýstar ólögmætar og að Mjólk- urfræðingafélagið verði dæmt til greiðslu sektar og málskostnaðar. Þá áskilur sambandið sér rétt til að höfða sérstakt skaðabótamál. Aðgerðirnar lögmætar Geir Jónsson, formaður Mjólkur- fræðingafélags íslands, sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að fé- lagið hefði engar áhyggjur af stefnu Vinnumálasambandsins, enda væru aðgerðirnar fyllilega lögmætar. „Við boðuðum ekki verkfall, heldur nýttum okkur heimild í lögum til að banna félagsmönnum okkar að vinna með ófaglærðum að þeim störfum, sem eru á sviði mjólkur- fræðinga," sagði hann. „Öll mjólk- ursamlög landsins hafa viðurkennt að mjólkurfræðingar einir megi vinna þau störf sem hér er tekist á um, fyrir utan samlögin á Húsavík og á Egilsstöðum. Nú hefur samlag- ið á Húsavík hins vegar viðurkennt rétt mjólkurfræðinga til þessara starfa og deilan þar er úr sögunni. Á Egilsstöðum hefur samlagið einn- ig viðurkennt þennan rétt í raun, en þar er enn tekist á um uppsögn mjólkurfræðings. Honum var sagt upp störfum um áramótin, en hefur að vísu verið ráðinn aftur til hausts- ins. Við viljum að samlagið fastráði mjólkurfræðing, í stað þess að laus- ráða hann til skamms tíma í senn.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.