Morgunblaðið - 06.04.1994, Side 20

Morgunblaðið - 06.04.1994, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1994 Lagt út af röngimi for- sendum um flutningsgjöld eftirÞórð Sverrisson Nýlega var lögð fram skýrsla um flutningsgjöld í gámaflutning- um til og frá Islandi. Skýrslan var gerð af breska ráðgjafarfyrirtæk- inu „Drewry sjóflutningaráðgjöf" fyrir Félag íslenskra stórkaup- manna með styrk úr ríkissjóði. Nokkrar umræður hafa verið i fjöl- miðlum um efni og niðurstöður skýrslunnar. í þeim umræðum hefur komið fram sú staðhæfing íslensku skipafélaganna að tölu- legar forsendur skýrslunnar séu rangar og þær ályktanir sem þar eru dregnar því marklitlar. Þar sem efni skýrslunnar hefur áfram verið til umfjöllunar í fjölmiðlum, þrátt fyrir rangfærslur hennar, er nauðsynlegt að sýna skýrt fram á í hveiju þær eru fólgnar, til þess að menn séu ekki í vafa um stað- reyndir þessa máls. Hér á eftir eru raktar nokkrar af þeim grundvall- arskekkjum sem settar eru fram í skýrslunni og sýna að efni henn- ar er í reynd í afar takmörkuðu samræmi við þann raunveruleika sem gildir á íslenskum flutninga- markaði. Alvarlegar villur í gagnasöfnun Sú tala sem skýrsluhöfundur notar um meðalmagn í gámi er röng. Hér er um grófa skekkju að ræða sem hefur afgerandi áhrif á heildamiðurstöðu skýrslunnar. í töflu 1.19 og í töflu 2.5 í skýrsl- unni kemur fram hvemig hann kemst að röngum niðurstöðum um meðalmagnið. Þar er byggt á upp- lýsingum um flutninga um Reykja- víkurhöfn sem fengnar eru úr handbókinni „Containerization International Yearbook". Sam- kvæmt þeim var innflutningsmagn í gámum tæp 574 þúsund tonn árið 1990 og þannig fær hann þá niðurstöðu að meðalmagn í hverri 20 feta gámaeiningu hafi verið 9,26 tonn. Hér er hins vegar um ranga tölu að ræða sem hefur víð- tæk áhrif á niðurstöðu skýrslunn- ar. Skekkjan felst í því að ekki hefur verið tekið tillit til þess að hluti af þessum 574 þúsund tonn- um er strandflutningur og varn- ingur sem fluttur er til íslands og áfram til Evrópu og hefur ekkert með íslenska flutningakaupendur að gera. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurhöfn var heild- arinnflutningsmagn á gámavöru árið 1990 um 414 þúsund tonn. í skýrslunni er því um að ræða ofáætlun innflutningsvarnings með áætlunarskipum sem nemur hvorki meira né minna en tæpum 160 þúsund tonnum. Samkvæmt þessu er meðalmagn í hverri gámaeiningu ranglega reiknað sem 9,26 tonn en það er notað til viðmiðunar í allri skýrslunni. Þess- um mistökum hefði auðveldlega verið hægt að komast hjá með því að bera tölurnar undir Reykjavík- urhöfn sem hefði getað leiðrétt skekkjur sem þessar í skýrslunni. Rétt er að geta þess að skýrsluhöf- undur kom ekki hingað til lands fyrr en endanleg útgáfa hennar var kynnt þann 16. mars sl. Það má einnig benda á að höf- undur notar ekki aðeins sama meðalmagn í gámaeiningum bæði frá N-Ameríku og Evrópu í inn- flutningi, heldur einnig fyrir öll þau 10 ár sem eru til skoðunar. Þetta hjóta að teljast óvönduð og óeðlileg vinnubrögð þar sem vöru- innflutningur frá Ameríku er ólík- ur innflutningi frá Evrópu auk þess sem samsetning vöruinn- flutnings breytist oft mikið milli ára. í viðtali við Morgunblaðið 29. mars sl. segir skýrsluhöfundur að niðurstaða skýrslunnar sé röng ef upplýsingar um flutningsmagn um Reykjavíkurhöfn séu rangtúlkað- ar. í þessari grein er einmitt sýnt fram á rangtúlkun skýrsluhöfund- ar á þeim upplýsingum og hefur ráðgjafinn því með þessum orðum staðfest það sem Eimskip hefur haldið fram, að niðurstöður þess- arar skýrslu séu rangar. Rangt meðalflutningsgjald á hvert tonn í framhaldi af skekkju skýrslu- höfundar um flutningsmagn kem- ur í ljós að hann rangfærir einnig meðalflutningsgjöld á hvert tonn. í skýrslunni í töflu 1.1 er m.a. staðhæft að meðalflutningsgjöld frá N-Ameríku hafí verið 29.516 krónur á tonn á árinu 1993. Þessi tala er unnin úr gögnum frá FÍS, en engin nánari grein gerð íyrir hvernig hún er framkomin. Þessa grunntölu notar höfundur síðan til að reikna út flutningsgjald á hveija gámaeiningu. Á árinu 1993 var meðalflutningsgjald Eimskips í innflutningi frá Bandaríkjunum hins vegar 18.670 krónur á tonn. Meðalverð skýrslunnar í þessum flutningum er því hvorki meira né minna en 58% hærra en það sem viðskiptavinir Eimskips greiddu í raun og veru að meðaltali á síð- asta ári. Rangt meðalverð á hverja gámaeiningu Þessar tvær röngu niðurstöður notar skýrsluhöfundur síðan til að flnna út áætlað meðalverð á hveija gámaeiningu með því að marg- falda 9.26 (meðalfjölda tonna í gámaeiningu) með 29.516 krónum (meðalverð á tonn) og fær þannig út að gámaeiningaverð hafi að meðaltali verið 273.318 krónur árið 1993 eða 4.258 bandaríkja- dalir eins og fram kemur í töflu 2.6 í skýrslunni. Meðalmagn í hverri gámaeiningu hjá Eimskip í innflutningi frá N-Ameríku var hins vegar um 5,75 tonn á gáma- einingu og notar höfundur skýrsl- unnar því tölu sem er 61% hærri en um var að ræða í raun og veru hjá Eimskip. Rétt flutningsgjald á hveija gámaeiningu fæst því með því að margfalda 5.75 (raunveru- legur meðalfjöldi tonna í gámaein- ingu) með 18.670 krónur (raun- verulegt meðalverð á tonn) sem sýnir að meðalverð hjá Eimskip hefur verið 107.353 krónur á hveija gámaeiningu eða 1.672 bandaríkjadalir miðað við sömu gengisforsendur og notaðar eru í skýrslunni. Niðurstaða Drewry skýrslunnar um meðalverð í inn- flutningi frá Ameríku eru því 154% hærra en viðskiptavinir Eimskips eru í raun og veru að greiða. Til frekari glöggvunar er þetta dregið saman í meðfylgjandi töflu um flutningsgjöld frá N-Ameríku. Sambærilegir útreikningar fyrir flutningsgjöld Eimskips frá Evr- ópu sýna sömu grundvallarskekkj- ur og ofáætlun skýrsluhöfundar á fiutningskostnaði á þeirri leið. Rangar forsendur í Ijósi þeirra rangfærslna sem hér hefur verið sýnt fram á eru þeir fyrirvarar sem skýrsluhöfund- ur setur við þau gögn sem stuðst er við í umfjöllun um íslenska flutningamarkaðinn skiljanlegir. í skýrslunni varar höfundur þannig sjálfur við áreiðanleika íslensku undirstöðugagnanna og segir á blaðsíðu 3 í kafla 2.2: „The freight rate data for Icelandic trades has been provided by FIS and the Ice- landic Shippers Council. Interpret- ation of that data has been under- taken by Drewry, although it is the Consultant’s opinion that the source and methodology used to provide the data supplied are less than perfect, and may well affect the accuracy of the conclusions.“ í lauslegri þýðingu útleggst þessi tilvitnun þannig: „Upplýsingar um flutningsgjöld til og frá Islandi koma frá Félagi íslenskra stór- kaupmanna, FIS og Flutninga- kauparáði. Drewry hefur notað þessar upplýsingar til túlkunar, þó að það sé skoðun ráðgjafans að heimildirnar og aðferðirnar sem notaðar voru til að afla upplýs- inganna séu síður en svo fullkomn- ar og geti auðveldlega haft áhrif á nákvæmni niðurstaðanna." Eim- skip hefur ítrekað leitað eftir því hjá FÍS að fá nánari upplýsingar um þau gögn sem hér hafa verið lögð til grundvallar, en það hefur engan árangur borið. Ráðgjafinn dregur í land Þrátt fyrir þessa fyrirvara eru dregnar mjög ákveðnar og alvar- legar niðurstöður um íslenskan flutningamarkað á þessum veiku forsendum. Að vísu hefur hinn erlendi ráðgjafi, sem ber ábyrgð á skýrslunni, viðurkennt ýmsar vill- ur í henni. Dæmi um það er viðtal við hann í Morgunblaðinu 20. mars sl. þar sem hann segir að ekki hafi verið tekið tillit til þess að yfirgnæfandi meirihluti þess varnings sem fluttur er út í gám- um frá íslandi fer í frystigámum. Þessir gámar kosta margfalt meira en venjulegir gámar og kalla auk þess á miklar fjárfestingar og meiri rekstrarkostnað bæði um borð í skipum og í landi. í viðtali við Morgunblaðið þann 29. mars segir hann ennfremur að reikna megi með að ýmsar séraðstæður og kostnaðarliði megi reikna með að endurspeglist í flutningsverð- um. Einnig nefndi ráðgjafínn í þessu viðtali að augljóslega væri um miklu minni flutninga að ræða hingað en á öðrum flutningaleið- um. Hann staðfesti jafnframt að hann hefði ekki vitað um að til væri góð hafnaraðstaða á Voga- bakkasvæðinu í Reykjavíkurhöfn. Hafnarstjórinn í Reykjavík hefur reyndar þegar leiðrétt þær rang- færslur sem fram koma í skýrsl- unni um að skortur á hafnarað- stöðu hér á landi komi í veg fyrir samkeppni í skipaflutningum til og frá íslandi. í viðtali við Morgun- blaðið þann 23. mars sl. vísaði hafnarstjóri þessum niðurstöðum skýrslunnar á bug og upplýsti að hinn erlendi ráðgjafi hefði aldrei rætt við forsvarsmenn Reykjavík- urhafnar. Óraunhæfur samanburður við flutningsgjöld erlendis Samanburður skýrsluhöfundar við flutningskostað erlendis ogt.d. flutningsgjöld frá íslandi til Rott- erdam er afar villandi og þar er m.a ekki tekið tillit til þess hvað er innifalið í gjöldum Eimskips. Þau lægstu verð sem eru nefnd á milli Rotterdam og Lissabon gilda eingöngu fyrir þurrvöru en ekki frystivöru, en frystivara er lang- stærsti hlutinn af íslenskum út- flutningi. Það sem er líkt í þessum samanburðl er að siglingavega- lengdin er svipuð, en flest annað á þessum flutningamörkuðum er ósamanburðarhæft. Ef hinn er- lendi ráðgjafi hefði kynnt sér ís- lenska flutningamarkaðinn, þá hefði hann komist að því að marg- þætt þjónusta umfram sjóflutning er iðulega innifalin í flutnings- gjöldum Eimskips. Meðal þess sem oft er innifalið má nefna: * Forflutningur til Reykjavíkur frá öllum viðkomuhöfnum strand- flutningaskipa Eimskips á Íslandi eða þátttaka í kostnaði við akstur til Reykjavíkur. * Ákstur og áframhaldandi flutningur útflutningsvöru til ákvörðunarstaðar erlendis. * Ef um er að ræða vöru sem ekki fer í heilan gám eða svokall- aða stykkjavöru, þá felst í þjón- ustunni móttaka á vörunni, geymsla I frystigeymslum og hleðsla í gáma á íslandi. íslensku gjöldin eru sambland af heilgáma flutningum og stykkjavöru þjón- ustu, en hún er stór hluti af flutn- ingum til og frá landinu og yfir 70% í útflutningi. Að teknu tiliti til þess innanlandsflutnings og við- bótarþjónustu sem veitt er í flutn- ingum frá íslandi skal fullyrt að flutningsgjald í frystiflutningum frá landinu er að fullu sambæri- legt við þau gjöld sem gilda í flutn- ingum milli Rotterdam og Lissa- bon. Lækkun flutnings- gjalda Eimskips Frá ársbyijun 1986 til ársloka 1993 hafa meðalflutningsgjöld Eimskips^ á hvert tonn í innflutn- ingi til íslands frá Evrópu með áæt.lunarskipum lækkað um rúm 40% að raungildi. Meðfylgjandi línurit sýnir þetta vel en þar er þessi þróun bæði sýnd á föstu verðlagi miðað við byggingarvísi- tölu og einnig í þýskum mörkum. í skýrslunni er hins vegar miðað við bandaríkjadali sem hefur verið mjög sveiflukenndur á undanförn- um árum og hentar illa til þess að meta verðbreytingar, auk þess sem um 90% flutninga til og frá Islandi eru um Evrópuhafnir. Engu að síður skal það upplýst að meðalflutningsgjöld Eimskips frá Evrópu hafa lækkað um 22% mælt í dollurum. Það er jafnframt mjög ámælis- vert að í skýrslunni er ekki tekið tillit til verðlagsbreytinga á ís- landi, þar sem verðbólga hér á landi á liðnum áratug hefur verið langt umfram það sem almennt Þórður Sverrisson „Sú staðreynd stendur því óhögguð að Eimskip hefur ásamt fyrirtækj- um í inn- og útflutn- ingsverslun náð veru- legum árangri við að lækka flutningskostnað til og frá landinu. Þessi árangur hefur náðst með þrotlausri vinnu og nánu samstarfi og hef- ur verið kynntur fyrir öllum viðskiptavinum félagsins og öðrum landsmönnum á liðnum árum.“ hefur verið í nágrannalöndunum. Þess vegna er nauðsynlegt, til að tölur séu samanburðarhæfar, að framreikna verð einstakra ára til sambærilegs verðlags. Það er venja að nota byggingarvísitölu í reikningsskilum fyrirtækja hér á landi og væntanlega hafa stór- kaupmenn notað sömu aðferð í reikningsskilum sínum. Verðbreytingastuðull ríkis- skattstjóra er miðaður við breyt- ingu á byggingarvísitölu, enda endurspeglar vísitalan bæði launa- kostnað og erlend og innlend að- föng. Innflytjendur hafa séð svart á hvítu í flutningsgjaldareikning- um sínum á undanförnum árum, að flutningsgjöld hafa verið að lækka. Fulltrúar Félags íslenskra stórkaupmanna hafa haldið því fram að í skýrslunni sé verið að sýna þróun flutningsgjalda á hvetja gámaeiningu en ekki á hvert tonn. Það skiptir hins vegar engu máli hvort þróun flutnings- gjalda er skoðuð á hvert tonn, eða eins og er í skýrslunni, á hveija gámaeiningu. Flutningsgjöld á hvert tonn eru grunnurinn að út- reikningum á gámaeiningaverði þar sem þau eru einfaldlega marg- földuð með áætluðum meðalfjölda tonna í hverri gámaeiningu eins og sýnt er í töflu 2.6 í skýrslunni. Lækkun flutningsgjalda á hvert tonn staðfestir því, miðað við reikningsaðferðir ráðgjafans að flutningsgjöld á hveija gámaein- ingu hafa verið að lækka með nákvæmlega sama hætti. Flutningsgjöld frá N-Ameríku til íslands Samanburður á röngum niðurstöðum Drewry-skýrslunnar og raunverulegum flutningsgjöldum frá Eimskip Niðurs. Drewry-skýrsl. Meðalfj. tonna í gámaeiningu 9,26 x Meðalverð á hvert tonn 29.516 Meðalverð á gámaeiningu 273.318 Raunv. tölur frá Eimskip 5,75 x 18.670 107.353 Ofáætlun Drewry 61% 58% 154% Ein gámacining samsvarar einum 20 feta gámi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.