Morgunblaðið - 06.04.1994, Síða 29

Morgunblaðið - 06.04.1994, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRIL 1994 29 Verðbréf Verðsveiflur á Wall Street New York. Reuter. Verðbréf hækkuðu aftur í verði í Wall Street á þriðjudag eftir tals- vert verðfall á mánudag og vaxtalækkun átti þátt í því. Dow Jones- visitalan hækkaði um 65,65 stig í 3.659,00 um miðjan dag. Bjartsýni ríkti á markaðnum og rúmlega 2.000 verðbréf hækkuðu í verði, en 300 lækkuðu. Viðskipti voru lífleg og verzlað var með 219 miHjónir hlutabréfa í kauphöllinni í New York. Nasdaq-vísitalan hækkaði um 19,99 stig í 747,40. Sérfræðingar sögðu að markað- urinn virtist vera kominn yfir versta hjallann. Eins og lengi hefur verið spáð hafa vextir lækkað um því sem næst 10% á ný síðan þeir voru hæstir í janúar. Vaxtalækkunin ýtti undir verulega hækkun á markaðn- um að sögn sérfræðinganna. Gert hafði verið ráð fyrir að verðbréf mundu ná sér aftur á strik eftir Hrávara * Albirgðir fara senn minnkandi London. Reuter. ÁLBIRGÐIR, sem hafa rúmlega tvöfaldazt á tveimur árum, fara að minnka í maí eða júní þegar áhrifa alþjóðlegs samkomulags um að draga úr framleiðslu fer að gæta að sögn sérfræðinga. Efasemdir um að Rússar muni ekki taka þátt í niðurskurðinum eru tilhæfu- lausar að þeirra sögn. Helztu álframleiðslulönd sam- þykktu í marz að draga úr heims- framleiðslu um allt að tvær millj- ónir lesta til þess að stemma stigu við offramboði og halda uppi viðm- iðunarverði, sem hefur lækkað um 800 dollara síðan Sovétríkin liðuð- ust í sundur og rússneskur útflutn- ingur til Vesturlanda jókst. I Bret- landi hafa álbirgðir minnkað um 6.050 lestir í 2.59 milljónir lesta. Sérfræðingar telja þó ólíklegt að verð hækki mikið, þar sem fyr- irhugaður niðurskurður hafí þegar verið reiknaður með. „Verð hefur hækkað úr um 1.100 dollurum tonnið í 1.350 dollara og það staf- ar að vissu marki af því gert hef- ur verið ráð fyrir skerðingunni,“ sagði brezkur álkaupmaður. Alls hafa 22 fyrirtæki í heimin- um heitið því að draga úr fram- leiðslu. Þeirra á meðal eru Pechin- ey í Frakklandi (um 120.000 tonn ekki seinna en í apríl), Alcan Al- uminium í Kanada, (156.000 tonn fyrir marzlok) og Alcoa í Bandaríkj- unum, sem hafa samþykkt að draga úr framleiðslunni um 100.000 tonn nú þegar. Rússar samþykktu að minnka framleiðsluna um 500.000 tonn — 300.000 tonn fyrir apríllok og 200.000 fyrir lok júlí. Áætlað hef- ur verið að útflutningur Rússa hafi numið 1.56 milljónum lesta 1993 miðað við 964.000 lestir 1992. Sumir sérfræðingar telja að alþjóðastofnun, sem safnar upp- lýsingum um útflutning, fram- leiðslu og birgðir, verði þess ekki megnug að hafa eftirlitt með sam- komulaginu. „Markaðurinn þarf staðfestingu á því að vestræn ríki og Rússar minnki framleiðsluna,“ sagði sérfræðingurinn William Adams í London. „Þá verður hugs- anlegt að hækka verðið aftur í um það bil 1.400 dollara.“ Annar sérfræðingur segir að búizt sé við að eftirspurn eftir áli aukist 1994 um leið og efnahags- ástandið í Bretlandi haldi áfram að batna, byggingariðnaðurinn í Frakklandi og Þýzkalandi taki við sér og þjóðarbúskapur Japana nái lágmarki. Svíþjóð Vaxtahækkanir í Bandaríkjunum hafa leitt til langvarandi verðlækk- unar í sænsku kauphöllinni og ríkið kann því að neyðast til þess að íhuga þann kost að fresta sölunni, sem ráðgert hafði verið færi fram síðar í vor. Talsmaður iðnaðarráðuneytisins sagði að ríkið hefði engan frest sett til þess að ákveða skilmála fyrir sölu á 46% hlút sínum í lyfja- fyrirtækinu. Sérfræðingar segja þó að ráðuneytið sé við því búið að selja allan hlut sinn í einu í byrjun júní. Fjármálablaðið Dagens Ind- ustrí segir að ríkisstjórnarfundi um einstök atriði, sem þarf að ganga frá fyrir söluna, hafi verið frestað til 20. maí frá 14. apríl. Fyrirhuguð sala hlutsins í Pharmacia er síðari liður áætlunar rúmlega 295 stiga hrun á átta dög- um og vaxtahækkunin kom af stað einhveiju mesta söluæði í Wall Street um árabil. „Markaðurinn hlaut að komast í jafnvægi,“ sagði sérfræðingurinn Larry Wachtel. „Ekki hafði orðið eins mikið hrun og í gær og í síð- ustu viku síðan 1978, en ástandið var viðráðanlegt." Vextir hafa hækkað að undan- förnu og nýjar ábendingar um meiri efnahagsbata en búizt var við hafa kynt undir ugg um verðbólgu. Dow-vísitalan komst hæst í 3.978 stig 31. janúar og lækkaði í 3.552 stig á mánudag. Þegar mörkuðunum var lokað í Wall Street á mánudag höfðu verð- bréf ekki lækkað eins mikið í verði um fimm mánaða skeið vegna nýs uggs um verðbólgu. Margir reyndu jafnvel að losa sig við dollara, þótt hann styrkist venjulega þegar vextir eru hækkað- ir í Bandaríkjunum. Verð á olíu lækkaði fyrst, en náði sér óvænt aftur á strik og hafði ekki verið eins hátt í tvo mánuði við lokun. Dow Jones-vísitalan lækkaði á mánudag um 42,61 stig í 3.593,25 og hafði ekki verið eins lág síðan 12. október 1993. Fyrstu 10 mínúturnar eftir að kauphöllin í New York var opnuð lækkaði Dow-vísitalan um 83 stig. Upphaflega varð lækkunin á mörk- uðunum vegna frétta á föstudaginn langa um að launakostnaður hefði aukizt helmingi meira en gert hafði verið ráð fyrir í marz. Kauphallaróróinn stefnir sölunni á Pharmacia í tvísýnu Stokkhólmi. Rcuter. MESTA einkavæðing Svía - sala á 14 milljarða sænskra króna hlut ríkisins í lyfjafyrirtækinu Pharmacia AB - kann að tefjast vegna verðlækkana í kauphöllum að sögn sérfræðinga. I fyiýodasi Fljótlegt-Létt-Bragðgott BIRYANI - ÍNDVERSKT: HRfSGRIÓN MEÐ GRÆNMETI, KIÚKLINGI OG KRYDDl. TORTIGUONI - ÍTALSKT: PASTASKRÚFUR MEÐ GRÆNMETI, NAUTAKIÖTI OG KRYDDI. FARFALLE - ÍTALSKT: PASTASLAUFUR MEÐ GRÆNMETI, SKINKU OG OSTl. Ein msk. smjör á pönnuna, innihaldið út í og allt tilbúið á 5 mín. Skyndiréttir sem bragðast og líta út sem bestu sérréttir! i ríkisstjórnar Carls Bildts um sölu hlutabréfa á þessu ári. í marz var gengið frá sölu á 49% hlutabréfa í timbur- og pappírsvörufyrirtækinu AssiDoman AB, sem aflaði ríkinu 7.6 milljarða sænskra króna. Lagt er fast að stjórninni að ljúka við söluna á Pharmacia fyrir kosning- ar, sem fara fram 18. september. Volvo-fyrirtækið hefur einnig hagsmuna að gæta, þar sem það hét stjórninni því í fyrra að halda 25% hlut sínum í lyíjafyrírtækinu. Það hefur rétt til að auka hlut sinn í 35%. Bollalagt hefur verið í nokkrar vikur hvort sölunni verður frestað. Búizt er við tilboðum upp á 40 milljarða sænskra króna frá kunn- um jafnt sem lítt þekktum fyrir- t.ækjum fram ■ í júlí, <

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.