Morgunblaðið - 06.04.1994, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 06.04.1994, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRIL 1994 Risinn eftir Braga Asgeirsson í ár er hálf öld liðin frá andláti hins mikla norska málara og grafík- listamanns Edvards Munch (f. 12.12. 1863), en hann lést í Ósló 23. janúar 1944. Mesta hluta hins viðamikla lífs- verks síns hafði Munch sjálfur varð- veitt og sum lykilverk sín, sem hann seldi á fyrri árum, hafði hann end- urmálað og í sumum tilvikum í fleiri en einni útgáfu. Hann var þá að nálgast börnin sín aftur, töfra þau til sín með fulltingi pentskúfsins, en hann talaði oft um málverkin sem „börnin sín“, vildi helst hafa þau hjá sér og loka sig inni með þeim. Hann hafði komið verkunum fyrir á einkar einfaldan hátt í húsa- kynnum sínum í Ekely, er þá var utan við borgina, og þau voru einn- ig á öðrum stöðum því hann átti fleiri hús, til að mynda í Kragerö og Ásgárdstrand. Listamaðurinn ánafnaði svo Óslóborg safnið eftir sinn dag sem og flestar eigur sínar og þannig er listamannanýlenda á Ekely með 45 vinnustofum. Reist var stórt og mikið safn á Töyenhæðum í útjaðri borgarinnar, en í ljós kom að ekki hafði nægilega örugglega verið gengið frá myndverkunum, einkum grafíkinni, svo og steinum, tré og málmplötum sem henni tilheyrir. Munch varðveitti allt sem hann gerði af næstum sjúklegri ástríðu og hann slípaði sjaldan eða aldrei myndir af litósteinunum, sem hann teiknaði á. Ljóst var að gera yrði endurbætur á safninu, enda hafði ítrekað verið brotist inn í það og myndum stolið, jafnframt því að einhver mesti þjófnaður í sögu Nor- egs tengist grafíkmyndum úr hirsl- um safnsins og var hér um milljarð- aupphæðir að ræða. Hafist var handa við nýsmíðina fyrir einhveij- um árum og á síðasta ári var hús- inu lokað í 6 mánuði meðan verið var að tengja viðbygginguna við aðalsafnið og gera nokkrar breyt- ingar á eldri byggingunni. Safnið var svo opnað aftur á dánardægri Munchs. Mannamyndir, eða kannski rétt- ara myndir af fólki, teljast fimmti hluti lífsverks Munchs, en hann mun alls hafa málað u.þ.b. 1.850 verk með olíu á léreft og þar af eru mannamyndir hans u.þ.b. 220, og bæti maður svo grafík og frumriss- um við, hækkar talan til muna. Þessi sérstaki þáttur myndgerðar hans taldist ekki hafa verið rann- sakaður nægilega og er sýningin þannig til komin af brýnni þörf. Og þá er það afar mikilvægt fyrir sjálft safnið hve auðvelt er að tíma- setja myndirnar og þar með finna út þróun og stílbreytingar. Og í gegnum „portrettin“ fá starfsmenn safnsins einnig mikilvægar upplýs- ingar um hvaða fólk listamaðurinn hafði samneyti við. Nær allan níunda áratug síðustu aldar málaði Munch aðallega myndir af fjöl- skyldu sinni og vinum, en eftir 1889 og næstu ár á eftir mest þýska vini sína og listamenn, auk fáeinna frammámanna, en eftir það mun fleiri úr efri þrepum þjóðfélagsins. Frá aldamótum og fram undir fyrri heimsstyijöldina málaði Munch marga af vinum sínum i Noregi, t.d. stóru og mikilfenglegu málverk- in sem sum eru í fullri líkamsstærð og jafnvel yfirstærðum. Hins vegar er alveg klárt að Munch málaði mannamyndir fyrst og fremst af þörf, því að þetta var hans áhuga- mál. Þannig má nefna þetta sjón- rænar mannlýsingar og hann hugs- aði næsta lítið um hagnaðinn. það skilur þannig Munch frá öðrum portrettmálurum, að hann málaði ekki formlegar portrettmyndir, þ.e. hafði ekki atvinnu af því né var háður slíkri myndgerð. Munch átti enga afkomendur og kærði sig yfirhöfuð lítið um sam- neyti við annað fólk og jafnvel nán- ir vir.ir listamannsins urðu hér að fara að vissurn reglum og nálgast listamanninn með varúð. Hann kærði sig einnig lítið um konur og umgengst þær af nokkurri tor- tryggni, einkum eftir að hann var komin af léttasta skeiði og átti stutt en sársaukaþrungin ástarsambönd að baki. Allt leitar þó í andhverfu sína og Munch var engan veginn laus við félagslyndi og átti vini um alla Evrópu sem hann skrifaðist á við og þannig rakst ég á tveggja binda bréfasafn á listasafninu og var hver bók upp á nær 500 síður! Innihalda bækurnar einungis bréfa- skriftir á milli hans og hins merka manns Gustavs Schieflers (1857- 1935) og voru gefnar út í Hamborg 1987 (Verlag Verein fúr Hamburg- ische Geschicte). Málafærslumaðurinn Schiefler var öðru fremur eldheitur áhuga- maður um listgrafík og safnaði Jappe Nielsen sitjandi 1909. einkum myndum eftir fremstu og djörfustu grafíklistamenn þjóðar sinnar svo og Munchs, skrifaði for- mála í sýningarskrár og jafnvel bækur um þá og barðist í einu og öllu fyrir frama þeirra og viðgangi listgreinarinnar. Að sjálfsögðu verður að gera ráð fyrir að hér sé einungis samankom- inn lítill hluti bréfaskrifta Munchs, því hann stóð í sambandi við svo margt stórmenni Evrópu á lífsferli sínum. Án konunnar hefði svo einnig lít- ið orðið úr listamanninum Edvard Munch, því að hann leitaði stöðugt til hennar sem myndefni og ekki hefði hann getað málað konuna jafn umbúðalaust og afhjúpandi án ríkra kennda til hennar. En listamenn sem eru jafn uppnumdir af töfrum kvennleikans svo sem Munch, og samtíðarmaður hans og lagsbróðir August Strindberg, þjáðust um leið af tortryggni og skefldust þá ógagnsæu töfra og hið mikla að- dráttarafl er fylgdi hinu óræða sköpunarverki. Þetta kemur ekki síður fram í leikritum Strindbergs en málverk- um Munchs og eiginlega var leik- skáldið svo gagntekinn af konunni að hann var sem fastur í kviksyndi alls þess haturs sem á að hafa hel- tekið hann. En skyldu þessir miklu norrænu andar hafa náð jafn langt, án heift- arlegra árekstra við hitt kynið sem þeir voru sem gegnsýrðir af allt líf- ið og virkuðu sem eldsneyti og blossi á listrænar athafnir þeirra? Báðir voru þeir uppteknir af hinu sálræna við manneskjuna og hér eru áhrifin frá heimspekinginum Friedrich Nietsche ótvíræð og á stundum er talað um einhvern óræðan Nietschesvip í ásjónum mannamynda Munchs. Munch mál- aði margar frægar myndir af Ni- etzche og eru sumar þeirra í eigu safnsins og á sýningunni, en aðrar og ekki síður mikilfenglegar á Thi- elska safninu í Stokkhólmi. Það er mikilfengleg sýning sem blasir við gestinum er inn í safnið er komið og hún þræðir samvisku- samlega feril málarans frá fyrstu árum og fram til hins síðasta. Hér fá menn skilvirka og tæm- andi yfirsýn yfir vinnubrögð Munchs í allri sinni yfirþyrmandi fjölbreytni. Segja má að Munch hafi verið afburða málari tíðra geðbrigða og mikillar útgeislunnar og hann lét sér sjaldnast nægja að mála eina Laura Munch 1880-1881. mynd af viðfangsefnum sínum, heldur liggja eftir hann ýmsar út- gáfur af mörgum nafnkenndum samtiðarmanninum og á stundum umtalsvert frábrugðnar hver ann- arri. Oftar var hann þó bersýnilega ekki alveg ánægður með heildar- svipinn og málaði myndirnar upp aftur og aftur til að höndla hinn eina og sanna heildartón. Og fróðlegt er að fylgjast með því, hvernig Munch fór að mála stóru mannamyndirnar, því að hann fangaði strax heildina með nokkr- um línum er skera allan myndflötin, sem er einmitt leyndardómur þess og forsendur að ná strax tökum á viðfangsefninu. Á sýningunni eru þannig þijár útgáfur, nær eins stór- ar, af sömu aflöngu konumyndinni málaðri 1932 (Henriette Olsen, u.þ.b. 200x90 sm), og á einni þeirra virðist hann vera rétt nýbyijaður, en hann hefur skynjað ris þessara fáeinu megindrátta og hætt við Kristian Emil Schreiner litó- grafía 1928-1930 (Munch safnið). Heimspeking- urinn Friedrich Nietsche. 1906. framhaldið. Margur vill líka meina að þetta sé glæsilegasta myndin í þríhljómnum og hér er verklagið „últra móderne" eins og stundum er komist að orði um framúrskar- andi og ferskt málverk. Málverkið býr yfir upphöfnum, mögnuðum og dulrænum töfrum í öllum sínum sláandi einfaldleika. Eins og allir miklir listamenn gat Munch þannig töfrað fram ramman galdur með nokkrum einföldum pensildráttum og það er merkilegt hve efniskenndur og litrænn kraft- urinn er mikill í mörgum mynd- anna, þótt liturinn sé kannski ör- þunnt borinn á og terpentína og aðrir hliðarvessar bersýnilega óspart notaðir. í kjallara safnsins er svo mjög fróðleg sýning á skóla- og æsku- verkum listamannsins, svo og heim- ildum um ættir hans og uppeldi. Gamlar myndir frá Kristianíu (Ósló), frá árunum er hann bjó þar í norðri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.