Morgunblaðið - 06.04.1994, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1994
MESTU SNJÓFLÓÐ í SÖGU ÍSAFJARÐAR
Yfirgáfu heimili vegna snjóflóðahættu
Leiðinlegt þó
ekkert ami að
HJÁLMAR Kjartansson hélt til í félagsheimilinu í Hnífsdal í
gær. Hann var þar ásamt 15 ára dóttur sinni, Vilhelmínu, þeg-
ar Morgunblaðið kom á vettvang, en fjðlskylda Hjálmars var
meðal þeirra sem beðnar voru um að yfirgefa heimili sín végna
yfirvofandi snjóflóðahættu.
Alls fluttu fjölskyldur tíma-
bundið úr 13 húsum í Hnífsdal
og auk þess voru íbúar í verbúð
í Hnífsdal meðan snjóflóðahætta
var yfirvofandi.
Fjölskyldur sem þurftu að yfir-
gefa heimili sín í Hnífsdal í gær
fóru flestar til vina og vanda-
manna annars staðar í bænum
eða á ísafirði. Nokkrir héldu til
í félagsheimilinu og var Hjálmar
einn þeirra. „Við fluttum hingað
fyrir þremur árum frá ísafirði
og þetta er í annað sinn sem við
erum beðin um að yfirgefa heim-
ilið vegna snjóflóðahættu," sagði
Hjálmar.
- Hvað tókuð þið með ykkur
að heiman?
„Kók, svefnpoka, útvarp og
spilastokk. Það er gott að geta
fylgst með fréttum og það amar
svo sem ekkert að okkur, en þetta
er óskaplega leiðinlegt."
Morgunblaðíð/Kagnar Sigurðsson
Hjálmar Kjartansson og Vilhelmína Hjálmarsdóttir héldu til í
félagsheimilinu í Hnífsdal í gær meðan siýóflóðahætta var yfir-
vofandi.
Verður
viðhaldinu
í sumar
sinnt
samkvæmt
byggingar-
reglugerð?
Hefur þú, húseigandi
hugleitt eftirfarandi:
1. Að samkvæmt byggingarreglugerð er viðhaldsvinna
tilkynningarskyld.
2. Að hjá iðnmeisturum er mesta reynslan.
3. Að viðhaldsvinnu er best borgið í höndum fagmanna.
4. Að iðnmeistarar eru þeir einu, sem eru ábyrgir gagnvart
byggingaryfirvöldum.
5. Að við sölu fasteignar getur það ráðið úrslitum hver hefur
framkvæmt viðhaldsvinnuna.
6. Að meistarafélögin í Reykjavík veita alla þá tækniþjónustu
sem með þarf varðandi viðhald og endurbætur á fast-
eignum, sem og nýsmíði, og alla þá þjónustu
er þarf vegna útboðs.
7. Þessa þjónustu getið þið fengið hjá Meistaraafll hf.,
Skipholti 70, Reykjavík [ síma 36282.
Sumarbústaðah verfið
MYNDIN var tekin fyrir réttri viku og sýnir Ásgeir Lýðsson standa fyrir framan sumarbústaðahverfið, sem
snjóflóðið jafnaði við jörðu í gær.
Bergmann Ólafsson skíðafrömuður um skíðasvæðið á Selialandsdal
Verðum að hefja
uppbyggingu strax
„ÉG SÉ ekkert annað en að við verðum að hefja uppbygg-
ingu þarna strax. Það er ekkert annað að gera. Skíðin eru
svo stór hluti af þessum bæ,“ sagði Bergmann Ólafsson,
fyrrverandi formaður Skíðafélags ísafjarðar, í gær. Ljóst
virðist að ekkert verði skíðað á þessu svæði það sem eftir
er vetrar.
Bergmann er einn þeirra fjöl-
mörgu ísfirðinga sem hafa unnið
árum saman í sjálfboðavinnu við
uppbyggingu skíðasvæðisins í
Seljalandsdal en þar var búið að
byggja upp eitt af bestu skíða-
svæðum landsins. Aðstaðan var
formlega í eigu ísafjarðarkaup-
staðar, en skíðamenn höfðu safnað
fyrir ýmsum tækjum og gefið.
Þeir áttu sjálfír eignir þarna.
Snjóflóð á troðarann
Hafsteinn Ingólfsson, umsjón-
armaður skíðasvæðisins, fór við
annan mann upp á Seljalandsdal
í gærmorgun til að reyna að skoða
aðstæður. Hann sagði að mikið
hefði snjóað og þegar hann var á
leiðinni niður í snjótroðarann féll
snjóflóð á hann. Komust þeir úr
troðaranum og sagðist Hafsteinn
ekki telja að þeir hefðu verið í
mikilli lífsiiættu. Fleiri flóð runnu
nálægt þeim. Sagði Hafsteinn að
menn á vélsleða hefðu nýlega ver-
ið famir frá þeim og rétt sloppið
við snjóinn. Hann sagði að mikil
snjókoma hefði verið og erfítt að
átta sig á tjóninu.
Smári Haraldsson bæjarstjóri
sagði að í dag yrðu skemmdimar
metnar. Hann sagði ömggt að ís-
firðingar byggðu upp skíðasvæði,
spurningin væri einungis hvort það
yrði gert á þessum stað.
Bergmann sagði að unnið hefði
verið að uppbyggingu svæðisins í
núverandi mynd frá því á ámnum
1965-70. Hann sagði að mikið
hefði verið unnið í sjálfboðavinnu
og ekki tækist að byggja svæðið
upp að nýju nema með gríðarlegri
sjálfboðavinnu. „Þetta er hjartans
áhugamál hjá svo mörgum hér.
Það er ekkert annað að gera en
að hefjast handa við uppbygging-
una,“ sagði Bergmann.
**• í—~Á.S
Seljalandsdalur
SKÍÐASVÆÐI ísflrðinga í Seljalandsdal er nú rústir einar og Ijóst að áralöng uppbygging þar eyðilagðist
emm svipan.