Morgunblaðið - 06.04.1994, Side 27

Morgunblaðið - 06.04.1994, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRIL 1994 27 Breiðafell Bræðra- Snjóflóð með mann- skæðustu náttóru- hamförum SNJÓFLÓÐ eru með mannskæðustu náttúru- hamförum á Islandi fyrir utan veður. Frá því sögur hófust eru heimildir um að hátt í 700 manns hafi farist i snjóflóðum, þar af 130 á þessari öld. Ólafur Jónsson tók saman yfirlit yfir skriðuföll og snjó- flóð í samnefndri bók sem nær til ársins 1957. Þar kemur fram að elstu heimildir um snjófióð eru frá árinu 1118. A 12. öld eru heimildir um að 106 manns hafi farist í snjó- flóðum, 11 á 13. öld, 20 á 14. öld, 3 á 15. öld, 14-15 á 16. öld, 101-103 á 17. öld, 61-64 á 18. öld og 190 á 19. öld. Þess ber að geta að tvö löng tímabil eru án skráðra dauðs- faila; nær 100 ára tímabil á 13. öld og 160 ára tímabil frá 1334 til 1493. Tugir farist í mannskæðustu flóðunum Í nokkrum mannskæðustu snjóflóðunum hafa tugir manna farist. Frá 1613 eru sagnir um að 50 manns hafi farist í snjóflóði sem féll í Siglunesskriðum. í febrúar 1885 fórust 24 menn á Seyðis- firði, í febrúar 1910 fórust 20 manns við Hnífsdal, 18 manns fórust í apríl 1919 á Siglufirði og nágrenni og 12 manns fór- ust í snjóflóði sem féll á Nes- kaupstað í desember 1974. Bók Ólafs nær til 1957. Eftir það eru annálar um snjó- flóð skráð í Jökla, tímarit Jöklarannsóknafélags íslands. Ekkert sem benti til að stórt snjóflóð gæti fallið ÍSAFJÖRÐUR er meðal þeirra staða á landinu þar sem einna best er fylgst með snjóflóðahættu, að sögn Magnúsar Más Magnússonar, deildarstjóra snjóflóðavarna Veðurstofu íslands. Á ísafirði eru tveir snjóathugunarmenn starfandi og ef eitthvað er að veðri er t.d. skíða- svæðið á Seljalandsdal ekki opnað nema að höfðu samráði við þá. Magnús segir að í fyrrakvöld hafi ekkert bent til þess að snjóflóð af þeirri stærð sem féll í gærmorgun gæti fallið á Seljalandsdal. Hann sagði að snjóathugunarmenn hefðu farið að snjóflóðasvæðinu í gær og athugað aðstæður en þar sem hætta á að fleiri snjóflóð féllu væri í raun enn yfirvofandi væri ekki þorandi að rannsaka svæðið ítarlega. Magnús sagði að mjög margir þættir gætu leitt til þess að snjó- flóð félli og enn væri ekki hægt að segja til um hveijir þeirra hefðu valdið snjóflóðinu í gær. „Við vit- um ekki hvar skriðflöturinn er, af hveiju flóðið fer af stað eða hvar þannig að enn sem komið er getum við ekki sagt annað en að þarna hefur mikill snjór komið niður í miklum bratta,“ sagði Magnús. Orsakir ókunnar Magnús sagði að snjóþekja hefði ákveðinn styrkleika eins og öll önnur efni. „Þegar snjórinn fellur, annaðhvort á auða jörð eða gaml- an snjó, umbreytist hann og tengsl myndast á milli snjókornanna. Þessi tengsl köllum við innri styrk- leika snjóþekjunnar. Þegar snjór- inn fellur á gamlan snjó binst nýi snjórinn við þann gamla og lag- skipting myndast. Ef nýja lagið binst illa við það gamla þolir snjó- þekjan lítinn þunga ofan á sig. Sá þungi sem bætist við getur verið meiri snjór, rigning, skíða- maður eða hvað sem er. Við vitum ekki enn hvað olli flóðinu nú,“ sagði Magnús. Magnús sagði að þegar al- mannavarnanefndir gæfu út við- varanir um yfirvofandi snjóflóða- hættu færi það eftir mörgum þátt- um. Þeir væru m.a. snjómagn, hugsanleg vitneskja um veik snjóalög, ofankoma og aðrar veð- uraðstæður. Á Isafírði væru tveir snjóathugunarmenn starfandi og hefðu þeir kannað aðstæður á skíðasvæðinu á hveijum degi yfir páskana. Ekki hefði neitt bent til þess að snjóflóð af þessari stærð- argráðu væri yfirvofandi. Hann sagðist ekki vita til þess að snjó- flóð hefði nokkru sinni fallið alla leið fram af hengjunni og niður í Tungudal eins og gerðist í gær. Morgunblaðið/RAX Skógur illa farinn MIKIL skógrækt hefur verið í Tungudal og fallegir lundir, sem margir eru illa farnir eða ónýtir eftir snjóflóðið. HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN LAUFASVEGI 2 -sími 17800 i Pæfing 15. apríl kl. 16.30-18.30 16. og 17. apríl kl. 13-17. Kennari: Anna P. Karlsdóttir. Bútasaumur 18. apríl-16. maí kl. 16.30-19.30. Kennari: Bára Guðmundsdóttir. Dúkaprjón 23. apríl - 28. maí kl. 10-13. Kennari: Ragna Þórhallsdóttir. Fatasaumur 13. apríl -11. maí kl. 19.30-22.30. Kennari:Herdís Kristjánsdóttir. Útskurður 11. apríl - 9. maí kl. 19.30-22.30. Kennari: Bjarni Kristjánsson. Pappírs- og kortagerð 12. og 13. apríl kl. 19.30-22.30. 16. og 17. arpíl kl. 15.00-18.00. Kennari: Þorgerður Hlöðversdóttir. Prjóntækni 13. apríl - 11. maí kl. 19.30-22.30. Kennari: Ragna Þórhallsdóttir. Námskeið fyrir foreldra og börn - Körfugerð (4 sk.) Pappírsgerð (2 sk.) 7. apríl - 5. maí (fim.) 9. og 10. apríl (helgi) kl. 19.30-21.30 kl. 15-18 fyrir börn 8 ára og eldri. fyrir böm 8 ára og eldri. Kennari: Margrét Kennari: Guðnadóttir. Þorgerður Hlöðversdóttir. Myndvefnaður (5 sk.) Smfði (4 sk.) 16. apríl - 14. maí (lau.) 16. apríl - 7. maí (lau.) kl. 10-12 kl. 10-12 fyrir börn 7 ára og eldri. fyrir börn 11 ára og eldri. Kennari: Kennari: Elínbjört Jónsdóttir. Bjarni Kristjánsson. Til að fá frekari upplýsingar vinsamlegast hringið á skrifstofu skólans í síma 17800 mánud. -fimmtud., milli kl. 11 og 13 eða til skólastjóra í síma 21913. Öll kennsla fer fram i húsi Heimilisiðnaðarfélagsins á Laufásvegi 2.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.