Morgunblaðið - 06.04.1994, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRIL 1994
Gjaldþrot frystihússins Kaldbaks hf. á Grenivík
60 skráðu sig at-
vinnulausa í gær
UM 60 manns, fyrrverandi starfsmenn frystihúss Kaldbaks hf. á
Grenivík, komu á skrifstofu Grýtubakkahrepps í gær til atvinnuleys-
isskráningar í kjölfar gjaldþrots fyrirtæksins fyrir páska. Fundur
er fyrirhugaður með þingmönnum kjördæmisins vegna þeirrar stöðu
sem upp er komin vegna gjaldþrotsins en Kaldbakur var stærsti
vinnuveitandinn á staðnum.
„Guð almáttugur hjálpi okkur ef
ekki verður hægt að endurreisa
fyrirtækið í einhverri mynd,“ sagði
Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri
Grýtubakkahrepps. Frá því Kald-
bakur var lýstur gjaldþrota á mið-
vikudag í síðustu viku hafa heima-
MIÐSTÖÐ fólks í atvinnuleit
verður með opið hús í Safnaðar-
heimili Akureyrarkirkju í dag,
miðvikudaginn 6. apríl frá kl.
15.-18.
Sveinn Jónsson bóndi í Kálfs-
skinni mun þar setja fram og ræða
ýmsar hugmyndir að nýjungum í
atvinnumálum og láta hugann
reika „frá fjöru og upp til fjalls-
brúna“, en Sveinn er þekktur af
verkum sínum bæði sem mikill
menn verið að skoða möguleikann
á því að endurreisa fyrirtækið en
Guðný sagði að ekkert væri enn
fast í hendi í þeim efnum. „Yið
erum að skoða vissa möguleika en
enn er óljóst hvað verður. Við vitum
að það þýðir ekki að ana út í ein-
athafnamaður og hugmyndasmið-
ur.
Kaffi og brauð verður á borðum
að vanda þátttakendum að
kostnaðarlausu og dagblöðin
liggja frammi. Þá verða ýmsar til-
kynningar á dagskrá og síðasta
tækifærið til að skrá sig til þátt-
töku á námskeið í heimilisbók-
haldi. Einnig verður sérstök send-
ing til Miðstöðvarinnar afhent um
kl. 16.30. (Fréttatilkynning.)
hverja vitleysu, setja eitthvað fyrir-
tæki á koppinn ef það er vonlaust
að það gangi."
Töluverðar birgðir voru til af
saltfiski þegar fyrirtækið varð
gjaldþrota og ljóst að hann þarf að
meta og pakka og verður það vænt-
anlega gert á næstu dögum.
Fundur með þingmönnum
Guðný hefur óskað eftir fundi
með þingmönnum kjördæmisins til
að ræða þá stöðu sem upp er komin
í atvinnumálum á Grenivík í kjölfar
gjaldþrots stærsta fyrirtækisins á
staðnum og þá mun sveitarstjórn,
fulltrúar Iðnþróunarfélags Eyja-
fjarðar og fleiri aðilar einnig eiga
fund síðar í vikunni þar sem farið
verður yfir stöðu mála og hvort
grundvöllur reynist fyrir endurreisn
fyrirtækisins í einhverri mynd.
Örlygur Hnefill Jónsson skipta-
stjóri þrotabús Kaldbaks sagði að
fljótlega yrði haldinn fundur með
helstu veðhöfum, en þeir eru At-
vinnutryggingasjóður, Landsbanki
íslands, Byggðastofnun, Sparisjóð-
ur Höfðhverfinga og Fiskveiðisjóð-
ur íslands. í framhaldi af þeim fundi
sagðist Örlygur Hnefill væntanlega
auglýsa eignir þrotabúsins til sölu,
en þær eru m.a. stórt frystihús með
tilheyrandi vélbúnaði, verbúð og tvö
íbúðarhús fyrir starfsmenn.
Sveinn í Kálfsskinni
ræðir um atvinnumál
Hvert stórafmælið á
fætur öðru á Dalvík
_ Dalvík.
ÁRIÐ 1994 er sannkallað af-
mælisár á Dalvík því fjöldi fyrir-
tækja og félaga í bænum eiga
stórafmæli á þessu 50 ára af-
mæli íslenska lýðveldisins og
minnst er atburða í sögu bæjar-
ins.
Sparisjóður Svarfdæla verður
110 ára 1. maí næstkomandi, en
sjóðurinn var stofnaður 1. maí 1884
af nokkrum bændum í Svarfaðar-
dal. Ungmennafélag Svarfdæla
SKEIFUNNI 11 • SÍMI 67 97 97
verður 85 ára í lok ársins, en það
var stofnað 30. desember árið 1909
að tilstuðlan Snorra Sigfússonar og
gengu á stofnfundi í félagið 38
manns, 32 karlar og 6 konur.
Sundskáli Svarfdæla verður 65
ára, en hann var vígður á sumar-
daginn fyrsta árið 1929 og þá opn-
aður almenningi.
Dalvíkurskjálftarnir
2. júní 1934 urðu miklir jarð-
skjálftar við Eyjafjörð en þeirra
gætti mest á Dalvík og því jafnan
nefndir Dalvíkurskjálftarnir. Miklar
skemmdir urðu á mannvirkjum af
þeirra völdum. í sumar verður
skjálftanna minnst í máli og mynd-
um á Dalvík.
Slysavarnasveit kvenna var
stofnuð á Dalvík 21. maí árið 1934
og verður sveitin því 60 ára nú á
næstunni. Kvennadeild slysavarna-
félagsins var stofnuð að tilstuðlan
Egils Júlíussonar.
Fyrr á árinu átti Leikfélag Dal-
víkur 50 ára afmæli en það var
stofnað 19. janúar árið 1944. Það
minnist tímamótanna með tveimur
frumsýningum þetta leikár. Hafíð
eftir Ólaf Hauk Símonarson var
frumsýnt í febrúar síðastliðnum og
í haust verður Land míns föður eft-
ir Kjartan Ragnarsson frumsýnt.
Söltunarfélag Dalvíkur var stofn-
að verður 50 ára síðar á þessu ári
en 17. desember 1944 stofnuðu
útgerðarmenn með sér söltunarfé-
lag til að síldarsöltun mætti verða
markvissari og hagkvæmari. Nú
snýst rekstur félagsins einkum um
rækjuvinnslu.
Árið 1954 var fyrirtækið Óskar
Jónsson og Co stofnað á Dalvík en
það er fyrirtækið sem annast vöru-
flutninga.
Útgerðarfélag Dalvíkur var
stofnað í júlí 1959 um kaup átogar-
anum Björgvin EA-311 og fagnar
félagið því 35 ára afmæli á árinu.
Netagerð Dalvíkur tók til starfa í
júní árið 1964 og verður því 30 ára
1 sumar en fyrr á árinu hafði fyrir-
tækið Netjamenn hf. hætt rekstri.
Tónlistarskóli Dalvíkur hóf starf-
semi haustið 1964 og lýkur því 30.
starfsári skólans í haust.
Hitaveita var formlega tekin í
notkun á Dalvík fyrir 25 árum, en
sá atburður varð 29. október árið
1969.
Bærinn tvítugur
Þann 5. apríl árið 1974 afgreiddi
Alþingi lög um kaupstaðarréttindi
handa Dalvíkurbæ og 10. apríl voru
þau staðfest af forseta íslands.
Afmælisins verður minnst með há-
tíðardagskrá um næstu helgi, 9. og
10. apríl.
Þá má geta þess að Sæpiast hf.
átti nýlega 10 ára afmæli en það
var árið 1984 sem fyrir tilstuðlan
Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar og
nokkurra framtakssamra einstakl-
inga á Dalvík að fest voru kaup á
plastverksmiðju í Garðabæ og hún
flutt til Dalvíkur. Loks má geta
þess að fiskverkunar- og útgerðar-
félagið Otur hf. verður 20 ára á
árinu en það eins og Verslunin
Sogn sem er bóka- og gjafavöru-
verslun var stofnað árið 1974.
HG
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Þríeykið
TVEIR ritstjórar hafa verið ráðnir að Degi, bræðurnir Óskar
Þór og Jóhann Ólafur Halldórssynir, og munu þeir ásamt
Kristjáni Krisljánssyni fréttastjóra, sem er á milli þeirra á
myndinni, bera ábyrgð á því að koma blaðinu út í framtíðinni.
Jarðbrúarbræð-
ur ritstýra Degi
BRÆÐURNIR Óskar Þór og Jóhann Ólafur Halldórssynir
hafa tekið að sér ritsljórn dagblaðsins Dags en þeir munu
jafnframt áfram sinna störfum sínum sem blaðamenn.
Kristján Kristjánsson verður áfram fréttasljóri blaðsins.
Öllu starfsfólki Dagsprents, sem gefur blaðið út, var sagt
upp störfum fyrir páska og lýsti Bragi V. Bergmann fráfar-
andi ritstjóri þá yfir að hann myndi ekki Iáta á það reyna
hvort hann yrði endurráðinn að blaðinu en hann er afar
ósáttur við stefnu stjórnar og framkvæmdastóra blaðsins
í málefnum Dags.
„Það var leitað eftir því að
við tækjum að okkur ritstjórn
blaðsins,“ sagði Óskar Þór „og
við munum bæta því við þau
störf sem við höfum fram til
þessa sinnt, við verðum sem sagt
áfram á fullu í fréttamennsk-
unni.“
Útgáfa Dags verður þunga-
miðjan í rekstri Dagsprents í
kjölfar endurskipulagningar á
rekstri sem nú er verið að ráð-
ast í. Að sögn Harðar Blöndal
framkvæmdastjóra verður rekst-
ur prentsmiðjunnar lagaður að
þörfum blaðsins og í farvatninu
er breytt vinnslufyrirkomulag
vegna útgáfunnar. Á næstu
tveimur vikum verður gengið frá
endurráðningu þess starfsfólks
sem nauðsynlegt er til útgáfunn-
ar. Þegar er ljóst að fækkað
verður um einn mann á ristjórn
blaðsins, þannig að eftir 1. júlí
næstkomandi verða 8 starfs-
menn á ritstjórn blaðsins. Á síð-
asta ári var tveimur blaðamönn-
um sagt upp störfum hjá blað-
inu.
Líflegra
„Markmið okkar er að efla
blaðið sem vettvang skoðana-
skipta á Norðurlandi því það er
trú okkar að það komi enginn
miðill í stað Dags hvað það varð-
ar. Dagur er málsvari lands-
byggðar og nýtur sérstöðu sem
slíkur,“ sagði Óskar Þór. „Nýj-
um ritstjórum fylgja ávallt ein-
hveijar breytingar og þær munu
birtast á síðum blaðsins á næstu
misserum. Við ætlum okkur að
breyta blaðinu til batnaðar, gera
það líflegra."
Óskar Þór sagði að vissulega
yrði starfið krefjandi „við erum
að bæta þessu á okkur í viðbót
við fréttamennskuna því höldum
báðir ótrauðir áfram í henni og
því fylgir auðvitað mikið vinnu-
álag. En við vitum að hér innan-
dyra er samhentur hópur sem
er staðráðinn í því að vinna sig
út úr þeim erfiðleikum sem blað-
ið hefur lengi verið í og við erum
sannfærðir um að það verði ekki
gert nema með góðri samvinnu
og við trúum því að það takist,“
sagði Óskar Þór og bætti því við
að samkomulag bræðranna hefði
ávallt verið með ágætum þannig
að hann óttaðist ekki að upp
kæmi alvarlegur ágreiningur
milli ritstjóranna tveggja. Bræð-
urnir eru frá Jarðbrú í Svarfað-
ardal og hefur Jóhann Ólafur
starfað á Degi frá því í maí árið
1987 og Óskar Þór hóf þar störf
haustið 1988.
■ / ÁRSBYRJUN auglýsti land-
búnaðarráðuneytið stöðu héraðs-
dýralæknis til umsóknar í Austur-
Eyjafjarðardæmi. Umsóknar-
frestur var til 1. febrúar 1994. Um
stöðuna sóttu tíu dýralæknar. Ein
umsókn var dregin til baka. Um-
sækjendur voru: Alfreð Schiöth,
Ármann Gunnarsson, Elfa Ág-
ústsdóttir, Gísli Sverrir Halldórs-
son, Gunnar Gauti Gunnarsson,
Gunnar Þorkélsson og Vignir
Sigurólason. Tveir umsækjendur
óskuðu nafnleyndar.
Að tillögu landbúnaðarráðherra
hefur forseti íslands skipað Ár-
mann Gunnarsson í embætti hér-
aðsdýralæknis í Austur-Eyjafjarða-
rumdæmi.
■ BROTIST var inn í þrjú fyrir-
tæki á Akureyri um páskahelgina,
myndbandaleigu og bifreiðaverskt-
æði aðfaranótt skírdags og í sölut-
urn aðfaranótt laugardagsins.
Úr söluturninum og myndbanda-
leigunni var stolið einhverju af pen-
ingum, sælgæti og- tóbaki. Engu
var stolið úr bifreiðaverkstæðinu,
samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni á Ákureyri. Ekki hefur
enn tekist að hafa hendur í hári
j þjófanna.