Morgunblaðið - 06.04.1994, Page 11

Morgunblaðið - 06.04.1994, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1934 11 Samkeppni um vatns- listaverk STJÓRN Vatnsveitu Reykjavík- ur hefur ákveðið í samráði við borgaryfirvöld að halda lokaða samkeppni um gerð vatnslista- verks í Grasagarðinum í Laug- ardal. Dómnefnd skipuð af Reykjavíkurborg og SÍM hefur valið sex þátttakendur til að gera tillögur að listaverkinu í lokaðri samkeppni að undan- gengnu forvali (í formi auglýs- ingar eftir áhugasömum lista- mönnum). Þátttakendum verð- ur greitt fyrir tillögugerðina. Samkeppnisreglur SIM munu gilda um samkeppnina. Tilgangur samkeppninnar er að fá fram tillögúr sem eru til þess fallnar að útfæra í fullri stærð. Gert er ráð fyrir að dómnefnd ljúki störfum 20. júní. í framhaldi af því fer fram sýning á tillögunum fyrir almenning. Myndlistarmenn- irnir sem valdir hafa verið til þátt- töku í samkeppninni eru eftirfar- andi: Brynhildur Þorgeirsdóttir, Inga S. Ragnarsdóttir, Kristján Guðmundsson, Ólöf Nordal, Rúrí og Sigurður Guðmundsson. ÁRBÆJARKIRKJA: Mömmumorgunn í fyrramálið kl. 10-12. Opið hús fyrir eldri / borgara í dag kl. 13.30. Fyrir- bænaguðsþjónusta í dag kl. 16. Starf 10-12 ára (TTT) í dag kl. 17. BREIÐHOLTSKIRKJA: Kyrrðarstund kl. 12 á há- degi. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir stund- ina. Unglingastarf (Ten-Sing) í kvöld kl. 20. FELLA- og Hólakirkja: Helgistund í Gerðubergi kl. 10.30. SKIPIN__________________ REYKJAVÍKURHÖFN: í fyrradag kom Jón Baldvins- son og eftirlitsskipið Frithjof sem fór aftur í gær. Frosti kom og fór aftur samdægurs. Freyja fór. I gær fóru Húna- röstin, Faxi og Júpiter. Brú- arfoss kom að utan og rúss- neski togarinn Obelon kom. Grænlandsfarið _ Makka Artica kom og Ásbjörn kom af veiðum og landaði. Súlna- fellið fór á veiðar og Rex kom til viðgerðar. Helgafellið er væntanlegt. H AFN ARFJ ARÐ ARHÖFN: í fyrradag kom Sjóli af veið- um en togarinn Már fór á veiðar. Hvítanesiö fór á ströndina. I gær kom Kyndill til Straumsvíkur. Lagarfoss keinur í dag og Strong Is- lander fer. gíiöil/i i T,t isn'nkv SVONA ' AUGLÝSA ERLENDIR LYFJAFRAM- LEIÐENDUR Svona auglýsingar hafa ítrekað birst í síðustu tölublöðum Læknablaðsins. Þær eru frá þremur tiigreindum, eriendum lyfjaframleiðendum. Ekki er heimilt að birta nöfn þeirra hér, vegna ákvæða í siðareglum um auglýsingar. Heildarkostnaður við lyfjanotkun á íslandi árið 1993 nam tæpum 5,1 milljarði króna. Verulegur hluti lyfjanna eru erlend, innflutt eftir umboðs- mannakerfi, samkvæmt viðteknum viðskiptaháttum. Hér er um gífurlega fjárhagslega hagsmuni að tefla. Það sýnir birting og framsetning auglýsinganna sem hér eru sýmdar á síðunni og er beint til íslenskra lækna. Annarsvegar eru hagsmunir hinna erlendu lyfjaframleiðenda og umboðsmanna þeirra, hinsvegar hagsmunir kaupenda, þ.e. íslenskra sjúklinga og samfélagsins. Þessa upphæð, 5,1 milljarð króna, er mögulegt að lækka verulega, án þess að draga úr gæðum eða magni lyfja. Það er einfaldlega gert með því að læknar heimili afgreiðslu ódýrustu samheitalyfja og merki © í stað ® við lyfjaheiti, ætíð þegar mögulegt er. Læknar, sjúklingar, almenningur, tökum höndum saman, lækkum lyfjakostnað! Aðhald og sparnaður í rekstri veitir aukið svigrúm til betri heilbrigðisþjónustu. Merki læknir bókstafinn (R) við lyfjaheiti á lyfseöli, fær sjúklingur eingöngu afgreitt tiltekið lyf. Merki iæknir hins vegar bókstafinn (s) við lyfjaheiti, fær sjúklingur afgreitt ódýrasta samheitalyf í sama lyfjaflokki. HEILBRIGÐIS- OG TRYGGINGAMÁLA- RÁÐUNEYTIÐ TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS *ÉÍRjMMMMMMMMl||i|aMa!t^l^lWtWMiMMM8MWri4raiMlM>íl |

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.