Morgunblaðið - 06.04.1994, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 06.04.1994, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRIL 1994 23 i i Örmagnaða gróðurlendi eftir Herdísi Þorvaldsdóttur Allt of víða er hér þrautpínt gróðurlendi að finna þó er Reykja- nesskaginn eitt ömurlegasta dæmi um það. Hann hefur þó ekki alltaf verið ber og blásinn sem sjá má á því að til eru heimildir um stór- an skóg sem kallaður var almenn- ingur og margar jarðir áttu ítök í, hann var bæði höggvinn og beitt- ur þar til lítið var eftir og var þá farið að tala um að friða þyrfti skóginn. „En þá fyrirfannst hann ekki lengur,“ stendur í annálum frá aldamótum 17-1800. Margir bæir voru t.d. á Krýsuvíkursvæð- inu sem smá flosnuðu upp þegar skógurinn hvarf og síðan gróður- þekjan og landið varð örfoka eins og það er í dag. Þetta eru aðeins örfá dæmi um gróðurinn sem var, þó flestum fínnist það með ólíkind- um eins og ástandið er þarna í dag. Undanfarin ár hefur land- græðslan o.fl. verið að smá friða og girða af svæði og eytt í það ótöldum milljónum sem sparast hefðu ef nesið hefði verið friðað í einu lagi. Allir þessir peningar hafa farið í að vernda viðkvæm svæði fyrir fénaði tómstundaiðju- manna og eins bónda á ísólfs- skála, jörð sem er túnskiki á ann- ars næstu örfoka landi. Af þessum ástæðum ráfar þetta flökkufé um friðað landið og veldur skaða á nýgræðingum þar sem land- græðslan hefur verið að sá í grjót- urð og sandfláka t.d. við Kleifar- vatn. Á undanförnum árum hafa ót- aldir fundir verið haldnir með heimamönnum með ærnum kostn- aði og dýrmætum tíma. Loks náð- ist sá ávinningur að öll sveitarfé- lögin nema eitt samþykktu að hafa sitt fé í vörslu í girðingum. Það er þeim til sóma og öðrum til fyrirmyndar, þó erfitt sé að skilja hversvegna almenningur þarf að taka þátt í þeim girðingakostnaði. Landbúnaðarráðherra sagði á fundum í vetur og lét hafa eftir sér í blöðum að búið væri að friða Reykjanesið, það er ekki sannleik- ur, eftir er að semja við Grindavík- ur „hobbykarla" og bóndann í ísólfsskála. Það náðist þó sam- komulag um tíma sem varð til þess að lagt var í 13.000.000 kr. girðingu fyrir ofan Kleifarvatn og átti síðan að halda áfram til Her- dísarvíkur, en þá gengu Grindavík- urkarlar til baka með alla samn- inga svo þessi milljónagirðing kemur ekki að gagni vegna þrá- kelkni þessara manna og gæti jafnvel skaðað þann árangur sem náðst hefur við hin sveitarfélögin, og þá væri illa farið. Ferðamenn sem eru þarna fjölmennir á sumr- in kunna þessum mönnum litlar þakkir fyrir tillitsleysið við þá sem eru að vinna að því að bæta kom- andi kynslóðum þann mikla skaða sem rányrkjan hefur valdið. Menn hljóta að geta skilið að það skiptir meira málin, en skammsýni og sérhagsmunir nokkurra manna. „Dýr ætlar sauðkindin að vera okkur og landinu." Nú er engin VJterkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiöill! þörf fyrir þetta fé eins og offram- leiðslan er á kindakjöti og bændur sem hafa sína framfærslu af bú- skap geta ekki selt alla sína fram- leiðslu svo ef menn í bæjum og þorpum hafa einhveija lífsfyllingu af að halda þessum skepnum er þá ekki nóg að hafa nokkrar kind- ur, en ekki hóp sem reka þarf á afréttir og fara síðan með í slátur- hús að haustinu? Varla getur það verið sársaukalaust ef væntum- þykja ræður ferðinni. Ég ætla að enda þessa grein með þeim óskum að menn sjái sóma sinn í því að semja og ganga frá þessum málum „Landbúnaðarráðherra sagði á fundum í vetur og lét hafa eftir sér í blöðum að búið væri að friða Reykjanesið, það er ekki sannleikur“ fyrir vorið svo hægt sé að klára girðinguna og fara að græða upp. Þetta fé Isólfsskálabónda og tómstundakarla er 750 fjár á fóð- rum (upplýsingar Búnaðarfélag 1992) sem verður þá með lömbum a.m.k. 2.000 á beit í sumar á þessu skemmda landi. Andrés Arnalds segir í grein sem hann skrifaði í bók land- græðslunnar 1980, „Græðum Ís- land“, og kemur þessu máli mikið við: „Kröfur almennings um aðlað- andi gróður til útivistar fara vax- andi og virðist augljóst að taka verður tillit til þeirra." Með óskum um sátt og sam- lyndi um gróðurvernd. Höfundur erleikkona og formaður gróðurvemdarnefndar Lífs oglands. Herdís Þorvaldsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.